Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 14
 20. mars 2006 MÁNUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Guðrún Ásmundsdóttir leikkona er komin á kaf í pólitíkina. Áhugi hennar á raunverulegum verðmæt- um varð til þess að hún þáði boð um að setjast í þriðja sæti á lista frjálslyndra fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. „Ertu frá þér elskan mín, þegar maður er kominn í stjórnmálin er sko farið snemma á fætur og hug- sjónirnar rifjaðar upp,“ svarar Guðrún hlæjandi þegar blaðamað- ur spyr hvort hann hafi nokkuð gert henni rúmrusk, klukkan að ganga tíu að morgni. Það kemur sjálfsagt einhverjum á óvart að Guðrún Ásmundsdóttir, sem lengi hefur verið í hópi dáð- ustu leikara þjóðarinnar, skuli nú gefa sig að stjórnmálum. Þeir sem þekkja hana skilja það þó vel, enda hefur Guðrún alla tíð haft brenn- andi áhuga á pólitík. „Ég var á lista hjá Alþýðubanda- laginu í gamla daga. Var þá í næsta sæti við Einar Olgeirsson,“ segir Guðrún, sem fannst það mikill heiður að vera nærri honum á list- anum. „Hann var einn af okkar frábæru stjórnmála- og hugsjóna- mönnum.“ Það er einmitt af hugsjón sem Guðrún tekur þátt í slagnum nú. „Ég hef alltaf verið hrifin af slíku fólki og hef skrifað leikrit um bæði Kaj Munk sem nasistar drápu 1944 og Ólafíu Jóhannsdóttur sem vann sín afrek í gegnum hugsjónir,“ segir Guðrún sem finnst hugsjón- unum of lítill gaumur gefinn. „Þessi kalda peningahyggja er farin að fara í taugarnar á mér því mér finnst hún leiðinleg. Þótt flestir haldi að verðmæti séu fólgin í því að næla sér í hlutabréf og hagnað þá er margt annað í lífinu svo miklu, miklu dýrmætara.“ Guðrún segist hafa stutt marga í stjórnmálum í gegnum árin, sér- staklega þá sem reknir hafa verið áfram af brennandi hugsjónum. „Ég er hins vegar ekkert að nefna þetta fólk núna því það er orðið að keppinautum mínum,“ segir hún hlæjandi og bætir við að svo vilji til að á öðrum listum sé margt ágætt fólk. Þó að Guðrún hafi lengi vitað af Ólafi F. Magnússyni og fundist hann standa einn í sinni baráttu var það þátttaka hennar í leikhópn- um Fimm stelpur.com sem varð örlagavaldur í aðkomu hennar að stjórnmálunum nú. „Það átti að rífa Austurbæjarbíó og ég var að segja stelpunum frá húsinu og hve gaman hefði verið að leika þar. Þær svör- uðu því til að ekki væri víst að húsið yrði rifið því einn maður væri að berjast gegn því í borgar- stjórn. Það var Ólafur F. Magnús- son og eftir þetta fór ég að fylgjast betur með honum og Frjálslynda flokknum.“ Guðrún gaf sig þó ekki strax að starfi flokksins en fylgdist með úr fjarlægð. Þegar Ólafur svo flutti yfirlýsingu um verndun Þjórsár- vera í borgarstjórn brá hún sér í Ráðhúsið og fylgdist með. „Ætli hann hafi ekki tekið eftir mér á pöllunum,“ giskar Guðrún á en í framhaldinu hafði hann samband og bað hana að taka sæti á listan- um. „Mér er mikill heiður sýndur með þessu og ég hlakka mjög til kosningabaráttunnar. Það er gott og skemmtilegt fólk í kringum mig og þegar maður á svona skammt eftir af lífinu nennir maður ekki að verja tímanum með leiðinlegu fólki,“ segir Guðrún og hlær dátt. bjorn@frettabladid.is Leiðist þessi kalda peningahyggja „Bara allt gott, ég var í leiseraðgerð á augunum núna í morgun og þetta var mjög lítið mál, eins og að fara til tannlæknis nema hvað þetta er ögn dýrara,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir og bætir við að hún sjái svolítið óskýrt en gat lesið textann á sjónvarpinu gleraugnalaus í fyrsta skipti síðan hún var smástelpa „eða frá því að sjónvarpið kom öllu heldur.“ Nanna er þjóðkunn fyrir skrif sín um allt sem viðkemur matarhefð okkar Íslendinga og alls heimsins ef út í það er farið. Nanna skrifar um mat í Gestgjafann á milli þess sem hún sendir frá sér bækur og einmitt núna er verið að undirbúa veislublað Gestgjafans. Nanna hlakkar til útgáfunnar en meira til næstu helgar þegar sýningin Matur 2006 verður haldin. „Ég var á Food & Fun um daginn og fór á nokkra staði. Við löbbuðum á milli og töluðum við kokka og fengum að smakka sem var mjög gaman. Maður smakkar auðvitað alltaf eitthvað nýtt en ég finn það bara alltaf betur og betur hvað íslenskir kokkar eru færir. Það var ekkert þarna sem skaraði fram úr því sem ég hef smakkað á íslensk- um veitingahúsum áður, langt frá því. Mér finnst til dæmis enginn kunna að fara með lambakjöt eins vel og íslensku kokkarnir.“ En hvað um íslenskan fisk, spyr blaðamaður. Hvað um íslenskan saltfisk? „Helga Sigurðardóttir skrifaði matreiðslubók um fisk sem kom út nítján hundruð og þrjátíu og eitthvað og í henni voru fimm saltfiskuppskriftir. Það var soðinn saltfiskur og fjórar upp- skriftir um matreiðslu á afgöngum af saltfiski. Þetta er íslenska hefðin en mikið er hægt að spila út frá henni.“ Með vatn í munninum langar blaðamann að vita hvar hann getur fengið uppskriftir með þessu lostæti sem Íslendingar eru áhugalausir um að borða. Ekki stendur á svörum. „Við verðum með saltfiskþátt í veislublaði Gestgjafans. Sem er athyglisvert því saltfiskur hefði ekki þótt veislumatur hér fyrir nokkrum árum,“ segir Nanna og kveður dauðsoltinn blaðamanninn. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? NANNA RÖGNVALDARDÓTTIR, MATGÆÐINGUR OG RITHÖFUNDUR Skrifar um mat með leisersjónSvandís er best „Allir sem kynnst hafa Svandísi eru á einu máli um að þar fer afar kjarnmikill og traustur frambjóðandi og hæfileikaríkur leiðtogi.” ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON, VG, Í GREIN Í FRÉTTABLAÐINU UM SVANDÍSI SVARASDÓTTUR, VG. Erfitt líf við Djúp „Hér er nóg gegnumstreymi af ribböldum, eiturfíklum og veiðiþjófum nú þegar, þó póstræningjar bætist ekki við.” INDRIÐI AÐALSTEINSSON Á SKJALDFÖNN VIÐ DJÚP Í GREIN UM ÞJÓNUSTU ÍSLANDSPÓSTS. MORGUNBLAÐIÐ. GÓÐAN DAG Rotta gægist upp úr holu sinni og hittir fyrir önd sem nýtur geisla sólar- innar. Búa þær báðar í Lazienki-garðinum í Varsjá í Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KOMIN Í STJÓRNMÁLIN Guðrún Ásmundsdóttir, sem er í hópi dáðustu leikara þjóðarinnar, skipar þriðja sætið á lista Frjálslynda flokksins í borgarstjórnar- kosningunum í lok maí. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Leggst alfarið gegn því „Ég leggst alfarið gegn hugmyndum um að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur,“ segir Óskar Stefánsson bif- reiðastjóri og formaður Bifreiðastjóra- félagsins Sleipnis um framkomnar hugmyndir um að sæta nú lagi þegar herinn er á heimleið og flytja innan- landsflugið úr Vatnsmýrinni í Reykjavík til Keflavíkur. „Sem landsbyggðarmaður skil ég kröfur landsbyggðarfólks um að hafa flugvöllinn sem næst höfuðborginni og vil hafa hann þar sem hann er.“ SJÓNARHÓLL Á AÐ FLYTJA INNANLANDS- FLUGIÐ TIL KEFLAVÍKUR? ÓSKAR STEFÁNSSON BIFREIÐASTJÓRI …eitt fyrir hvert ár sem við höfum verið hér í Kópavogi. Þessi tími hefur einkennst af ljúfri sambúð og ánægjulegum samskiptum við viðskiptavini okkar og Kópavogsbúa alla. Við hlökkum til næstu 50 ára! Í dag bjóðum við þér að þiggja kaffi og kökur á þjónustustöðum okkar í Hlíðasmára 19 og á Diganesvegi 10 Starfsfólk SPK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.