Fréttablaðið - 19.03.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 19.03.2006, Síða 10
10 19. mars 2006 SUNNUDAGUR Rammaskipulagssvæðið afmarkast af Sæbraut, Kleppsmýrarvegi, strönd og fyrirhuguðum landfyllingum, Gullinbrú og Vesturlandsvegi. Auk formanns skipulagsráðs Dags B. Eggertssonar, og embættismanna munu skipulagsráðgjafar mæta á fundinn og kynna verkefnið. Hagsmunaðilar á svæðinu eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið og ræða það. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þriðjudaginn 21.mars kl 17:00. Elliðaárvogur og nágrenni Rammaskipulag - fundarboð Skipulagsráð og Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur boða til almenns fundar þar sem kynnt verður staða vinnunnar og leiðarljós í áframhaldandi vinnu. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur • Borgartún 3 • 105 Reykjavík • Sími 411 3000 Ný staða er komin upp í öryggis- og varnar- málum Íslands eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti í vikunni að mestallt Varnarliðið hverfi frá Keflavíkurstöðinni fyrir haustið. Í ljósi þessarar nýju stöðu er fimmti þáttur greinaflokks um Evrópumál helgaður því hvað Evrópa hefur upp á að bjóða í þessum málaflokki. Eins og fram kemur í samtali við Val Ingimundarson sagnfræðing hér á síðunni hefur allnokkur Evrópuvæðing íslenzkra öryggismála þegar átt sér stað á síðustu árum, án þess að mikið hafi borið á því. Raunar færðu Bandaríkjamenn Ísland þegar árið 2002 út úr eigin víðari varnar- lögsögu og inn í þá evrópsku, er þeir færðu yfirstjórn Keflavíkurstöðvarinnar frá Norfolk í Bandaríkjunum til Evrópuherstjórnar Bandaríkjahers í Þýskalandi. Nú er farið fyrir Keflavíkurstöðinni eins og mörgum öðrum herstöðvum Bandaríkjamanna í Evrópu; umsvifin dregin saman í sama og ekki neitt. Sú allsherjaruppstokkun á herstöðvakerfi Bandaríkjamanna í heiminum hefur verið í gangi í nokkur ár og miðar fyrst og fremst að því að færa búnað og herafla Bandaríkja- hers á ótryggari svæði þar sem meiri þörf er á honum. Þrátt fyrir að íslenzkir ráðamenn hefðu trú á því í lengstu lög að varnarsamningurinn tryggði að Bandaríkjamenn myndu áfram hafa „trúverðugar“ og „sýnilegar“ varnir hér- lendis er nú ljóst að svo er ekki. Talsmenn Bandaríkjastjórnar segja að vísu að þeir ætli sér að tryggja varnir Íslands áfram, en ekkert er vitað að svo stöddu um hvernig þeir hyggist uppfylla það fyrirheit. Vitað er að þeir hafa áður ráðlagt Íslendingum að leita eftir aðstoð NATO við að halda úti öryggiseftirliti í íslenzku lofthelginni, eftir að Varnarliðsþoturnar verða farnar héðan. Ljóst er að raunverulegar öryggis- tryggingar fá Íslendingar ekki í Evrópu nema með fullri aðild að Evrópusamband- inu. Öryggisþátturinn var eitt af því sem AF EVRÓPUVETTVANGI: AUÐUNN ARNÓRSSON Evrópuvæðing öryggismálanna evrópa Ísland og Evrópusambandið Í grein sem Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, skrifaði í International Herald Tribune í júlí 2003 segir: „Ef Bandaríkjamenn neita að endurskoða ákvörðun sína [um að senda herþoturnar fjórar frá Íslandi] gæti Ísland þurft að líta til annarra Evrópuríkja vegna varnarmála sinna.“ Spurður um þetta segir Valur nú að í þeirri stöðu sem upp er komin blasi við að íslenzk stjórn- völd leiti til annarra Evrópuríkja í NATO. Trúnaðarbrestur „Það hefur orðið alvarlegur trúnaðarbrestur í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna sem vekur spurningar um gildi varnar- samningsins og hvort mark sé takandi á þeirri öryggistryggingu sem í honum felst,“ segir Valur. Hann bendir á að sé ráðizt á eitt NATO-ríki beri öðrum bandalags- ríkjum að koma því til aðstoðar samkvæmt 5. grein Atlantshafs- sáttmálans. Hins vegar er ekki skilgreint nákvæmlega í hverju sú aðstoð felst. Því hefur varnar- samningurinn verið talinn veita mun meiri öryggistryggingu fram að þessu, enda augljóst að Bandaríkjamenn hefðu brugðizt við ef ráðizt hefði verið á þeirra eigin hermenn. Það er ein helzta ástæða þess að mörg Evrópuríki hafa lagt svo mikla áherzlu á að hafa bandaríska hermenn í Evrópu. Sú ákvörðun Banda- ríkjamanna að flytja fastaherlið sitt héðan staðfestir það sem legið hefur fyrir síðustu ár, að landið hefur glatað hernaðargildi sínu fyrir þá, auk þess sem þeir þurfa á flugkosti sínum hér, eink- um þyrlunum, að halda annars staðar. Valur bendir á að frá árinu 2004 hafi Bandaríkjamenn bein- línis vísað íslenzkum stjórnvöldum á önnur Evópuríki í NATO til að sinna lofthelgiseftirliti hér. Þeir hafa litið á Ísland sem hluta af herstjórnar- kerfi þeirra í Evrópu eftir að þeir færðu yfirstjórn Keflavíkurstöðvarinnar frá Norfolk í Virginíu árið 2002. Með breytingunni hætti Keflavíkurstöðin að vera liður í eigin land- varnakerfi Bandaríkjanna og varð þess í stað í þeirra augum eins og hver önnur herstöð Bandaríkjahers í Evrópu, en mörgum þeirra hafa þeir nú lokað í alls- herjarendurskoðun á herstöðva- kerfi sínu í heiminum. Útvíkkun öryggishugtaksins Valur segir, að með útvíkkun öryggishugtaksins eftir að kalda stríðinu lauk hafi fyrstu alvarlegu skrefin verið stigin í Evrópuvæð- ingu íslenzkra öryggismála. Á hann þar ekki sízt við Schengen- vegabréfasamstarfið, sem felur í sér víðtækt Evrópusamstarf um landamæra- og löggæzlu. Þátttaka Íslendinga í friðargæzlu og upp- byggingu eftir stríðsátök sé einnig dæmi um mjög „evrópsk“ áherzlu, enda hafi hún fram til þessa að miklu leyti farið fram undir evrópskum formerkjum. Íslenzk stjórnvöld hafi áttað sig á því, að þau yrðu að leggja eitthvað af mörkum til NATO í ljósi minnk- andi hernaðarmikilvægis landsins eftir lok kalda stríðsins. Áður hefði verið nóg að leggja fram landssvæði til bandalagsins. Þau friðargæzluverkefni á vegum NATO sem Íslendingar hafa komið nálægt eru öll á vegum evrópskra bandamanna; Bandaríkjamenn hafa að mestu látið evrópska bandamenn sína um slík verkefni. Í ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í öryggismálum snýst orðræðan nú að verulegu leyti um „baráttuna gegn hryðju- verkum“ og „átakastjórnun“. Engin bein ógn stafar af öðrum ríkjum í okkar heimshluta. Þrátt fyrir þessa þróun segir Valur að engin bein öryggistrygging felist í EES- og Schengen-aðild. Aftur á móti felist viss öryggistrygging í fullri aðild að Evrópusambandinu mikla áherzlu á að meginstoðir utanríkis- og öryggismálastefnu séu óbreyttar; þótt stjórnmála- og viðskiptatengsl hafi eflzt við Evr- ópu væru NATO-aðildin og varnar- samstarfið við Bandaríkin horn- steinar hennar. „Þetta er einmitt athyglisvert,“ segir Valur, að „á sama tíma og þeir hafa haldið fast í gömlu stoðirnar, stutt dyggilega stefnu Bandaríkja- stjórnar í utanríkismálum og bein- línis beitt sér gegn sérevrópsku varnarsamstarfi af ótta við að það kynni að veikja NATO og tengslin yfir Atlants-hafið, hefur áðurnefnd Evrópuvæðing íslenskra öryggis- mála þróazt hægt og rólega.“ Engin sjálfsmyndarbreyting hafi þó enn átt sér stað í utanríkis- og öryggismálum í átt til Evrópu; hin ráðandi „Atlantshafsorðræða“ hafi ávallt verið yfirsterkari. En nú vakni sú spurning hvort það gerist eftir að ljóst er, að Banda- ríkjamenn vilja ekki lengur halda úti því sem íslenzkir ráðamenn hafa kallað „trúverðugar“ eða „sýnilegar“ varnir hérlendis. Óvissuástand Valur samsinnir því að Ísland sé í öryggispólitísku óvissuástandi. Bandaríkjamenn séu að miklu leyti búnir að skilgreina landið út úr sinni lögsögu og ætlist til að NATO taki við umsjá hennar með einum eða öðrum hætti, þótt þeir vilji halda í varnarsamninginn til að tryggja óheftan hernaðar-aðgang að landinu og nota það sem bæki- stöð fyrir eigin her- og hergagna- flutninga. Það á eftir að skilgreina skýrar hvernig brugðizt verður við „nýjum hættum“ eins og hryðjuverkum eða kannski frekar „áhættuþátt- um“ í íslenzku samhengi, eins og náttúruhamförum, umhverfisslys- um eða opnun nýrra siglingaleiða. Óljóst er að hve miklu leyti evr- ópskir bandamenn Íslendinga og bandarísku bandamennirnir hins vegar muni taka þátt í viðbúnaði gegn þessum ógnum. Að sögn Vals er eitt víst, eftir síðustu tíðindi, og það er að huga þurfi að mun fleiri kostum en hing- að til í öryggismálum Íslendinga, enda óhjákvæmilegt að stjórn- málasambandið við Bandaríkin muni veikjast. Öryggis leitað í Evrópu VALUR INGIMUND- ARSON VARNARSTÖÐIN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Var þegar árið 2002 skilgreind út úr víðari varnar- lögsögu Bandaríkjanna og inn í þá evrópsku. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Nú þegar fyrir liggur að bandaríska varnarliðið er á förum frá Íslandi vaknar spurningin um það hvort Evrópu- samstarf um varnarmál geti að einhverju leyti komið í staðinn til að tryggja öryggi Íslands til framtíðar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.