Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 20.03.2006, Blaðsíða 75
 20. mars 2006 MÁNUDAGUR30 Mánudagsveislan Línuýsa, lúða, steinbítur. Mikið úrval fiskrétta. Saltfiskur, siginn fiskur Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 Sími 587-5070 110 Rvk Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. Aðalvinningur er: Playstation2 + PSP+24 + The Godfather Aukavinningar eru: 24 Tölvuleikir • The Godfather tölvuleikir PS2 stýripinnar • Playstation minniskort DVD myndir • Varningur tengdur PS2 og tölvuleikjum Fullt af öðrum tölvuleikjum • Pepsi kippur og margt fleira Þú sendir SMS skeytið BTC F24 á númerið 1900 Þú svarar spurningu Þú gætir unnið. 12. hver vinnur. Playstation 2 FÓTBOLTI Liverpool var ekki í mikl- um vandræðum með Newcastle á St. James‘s Park í gær. Peter Crouch og Steven Gerrard komu Liverpool fljótlega í 0-2 en Shola Ameobi minnkaði muninn fyrir hlé. Vendipunkturinn kom síðan á 51. mínútu þegar Jean-Alain Boumsong, varnarmaður New- castle, braut á Crouch en dómar- inn dæmdi víti og rak Boumsong af velli. Djibril Cisse skoraði úr vítinu, 1-3, og manni færri og tveim mörkum undir átti New- castle aldrei möguleika. „Við spiluðum vel og það var gott að skora,“ sagði Rafael Benit- ez, stjóri Liverpool, eftir leikinn. „Annars er alger bilun hvað það er stutt á milli leikja og maður þarf helst að hafa alla sína bestu menn í þessum leikjum.“ - hbg Liverpool skorar grimmt þessa dagana: Öruggt gegn Newcastle FÉKK GULT FYRIR FÖGNUÐINN Djibril Cisse sendi ástvinum skilaboð eftir að hann skoraði og uppskar gult spjald fyrir athæfið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI 1. deildarlið Þróttar hefur verið í leit að markverði síðan Fjalar Þorgeirsson, sem varið hefur mark félagins síðustu ár, var seldur til Fylkis. Leitinni lauk í gær þegar félag- ið gekk frá lánssamningi við FH um að fá Ólaf Þór Gunnarsson að láni út næsta sumar. Ólafur Þór er þrautreyndur markvörður sem einnig hefur leikið með Val og ÍA. Ólafur Þór er staddur í Bandaríkj- unum en kemur til landsins viku fyrir Íslandsmót. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær hann fer aftur utan. Ólafur ku vera í ágætu líkamlegu formi en eflaust vantar upp á leikformið. Mikil ánægja er í herbúðum Þróttar með þessi tíðindi og aldrei að vita nema félagið fái fleiri leik- menn að láni frá FH fyrir tímabil- ið en FH-ingar hafa á sínum snær- um her ungra og stórefnilegra leikmanna sem eiga ekki greiða leið í gríðarsterkt lið Íslandsmeist- aranna. - hbg Þróttarar búnir að finna arftaka Fjalars Þorgeirssonar: Ólafur Þór lánaður frá FH í Þrótt KÖRFUBOLTI Þrátt fyrir hetjulega baráttu ÍR-inga náðu þeir ekki að leggja Njarðvíkinga að velli í Seljaskóla í gær. Leikurinn var stórskemmtilegur og fullur af baráttu, spennu og dramatík. ÍR var yfir 76-74 þegar 38 sekúndur voru eftir af leiknum en Jóhann Árni Ólafsson jafnaði metinn með tveimur vítaskotum. ÍR fór síðan illa að ráði sínu í næstu sókn og Egill Jónasson náði að skora sig- urkörfuna þegar örlítill tími var eftir. Það mátti þó minnstu muna að Fannar Freyr Helgason næði að tryggja ÍR sigurinn með þriggja stiga flautukörfu en bolt- inn nánast skoppaði upp úr hringn- um. „Þetta var svaka barátta en við vorum klaufar að gera leikinn svona spennandi. Við vorum komnir með þrettán stiga forskot í fyrri hálfleik en misstum þá ein- beitinguna. Svo komum við til baka og náðum þessum ljúfa sigri. Við vorum að spila við frábært lið, mikið seiglulið. Þeir hittu vel og við þurftum virkilega að hafa fyrir þessu. Ég tek hattinn ofan fyrir ÍR-ingum og þeirra karakt- er,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leik- inn en hann var hæstánægður með að ná að klára einvígið í tveimur leikjum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur í gær og voru 24-16 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Í öðrum leikhluta komust heimamenn síðan í gang og náðu að minnka muninn í eitt stig. Þar fór Ómar Örn Sævarsson fremstur í flokki með mikla baráttu og skoraði hann þrettán af sínum 23 stigum í þeim leikhluta. Forysta Njarðvík- inga eftir þriðja leikhlutann var sex stig. Í lokaleikhlutanum komst ÍR í fyrsta sinn yfir þegar Eiríkur Önundarson skoraði þriggja stiga körfu og staðan var 67-64. Eftir það var jafnt á öllum tölum og lokamínúturnar voru hörkuspenn- andi eins og áður sagði. Það var mikil harka og barátta í leiknum og jaðraði við slagsmál í fyrri hálfleik en menn höfðu greinilega gott af því að róa sig aðeins niður í hálfleik. Með viljann að vopni sýndu ÍR- ingar enga vægð og voru óheppn- ir að fá ekkert út úr leiknum. Þeirra tímabili er nú lokið en ljóst að liðið er reynslunni ríkari og mætir líklega enn sterkara til leiks næsta vetur. - egm Njarðvík lagði ÍR í há- spennuleik í Seljaskóla Njarðvík er komið í undanúrslit Íslandsmótsins í körfubolta eftir tveggja stiga sigur, 76-78, gegn ÍR. Njarðvík vann þar með einvígi liðanna 2-0. Skallagrímur er líka komið í undanúrslit eftir sigur á Grindavík í framlengingu. ÞAÐ VAR LAGLEGT Leikmenn Njarðvíkur fögnuðu vel og innilega eftir sigurinn gegn ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HVAÐ ERT ÞÚ AÐ RÍFA KJAFT? Það var fast tekist á og oft mátti litlu muna að upp úr syði. Hér á Njarðvíkingurinn Jeb Ivey eitthvað vantalað við leikmann ÍR. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.