Fréttablaðið - 21.04.2006, Síða 72

Fréttablaðið - 21.04.2006, Síða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ��������������������� Sinn er siður í landi hverju. Í Ungverjalandi er „NEI“ heil setning. Setning sem er svo öflug, endanleg og þversum að sjálf Dóná drekkir öðrum löndum betur; hellir sér yfir Rúmeníu, Búlgaríu og Serbíu en skammast sín með lágreistan makka framhjá hinni fögru Búdapest. Ungverjar setja þvert nei við því að láta flæða yfir sinn höfuðstað. En það er nú ekki eina neiið í því landi. ÞAÐ MÁ með sanni segja að ung- verska gúllasið og gúllassúpan séu „djúsí“ í þvísa landi, en svo ein- kennilega vill til að allt annað virð- ist frekar þurrt. Með reyktu svína- kjöti fær maður kartöflumús, með grillaðri gæs soðnar hveitipasta- kúlur, furðu gráleitar, gómlím- andi-sig og bragðdaufar. Maður snýr sér að næsta þjóni og spyr hvort hægt sé að fá sósu. Sá horfir á mann af fyrirlitningu og segir NEI. Svo fær maður enga sósu. Til að byrja með heldur maður að hann sé að reyna að vera fyndinn, en kemst fljótlega að því að honum er full alvara. EN, SKÍTT með sósur, maður graðkar bara í sig gúllasi og gúll- assúpum í öll mál með öllum þeim paprikuduftum sem ræktast í plássinu og nærsveitum og selt er ferðamönnum í slíkum gámavís á öllum götuhornum að maður skil- ur ekki hvernig maður hefur kom- ist af þar til maður kynntist þess- um lífselexír. Við ættum kannski að athuga hvort ekki er hægt að gera mysuna okkar að slíkri lukku- vöru á þeim raunatímum sem krónan sekkur oní kútinn á sjálfri sér. EKKI VARÐ nei-ið í Ungverja- landi minna hlægilegt þar sem íslenskir mysumagar mættu ameríkönskum atvinnumönnum í ferðalögum í söluklefa þar sem seldir voru miðar í undirgrundina í Búdapest. Í klefanum sat ein kæst dama sem fæddist einhvers staðar í upphafi rússnesku bylt- ingarinnar og setti þvert nei við að selja þessu sjálfskipaða-veraldar- innar-löggæslu-pakki frá „stór- brotnasta landi heims“ (eins og Bush orðar það af sinni annáluðu hógværð) eitt einasta miðarifrildi úr sínum bás; þau gátu sko bara labbað á sínum merkjavörutútt- um. Skipti engu að hjónin höfðu lært utanað orðabókina um algeng- ustu hugtök og setningar í ung- versku áður en lagt var upp í ferð- ina. Ameríska lífsgæðafrúin grét. Við mörlandarnir snerum okkur að þeirri kæstu á íslensku og báðum um tvo þriggja daga miða. Ekkert var sjálfsagðara. ÞETTA VAR alveg í dúr við uppá- komuna sem varð þegar óperu- húsið í Búdapest var opnað, eftir að Frans Jósef fyrsti lét reisa það. Einu fyrirmælin voru þau að húsið mætti ekki vera stærra en óperu- húsið í Vín. Kóngsi mætti á fyrstu frumsýninguna í húsinu og varð brjálaður yfir því að húsið væri skrautlegra en óperuhúsið í Vín og steig aldrei fæti inn í það aftur. Það var alveg sama hvað var reynt að dekstra manninn; hann setti þvert NEI fyrir. ■ Af þjóðum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.