Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 20

Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 20
Hræringar þessar tengdust efnahagslegum, pólitísk-um og lagalegum titringi á miklu um breyt - ingaskeiði í íslensku þjóðfélagi. Fréttablaðið er fimm ára í dag, 23. apríl 2006. Þrátt fyrir ungan aldur hefur blaðið verið stórvirkur áhrifa- valdur. Eftirfarandi atriði eru áhuga- verð fyrir umræðuna um áhrif blaðs- ins á fjölmiðlaumhverfið. Viðskiptahugmyndin Segja má að sjálf viðskiptahug- myndin hafi ekki verið ný. Hún gekk út á að gefa út blað, dreifa því til sem flestra án endurgjalds og nota hina miklu dreifingu til að höfða til auglýsenda sem væru þá líklegri til að falla fyrir hagstæðu snertiverði, sem svo er kallað, að þurfa að borga tiltölulega lítið fyrir að ná athygli hvers og eins lesanda. Ýmis héraðafréttablöð hér á landi höfðu áttað sig á þessu og nánast komið undir sig fótunum með nákvæmlega þessari aðferð, þótt mörg hafi raunar þurft að hverfa aftur til þess að rukka fyrir áskrift, meðal annars vegna smæðar mark- aðarins og krafna um ritstjórnar- efni. Eins voru á seinni hluta tíunda áratugarins að koma fram í Evrópu hins svokölluðu „metro“ blöð sem dreift er frítt á fjölförnum stöðum svo sem í lestarkerfum, og byggja alfarið á auglýsingatekjum. Nýj- ungin fólst hins vegar í útfærslunni – að búa sér til stóran markað og dreifa fullburða dagblaði í hvert hús. Þannig var hægt að ná hag- stæðu snertiverði fyrir auglýsend- ur og nota þann ávinning í að fjár- magna ritstjórnarskrif, sem gátu þó augljóslega aldrei orðið eins viðamikil og þegar beinlínis er verið að selja ritstjórnarskrifin sjálf. Í þessu fólst jafnframt möguleiki til að nota hið mikla dreifingarkerfi sem sjálfstæða tekjulind með því að dreifa kynning- arefni fyrir hina og þessa. Hugmyndin var því ekki bundin við að búa til fjölmiðil, heldur var í leið- inni búið til auglýsingakerfi og póst- kerfi sem studdu við og nærðust á blaðinu. Augljóst er að þessi hug- mynd ein og sér hefur haft mikil áhrif á íslenskan fjölmiðlamarkað, því ólíklegt er að Blaðið hefði komið fram nema vegna þess hve vel virt- ist ganga hjá Fréttablaðinu. Sömu- leiðis virðist þessi hugmynd nú ætla að hafa áhrif erlendis, þar sem haf- inn eru undirbúningur blaðs á þess- um grundvelli í Danmörku. Fastmótað fyrirkomulag Til að átta sig betur á áhrifum Fréttablaðsins er gagnlegt að rifja upp stöðuna á fjölmiðlamarkaði um aldamótin 2000. Í aðalatriðum voru þetta tveir sjónvarps/útvarpsrisar, RÚV og Norðurljós sem drottnuðu á ljósvakamarkaði og Skjár einn hafði farið í loftið í október 1999. Á dagblaðamarkaði voru þrjú blöð fyrir, Morgunblaðið, DV og Dagur sem um aldamót var kominn í nokkra rekstrarerfiðleika. Morgun- blaðið hafði algera yfirburðarstöðu og DV bjó að gamalgrónum mark- aði. Öll þessi blöð voru að mestu orðin laus undan flokkspólitískri beinstýringu sem einkennt hafði íslensk dagblöð – einkum morgun- blöðin – lengst af síðustu aldar og segja má að aðskilnaður frétta og skoðana eða viðhorfa hafi verið orðin meginreglan í blaðamennsku. Eðlilega litaðist þó fréttamat og ýmsar áherslur nokkuð af þeirri almennu hugmyndafræði sem blöð- in vildu tengja sig við. Morgunblaðið var borgaralegt blað sem aðhylltist í skoðunum sjálfstæðisstefnuna. Dagur gaf sig út fyrir að vera félagshyggjublað með landsbyggðaráherslum og DV stærði sig af því að vera blað í sífelldri stjórnarandstöðu og taka upp málefni neytenda. Almennt var þó litið svo á að bæði DV og Morg- unblaðið tilheyrðu hinni borgara- legu blokk í íslenskum stjórnmál- um, og sérstaklega hafði Morgunblaðið sterk tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Samkeppni á dagblaðamarkaði var lítil, því stóru blöðin tvö, Morgunblaðið og DV, skiptu á milli sín markaðnum – fyrir og eftir hádegi. Bæði voru blöðin prentuð í prentsmiðju Morgun- blaðsins. Það var þetta fyrirkomu- lag og þessi stöðugleiki bæði á fjöl- miðlamarkaðnum sjálfum og ekki síður í pólitískum hliðartengingum, sem tilkoma Fréttablaðsins breytti. Það knúði fram raunverulega sam- keppni á dagblaðamarkaði. Samkeppni — þróun Fyrsta árið náði Fréttablaðið þeim mikilsverða áfanga að ná Morgun- blaðinu í lestri, en í mars 2002 mældust þessi blöð með áþekkan meðallestur, sem var út af fyrir sig stórmerkilegur áfangi, þótt það dygði ekki þáverandi eigendum til að standa undir rekstri og skuldum. Þessi staðreynd hefur þó vafalaust vegið þungt þegar ákveðið var að endurreisa blaðið með nýjum fjársterkum eig- endum eftir gjaldþrot sumarið 2002. Síðan þá hefur Fréttablaðið verið mest lesna blað landsins. Aðrir miðlar – ekki síst Morgun- blaðið – fundu rækilega fyrir þessu nýja blaði. Þessi snögga breyting eða högg sem Morgunblaðið fékk kemur vel fram á meðfylgjandi stöplaritum um blaðsíðufjölda. Heildarblaðsíðufjöldi Morgunblaðs- ins minnkaði um tæpar 30 síður miðað við niðurstöður á innihalds- greiningu á tveimur dæmigerðum vikum í Morgunblaðinu og Frétta- blaðinu frá þessum árum. Varla leik- ur nokkur vafi á að tilkoma Frétta- blaðsins er aðalorsakavaldurinn í þessari miklu breytingu þó að hugs- anlega kunni eitthvað fleira að spila þarna inn í. Sókn Fréttablaðsins og innri þróun á síðustu árum endur- speglast í breytingum á samsetn- ingu efnisins. Þannig hefur magn frétta í blaðinu haldist nokkuð stöðugt allan tímann en fjöldi aug- lýsinga verið að aukast mjög mikið. Í byrjun var í blaðinu lítið sem ekkert innblað, og byggði á frétt- um. Nafnið var sjálfsagt ekki valið af tilviljun. Hins vegar hefur stöðugt aukist annað efni í blaðinu sem fyllir þá upp á móti auknum fjölda auglýsingasíðna. Þar má nefna aðsendar greinar, ýmiss konar mjúkt efni og það sem flokk- ast undir innblaðs- og sunnudags- efni. Fyrir vikið hefur Fréttablaðið líka orðið ólíkara dæmigerðum „metró“ blöðum sem dreift er víða í Evrópu og minnst var á hér að ofan, á sama tíma og það hefur orðið lík- ara hefðbundnum morgunblöðum sem til þessa höfðu byggst bæði á áskriftartekjum og auglýsingum. Samkeppni – auglýsingar Rétt er að undirstrika að velgengni Fréttablaðsins á auglýsingamark- aði hafði að sjálfsögðu talsverð áhrif á tekjumöguleika annarra fjölmiðla, en einnig má reikna með að auglýsingaveltan hafi beinlínis vaxið með þessum nýja miðli. Þannig voru áætlaðar auglýs- ingatekjur dagblaða á árunum 2001- 2002 á bilinu 4,5-5 milljarðar króna og tilfærslur auglýsingamagns milli miðla námu verulegum upphæðum. Viðskiptaleg áhrif Fréttablaðs- ins á íslenska fjölmiðlamarkað voru því umtalsverð nánast frá upphafi og samkeppni varð strax margfalt virkari, ekki síst um auglýsingar. Eflaust hefur þetta átt þátt í því að DV lendir í erfiðleikum og auk þess sem spyrja má hvort rúm hafi verið fyrir þrjú stór blöð í landinu. En samkeppnin birtist líka í öðrum myndum. Þrýstingur óx á ritstjórn Morgunblaðsins, aðalkeppinaut Fréttablaðsins, því það þurfti að sýna og sanna að ástæða væri til að kaupa blaðið. Hvort sem sanngjarnt er að rekja það til samkeppninnar við Fréttablaðið eða ekki, þá hóf Morgunblaðið útgáfu á mánudögum í ársbyrjun 2003, enda varð mánu- dagsskortur á Morgunblaði enn meira áberandi eftir að Fréttablað- ið fór að koma á þessum dögum. Eigið ritstjórnarefni Þrátt fyrir að Fréttablaðið hafi verið brautryðjandi á mörgum svið- um þá tróð það hefðbundnar slóðir í blaðamennsku. Segja má að stjórn- endur blaðsins hafi sýnt mikla framsýni í því að reka metnaðar- fulla fréttastefnu og flytja eigin fréttir og annað ritstjórnarefni. Slíkt var og er síður en svo sjálfgef- ið á fríblaði. Það er hins vegar lyk- illinn að velgengninni, því allt bygg- ist á að geta sýnt fram á að fólk lesi blaðið. Á Fréttablaðinu hefur verið fylgt ákveðinni almennri og fag- legri fréttastefnu þar sem skilið er skýrt milli skoðana og frétta. Í þess- um efnum sker Fréttablaðið sig ekki frá öðrum miðlum. Blaðið hefur enda iðulega fengið tilnefn- ingar til Blaðamannaverðlauna sem vissulega er einn mælikvarði á gæði vinnubragða. Blaðið sem hóf göngu sína með 16 blaðamenn er nú með marga tugi blaðamanna í vinnu auk annars fag- fólks sem nauðsynlegt er slíkri starfsemi. Að því leyti hefur blaðið sett mark sitt á fjölmiðlamarkaðinn með því einu að vera orðinn einn stærsti vinnustaður landsins á þessu sviði. Pólitísk hringiða En varla er hægt að tala um blaða- mennsku blaðsins án þess að nefna hina sérkennilegu pólitísku stöðu sem blaðið hefur verið í. Fréttablað- ið var ekki hluti af fyrirkomulaginu á dagblaðamarkaði þegar það náði sér á flug, og var því ekki heldur hluti af hinni pólitísku og borgara- legu blokk sem bæði DV og Morgun- blaðið voru talin tilheyra. Hins vegar gaf Fréttablaðið ekki út neina pólit- íska yfirlýsingu sjálft, heldur má segja að mál hafi æxlast þannig að blaðið varð að miðpunkti pólitísks, eða ef til vill viðskiptapólitísks, skot- grafahernaðar. Eftir umdeilanlega uppákomu þar sem nýir eigendur tengdir Baugi vildu ekki koma fram í dagsljósið var Fréttablaðið spyrt með tortryggilegum hætti við Baugsveldið af þáverandi forsætis- ráðherra Davíð Oddssyni og stuðn- ingsmönnum hans. Fréttir blaðsins um hugsanleg afskipti Davíðs af lögreglurannsókn á Baugi urðu síðan til þess að heill stjórnmálaflokkur, Sjálfstæðisflokk- urinn, fór að líta á blaðið í heild og allt sem því tengdist sem pólitískan andstæðing. Hvernig svo sem menn líta á þau mál öll og hvort sem hægt er að finna einhverjar fréttir eða fréttamat sem styður það að Frétta- blaðið hafi verið í hagsmunagæslu fyrir eigendur sína eða ekki, þá varð blaðið að miðpunkti pólitískrar umræðu í landinu mánuðum og miss- erum saman. Um leið varð það að slíku grund- vallargagni í daglegri umræðu að enginn gat látið blaðið fram hjá sér fara, sem aftur styrkti það í sessi sem mikilvægt þjóðfélagsafl. Þannig er mjög ólíklegt að umræðan um eigendavald fjölmiðla og nauðsyn á fjölmiðlalögum hefði komið fram á þann hátt sem hún gerði ef ekki hefði verið fyrir tilvist Fréttablaðs- ins og þá eigendasamsetningu sem þar er. Fréttablaðið er þar af leið- andi afgerandi orsakavaldur um það hvernig öll fjölmiðlaumræða og sýn landsmanna á fjölmiðla hefur þróast á síðustu 2-4 árum. Vegna þess hvernig blaðið hefur blandast inn í þjóðfélagsumræðuna samhliða því að velta úr sessi ríkj- andi fyrirkomulagi þar sem Morg- unblaðið var með yfirburðarstöðu, hafa myndast nýjar pólitískar línur á dagblaðamarkaði – ekki endilega flokkspólitískar þótt þær hafi verið það um skeið – heldur kannski frek- ar viðskiptapólitískar og drifnar af samkeppni, þar sem stóru morgun- blöðin tvö standa hvort gegn öðru sem fulltrúar tveggja fjölmiðla- heima. Víðtæk áhrif Í dag er blaðið orðið hluti af miklu stærri fjölmiðlasamsteypu, en það er þó ákveðið hryggjarstykki í prent útgáfunni hjá 365, flaggskip sem hefur skapað útgáfufyrirtæk- inu samlegðarmöguleika og svig- rúm til að gefa út aðra prentmiðla líka. Sem kjölfesta af því tagi hefur blaðið gríðarleg áhrif á allan fjöl- miðlamarkaðinn. Fréttablaðið hefur verið í mik- illi þróun þótt ásýnd og yfirbragð blaðsins hafi haldist nokkuð svip- uð allt frá upphafi. Tilkoma þess hefur þó gjörbreytt fjölmiðlaum- hverfinu með því að kynna til sög- unnar nýtt rekstrarform fyrir dagblað, og innleiða raunverulega samkeppni á dagblaðamarkaði. Blaðið hefur lagt upp úr hefðbund- inni faglegri blaðamennsku og fylgt eftir þeirri hefð að skilja milli frétta og skoðana og ekki ætlað sér að finna upp hjólið í þeim efnum. Síðast en ekki síst kölluðu ruðningsáhrif blaðsins þegar það kom inn á markaðinn fram víðtæka umræðu um fjöl- miðlamál og átti stóran þátt í nýrri hugsun hvað varðar íslenskt fjöl- miðlaumhverfi. Höfundur: Birgir Guðmundsson, lektor við Háskólann á Akureyri. 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR20 Fréttablaðið og fjölmiðlaumhverfið Óhætt er að segja að fáa hafi grunað í lok mars 2001 þegar fyrst var tilkynnt að nýtt dagblað myndi líta dagsins ljós á Íslandi mánudaginn 23. apríl það ár, hversu mikil bylting var í vændum. Næstu fimm árin átti þetta blað, beint eða óbeint, eftir að valda miklum hræringum á fjölmiðlamarkaði. 2000 2002 2004 2005 0 43,5 13,4 30,3 32,7 35,7 41,7 32,8 FJÖLDI AUGLÝSINGASÍÐNA AÐ MEÐALTALI Á DAG- FRÉTTABLAÐIÐ OG MORGUNBLAÐIÐ 0 50 B LA Ð SÍ Ð U FJ Ö LD I FRÉTTABLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 2000 2002 2004 2005 0 19,8 6 15,3 7,2 14,2 7 14,5 FJÖLDI FRÉTTASÍÐNA AÐ MEÐALTALI Á DAG- FRÉTTABLAÐIÐ OG MORGUNBLAÐIÐ 0 25 B LA Ð SÍ Ð U FJ Ö LD I FRÉTTABLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ 2000 2002 2004 2005 0 107 27 80 54 84 62 82 HEILDAR BLAÐSÍÐUFJÖLDI AÐ MEÐALTALI Á DAG- FRÉTTABLAÐIÐ OG MORGUNBLAÐIÐ 0 120 B LA Ð SÍ Ð U R FRÉTTABLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ (Hver blaðsíða samkvæmt mælingu er samtala úr mældu efni, þannig að efni/auglýsingar sem dreifast á hluta úr mörgum síðum gæti t.d. samtals orðið að einni síðu ) (Hver blaðsíða samkvæmt mælingu er samtala úr mældu efni, þannig að efni/auglýsingar sem dreifast á hluta úr mörgum síðum gæti t.d. samtals orðið að einni síðu ) (Hver blaðsíða samkvæmt mælingu er samtala úr mældu efni, þannig að efni/auglýsingar sem dreifast á hluta úr mörgum síðum gæti t.d. samtals orðið að einni síðu ) MEÐALLESTUR Á TÖLUBLAÐ Heimild: gallup.is 58,9% 38,3% 36,8% MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ BLAÐIÐ DV 28,7% 64,1% 46,1% 27,4% 17,9% Mars 2001 Okt. 2001 Júní 2005 Okt. 2005

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.