Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 20. mars 2006 13 Er Ísland Draumalandið? Í tilefni af útkomu bókarinnar Draumalandið – Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð heldur höfundurinn, Andri Snær Magnason, fyrirlestur í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.00. KK leikur og syngur. Andri Snær fer á kostum þar sem hann ræðst beint að kjarna stærstu mála samtímans og hrærir upp í heimsmyndinni með leiftrandi hugmyndaflugi og hárfínum húmor. Svona bók hefur aldrei verið skrifuð áður á íslensku. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Andri Snær Magnason „Hvað gerist ef herinn fer? Hann yfirgefur samtals 400.000 fermetra af húsnæði. Það samsvarar sjö Smáralindum. Íslenska þjóðin myndi öll rúmast inni í þessum húsum ef haldið væri eitt allsherjar kokteilboð. ... Húsin eru í hálftíma fjarlægð frá vaxandi höfuðborg og steinsnar frá alþjóðaflugvelli, mitt á milli Evrópu og Ameríku, en einhvernveginn þykir mönnum erfitt að sjá augljósa möguleika.“ edda.is MENNTAMÁL Á almennum fundi Kennarafélags Fjölbrautaskólans í Breiðholti nýlega var samþykkt ályktun þar sem varað er við skerðingu á námi til stúdents- prófs. Þar er einnig bent á að nemendur á Íslandi geta nú þegar lokið námi til stúdentsprófs á skemmri eða lengri tíma en fjór- um árum. Rannsóknir skortir að þeirra mati á framkvæmd námskráa framhaldsskólastigsins og einnig á hvernig nemendum, foreldrum, atvinnulífi, viðtökuskólum, stjórnvöldum og kennurum þyki að til hafa tekist. - shá Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Álykta gegn styttingu náms Í dag blásum við á fimmtíu kerti… BANDARÍKIN, AP Fimmtíu og sjö ára gömul kínversk kona var í síðustu viku dæmd í 35 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa stundað stórfenglegt smygl á fólki. Fyrir dómi þótti sannað að Cheng Chui Ping væri leiðtogi glæpahrings sem hefði haft millj- óni dollara af vongóðum innflyj- endum, flutt þá frá Kína til Banda- ríkjanna við hættulegar og ómannúðlegar aðstæður, og notað ofbeldi til að innheimta féð. Cheng neitaði sök og hélt því fram að hún hefði einfaldlega lent hefði í klóm glæpahringja. Dómarinn trúði henni hins vegar ekki og dæmdi hana til þyngstu mögulegrar refsingar fyrir brotið. - smk Kona sem smyglaði fólki: Dæmd í 35 ára fangavist JERÚSALEM, AP Ísraelsk stjórnvöld skipuðu svo fyrir á föstudag að drepa verði tugi þúsunda af kalk- únum í Ísrael til að stöðva hugsan- legan fuglaflensufaraldur. Þessi ákvörðun er tekin í framhaldi af því að ellefu þúsund kalkúnar hafa drepist á síðustu dögum. „Við erum nú þegar nokkuð viss um að þetta er fuglaflensa, en auðvitað þarf að gera frekari próf- anir,“ sagði Jaakov Edri heilbrigð- isráðherra. Ekki er vitað til þess að menn hafi smitast af fuglaflensu í Ísrael, en stjórnvöld eiga í fórum sínum bóluefni fyrir hálfa milljón manns. - gb Fuglaflensugrunur í Ísrael: Drepa þarf þúsundir fugla KALKÚNABÚ Í ÍSRAEL Kalkúnabændur í Ísrael verða fyrir þungum búsifjum vegna gruns um fuglaflensu. MYND/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.