Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 62
 20. mars 2006 MÁNUDAGUR44 Sigrún Bender flugnemi veit nákvæmlega hvernig hún myndi vilja hafa draumahús- ið sitt. „Ég myndi vilja eiga hús á einni hæð og helst í einhverju rólegu úthverfi á höfuðborgarsvæðinu þar sem væri stutt í bæinn en líka auðvelt að komast út í náttúruna,“ segir Sigrún. Sigrún segist ekkert endilega vilja neitt rosalega stórt hús. „Ég vil náttúru- lega að það sé pláss fyrir fjölskyldumeð- limi og allt sem þeim fylgir en það er líka alveg nóg.“ Sigrún myndi bæði vilja hafa fataher- bergi og búr í húsinu sínu. „Heima hjá mér er búr og mér finnst það mjög nota- legt. Ég er mjög hrifin af litlum herbergj- um þar sem er hægt að koma hlutum fyrir á bak við luktar dyr,“ segir hún og hlær. Sigrúnu finnst hins vegar fallegt að hafa stofu og eldhús í einu stóru rými. „Mig langar að hafa svona heildarrými í húsinu þar sem fjölskyldan getur notið þess að vera saman,“ segir hún. DRAUMAHÚSIÐ MITT SIGRÚN BENDER FLUGNEMI Langar í fataherbergi og búr Sigrún Bender. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Fyrsta kennslustundin í Kopa- vogsskóla fór fram miðvikudaginn 12. janúar árið 1949. Á þeim tíma voru sex kennslustofur og tvær sérgreinastofur í skólanum en þá var húsnæði hans einnig nýtt sem félagsheimili bæjarfélagsins. Þar fóru fram dansiböll, bæjarbúar tók- ust á á almennum borgarafundum og fram að vígslu Kópavogskirkju 1962 hljómaði Guðs orð á göngum skólans á sunnudögum. Margir hafa komið að hönnun Kópavogsskóla. Fyrsti áfanginn var teiknaður hjá húsnæðismálastofnun ríkisins en nýjasta áfangann, sem tekinn var í norkun 1996, teiknaði Benjamín Magnússon. Í dag eru nemendur skólans 400 í 17 bekkjardeildum auk sérdeildar. Skólastjóri er Ólafur Guðmundsson. KÓPAVOGSSKÓLI F40160306 Markmið laga um húsaleigubætur er að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðn- um. Sveitarfélög annast fram- kvæmd húsaleigubótakerfisins en kerfið er fjármagnað af þeim og Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Við útreikning húsaleigubóta er tekið mið af leigufjárhæð, tekj- um, eignum að frádregnum skuld- um og framfærslu barna. Sveitar- félög annast afgreiðslu og útborgun húsaleigubóta og ber leigutaka að skila umsóknum til síns lögheimilissveitarfélags. Á heimasíðu félagsmálaráðu- neytisins er að finna gagnlegan bækling um húsaleigubætur þar sem farið er yfir helstu atriði um umsókn og skilyrði húsaleigubóta. Einnig er þar að finna reikniforrit til að reikna út fjárhæð húsaleigu- bóta. (Af www.fjolskylda.is) Húsaleigu- bætur Hægt er að reikna út húsa- leigubætur á netinu. Á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins er að finna gagnlegan bækling um húsaleigu- bætur þar sem farið er yfir helstu atriði um umsókn og skilyrði húsaleigubóta. SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 20/1- 26/1 131 27/1- 2/2 180 3/2- 9/2 203 10/2- 16/2 185 17/2- 23/2 181 24/2- 2/3 206 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.