Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.03.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 31.03.2006, Qupperneq 4
4 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR Bandaríkjadalur 70,16 70,5 Sterlingspund 122 122,6 Evra 84,63 85,11 Dönsk króna 11,342 11,408 Norsk króna 10,6 10,662 Sænsk króna 8,985 9,037 Japanskt jen 0,5973 0,6007 SDR 101,01 101,61 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 30.3.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 118,3584 NÁTTÚRUVERND Umsókn Íslands um að koma Surtsey á heimsminja- skrá Unesco hefur verið endur- send stjórnvöldum þar sem hún þótti ekki nægilega vel unnin. Þetta staðfesti starfsmaður hjá Stofnun heimsminjaskrárinnar í París í viðtali við Fréttablaðið og sagði að ýmislegt hefði upp á vant- að svo að nægilegar upplýsingar kæmu fram til að umsóknin teldist gild að þeirra mati. Hafa íslensk stjórnvöld því tæpt ár til viðbótar til að fullvinna umsóknina áður en hægt er að sækja um á nýjan leik. Hugmyndinni um að koma Surtsey á hina virtu heimsminja- skrá var hrundið í gegn með litl- um fyrirvara seint á síðasta ári og var það mat ýmissa sem að vinnu þeirri komu að tíminn væri of knappur. Aðeins liðu tveir mánuð- ir frá því Náttúrufræðistofnun fékk það verkefni að útbúa til- nefningarskýrslu vegna þessa þar til umsóknarfrestur rann út þann 1. febrúar síðastliðinn. Var umrætt vinnulag samþykkt af ríkisstjórn- inni að tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra og Sigríðar Önnu Þórðar- dóttur, umhverfisráðherra, þar sem ekki þótti ráðlegt að bíða of lengi með tilnefningar Íslands til heimsminjaskrárinnar. - aöe FRÁ SURTSEY Þessi einstaka náttúruperla Íslendinga kemst ekki á heimsminjaskrá Unesco að svo stöddu þar sem umsókn stjórnvalda þótti ekki nægilega vel unnin og var endursend. MYND/SIGURÐUR H. MAGNÚSSON Umsókn um að koma Surtsey á heimsminjaskrá Unesco hafnað: Vinna þarf umsóknina betur Formaður Albert Jónsson, ráðgjafi í utanríkismálum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þórður Bjarni Guðjónsson sendifulltrúi Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Jörundur Valtýsson, sérfræðingur í forsætisráðuneytinu. Jón E. Böðvarsson, flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli. Erlingur Erlingsson sendiráðsritari. Íslensk nefnd um varnarmál: Níu manna íslensk nefnd Carol van Voorst, sendiherra á Íslandi, formaður nefndarinnar. Mark Pekala varaaðstoðarutanríkisráðherra. James Townsend fer fyrir NATO-samstarfi í varnarmálaráðuneytinu. Noel Preston, flotaforingi í hernum og yfirmaður bækistöðva flotans í Evrópu. Richard Mills, hershöfðingi og aðstoðaraðgerðastjóri Evrópustjórnar. Thomas Coon, hershöfðingi í Evrópuherstjórn. Nefnd Bandaríkjamanna: Fimm menn fara fyrir nefndinni VERÐBÓLGA Árni Mathiesen fjár- málaráðherra segir að ómögulegt sé að leggja mat á það hvort spá Seðlabankans um allt að sex pró- senta verðbólgu yfir lengri tíma muni standast. „Það fer annars vegar eftir því hver þróun gengis- ins verður og hins vegar eftir því hver áhrif vaxtahækkunar Seðla- bankans verður og jafnvel áhrif vaxtahækkunar sem kann að verða síðar. Tilgangur vaxtahækk- unarinnar er einmitt sá að koma í veg fyrir að spáin um háa verð- bólgu rætist. Ég vona að Seðla- bankanum gangi vel að láta vext- ina hafa tilætluð áhrif,“ segir fjármálaráðherra. - jh Fjármálaráðherra og verðlag: Vaxtahækkun hrífur vonandi VARNARMÁL Samninganefndir Bandaríkjanna og Íslands í varn- arviðræðunum hittust í tæplega tvær klukkustundir í sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg síð- degis í gær. Fundinum var haldið leyndum fyrir fjölmiðlum. Albert Jónsson, formaður íslensku samn- inganefndarinnar, sagði í gær að enginn fundur yrði milli nefnd- anna fyrir þann stóra í dag. „Eins og ég skil það eru Banda- ríkjamenn í einhverjum eigin fundarhöldum og fólk að koma héðan og þaðan að,“ sagði hann spurður rétt fyrir fjögur í gærdag hvort nefndirnar ætluðu að hitt- ast. Hann vildi þá ekki tjá sig um hvort varnarmálin yrðu einungis rædd á fundinum í dag eða einnig atvinnumál á Keflavíkurflugvelli og sagði slíkt geta skaðað samn- ingaviðræðurnar. Auk Alberts sátu Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður Geirs H. Haarde utanríksiráð- herra, Helgi Ágústsson, sendi- herra í Bandaríkjunum og Jörund- ur Valtýsson, sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu óformlega fundinn, sem hófst rúmlega fimm, með mönnunum fimm sem leiða viðræðurnar fyrir bandarísk stjórnvöld. Eftir að fundinum lauk um sjö- leytið, sagði Albert að ekki væri mikið um hann að segja. „Við vorum fyrst og fremst að fara yfir skipulagið og dagskrána og hitta fólkið sem er í forsvari fyrir við- ræðunum.“ Albert vildi ekkert frekar gefa upp um efnisatriðin en sagði að einungis lítillega hefði verið komið inn á efnistök fundar- ins í dag. Hershöfðingi í Evrópustjórn Bandaríkjanna, Thomas R. Coon, sagði eftir óformlega fundinn í gær að sendinefndin ætlaði að miðla þeim hugmyndum sem þeir hefðu um varnarsamstarfið í framtíðinni til stjórnmálaleiðtog- anna. „Vonandi gefum við þeim góða tilfinningu gagnvart áætlun- um okkar og getu okkar til þess að verja landið, samkvæmt varnar- málasamningnum frá 1951. Ég tel að eftir að við höfum náð að tala við alla líði mönnum betur með ákvörðun okkar.“ Thomas sagði ekki tímabært að fara í smáatriði þegar hann var spurður frá hvaða landi þeir hyggðust verja Ísland. „Á fundin- um munum við ræða meira á almennum nótum.“ Aðalfundurinn hefst í dag klukkan hálftíu. Alls eru 26 í bandarísku sendinefndinni. Þeir koma frá bandaríska utanríkis- ráðuneytinu, varnarmálaráðu- neytinu og frá höfuðstöðvum Evr- ópudeildar Bandaríkjahers í Stuttgart. Níu eru í þeirri íslensku, frá Keflavíkurflugvelli, sendiráði Íslands í Bandaríkjunum, utan- ríkis-, forsætis- og dómsmála- ráðunetyinu. gag@frettabladid.is magnush@frettabladid.is Viðræðunefndirnar hittust á leynifundi í sendiráðinu Forsvarsmenn íslensku og bandarísku nefndanna í varnarviðræðunum sátu nær tveggja stunda fund í gær. Farið var yfir skipulag og dagskrá fundarins í dag en lítillega komið inn á efnistökin í viðræðunum. Nefndirnar hittast ÍSLENSKA SENDINEFNDIN KEMUR ÚR BANDARÍSKA SENDIRÁÐINU Jörundur Valtýsson, Helgi Ágústsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Albert Jónsson koma hér af tveggja klukkustunda fundi sem haldið var leyndum fyrir fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI THOMAS R. COON Hershöfðinginn er einn þeirra fimm sem er í forsvari fyrir 26 manna bandarísku sendinefndina. ÚR BANDARÍSKU NEFNDINNI James Joye Townsend Jr., Carol van Voorst sendiherra og Mark A. Pekala stilltu sér upp í mynda- töku fyrir leynifundinn. ALBERT OG RAGNHEIÐUR Forsvarsmenn íslensku nefndarinnar rölta frá sendiráðinu. ÍSLENSKA SENDINEFNDIN Albert lítur um öxl. Ragnheiður í símanum og Jörundur og Helgi arkar á undan. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.