Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 4
4 20. mars 2006 MÁNUDAGUR www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express EINSTÖK FERÐ, FRÁBÆRT VERÐ 39.900 kr. LEIKHÚSFERÐ TIL LONDON 20.–23. APRÍL Borgarleikhúsið og Express Ferðir hafa í samvinnu sett saman mjög spennandi leikhúsferð til London. Farið verður á söngleikinn The Producers og leikritið Who’s afraid of Virigina Woolf? með Kathleen Turner í aðalhlutverki. Gist á Thistle Kensington Hotel sem er fjögurra stjörnu hótel, rétt við Kensington Park. Boðið upp á gönguferð, skoðunarferð og sameiginlegan kvöldverð. Með í för verður Guðjón Petersen, leikhússtjóri. INNIFALI‹: Flug og flugvallaskattar, hótel með morgunverði. Akstur til og frá flugvelli. AÐEINS ÖRFÁ SÆTI LAUS! Bandaríkjadalur 68,32 68,64 Sterlingspund 119,92 120,5 Evra 83,17 83,63 Dönsk króna 11,144 11,21 Norsk króna 10,418 10,48 Sænsk króna 8,9 8,952 Japanskt jen 0,5866 0,59 SDR 98,86 99,44 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 17.3.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 116,1034 BELGÍA, AP Um tuttugu klukku- stunda mannrán í Brussel í Belgíu fékk farsælan endi á sunnudag. Gestur á hóteli í miðborg Brus- sels tilkynnti yfirvöldum að hann héldi tveggja ára dóttur sinni í haldi og hótaði að sprengja sig, hana og hótelið í loft upp fengi barnið ekki læknishjálp, en hún er hjartveik. Hótelið og byggingar í nágrenni þess voru þegar í stað rýmd, og þegar umsátrinu loks lauk fann lögregla hvorki vopn né sprengiefni í hótelherberginu. Jafnframt virtist telpan vera við bestu heilsu. Ekki var ljóst hvaðan maðurinn var, en móðir barnsins býr í Póllandi. - smk Sprengjuhótun í Belgíu: Hélt barni sínu í gíslingu FUGLAFLENSA, AP Bráðabirgðaniður- stöður Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar, WHO, sýna að banamein konu sem lést í Egyptalandi í síð- ustu viku var fuglaflensuveiran H5N1. Konan er þá 98. fórnarlamb veirunnar, samkvæmt tölum WHO. Jafnframt er annar maður sagður hafa veikst af flensunni þar í landi, en hann náði sér. Flensan heldur áfram að dreifa úr sér um Norðurlöndin. Svíar til- kynntu á föstudag að þeir myndu farga um 500 stokköndum og 150 fasönum á villibráðarbúgarði sunn- arlega í landinu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að fuglshræ fannst á bænum. - smk Fuglaflensa: Egypsk kona látin úr flensu FUGLUM FARGAÐ Stjórnvöld og bændur víða um heim farga nú alifuglum í stórum stíl. Hér sjást fuglshræ urðuð í Ísrael. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SLYS Á annað þúsund gestum og sýn- endum á reiðhallarsýningu á Blönduósi brá heldur í brún þegar slys varð á sýningunni á laugardag. Voru tveir hestar að ríða sam- hliða út um hurð á reiðhöllinni þegar annar hesturinn þröngvaði hinum til hliðar með þeim afleiðing- um að reiðmaður þess hests, ung stúlka, kramdist milli hests og hurð- ar. Stúlkan var flutt burt á sjúkrabíl en betur fór en á horfði og virðist hún óbrotin. - sgi Reiðhallarsýning á Blönduósi: Ung stúlka slasaðist DÓMSMÁL Félagsbústaðir hf. leita nú eftir útburðarheimild á hendur fimm einstaklingum hjá dóm- stólum. Mál á hendur fólkinu hefur verið tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Að sögn Ásgeirs Jónssonar, lögmanns Félagsbústaða hf., er um að ræða vanskil á húsaleigu. Langt ferli er á undan gengið áður en mál af þessu tagi koma til kasta dómstóla. Félagsbústaðir eru búnir að reyna að innheimta ógreidda leigu hjá leigutökum. Því næst eru innheimtustofu sendar kröf- urnar, sem sendir fólkinu bréf, sem fylgt er eftir með símtölum. Beri það ekki árangur, er send greiðsluáskorun og leigusamn- ingi síðan rift. Ef það er einnig árangurslaust er leitað til Hér- aðsdóms eftir heimild til útburð- ar. „Fólkið getur gripið inn í á öllum stigum þessa ferlis og samið um sín mál. Það gera lang- flestir,“ segir Ásgeir. Hann segir vanskilaupphæðirnar mjög mis- háar. „Öllum er bent á að athuga með rétt sinn hjá félagsmálayfir- völdum, þegar greiðsluáskorun er send. Langflestir semja, þannig að þeir bjarga sér áður en til útburðarferlisins kemur.“ - jss HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Félagsbústaðir leita til dómstóla vegna vangoldinnar húsaleigu: Vilja fá heimild til útburðar HVÍTA-RÚSSLAND, AP Helsti andstæð- ingur forseta Hvíta-Rússlands til- kynnti skömmu eftir að forseta- kosningar hófust þar í landi í gær að hann myndi ekki sætta sig við niðurstöður þeirra og fór fram á að kosningarnar yrðu endurteknar. Alexander Milinkevitsj lýsti þessu yfir eftir að umsjónarmenn tveggja kjörstaða sögðu tveimur tímum eftir að kosningar hófust að forset- inn, Alexander Lúkasjenkó, hefði hlotið umáttatíu prósent þeirra atkvæða sem búið var að telja. Lúkasjenkó hefur verið forseti landsins í tvö kjörtímabil, tólf ár. Milinkevitsj og aðrir mótfram- bjóðendur hafa ítrekað sagst full- vissir um að stuðningsmenn Lúkasjenkós muni eiga við kosn- ingaúrslitin, og sagði Milinkevitsj þessar tölur sanna það. „Þessar kosningar verða hvorki viður- kenndar af okkur né af lýðræðis- legum löndum,“ sagði Milinkevitsj á fréttamannafundi eftir að hann hafði kosið. „Fólk mun hlæja að þessum niðurstöðum. Í Póllandi tók fólk að hlæja að kommúnistastjórn- inni, og þá vann Samstaða. Ég yrði ekkert hissa þótt sumir leyfðu sér að segjast hafa náð 120 prósentum [atkvæða].“ Þótt hvítrússnesk yfirvöld hafi hótað ofbeldi kæmi til fjöldafunda eftir lokun kjörstaða í gærkvöldi hvatti Milinkevitsj fólk til að mæta blómum skrýtt á friðsamleg götu- mótmæli. Þúsundir manna söfnuð- ust svo saman á aðaltorginu í Minsk, hrópuðu nafn Milinkevitsj, blésu í lúðra og veifuðu fána landsins sem Lúkasjenkó hefur bannað. Óeirða- lögregla stóð vörð og ekki hafði komið til neinna átaka þegar Frétta- blaðið fór í prentun í gærkvöld. Götumótmæli í kjölfar vafa- samra kosninga urðu til þess að leiðtogar stjórn- arandstöðunnar náðu völdum í Úkraínu, Georgíu og Kirgisistan, en hótanir yfir- valda um harðar aðgerðir gegn mótmælendum komu í veg fyrir sams konar götu- fundi í Aserbaídsjan og Kasakstan á síðasta ári. Jafnframt fórust hundruð manna í blóðugum átökum stjórnvalda við stjórnarandstæð- inga í Úsbekistan. Vestræn ríki hafa kallað Lúka- sjenkó síðasta einræðisherra Evr- ópu, en þó á hann enn miklum vin- sældum að fagna í heimalandi sínu og telja margir hann hafa komið jafnvægi á í landinu eftir fall Sovétríkjanna árið 1991. Lúkasjenkó virtist ekki hafa miklar áhyggjur af ásökunum Mil- inkevitsj eða erlendra ríkja, og sagði að það sem mestu skipti væri að kosningarnar færu fram eftir hvítrússneskum lögum. smk@frettabladid.is Hvít-Rússar mótmæla Þúsundir Hvít-Rússa söfnuðust saman á aðaltorgi Minsk í gær eftir að kjörstöðum var lokað. Forsetakosn- ingar voru í landinu í gær. Fólk mótmælti óbirtum úrslitum og veifaði bannfærðum fána landsins. MÓTMÆLI Alexander Milinkevitsj, helsti andstæðingur Lúkasjenkós, á mótmæla- fundi í Minsk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALEXANDER LÚKA- SJENKÓ Forseti Hvíta- Rússlands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.