Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 33
bílum. Þeir eru í framleiðslu og hafa verið keyptir undanfarin ár til dag- legra nota. Það kann að virðast und- arlegt en síðasti flokkurinn laðar að sér flesta. Fimmta flokkinn má svo finna í Genf og hann getum við kallað bíla sem flestir hafa aldrei heyrt um. Í tölum Umferðarstofu yfir innflutta bíla á síðasta ári er til dæmis ekki að finna framleiðendur eins og Fenomenon, Laraki, Bolloré eða Edag. Né heldur Bizzarini, Spyker eða Pagoni. Sumir þessara bíla eru jafn framandi í hönnun og nöfnin gefa til kynna og flestir eiga það sameiginlegt að vera aðeins of dýrir fyrir almenning. Eða jafnvel fárán- lega dýrir. Þeir eru engu að síður augnayndi og því er ásóknin í bása þeirra mikil. Bandarískur blaða- maður sagði til dæmis að hápunktur heimsóknar hans á sýninguna hefði verið þegar sænski ofurbíllinn Koenigsegg var ræstur og þaninn hressilega. Á sýningunni sem nú stendur yfir má glögglega sjá að framleið- endur eru í auknum mæli farnir að horfa til umhverfisins og nýrra orkugjafa. Smábílar hafa skipað stóran sess á sýningum undanfarin ár en nú hafa bæst við hressilegir bílar sem eiga að vera enn hag- kvæmari og umhverfisvænni í rekstri, án þess að akstursánægj- unni sé til fórnað, eins og Saab Aero X hugmyndabíllinn sem skilar 400 hestöflum með mótor sem getur gengið á nánast hverju sem er, þar með talið eldsneyti unnu úr sorpi. Mitsubishi sýnir líka EZ-MIEV hugmyndabíl sinn sem er fjölnota- bíll með rafmótorum á hverju hjóli. Saman skila þeir um 110 hestöflum, sem verður að teljast mjög gott, en þau nást meðal annars með því að sleppa gírkassa og drifsköftum úr drifrásinni. Á hinum endanum eru svo bílar eins og tuttugu milljóna króna Lam- borghini Murciélago LP 640. Það er kraftmeiri útgáfa af Murciélago en áður þekktist og skilar hann nú 640 hestöflum. Loksins, loksins fá allir Lambo-eigendurnir sem finnst bílar sínir kraftlausir eitthvað að stefna á. Af aðeins hefðbundnari sportbíl- um má nefna frumsýningu á nýjum Alfa-Romeo Spyder sem fékk viður- kenninguna blæjubíll ársins 2006. Þegar viðstaddir voru inntir eftir því hvort þeir vildu hann með 2,2 eða 3,2 lítra vélinni sagði einhver að hann mætti þess vegna vera vélar- laus - hann væri nægilega fallegur til að horfa á hann allan daginn. Af þeim bílum sem sýndir eru í Genf í ár er eftirlæti undirritaðs hiklaust bíll sem stefnir beina leið á framleiðslu; Lotus Europa S. Bíll með sama nafni var framleiddur í um 10.000 eintökum fyrir þrjátíu árum en á fátt skylt með þessum fjögurra sæta ofurbíl. Europa S er hálfbróðir Elise og Exige, bíla sem eru frægir fyrir að vera hrein unun að keyra og keppa við dýra ofurbíla í frammistöðu. Europa S er nokk- urs konar fjölskylduútgáfa af þeim tryllitækjum með 200 hestafla vél, pinnstífri fjöðrun, leðursætum, loftpúðum og GPS-staðsetningar- tæki. Enginn aukabúnaður er fáan- legur. Bílasýningin í Genf stendur til 12. mars. Nánar verður fjallað um sýninguna síðar. einareli@frettabladid.is 530 5700 www.hollin.is Hjólbarðahöllin Fellsmúla 24 · 108 Reykjavík 327C 18"/20" EMR 360C 16"/17"/18" 348BM 18" 635C 17"/18" EMR 310 C 17"/18" EMR 429AM 18"/19" 347C 16"/17"/18" 415C 16"/18" 220BM 17" 635BM 18"/20" Réttarhálsi 2 · 110 Reykjavík Gúmmívinnustofan www.gvs.is 587 5588 324C 17"/18" 22 70 / T ak tik 0 1. 03 .0 6 Alfa Romeo Spyder hefur fengið andlitslyftingu. Svo góða reyndar að einn sýningargesta var reiðubúinn að taka hann vélarlausan. Lotus Europa S. Fjögurra sæta hálfbróðir Elise. SATURDAY 4. march 2006 3 Betri, öruggari og hljóðlátari jeppi. Ford kynnti nýlega nýja útgáfu af Explorer-jeppa sínum. Bíllinn hefur breyst töluvert í útliti, ekki aðeins hið ytra heldur hefur inn- réttingin einnig tekið stakka- skiptum. Bíllinn er þannig rúmbetri að innan, sætin eru betri, gírskipt- ing er komin í stokk á milli fram- sætanna og í sjö sæta útgáfunni eru komin tvískipt sæti í öftustu röð. Bíllinn er byggður á grind og með bæði hátt og lágt drif og er því mjög öflugur við erfiðar aðstæður. Af nýjungum sem eru ekki augljósar við fyrstu sýn má nefna öflugri V8 vél og nýja sex þrepa sjálfskiptingu. Hvort tveggja er reyndar aukabúnaður. Gerðar hafa verið breytingar á grind og fjöðrun bílsins til að bæta aksturseigin- leika. Hljóðeinangrun hefur einn- ig verið endurbætt og er nú með því besta sem þekkist í þessum flokki bíla. Explorer fékk nýlega hæstu einkunn sem gefin er í árekstrar- prófi hjá hinni þekktu NHSTA- stofnun í Bandaríkjunum. Meðal öryggisbúnaðar eru fjórir örygg- ispúðar, öryggisgardínur sem falla niður með hliðum að innan- verðu til varnar í árekstri á hlið og við veltu bæði fyrir þá sem í fram- og aftursætum sitja og stöðugleikastýrikerfi með velti- vörn. Breyttur Ford Explorer Nýjar línur á kunnuglegum bíl. Nýi Explor- er-inn hefur fengið andlitslyftingu sem hæfir þessum vinsæla bíl. Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.