Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 20
 31. mars 2006 FÖSTUDAGUR20 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Laxdalshús er elsta húsið á Akureyri sem enn stendur en húsið heitir eftir Eggerti Laxdal, sem var verslunarstjóri á Akureyri í tæpa þrjá áratugi og síðar kaupmaður. Húsið var reist sem íbúðarhús árið 1795 og hýsti starfsmenn Kyhnsverslunar. Auk íbúðar faktors voru tvær stofur í norðurenda hússins en í syðri endanum voru tvö herbergi sem ætluð voru verslunarþjóni og beyki. Eldhús og búr voru fyrir miðju húsinu. Akureyrarbær eignaðist Laxdalshús árið 1942. Árið 1978 var húsið friðað og endurbyggt í kjölfarið en þeim framkvæmdum lauk árið 1984. Við Laxdalshús stóð á sínum tíma fornt reynitré sem talið var að sprottið væri af sögufrægri reynihríslu í Möðrufellshrauni. Þjóðsagan segir að systkin hafi verið tekin af lífi fyrir blóðskömm sem þau sögðust saklaus af. Á aftökustaðnum báðu þau Guð um að sanna sakleysi þeirra og upp úr blóði þeirra, í Möðrufellshrauni, óx reynihríslan. Tréð féll fyrir aldurssakir um 1920 en á rótum þess óx nýtt og myndarlegt reynitré sem ónýtt- ist þegar húsið var endurbyggt. KENNILEITI STAÐARINS: LAXDALSHÚS Í INNBÆNUM Elsta húsið á Akureyri LAXDALSHÚS Húsið er kennt við kaupmanninn Eggert Laxdal en um aldamótin 1900 hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur og byggði þá Hafnarstræti 92; húsið þar sem Bautinn er nú. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Íbúafjöldi 1786: 12 Íbúafjöldi 1835: 56 Íbúafjöldi 1876 318 Íbúafjöldi 1895: 375 Íbúafjöldi 2005: 399 Gróður í innbænum: Akureyrin bygðist upp sem danskt versl- unarpláss og mikilfenglegi trjágróðurinn í innbænum er dönsk arfleið. Danskir kaupmenn voru ötulir við skógrækt og stunduðu einnig fyrstir Akureyringa ýmsa aðra ræktun sem Íslendingum var lítt kunn á þeim tíma. Eldsvoði: Fyrsti stórbruninn á Akureyri varð árið 1901 en þá brunnu til kaldra kola sjö hús og annar eins fjöldi stórskemmdist. Þungbúnir en úrkomulitlir skýjabólstrar voka lágt yfir Eyjafirði utanverðum þegar fjórðungur einmánaðar er að baki. Það er kafald um norðanvert landið eftir uppstyttulitla ofankomu undangenginna daga og þrátt fyrir sleitulausan snjómokstur er þæfings- færð á götum Akureyrar. Kristján J. Kristjánsson er á leiðinni í innbæinn í leit að uppruna byggðar á Akureyri; eyrinni sem ekki fyrirfinnst lengur. Akureyrin varð til við framburð Búðarlækjarins í Búðargili. Nafnið er að líkindum dregið af kornakri uppi af gilinu en á huldu er hver plægði og sáði í þann akur. Verslunin Brynja, þar sem hinn landsfrægi Brynjuís er seldur, stendur á miðri Akureyri eins og hún leit út fyrir tíma landfyllinga. Fáir ef nokkrir þekkja betur til byggðasögu Akureyrar en Jón Hjaltason sagnfræðingur, en hann vinnur nú að ritun fimmta bindis af Sögu Akureyrar. Hann segir að í árdaga hafi fimm eyrar skagað út í Pollinn, sjóinn framan við kaup- staðinn, en þær séu nú allar horfn- ar nema sú nyrsta og stærsta, Odd- eyrin. „Eyrarnar urðu dugnaði Akureyringa við að nema land af sjónum að bráð en flest húsanna sem nú eru við sjávarsíðuna standa á landfyllingum,“ segir Jón og aug- ljóst að hann sér á eftir sjónum. „Hin fornu tengsl gömlu húsanna og hafsins voru rofin og þar sem í eina tíð var brattur sjávarkambur er nú brekka í miðjum inn- og mið- bænum.“ Líkt og Seltjarnarnesið hans Þórbergs var Akureyrin bæði lítil og lág; um átján fet yfir sjávarmáli þar sem hún reis hæst. „Skjólgott skipalægi var við eyrina og mikið aðdýpi sem gerði stærstu skipum kleift að liggja við festar skammt undan eyrinni. Því risu fyrstu húsin á Akureyri en ekki Oddeyri, sem þó hafði ýmsa búsetukosti fram yfir Akureyri,“ segir Jón. Lostinn kom Akureyringum á kortið Akureyrar er hvergi getið í opin- berum skjölum fyrr en árið 1562 og engar skráðar heimildir eru til um mannavist á eyrinni fyrr en upp úr miðri sextándu öld. Fyrsta heimildin sem sýnir fram á tilvist Akureyrar svo óyggjandi sé er dómur sem kveðinn var upp árið 1562. Guðrúnu Þorleifsdóttur var þá gefið að sök að hafa legið með Jóni nokkrum Þorfinnssyni og voru uppi getgátur um að hann væri bróðir fyrrverandi eiginmanns Guðrúnar, sem þá var látinn. Þau Jón og Guðrún höfðu ekki verið gefin saman og því voru atlot þeirra illa þokkuð af yfirvaldinu. Jón segir að fasta búsetu og byggð á Akureyri megi rekja til siglinga og verslunar en skjalfest saga verslunarstaðarins á Akur- eyri hefst með dönsku einokunar- versluninni. Lengi vel var einungis ein verslun á eyrinni og verslunar- húsin mannlaus og læst yfir vetr- armánuðina. Byrjað að byggja 1777 „Vöxtur danska verslunarþorpsins á Akureyri var hægur framan af. Framkvæmdir við fyrsta íbúðar- húsið hófust árið 1777 og lauk verk- inu árið eftir. Árið 1786 höfðu ein- ungis tólf manns fasta búsetu á Eyrinni og árið 1835 voru íbúar eyrinnar 56 talsins í fjórtán húsum,“ segir Jón. Á næstu árum fjölgaði Akur- eyringum nokkuð hratt og Sveinn Skúlason segir í Norðra árið 1857 að nær fjörutíu íbúðarhús séu á Akureyri og í þeim búi þrjú hundr- uð manns. Skipulagsmálin voru þá, sem nú, mikið í umræðunni. „Bær- inn er fæddur á afturfótunum, húsin snúa þvert og endilangt, rétt eins og hverjum datt þá í hug að byggja, en nú höfum vér fengið byggingarnefnd sem mun því öllu vel til vegar koma.“ Árið 1864 þótti sumum bæjar- búum hraðinn í umferðinni full mik- ill og lagði Stefán Oddsson Thorar- ensen bæjarfógeti blátt bann við þeysireið um götur bæjarins. Í lög- reglusamþykkt frá 1891 segir að ekki megi ríða hraðar en á brokki um göturnar og tveir menn hið Þorpið í bænum Á SÖGUSLÓÐUM Jón Hjaltason sagnfræðingur í miðju Búðargili. Akureyri varð til við framburð lækjarins í gilinu en neðan Búð- argils stóðu búðirnar sem gilið er kennt við. FRÉTTABLAÐIÐ/KK F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.