Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 16
 20. mars 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Sá á fund sem finnur! Finnur þú næstu milljón? Stefnu íslenskra stjórnvalda í varnarmálum má lýsa með setn- ingunni: Veri þeir sem fara vilja. Sé að marka viðbrögð forystu- manna ríkisstjórnarinnar virðast þeir enn hugsa: kannski fara þeir ekkert ef - tja - framkvæmdastjóri Nató talar við þá - og ef Geir næði bara á Bush sjálfan og gæti sungið fyrir hann... ef bara Rumsfeld væri ekki svona mikill dóni. Enn er íslenskum ráðamönnum fyrir- munað að skilja að það sem ræður veru hersins hér á landi er þörf Bandaríkjamanna fyrir hann. Sem er engin. Ekki frekar en okkar. Þetta er löngu búið. Og var auk þess allt reist á ýktri hættu frá Rússum sem aldrei hefðu lagt í það glapræði að ráðast á Ísland. Það mun þekkt úr hjónaskilnuð- um að sá aðilinn sem síður vill skilja fer að láta eins og ekkert ami að, ástandið sé fullkomlega eðlilegt, þótt viðkomandi hafi ekki yrt hvort á annað í þrjá mánuði og búið sé að panta tíma hjá prestinum. Íslensk stjórnvöld eru í þeirri aumkunarverðu stöðu nú og hafa fullan hug á að lúta enn lægra; hyggjast liggja gólandi með hand- leggina vafða um fætur á leið út um dyrnar: ó ekki fara! Nú súpum við seyðið af því að hafa ekki um árabil haft flokka við völd með raunhæfa og ábyrga stefnu í öryggis- og varnarmálum því alveg frá árinu 1990 hafa stjórnar- flokkarnir neitað að horfast í augu við að tálsýnin um ógnina frá Sovétríkjunum var endanlega horfin. Íslenskir ráðamenn eru furðu lostnir og sármóðgaðir þegar Bandaríkjamenn - eftir fimmtán ára hik - manna sig loks upp í að stynja upp úr sér: Jæja þetta er nú orðið ágætt. Viðbrögðin vitna um menn sem orðið hafa fyrir skyndi- legu og gersamlega óvæntu áfalli og sveiflast milli þess að segjast lengi hafa „grunað“ þetta og hins að vonast enn til að þetta sé ekki búið. Í algjöru örvæni var orðstír Íslands á alþjóðavettvangi seldur ef það mætti verða til að tryggja áframhaldandi hersetu, og þjóð- inni gerð sú smán að setja hana á lista hinna vígfúsu þjóða. Það dugði í þrjú ár. Eftir sitjum við uppi með það að vera vopnlaus og herlaus aðili að heimskulegustu herför Bandaríkjamanna eftir Víetnam; einhvers konar ábekingur að ýmsum óhæfuverkum innrásar- liðsins þar, og þar með dregin óþörf athygli hryðjuverkamanna að Íslandi. Eftir sem áður er her- inn á leiðinni burt, varnarsamn- ingur ríkjanna orðin tóm, Ísland án loftvarna, því íslenskir ráða- menn afþökkuðu þær þegar þær buðust á vegum Nató um árið, svo vissir sem þeir voru um að Bush væri hrifnari af Davíð Oddssyni en dónanum Rumsfeld - og þyrlur Landhelgisgæslunnar úr sér gengnar af því að dómsmála- ráðherra neitaði að trúa því að her- inn væri á förum. Löstum ekki Bandaríkin. Þang- að fóru skyldmenni forfeðra okkar og formæðra og fundu nýtt líf í landi og samfélagi sem hafnaði þeim ekki eins og Ísland hafði gert. Bandaríkin færðu okkur stjórnar- skrá sína sem breiddi hugsjónir um lýðréttindi og frelsi út um heiminn og varð ein af forsendum frönsku byltingarinnar. Bandaríkin hafa verið aflstöð hugmynda um frelsi og svigrúm einstaklinganna - þrátt fyrir allt; þaðan hefur breiðst út um heiminn frjálsmannlegt hugar- far um jöfnuð manna. Bandaríkin færðu okkur Elvis og Louis Armstrong; Faulkner og skýjaklúf- ana og ípódinn; hamborgarann; T. S. Eliot og Ezra Pound; Kerouac og Bessie Smith; Dylan; seríósið; Mingus og Bogart og Garbo; tyggjó, Chaplin, færibandið, Hemingway og Andrés Önd, Hank Williams, Billie Holiday - og allar hinar tilfinninga- og hugmynda- og hug- sjónaveiturnar. En þau færðu okkur líka neysluæði og hamborgara- rassa; taumlausa auðhyggju, ótta- framleiðslukvikmyndir, Kentucky fried chicken og pallbíla, Survivor og Dick Cheney, öfgakristni og rasisma. Bandaríkin færðu okkur margt af því dásamlegasta í menn- ingu 20. aldar og sumt af því skelfi- legasta. Nú bendir ýmislegt til þess að ameríska öldin sé ekki að hefjast - eins og mennirnir kringum Bush telja - heldur að henni sé brátt lokið. Hvað sem því líður þá hlýtur nú að blasa við hversu óeðlilegt það er að vopnlaus smáþjóð setji allt sitt traust á fjarlæga stórþjóð, jafnvel þótt hugsanlegir hagsmunir kunni að virðast fara saman um hríð - það er að segja þeir hags- munir Bandaríkjanna að hafa hér eftirlitsstöð og þeir hagsmunir Íslendinga að græða á því. Það má segja að við höfum sloppið furðuvel. En það hlýtur að vera verk þjóðar að sjá sjálf um að verja sig. Voru Íslendingar og Banda- ríkjamenn raunverulegar vina- þjóðir? Óbilgjörn smáþjóð með framréttan lófann, sífellt að ganga á lagið, sífellt með óskammfeilnar og fráleitar hótanir um að ganga á mála hjá óvininum, sífellt að suða um meira, sífellt að selja landið sitt - er slíkt framferði vænlegur grundvöllur sannrar vináttu? Eða vel fallið til að byggja sterka sjálfsmynd þjóðar? Ónei: aukin tengsl við Evrópu hafa á þeim skamma tíma sem liðin er frá inn- göngunni í EES fært Íslendingum meiri velsæld og frjálsræði en ára- tugalangt sníkjulífið á ameríska hernum gerði nokkru sinni. Og umfram allt, meira sjálfstraust, meiri vissu um stað sinn í heiminum. Fari þeir sem fara vilja Í DAG HERINN BURT GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Nú súpum við seyðið af því að hafa ekki um árabil haft flokka við völd með raunhæfa og ábyrga stefnu í öryggis- og varnarmálum Stöður dómara í Hæstarétti Íslands eru ekki aðeins há embætti heldur þau mikilvægustu og vandasömustu í stjórnkerfinu utan hins pólitíska vettvangs. Á miklu veltur að þar sitji öndvegis lögfræðingar. Mat þar um er ekki alltaf einfalt og erfitt að bregða á það reglustrikumælikvörðum. Í því ljósi má undrum sæta hversu sjaldan skipun í þessi embætti hefur valdið átökum eða djúpstæðum deilum. Þó hefur það eðlilega gerst í gegnum tíðina. Við skipanir í embætti dómara í Hæstarétt árin 2003 og 2004 urðu talsverðar umræður og deilur. Þær leiddu af sér spurn- ingar um hvort breyta ætti um aðferð við veitingu þessara embætta. Álitaefni af því tagi hafa oft áður komið fram. Deilur hafa ekki alltaf verið tilefni þess. Staðreynd er að erfitt hefur verið að benda á annan kost heppilegri en þann að dómsmála- ráðherrann beri endanlega ábyrgð á ákvörðunum um þessi efni. Það segir hins vegar ekki að ferli við undirbúning þessara ákvarðana megi ekki breyta. Málefnalegur grundvöllur ákvarðana, að undanskildu mati ráðherra, byggir nú alfarið á umsögn hæstaréttar sjálfs. Mat réttarins hefur stöku sinnum orkað tvímælis og verið umdeilt í röðum lögvísindamanna. Vandinn í þessu efni felst því ekki einvörðungu í endanlegu mati ráðherra. Hann getur einnig falist í því mati sem fram kemur í umsögn Hæstaréttar, enda eru mælikvarðarnir ekki einhlítir. Að ýmsu er því að hyggja í þessum efnum. Ef litið er á þær deilur sem stóðu um tvær síðustu stöðuveit- ingar í Hæstarétt má segja að rök hafi verið fyrir þeirri gagn- rýni sem færð var fram á mat ráðherrans árið 2003. Á hinn bóginn má rökstyðja að matið í umsögn Hæstaréttar árið 2004 hafi orkað tvímælis út frá fræðilegri hæfni og reynslu umsækj- enda. Helsta álitaefnið þá laut í raun og veru að því hvort sá sem skipaður var hefði verið um of flæktur í pólitískar deilur. Í mati Hæstaréttar var sú staðreynd hins vegar ekki talin valda vanhæfi. Settur dómsmálaráðherra hafði því ekki ástæðu til að láta það sjónarmið hafa áhrif á mat sitt. Hæstiréttur hefur gengisfellt umsækjanda vegna aldurs. Var það persónubundið mat eða almenn regla? Það kemur í ljós þegar tilefni verður til að beita því sjónarmiði aftur. Að öllu athuguðu væri óheppilegt ef Hæstiréttur hefði sjálfur úrslitaáhrif á skipun dómara og gæti þannig endurnýjað sig sjálfur. Ef breyta á umsagnarferlinu væri æskilegt að umsagnar- nefnd skipuð fremstu mönnum á helstu sviðum lögfræðilegra viðfangsefna legði fram málefnalegt mat á umsækjendum. Ekki væri útilokað að þrengja með einhverjum hætti mat ráð- herrans. Hitt væri óskynsamlegt að leysa hann frá endanlegri ábyrgð. Verst væri að færa ábyrgðina inn í sali Alþingis. Persónuleg ábyrgð ráðherra sem bundinn er af þingræðis- reglu er betri kostur. Hitt væri ávísun á hrossakaup. Dreifð ábyrgð dregur sannarlega ekki úr hættu á ómálefnalegu mati. Nú stendur fyrir dyrum að skipa dómara í Hæstarétt. Í ljósi þess að dómsmálaráðherra hefur nýlokið samningum við einn umsækjanda vegna deilna frá fyrri embættaveitingu verður að meta stöðu hans þannig að eðlilegt megi telja að ráðherrann víki við meðferð málsins. Því fer fjarri að í því felist getgátur um að þeir samningar hafi lotið að ráðstöfun þeirrar stöðu sem nú er laus en vegna þessarar sérstöku aðstöðu myndi það auka traust á þeirri ákvörðun sem tekin verður. SKOÐUN ÞORSTEINN PÁLSSON Skipan hæstaréttardómara Er breytinga þörf? Litla Hriflumálið Vefritið Hriflan er málgagn framsóknar- félaganna í Reykjavík og opið fyrir skoð- unum framsóknarmanna. Eða þannig. Því Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins - sem reyndar hefur vikið af framboðslistanum - segir að ritstjórinn, Pétur Gunnarsson, hafi tekið upp ritskoðun með því að neita að birta pistil eftir hana. Hún hafði áður birt téðan pistil á sinni eigin heimasíðu. Pétur útskýrir málið á Hriflunni og segir meðal annars: „Leiðarljósið við útgáfu Hriflunnar fram að kosningum verður að tryggja að rödd þeirra framsóknar- manna sem vilja stuðla að sem bestri niðurstöðu B-listans í borgarstjórnar- kosningunum heyrist í umræðunni eins og hún er í þjóðfélaginu frá degi til dags. Pistill Önnu stuðlar ekki að þessu markmiði heldur er hann til þess eins fallinn að auka á deilur og tortryggni innan framsóknarfélaganna í Reykjavík... Ég á það hins vegar sameiginlegt með flestum framsóknarmönnum í Reykjavík að vera langþreyttur á sífelldri umræðu um innanflokksmálefni í fjölmiðlum.“ Kosningarnar nálgast Össur Skarphéðinsson gerir sér far um að greina stjórnmálaástandið í borginni í löngum pistli á vefsíðu sinni í gær. Hann virðist ánægður með Samfylkinguna en veltir fyrir sér ástandinu á öðrum bæjum: „Ég átta mig ekki alveg á því hvað er að gerast í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef varla orðið var við lífsmark hjá borgarstjórnarflokknum síðan í prófkjörinu. Í kjölfar þess skapaðist hættuleg staða fyrir Sjálfstæðismenn. Þeir voru einir á sviðinu og fóru með sverða- glammi án þess að takast á við neinn andstæðing. Þeir, með aðstoð fjölmiðla, sköpuðu þau hughrif að þeir væru í reynd búnir að vinna meirihluta löngu fyrir kosningar. Það er einhver hættulegasta staða sem hægt er að komast í. Sigur fyrirfram er oft ávísun á tap... Sjálfstæðisflokkurinn virðist eiga við innanmein að stríða.“ Össur heldur áfram og víkur að ofanígjöf Björns Inga Hrafns- sonar, efsta manns Framsóknarflokksins í borginni, við Sjálfstæðisflokkinn. „Daður Sjálfstæðisflokksins og Moggans við Frjáls- lynda kann að hafa verið dýrkeypt mistök. Það eru litlar líkur á því að Frjálslyndir nái manni, og enn minni á að þeir myndi meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Daðrið undirstrikaði hins vegar fyrirlitn- ingu íhaldsins á Framsóknarflokknum og Birni Inga Hrafnssyni.“ - Loks furðar Össur sig einnig á slakri stöðu Vinstri grænna þrátt fyrir skelegga Svandísi Svavarsdóttur í broddi fylkingar. johannh@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.