Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 31.03.2006, Blaðsíða 33
[ ]KVK tekur nú í fyrsta sin þátt í löngum laugardegi. Í búðinni er að finna íslenska hönnun fyrir íslenskar konur. Kristín Einarsdóttir rekur verslunina Sigurbogann við Laugaveg. Hún segir að sam- skipti hennar og viðskiptavina verslunarinnar séu mjög góð og gefi henni mikið. Kristín hefur rekið Sigurbogann í fjórtán ár. „Upphaflega vorum við tvær með verslunina, ég og Sigrún Sævarsdóttir, en árið 1995 keypti ég hana út og hef átt verslunina ein síðan,“ segir Kristín. Til að byrja með voru aðeins seldar snyrtivörur og fylgihlutir í Sigurboganum en með árunum hefur vöruúrvalið aukist. „Árið 2000 fór ég að selja Woolford- sokkabuxurnar sem eru mjög vinsælar og í framhaldi af því fór ég að auka innflutning á fatnaði. Í dag er ég með peysur og sundföt líka.“ Í Sigurboganum má finna ýmis þekkt snyrtivörumerki. „Ég er með snyrtivörur frá Yves Saint Laurent, Shiseido, La Prairie og Christian Dior auk mikils úrvals ilmvatna,“ segir Kristín. Kristínu finnst mjög gott að vera með verslun á Laugavegin- um. „Verslunarmiðstöðvarnar taka ekki svo mikið af viðskiptum frá mér því það er annar hópur sem verslar á Laugaveginum en fer í verslunarmiðstöðvarnar. Á Laugaveginum verslar fólk sem vill betri þjónustu, er með meira á milli handanna, er að leita að ein- hverju sérstöku og er á allan hátt kröfuharðara og vandlátara.“ Kristín hefur kynnst mörg- um viðskiptavinum sínum vel í gegnum árin. „Ég er komin með stóran og góðan hóp fastra við- skiptavina. Þegar ég var að byrja gerði ég mér ekki grein fyrir því hvað viðskiptavinaþátturinn skiptir miklu máli og hvað hann vegur þungt. Í svona lítilli verslun kynnist maður viðskiptavinunum miklu betur en í stórmörkuðunum og á þessum fjórtán árum hef ég kynnst fjölda kvenna sem koma reglulega í verslunina og það er ómetanlegur fjársjóður.“ Stór og góður hópur fastra viðskiptavina Mikið úrval er af peysum og fylgihlutum í versluninni. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Í Sigurboganum fást margar fallegar flíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Kristín Einarsdóttir, eigandi Sigurbogans, ásamt samstarfskonu sinni Guðbjörgu Hjálmarsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Gallabuxnadagar 20% afsláttur föstudag og laugardag Langur laugardagur • Opið 10 – 17 Diza Diza Laugavegi 44 s: 561 4000opið virka daga frá 11-18 laugardaga 11-15 20% afsláttur af öllum peysum Opnunartilboð Verslunin hættir 60% afsláttur af öllum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.