Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 58

Fréttablaðið - 30.03.2006, Page 58
 30. mars 2006 FIMMTUDAGUR58 Sigtryggur Jónsson Löggildur fasteignasali. Hlíðasmári Kópavogur. Fr u m Vorum að fá í sölu verslunarhúsnæði á jarðhæð 193 fm á þess- um eftirsótta stað. 2 inngangar stórir gluggar með miklu auglýsinga- gildi. Húsnæðið skiptist í;Lager,salerni,kaffistofu og stóran sal. V. 46 millj. (4041) FORMÚLA-1 Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya segir að hann þurfi að bíða eftir ákvörðun hjá félaga sínum hjá McLaren, Kimi Raikkonen, fyrir árið 2007 áður en hann tekur ákvörðun um eigin framtíð. Annar hvor þeirra þarf að víkja fyrir heimsmeistaranum sjálfum, Fernando Alonso, eftir yfirstandandi keppnistímabil þegar hann kemur til liðsins frá Renault. „Ég er að horfa í kringum mig eins og allir aðrir. Ég hef heyrt það eins og allir aðrir að Raikkon- en sé að fara til Ferrari. Ég heyri í það minnsta stöðugan orðróm um það,“ sagði Montoya sem óttast þó ekkert um liðsval þegar að því kemur. „Það gæti verið laust sæti hjá Toyota. BMW munu leitast við að bæta sig, og það sama má segja um Renault. Ef maður horfir í kringum sig er nóg af lausum sætum í Formúlunni,“ sagði öku- þórinn að lokum en næsta For- múlukeppni fer fram um helgina þegar ekið verður í Ástralíu. - hþh Formúla 1: Montoya er í viðbragðsstöðu JUAN PABLO MONTOYA Á fullri ferð á æfingu NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Umboðsmaður egypska framherjans Midos hefur greint frá því að nokkur félög séu komin framar í goggunarröðina heldur en Tottenham í kapphlaupinu um leikmanninn. Mido er í láni hjá Lundúnaliðinu frá Roma á Ítalíu en Tottenham hefur lýst yfir áhuga sínum á því að kaupa hann án þess að hafa gert tilboð. Mino Raiola segir að Roma vilji gjarnan fá Mido aftur þar sem þeir eru að leita sér að framherja en framherjinn hefur sjálfur sagt að hann vilji vera áfram á White Hart Lane. Luciano Spalletti hefur tekið við Roma síðan Mido var lán- aður en hann lenti upp á kant við félagið og var í kjölfarið sendur frá Ítalíu með hraði. „Við höfum ekki útilokað Tot- tenham en önnur félög leiða nú kapphlaupið,“ sagði Raiola og bætti við að hann væri mjög von- svikinn með Tottenham að hafa ekki klárað málið nú þegar. - hþh Enska úrvalsdeildin: Tottenham að missa af Mido? MIDO Gæti farið aftur til Roma en hefur lýst yfir áhuga á að vera áfram hjá Totten- ham. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Þeir Sigurður Eggerts- son og Baldvin Þorsteinsson verða að öllum líkindum ekkert meira með Val það sem eftir er af leiktíðinni. Sigurður á enn í vand- ræðum með hnémeiðsli sem hafa verið að plaga hann í allan vetur og Baldvin hefur ekki losnað við einkirningssóttina sem hann fékk um hátíðirnar og hefur fyrir vikið neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum öðru sinni. „Hnéð hefur ekkert verið í lagi í allan vetur og nú ætla ég að fara í myndatöku og skoða málið því ég er nokkuð kvalinn og get lítið sem ekkert æft,“ sagði Sigurður við Fréttablaðið í gær en hann var nýbúinn að jafna sig eftir uppskurð þegar hann fór að æfa með landsliðinu fyrir EM og Sig- urður telur líklegt að hann hafi einfaldlega farið of snemma af stað og því sé hnéð enn í ólagi. „Það er lítið eftir af tímabilinu og við eigum ekki möguleika á titlinum þannig að meiðslin koma félaginu sem betur fer ekki í mik- inn bobba,“ sagði Sigurður. - hbg Valsmenn missa lykilmenn fyrir lokaátökin í DHL-deildinni: Sigurður og Baldvin væntan- lega úr leik út tímabilið FÚLT AÐ VERA MEIDDUR Baldvin Þorsteinsson og Sigurður Eggertsson spila væntanlega ekki meir á þessu tímabili. Sigurður er meiddur á hné og Baldvin er aftur lagstur í rúmið með einkirningssótt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Danska úrvalsdeildarfé- lagið Silkeborg vann góðan sigur á AGF í gær, 1-0. Silkeborg hefur leikið mjög vel síðustu vikur og er í áttunda sæti deildarinnar. Íslendingarnir Bjarni Ólafur Eiríksson og Hörður Sveinsson voru báðir í byrjunarliði Silke- borg eins og venjulega. Bjarni Ólafur lék allan leikinn en Herði var skipt af velli á 70. mínútu en hann skoraði ekki mark Silkeborg að þessu sinni en Hörð- ur skoraði fjögur mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum með danska félaginu. - hbg Enn sigur hjá Silkeborg: Bjarni og Hörður í liðinu FÓTBOLTI Peter Kenyon, stjórnar- formaður Chelsea, greindi frá því í gær að félagið væri komið í ítarlegt samstarf við AEG sem á eða rekur fjögur félög í banda- rísku atvinnumannadeildinni. Aðalsamstarfið verður við LA Galaxy en einnig verður samstarf við Chicago Fire, DC United og Houston Dynamo. - hbg Forráðamenn Chelsea: Færa út kví- arnar FÓTBOLTI Mikil eftirvænting ríkti fyrir leik Lyon og AC Milan í Frakklandi en lærisveinar Ger- ards Houllier í Lyon hafa komið skemmtilega á óvart í keppninni og leikið einna skemmtilegasta boltann enda sóknarleikur í háveg- um hafður hjá liðinu. Sérfræðing- ar töldu það góðan prófstein á liðið hversu vel því gengi gegn skipu- lagðri ítalskri vörn sem þó sakn- aði lykilmanna. Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur en heimamenn stýrðu þó umferðinni en þegar nær dró marki Milan fjöruðu sóknir liðsins nær undantekningalaust út. Gest- irnir frá Ítalíu undu glaðir við sitt enda eflaust takmarkið að verja markið af mætti og allt annað væri síðan bónus þar sem liðið á síðari leikinn á heimavelli. Það var markalaust í leikhléi en meira líf færðist í leikinn í síðari hálfleik þegar heimamenn freist- uðu þess að opna vörn gestanna og koma sér um leið í þægilega stöðu fyrir síðari leikinn. Nokkurt líf færðist í leikinn um miðbik síðari hálfleiksins en þó án þess að liðunum tækist að skora og bæði lið virtust nokkuð sátt þegar blásið var til leiksloka og niðurstaðan markalaust jafntefli. Mikið fjör var í hinum leik gær- kvöldsins þar sem hitt Mílanólið- ið, Inter, tók á móti spænska spútn- ikliðinu Villarreal á San Siro. Leikurinn byrjaði með miklum látum þegar Diego Forlan kom gestunum yfir á fyrstu mínútu með marki sem gæti reynst mjög dýrmætt þegar upp er staðið. Heimamenn í Inter voru fljótir að svara fyrir sig þegar Brasilíu- maðurinn Adriano kom boltanum yfir línuna af stuttu færi á sjö- undu mínútu. Þannig stóðu leikar í leikhléi en Nígeríumaðurinn Obaf- emi Martins kom Inter yfir eftir aðeins níu mínútur í síðari hálf- leik. Mikið gekk á það sem eftir lifði leiks og gáfu heimamenn allt sem þeir áttu til að jafn leikinn en Spánverjarnir vörðust fimlega og eygja ágætis möguleika á sæti í undanúrslitum með dýrmætt mark á útivelli í farteskinu. henry@frettabladid.is Mílanó-liðin í góðum málum í meistaradeildinni Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í gær. Lyon og AC Milan gerðu markalaust jafntefli í Frakklandi en Inter lagði Villarreal á Ítalíu, 2-1. Mílanóliðin standa því vel að vígi fyrir seinni leikina. STÁL Í STÁL Það var ekkert gefið og fátt um færi hjá Lyon og AC Milan. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES DÝRMÆTT MARK Diego Forlan fagnar hér gríðarmikilvægu marki sem hann skoraði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP HETJA INTER Obafemi Martins tryggði Inter mikilvægan sigur gegn Villarreal í gær. Inter leiðir með einu marki fyrir seinni viðureign liðanna sem fram fer á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.