Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 20.03.2006, Qupperneq 2
2 20. mars 2006 MÁNUDAGUR Sjálfskipt og allt allt öðruvísi 1.790.000,- Sjálfskipt, 1.8 l. vél og hlaðin aukabúnaði ���������������� ����������������� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. MOSKVA, AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í blaðaviðtali í síðustu viku að hann teldi að palestínsku samtökin Hamas myndu innan tíðar viður- kenna Ísraelsríki og fallast á aðrar kröfur, til dæmis um alþjóðlegt eftirlit með hjálparstarfi og að við- urkenna Mahmoud Abbas sem for- seta Palestínumanna. „Ég tel að við munum sjá einhver skref í þessa átt á næstu tveimur vikum,“ sagði Lavrov, sem nýverið ræddi í Moskvu við sendinefnd frá Hamas. Jafnframt varaði Lavrov við því að reynt yrði að einangra Hamas á alþjóðavettvangi. - gb Utanríkisráðherra Rússlands: Segir Hamas fallast á kröfur SERGEI LAVROV Utanríkisráðherra Rúss- lands er bjartsýnn eftir viðræður við fulltrúa Hamas. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK, AP Írak er nú í miðri borgara- styrjöld, að sögn fyrrverandi for- sætisráðherra Íraks. Ayad Allawi lét þessi orð falla í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær. Talsmenn Bandaríkja- og Bret- landsstjórna hafa ítrekað neitað því að borgarastríð geisi í landinu, en Allawi sagði „borgarastyrjöld“ vera eina orðið sem hægt væri að nota yfir ofbeldisölduna sem sífellt færist í aukana þar í landi. „Á hverjum degi farast fimm- tíu til sextíu manns víða í landinu, ef ekki fleiri. Ef þetta er ekki borgarastyrjöld, þá veit Guð einn hvað borgarastyrjöld er,“ sagði Allawi. Ofbeldisaldan sem nú gengur yfir landið á upptök sín í sprengjum sem eyðilögðu einn helgasta stað sjíamúslima, Gullnu moskuna í Samarra, hinn 22. febrúar. Þótt stjórnmálaskýrendur hafi ítrekað sagt ofbeldið sem fylgdi í kjölfar- ið geta markað upphaf borgara- styrjaldar hafa talsmenn Banda- ríkjahers harðlega neitað þeim stimpli. Óeirðirnar hafa heldur ekki auðveldað mótun nýs þings, sem sat fyrst á fimmtudag. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka og trúar- bragða hittust á fundi í Írak í gær, þar sem framtíð stjórnarinnar var rædd. - smk Fyrrverandi forsætisráðherra Íraks opinskár í bresku útvarpsviðtali: Borgarastyrjöld geisar í Írak BORGARSTYRJÖLD? Almennir borgarar slökkva eld í húsi sem í kviknaði við árás ónefndra byssumanna í Ramadi-borg í Írak í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Tveir ungir menn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun eftir líkamsárás. Lögreglunni var tilkynnt um stympingar milli nokkurra manna ofarlega á Laugaveginum klukkan sjö í gærmorgun. Þar höfðu tveir ungir menn ráðist að þeim þriðja. Þegar lögreglu bar að garði voru árásarmennirnir handteknir og færðir í fangageymslur. Voru þeir báðir töluvert ölvaðir og urðu að sofa úr sér vímuna áður en yfir- heyrslur gætu hafist. Fórnarlamb- ið var flutt á slysadeild með nokkra áverka á búk og andliti en hann hafði ítrekað fengið í sig högg og spörk. - sgi Líkamsárás á Laugavegi: Handteknir eftir líkamsárás MANNFJÖLDI Árið 2005 fjölgaði íbúum hér á landi meira en mörg undanfarin ár. Fólksfjölgun var 2,2 prósent á árinu og hefur íbúum ekki fjölgað jafnmikið hér á landi frá því fyrir 1960. Þessi mikla fjölgun er öðru fremur rakin til mikils aðstreymis fólks frá útlöndum, til dæmis vegna stóriðjuframkvæmda á Austurlandi. Mikil fólksfjölgun hér á landi frá lokum seinni heims- styrjaldar til ársins 1970 er aftur á móti rakin til mikils fjölda fæðinga og bættra lífslíkna. - shá Hagstofa Íslands: Mikil fólks- fjölgun í fyrra MOSKVA, AP Hluti ganga í neðan- jarðarlestarkerfi Moskvuborgar í Rússlandi hrundi í gær ofan á lest í göngunum og upp kom eldur í lest- inni. Þótti mikil mildi að engin meiðsl urðu á fólki. Göngin og lest- in voru þegar í stað rýmd, og lágu lestarsamgöngur niðri um hríð. Yfirmaður neðanjarðarlestar Moskvu sagði verkamenn hafa valdið slysinu, en þeir voru að setja upp stórt auglýsingaskilti á götu ofan við göngin, og skemmdu óvart við það burðarstólpa sem halda eiga þaki gangnanna uppi. Vonast var til þess að lestarsam- göngur um göngin yrðu komnar í samt lag í dag. - smk Neðanjarðarlest í Moskvu: Mannbjörg er göng hrundu LESTARSTÖÐ RÝMD Sjúkraflutningamenn yfirgefa Voikovskaya-lestarstöðina í Moskvu skömmu eftir að hluti ganganna hrundi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK Sérfræðingar í Dan- mörku telja víst að fleiri tilfelli af fuglaflensu muni finnast á næst- unni. Þeir óttast einnig að það muni taka mörg ár að úthýsa henni, enda hafi hún verið í Suðaustur-Asíu í meira en þrjú ár. Á föstudag fundust níu sýktar endur á eyjunni Ærø sem liggur skammt frá Fjóni en fyrsta tilfellið uppgötvaðist á Sjálandi fyrr í vik- unni. Samkvæmt frétt Berlingske Tidende í gær er talið að flensan muni aðallega halda sig við strend- ur landsins. - ks Fuglaflensa í Danmörku: Veikin komin til að vera VARNARMÁL Samfylkingin telur brot Bandaríkjamanna á varnar- samningnum marka tímamót í öryggis- og varnarmálum sem feli í sér ákveðið tækifæri til að móta sjálfstæða stefnu í þeim málum. Þetta var meðal efnis sem fram kom á blaðamannafundi sem Sam- fylkingin boðaði til í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, sagði að flokkurinn væri orðinn þreyttur á að bíða eftir því að ríkisstjórnin ætti frumkvæði að því að móta stefnu í öryggis- og varnarmálum sem tæki mið af þjóðarhagsmun- um Íslendinga. „Við höfum því tekið ákvörðun um það sjálf að freista þess að setja þessa vinnu af stað og höfum fengið Jón Bald- vin Hannibalsson til að leiða þessa vinnu auk þess sem við ætlum að fá til liðs við okkur fólk sem bæði hefur sérfræði- og pólitíska þekk- ingu í þessum málum,“ sagði Ingi- björg og lagði áherslu á að vinnan yrði þverpólitísk því nú væri lag að ná sátt um meginþætti í varnar- og öryggismálum. Samfylkingin telur rétt að ein- blína ekki á varnarsamstarfið við Bandaríkin heldur meta jafnframt aðra kosti, til dæmis samstarf við aðrar bandalagsþjóðir innan Atl- antshafsbandalagsins og samstarf við Norðurlönd. Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra í sjö ár og sendi- herra í átta. Hann hefur haldið því fram að samningaviðræður Íslands og Bandaríkjamanna séu sýndarviðræður sem hvorki hafi snúist um neitt eða leitt til neins. Þá hafi ákvörðun bandaríska varn- armálaráðuneytisins verið gömul en ekki ný og legið fyrir fyrir löngu. Hann telur að þrátt fyrir að hefðbundin hernaðarhótun sé ekki lengur fyrir hendi verði að finna varnir mót ýmsum öðrum hættum hér á landi líkt og hryðjuverkum, eiturlyfjum og glæpastarfsemi. „Spurningarnar sem þarf að kanna til hlítar eru að hve miklu leyti við getum annast þetta sjálf- ir og að hve miklu leyti er eðlilegt að byggja á fjölþjóðlegu samstarfi við grannþjóðir, bæði innan Atl- antshafsbandalagsins og Evrópu- sambandsins,“ segir Jón Baldvin, sem svarar því til að aðkoma hans að þessari vinnu marki „ekki endi- lega“ endurkomu hans í pólitík. Hann segist ekki ætla að gefa neinar yfirlýsingar þess efnis hvort hann hyggi á að hasla sér völl innan íslenskra stjórnmála. „Það kemur bara í ljós og ræðst af eftirspurn,“ segir Jón Baldvin. solveig@frettabladid.is Jón Baldvin kominn í utanríkismálin Samfylkingin er þreytt á aðgerðarleysi stjórnvalda. Formaður flokksins hefur falið Jóni Baldvin Hannibalssyni að leiða vinnu þverpólitísks vinnuhóps sem hefur það hlutverk að móta tillögur um nýja öryggis- og varnarstefnu Íslands. Á BLAÐAMANNAFUNDI Samfylkingin vill að Íslendingar móti sjálfstæða stefnu í öryggis- og varnarmálum og kanni aðra kosti en varnarsamstarfið við Bandaríkin, til dæmis samstarf við aðrar bandalagsþjóðir innan Atlantshafsbandalagsins og samstarf við Norðurlönd. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MÓTAR TILLÖGUR UM ÖRYGGIS- OG VARNARSTEFNU Jón Baldvin samþykkti beiðni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að leiða vinnuhóp sem mótar tillögur um nýja öryggis- og varnarstefnu Íslands. Hann vildi ekki segja til um hvort þetta markaði endurkomu hans í stjórnmálum. Það yrði að koma í ljós og ráðast af eftirspurn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS Þröstur, er ekki næsta skrefið útrás? „Jú, næsta skrefið í útrás okkar er að kenna Norðurlandabúum hvernig þeir geti grætt á félagslegu húsnæði.“ Þröstur Ólafsson er formaður Félagsbústaða, sem reka félagslegt leiguhúsnæði. Það skilaði methagnaði og græddi 4,6 milljarða á síðasta ári. RÆÐA Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í hátíðar- ræðu sem hann hélt á afmælishátíð Félags eldri borgara á Hótel Sögu í gær að þjóðin stæði í mikilli þakkarskuld við kynslóð hinna eldri. Þá væri auðlegð Íslendinga og árangur í viðskiptum og útrás afrakstur ævistarfs fyrri kyn- slóða. Félag eldri borgara er tuttugu ára í ár og var hátíðarsamkoman á sunnudag lokapunktur veglegr- ar afmælishátíðar sem staðið hefur undanfarið. „Auðlegð Íslendinga er vissu- lega orðin mikil, ærin við upphaf nýrrar aldrar, en samt skortir nokkuð á að náðst hafi samstaða um að setja lífskjör aldraðra efst á forgangslistann, samstaða um að sýna í verki þakklæti til kyn- slóðarinnar sem kom Íslandi í slíka afbragðsstöðu,“ sagði Ólaf- ur meðal annars í ræðu sinni og vonaði að Íslendingar bæru gæfu til að skapa öldruðum áhyggju- laust ævikvöld. „Hér þurfa allir að leggjast á árar. Alþingi og sveitarstjórnir, hagsmunasamtök og atvinnulífið, sameinast um að finna laust á brýnum vanda og skilja engan útundan í þessum efnum,“ sagði forsetinn og taldi að það ætti að vera létt verk að greiða þakkarskuld við eldri kyn- slóðina ef mið væri tekið af auð- legðinni sem við njótum. - sgi Forseti á afmælishátíð Félags eldri borgara: Lífskjör aldraðra í forgang ÞAKKAR ELDRI BORGURUM Ólafur Ragnar sagði þjóðina standa í mikilli þakkarskuld við kynslóð hinna eldri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.