Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.04.2006, Blaðsíða 22
 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR22 Það er nokk sama hvar borið er niður. Í sjávarútvegi, flug-rekstri, almenningssam- göngum eða hjá þorra almennings. Síhækkandi eldsneytisverð hefur mikil áhrif haft hérlendis. Útgerð togara sem sækir sömu mið ár eftir ár greiðir í dag 25 milljónum króna meira fyrir olíu á ársgrund- velli en fyrir fjórum árum. Jeppa- eigandi sem ekur um 20 þúsund kílómetra á ári greiðir tæplega 250 þúsund krónum meira fyrir keyrsluna í dag en hann gerði árið 2002. Eldsneytiskostnaður hvers strætisvagns í höfuðborginni hefur hækkað um rúmar sjö millj- ónir á sama tímabili. Úttekt Fréttablaðsins á áhrif- um hækkunar eldsneytisverðs síð- ustu fjögurra ára sýnir að þær hækkanir hafa sannarlega haft gríðarleg áhrif víða í þjóðfélag- inu. Vert er að geta þess að elds- neytisverð fór að hækka verulega fyrir þann tíma en mestar hafa hækkanirnar orðið síðan þá og er eldsneytisverð í dag hærra en nokkru sinni. Svör manna þar sem leitað var fanga voru á einn veg. Kostnaður einstaklinga og fyrirtækja hefur á síðustu fjórum árum því sem næst tvöfaldast. Kostnaður íslensku flugfélaganna tveggja, Icelandair og Iceland Express, hefur tvöfald- ast eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Hefur verð á mörkuðum erlendis hækkað um 23,4 prósent á síðustu tólf mánuðum eingöngu. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir að þegar fyrirtæk- ið hóf starfsemi hafi tonnið af þotueldsneyti kostað 430 dollara en sé nú vel yfir 700 dollurum. Samkeppni bæði hérlendis og erlendis sé þó það mikil að flugfé- lög eiga óhægt um vik að fleyta þessum auknakostnaði áfram á viðskiptavini í formi hækkunar á fargjöldum. „Það er ómögulegt að heita og við höfum hingað til tekið þennan kostnaðarauka alfarið á okkur. Við þetta bætist nú að krón- an er að veikjast gagnvart dollar- anum og það gerir málið enn erfið- ara, segir Birgir“ Sé litið til sjávarútvegsins hafa kostnaðartölur þar hækkað um tæpan helming hvort sem um tog- ara eða trillu er að ræða. Eldsneyt- iskostnaður togarans Gullvers sem gerður er út frá Seyðisfirði hefur hækkað úr 38,5 milljónum árið 2002 og stefnir í að vera í kringum 63 milljónir króna í ár. Er það hækkun um 6,2 milljónir hvert einasta ár. Árlegur eldsneytis- kostnaður smábáta var algengur um og yfir 300 þúsund krónur fyrir fjórum árum en er vart minni en 600 þúsund í dag. Landssamband íslenskra útvegsmanna áætlar að útgerðin í heild greiði alls 6,4 milljarða hærra verð fyrir skipa- olíu nú en 1. janúar árið 2002. Almenningssam- göngufyrirtæki fara ekki varhluta af dýru olíu- verði heldur. Hjá Strætó bs. er áætluð meðal- keyrsla hvers strætis- vagns á dag um 600 kíló- metrar. Stórir viðskipta vinir fá eðlilega afslátt frá uppgefnu verði hjá olíufélögunum en burt- séð frá slíkum boðum hefur dag- legur eldsneytiskostnaður eins strætisvagns hækkað um 21.990 krónur frá árinu 2002. Þá kostaði lítri af díselolíu 47,90 en sama magn kostar í dag 121,20 krónur. Kostnaður Strætó vegna vagnsins árið 2002 var því á ársgrundvelli rúmar 4,7 milljónir króna en yrði í dag tæpar tólf milljónir. Margir landsmenn eiga jeppa- bifreiðar sem verður óvinsælli kostur dag hvern sem olíuverð hækkar samkvæmt upplýsingum frá bílasölum. Helena Sigurbergs- dóttir, félagi í jeppaklúbbnum 4x4, segir upphæðirnar sem um ræðir vegna eldsneytis mun meiri en margur geri sér grein fyrir. „Miðað við 20 þúsund kílómetra keyrslu árið 2002 var eldsneytis- kostnaðurinn alls 408 þús- und krónur og er þáver- andi þungaskattur meðtalinn. Sama keyrsla miðað við kostnað á olíu um þessar mundir er 631 þúsund krónur. Þetta hefur orðið til þess að fleiri og fleiri eru að fjárfesta í bensínbílum í stað dísel- bíla enda eru þeir ódýrari og lítraverð á eldsneytinu svipað.“ Undir þetta tekur Guðmundur Ólafsson, hag- fræðingur, sem átt hefur jeppa um langt árabil. „Hér áður en olíu- gjaldið tók gildi þá fyllti ég bílinn fyrir þrjú þúsund krónur en í dag kostar það mig um tíu þúsund krónur. Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikill kostnaðaraukinn er en hann kemur vissulega við budd- una.“ Best koma þeir út sem eiga smábíla en kostnaður þeirra hefur þó aukist. Inga Sigrún Kristins- dóttir ekur um á Toyota Prius sem notast bæði við bensín og raf- magn. „Ég keypti bílinn ekki til að spara elds- neyti heldur vegna umhverfisins, en finn samt mikinn mun. Ég fer mun sjaldnar á bensínstöð enda eyðir bíllinn ekki nema rúmlega 5 lítrum á hundraðið. Ég gæti trúað að ég spari rúm- lega 5000 krónur á mán- uði miðað við bílinn sem ég átti áður.“ Unnsteinn Jóhannsson, bóndi í Laxárholti á Mýrum, er einn þeirra sem kyndir hús sitt með olíu fyrir utan aðra notkun á vélar sínar og tæki. Kostnaður hans hefur hækkað um 300 þúsund á síðustu fjórum árum. „Olíuhækkanir koma ekki síst niður á bændum. Þetta er að vísu árstíðaskipt en olíunotkunin er til dæmis mjög mikil á þeim þungu tækjum sem bændur nota í hey- skap yfir sumartímann.“ albert@frettabladid.is svavar@frettabladid.is Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 BFG All Terrain 35x12,5 R15 16.870,- stgr. Seltjarnarnesi 35” Gerið verðsamanburð margar stærðir KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111 1. JANÚAR 2002 Bensín 95 okt. 92,20 Díselolía 47,90 1. JÚLÍ 2002 Bensín 95 okt. 97,00 Díselolía 46,40 1. JANÚAR 2003 Bensín 95 okt. 98,20 Díselolía 46,10 1. JÚLÍ 2003 Bensín 95 okt. 97,60 Díselolía 44,30 1. JANÚAR 2004 Bensín 95 okt. 100,90 Díselolía 45,80 1. JÚLÍ 2004 Bensín 95 okt. 109,90 Díselolía 52,10 1. JANÚAR 2005 Bensín 95 okt. 104,60 Díselolía 51,60 1. JÚLÍ 2005 Bensín 95 okt. 114,10 Díselolía (ólituð) 114,00 1. JANÚAR 2006 Bensín 95 okt. 114,80 Díselolía (ólituð) 112,80 1. APRÍL 2006 Bensín 95 okt. 124,40 Díselolía (ólituð) 120,50 TOGARINN GULLVER Olíukostnaður útgerðar skipsins hefur aukist um rúmar sex milljónir króna á ári síðustu árin. MYND/ADOLF BOEING ÞOTA ICELANDAIR Hver floginn kílómetri á þotueldsneyti kostar 233 krónur í dag en kostaði 93 krónur 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UNNSTEINN BÓNDI Ekki nóg með að tæki og tól bóndans séu olíufrek heldur þarf hann að kynda hús sitt með olíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tvöfalt dýrara á tankinn janúar 2002 apríl 2006 4. 55 0 kr ón ur 11 .5 14 kr ón ur Fullur tankur á Nissan Patrol 20 þús . km. ke yrsla 105,3 80 kr . 20 þús . km. ke yrsla 266.6 40 kr . janúar 2002 apríl 2006 4. 74 2. 10 0 kr ón ur 11 .9 98 .8 00 kr ón ur Eldsneytis- kostnaður strætisvagns á ársgrundvelli: Mismunur 7,256.700 krónur 38,5 milljónir 32,7 milljónir 49,1 milljón *62-63 milljónir * Áætlun 2001 2006 ELDSNEYTISKOSTNAÐUR TOGARANS GULLVERS NS 12 2001 2005 93 krónur 140 krónur 233 krónur 187 krónur ELDSNEYTISKOSTNAÐUR BOEING 757-200 ÞOTU verð pr. floginn kílómetra ELDSNEYTISNOTKUN MEÐAL- BÓNDABÝLIS Á LANDINU * Áætlun446.836 krónur 625.454 krónur *750.000 krónur 2001 2006 HÆKKANIR Á ELDSNEYTISVERÐI INGA SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR Eigandi Toyota Prius 2005 „Ég keypti bílinn ekki upphaflega til að spara eldsneyti heldur vegna umhverfisins, en finn samt mikinn mun. Ég finn fyrir því hvað ég fer mun sjaldnar á bensínstöð enda eyðir bíllinn ekki nema rúmlega 5 lítrum á hundraðið. Ég gæti trúað að ég spari rúmlega 5000 krónur á mánuði miðað við bílinn sem ég átti þó ég noti bílinn ekki mikið af því að ég bý stutt frá vinnunni.“ janúar 2002 apríl 2006 4. 14 9 kr ón ur 5. 44 9 kr ón ur Fullur tankur á Toyota Prius Mismunur 1.300 krónur Miðað við verð flotaolíu 1. janúar árið 2002 og 3. apríl 2006 sem er 56,90 þá eru þetta 6,4 milljarðar sem útgerðin borgar meira fyrir olíuna en þá. Við not- um það sem þumalputtareglu að fyrir hverja krónu sem olían hækkar þá borgar útgerðin í landinu 300 milljónum meira en hún gerði áður. UNNSTEINN JÓHANNSSON, bóndi í Laxár- holti á Mýrum, er með 120 til 130 gripi í húsi. Hann heyjar um 1000 rúllur árlega. „Þessar sífelldu olíuhækk- anir koma ekki síst niður á bændum. Þetta er að vísu árstíðaskipt en olíunotkunin er til dæmis mjög mikil á þeim þungu tækjum sem bændur nota í heyskap yfir sumartímann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.