Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 23. apríl 2006 13 Tilboðsverð 1.490 kr. Tilboðsverð 1.490 kr. Tilboðsverð 1.490 kr. Kristín Helga Gunnarsdóttir edda.is Bókaverðlaun barnanna Barnabókaverðlaun Menntaráðs Þýðingarverðlaun Menntaráðs Mundu eftir ÞjóðarGjöfinni! Í tilefni viku bókarinnar bjóðum við þessar verðlaunabækur á tilboðsverði! Verðlaunabækur Áslaug Jónsdóttir Mikið hefur verið rætt um úthlut- un lóða á höfuðborgarsvæðinu á seinustu misserum. Í Garðabæ og Reykjavík hafa lóðir verið boðnar upp, happadrætti verið beitt í Hafnarfirði og Reykjavík, en Kópavogur hefur skorið sig úr en þar velur bæjarstjórn úr umsækj- endum. Þótt skoðanir hafi verið skiptar hafa flestir óháðir sérfræðingar verið sammála um að takmörkuð gæði, eins og lóðir eigi að bjóða upp. Því ættu þeir sem á annað borð hafa einhverja lágmarkstrú á markaðshagkerfi og samkeppni t.d. að vera sammála um að allar lóðir til verktaka eigi að bjóða upp. Fleiri sjónarmið eru uppi við úthlutun sérbýlishúsalóða til fjöl- skyldna. Þar hefur bæjarstjórn Kópavogs rökstutt val sitt á umsækjendum með því að verið væri að úthluta fólki „framtíðar- húsnæði“. Lóðum hefur ekki verið úthlutað til endursölu, en tölu- verða fjármuni er hægt að hafa upp úr því að byggja og selja þar sem lóðirnar eru seldar töluvert undir markaðsverði. Til dæmis úthlutaði bærinn nýlega lóðum á Vatnsenda og kostaði lóðin um 7 milljónir, en einkaaðilar hafa nú boðið til sölu sams konar lóðir í sömu götu á 20 milljónir. Lausleg skoðun á nýjasta full- kláraða hverfinu í Kópavogi, Sala- hverfi, leiðir í ljós að úthlutunarað- ferðin í Kópavogi hefur mistekist. Samanburður á lista yfir þá sem þar fengu einbýlishúsalóð við síma- skrá leiðir í ljós að 75% af lóðunum hafa skipt um eigendur. Að meðal- tali skipta 11% íbúða á Íslandi um eigendur á hverju ári. Það hlutfall ætti að vera enn lægra í Sölunum þar sem verið er að úthluta „fram- tíðarhúsnæði“. Þannig er ljóst að þeir sem halda því fram að braskað sé með lóðirnar í Kópavogi hafa nokkuð til síns máls. Að lokum má benda á að í nýlegri útgáfu Voga, blaði sjálf- stæðismanna í Kópavogi auglýstu alls 9 verktakar. Allir höfðu þeir fengið lóð í Kópavogi á seinustu tveimur árum. Enginn sem ekki fékk lóð auglýsti. Vonandi hefur sú staðreynd ekki áhrif á stefnu sjálfstæðismanna í Kópavogi. Í því sambandi má benda á að Sam- fylkingin berst fyrir opnu bók- haldi stjórnmálaflokka og í Kópa- vogi hefur Samfylkingin viljað bjóða upp lóðir til verktaka. Lóðirnar í Kópavogi UMRÆÐAN LÓÐAMÁL GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON VERKFRÆÐINGUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna er einn af grundvallarsátt- málum alþjóðasamfélagsins. Barnasáttmálinn felur í sér viður- kenningu á að börn hafi sjálfstæð réttindi óháð vilja foreldra sinna eða forráðamanna. Samningurinn tryggir ekki einungis borgaraleg réttindi heldur einnig félagsleg, menningarleg og efnahagsleg rétt- indi. Þótt aðildarríki að samningnum, eins og Ísland, séu skuldbundin til að tryggja börnum þau réttindi sem samningurinn veitir þeim er sú skuldbinding aðeins samkvæmt þjóðarétti. Hér á landi þarf að lög- festa alþjóðlega samninga ef þeir eiga að hafa bein réttaráhrif. Því er ekki hægt að beita barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna með beinum hætti fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum. Það er ein ástæða þess að ég hef nú lagt fram þingmál á Alþingi um að barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna verði lögfestur hér á landi. Slíkur grundvallarsáttmáli á að mínu mati að vera lögfestur með sama hætti og gert var með mann- réttindasáttmála Evrópu árið 1994. Vægi barnasáttmálans yrði þá meira hér á landi þar sem stjórnvöld og dómstólar landsins yrðu að taka mið af honum sem lögum við úrlausnir mála. Noreg- ur lögfesti barnasáttmála Samein- uðu þjóðanna árið 2003. Samhliða lögfestingu barna- sáttmálans er lagt til að íslensk löggjöf verði endurbætt að fullu í samræmi við barnasáttmálann. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna og Umboðsmaður barna hafa ítrekað bent á ýmsar brota- lamir í íslenskri löggjöf þegar kemur að börnum. Má þar nefna að tryggja þarf betur friðhelgi einkalífs barna og sjálfsákvörðunar- rétt þeirra s.s. í barnalögum, barnaverndarlögum og í lögum um réttindi sjúklinga. Þá þarf að setja í lög að rætt sé við yngri börn en nú er gert í umgengnis- og barnaverndarmálum og skoða mismunandi aldursmörk barna í lögum. Barnabætur eru t.d. ekki greiddar með börnum á aldrinum 16-18 ára og foreldrar taka ákvörð- un um inngöngu eða úrsögn barns yngra en 16 ára úr trúfélagi. Einnig verður að tryggja rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar, m.a. í grunnskólalögum, og bæta réttindi þeirra innan stjórn- sýslu sveitarfélaga. Huga þarf að rétti barns til að þekkja foreldra sína og skoða hvort það eigi við ættleidd börn og í sæðisgjöfum. Ákvæði barnasáttmálans geta sömuleiðis kallað á endurskoðun á hegningarlögum. Má þar nefna hækkun kynferðislegs lögaldurs úr 14 ára, setningu sérstaks lagaákvæðis um heimilisofbeldi og afnám fyrningarfrests í kyn- ferðisafbrotum gegn börnum þar sem fresturinn getur dregið úr vernd barna og möguleikum þeirra á að sækja rétt sinn. Þá ber sam- kvæmt barnasáttmálanum að aðskilja unga fanga frá fullorðnum föngum en hér á landi er það ekki gert. Það þarf að huga sérstaklega að stöðu barna í íslenskum lögum sem glíma við langvarandi veik- indi, fötlun og geðsjúkdóma og sömuleiðis fátækt. Síðast en ekki síst þarf að tryggja að fram- kvæmd laga sé í samræmi við texta þeirra. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Lögfestum barnasáttmálann UMRÆÐAN RÉTTINDI BARNA ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.