Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 47
4 LANGUR LAUGARDAGUR 30% afsláttur AF ÖLLUM VÖRUM Fimmtudag- þriðjudags Nú eiga ekki aðeins brúðar- kjólarnir að vera hvítir, heldur samkvæmiskjólarnir líka. Hreinn og tær liturinn ber með sér keim sakleysi og klassa. Fallega sniðn- ir kjólar njóta sín sérstaklega vel í öllum tónum litarins, allt frá skjannahvítum upp í kremlitaðan. Allir ættu að geta fundið hvíta lit- inn sem tónar við húðlitinn sinn. Liturinn nýtur sín sérstaklega vel með silfurlit og gulli en einn helsti kostur litarins er án efa sá að hægt er að nota hvað skó og fylgihluti sem er við hann. Nú er því kjörið tækifæri að fá sér hvítan kjól og nota með honum bleiku eða rauðu skóna sem passa ekki við neitt annað í fataskápnum. Stuttir, síðir, þröngir, víðir, með belti, úr silki eða bómull, allir eru þeir æði, svo lengi sem þeir eru hvítir. Krassandi hvítur Hvíti liturinn er sá heitasti í Hollywood um þessar mundir enda aðaltískuliturinn í vor og sumar. Uma Thurman í anda gamla Hollywood, í síðum silkikjól með demanta. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Brittany Murphy er sæt í hvítum og silfurlit- um kjól. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Beyoncé Knowles er alltaf kynþokkafull og ber þennan silfurlita og hvíta kjól sérstak- lega vel. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Hillary Swank í nettum hvítum hlýralausum kjól. Jessica Alba er saklaus og sæt í hvítu.Maggie Gyllenhaal í nýtískulegum stuttum kjól með belti í mittið. Kjólar, pils og blúndur eru áberandi í vor og sumartískunni hjá Whist- les, en einnig örlítið pönkaraleg og töffaraleg. Heil lína hefur verið hönnuð sem kallast Gwen, og er innblásturinn sóttur í fatastíl söng- konunnar Gwen Stefani, sem er ein- mitt bæði kvenlegur og töffaralegur. Kjólar, buxur og litríkar peysur sem hægt er að blanda saman á marga vegu einkenna þessa línu, ásamt endalausum smáatriðum eins og litlum hjartalaga tölum, blúnd- um, borðum, slaufum og mynstri á ólíklegustu stöðum. Önnur lína hjá Whistles kallast Salma og einkennist af kjól- um og sterkum litum, jakkapeysum og blúndum og fallegum pilsum. Fötin hjá Whistles eru öll hönnuð með það í huga að hægt sé að blanda þeim saman og nota þau hvert með öðru, þó ólík séu. Belti, töskur, skór og fylgihlutir auka á fjölbreytnina og er samsetningin persónubundin. Hugað að hverju einasta smáatriði Vor- og sumartískan hjá Whistles er litrík, kvenleg og töffaraleg. Dökkblár og hvítur röndóttur kjóll með ásaum- uðu blómi og tölum í bakið. Vorlegt pils, með undir- pils úr heklaðri blúndu. Bolur með hekluðum efri hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Svartur bómullar- kjóll sem hægt er að nota hversdags eða sem veislukjól. eru aftur komnir í tísku, og tökum við því fagnandi, enda fátt flottara en lakkskór. Sérstaklega háhælað- ir, annað hvort svartir eða eldrauð- ir og opnir í tána. Einnig eru þeir flottir flatbotna. Ef þú átt eitt par af lakkskóm í geymslu er ráð að bretta upp ermarnar og draga fram kassann sem geymir þá, þurrka af þeim rykið, skella sér í þá og tjútta. Æðislegir við sparikjólinn eða þröngu gallabuxurnar. lakkskór... þessi hvíta kápa frá All saints. Hún er fallega hvít, tvíhneppt með belti í mittið. Neðri hluti hennar er nánast eins og pils, þar sem örlít- ið hringsnið er á henni og kápan síðari að aftan. Hún er vel fóðruð og hentar því vel á íslensku sumri. Hún er geggjuð við hvítan kjól og rauða skó, gallabuxur eða herra- legar síðbuxur. Það eina sem þarf er eldrauður varalitur á varirnar þegar komið er í kápuna, og hún mun gera hvaða konu sem er ótrú- lega „foxí“. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI algert æði... ■■■■ { vor & sumar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.