Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 04.03.2006, Blaðsíða 86
LAUGARDAGUR 4. mars 2006 49 Útsölustaðir: Hagkaup snyrtivörudeildir, Lyfja, Apótekið Grafarvogi, Apótekið Iðufelli, Bjarg Akranesi, Jara Akureyri, Snyrtistofa Ólafar Selfossi og Klakkur Vík í Mýrdal MAXI FRANGE ������� ����������������� NÝR Frábær, nýr maskari sem þykkir og lengir augnhárin! „Stundum minnir þetta mig á börn sem eru í kúlu. Það er barn í fjölskyldinni en það tilheyrir ein- hvern veginn öðrum heimi. Þú reynir og reynir en nærð aldrei til þess,“ segir Laila Margrét Arnþórsdóttir um veröld heyrnar- lausra barna. Í kvöld verður frumsýnd all sérstæð leiksýning í Hafnar- fjarðarleikhúsinu, þar sem fjall- að er um heim hinna heyrnar- lausu. Laila Margrét er höfundur verksins ásamt Margréti Péturs- dóttur, sem jafnframt er leik- stjóri. Í leikritinu, sem heitir Við- talið, segir frá mæðgum. Dóttirin er heyrnarlaus, en er orðin fræg og farin til útlanda. Blaðamaður ætlar að koma að taka viðtal við hana þegar hún er stödd á land- inu. „Hann hefur pantað túlk og mamman á að vera viðstödd,“ segir Laila Margrét, „en svo kemur blaðamaðurinn aldrei og þær fara að tala saman í fyrsta skipti á ævinni. Þær hafa aldrei haft túlk fyrr og fara að gera upp heila mannsævi. Þá fatta þær báðar að þær eiga sér báðar sögu. Mamman segir sína hlið og dótt- irin sína hlið. En auðvitað verður þetta ekkert endanlegt uppgjör. Maður gerir ekkert upp heila mannsævi á klukkustund, en það er opnað á það.“ Það sérstæða við þetta leikrit er að báðum tungumálunum er gert jafn hátt undir höfði, íslensku talmáli og íslensku tákn- máli. Tvær leikkonur fara með hlutverk móðurinnar, þær Soffía Jakobsdóttir og Berglind Stef- ánsdóttir. Önnur notar röddina en hin táknmálið. Sömuleiðis fara tvær leikkonur með hlutverk dótturinnar, þær Elsa Guðbjörg Björnsdóttir og Tinna Hrafns- dóttir. „Þegar þær eru á eintali þá leika þær báðar í einu, önnur talar táknmál en hin raddmál. Svo þegar þær tala saman, þá er túlkurinn alltaf með.“ Túlkinn leikur Árný Guð- mundsdóttir, en hún er þaulvanur táknmálstúlkur og hefur af því atvinnu. DÓTTIRIN Þær Elsa Guðbjörg Björnsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir leika báðar dótturina, sem öðlast hefur frægð og frama í útlandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Opnað inn í heim hinna heyrnarlausu HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MARS 2 3 4 5 6 7 8 Sunnudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Jónas Ingimundarson heldur píanótónleika í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn.  17.00 Vormenn Íslands, tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson ásamt barit- ónsöngvaranum Ólafi Kjartani Sigurðarsyni halda tónleika í Hveragerðiskirkju. Með þeim leikur Jónas Þórir á píanó.  17.00 Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona, Martin Frewer fiðlu- leikari og Steingrímur Þórhallsson, sem leikur á orgel og sembal, flytja ítalska og þýska tónlist frá frumbarokktímanum á tónleikum í Neskirkju.  20.00 Fiðluleikararnir Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Jónína Auður Hilmarsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari flytja verk eftir Mozart og Sjostakovitsj á tónleik- um Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju.  20.00 Vormenn Íslands, tenórarn- ir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson ásamt bar- itónsöngvaranum Ólafi Kjartani Sigurðarsyni halda tónleika í Selfosskirkju. Með þeim leikur Jónas Þórir á píanó.  21.00 Bandaríska tvíeykið Shahzad Ismaily og Garret Devoe, sem kalla sig Pure Horsehair, halda tónleika á Kaffi Kulture. Kira Kira hitar upp. ■ ■ OPNANIR  14.00 Ilmur Stefánsdóttir opnar myndlistarsýningu í GUK+ á Íslandi og í Danmörku og Þýskalandi. Sýninguna kallar Ilmur SKEMMTILEGT eða FUN.  „Rætur rúntsins“ er heiti á sýn- ingu með ljósmyndum hollenska ljósmyndarans Rob Hornstra sem opnuð verður í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands. Myndirnar á sýningunni eru afrakstur af ferðum Robs um Ísland á síðastliðnu ári. ■ ■ SAMKOMUR  13.00 Söngur og sund í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Í þetta sinn verður Ingibjörg Þorbergs gestur hjá Ingveldi Ýr, sem leiðir samsöng. Gróa Hreinsdóttir leikur með á píanó, en á eftir skella allir sér í sund í Breiðholtslaug. ■ ■ SÝNINGAR  Sýning á verkum Steinunnar Helgadóttur myndlistarmanns hefur verið opnuð á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. N á tali hjá Hemma Gunn Sunnudaga 16-18:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.