Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 85

Fréttablaðið - 06.05.2006, Page 85
LAUGARDAGUR 6. maí 2006 53 Phoebe Philo kom óvænt inn í tískuheiminn. Hún hefur hannað fyrir Chloé síðustu fimm ár en hætti nýlega til þess að eyða meiri tíma með nýfæddu barni sínu. Hún tók við af Stellu McCartney en hafði aðstoðað hana í mörg ár. Það þekktu hana því fáir þegar hún tók við þessu stóra tískuhúsi og margir í tískuheiminum gagn- rýndu yfirmenn Chloé fyrir þessa ákvörðun. Þær raddir þögnuðu þó um leið og Phoebe kynnti sína fyrstu línu því ljóst er að hér er afar hæfileikaríkur hönnuður á ferð og margir grétu það sárt þegar hún sagði af sér. Phoebe, sem útskrifaðist frá Central Saint Martins árið 1996, er að sjálfsögðu með afar smekkleg- an stíl og ávallt flott til fara. Hún er einnig falleg á náttúrulegan hátt og stíllinn hennar einkennist af klassík í bland við smávegis töffaraskap. VETRARLÍNA 2004 Phoebe er alltaf frekar hversdagslega klædd þegar hún kemur fram á tískupallinum eftir sýningu en þó er hún alltaf afar svöl á mjög afslappaðan hátt. Nicole Richie og Paris Hilton eru ekki alltaf til fyrirmyndar, en það hendir að þær að hitti tískunagl- ann á höfuðið. Reyndar gerist það sjaldnar hjá hótelerfingjanum en hjá Nicole, sem oft er afskaplega smart. Þær virðast eiga heilu bíl- farmana af flottum sólgleraugum og í hvert sinn sem þær yfirgefa heimilið eru ný gleraugu á nefinu. Yfirleitt eru sólgleraugun þeirra í stærra lagi enda þykir það hrika- lega smekklegt. Í sumar munu bæði hvít sól- gleraugu og rauð þykja sérlega töff og hér má sjá Simple Life- skvísurnar, sem sumir elska að hata, lífga upp á tilveruna hvor með sínum lit. Nicole sýndi sig nýlega með þessi sætu rauðu og Paris faldi sig bak við hvítu sól- gleraugun. Rautt og hvítt NICOLE RICHIE Skartar hér fallega rauðum og risastórum sólgleraugum, mjög flott. PARIS HILTON Hún er alls ekki alltaf smart en hún á þó allnokkur sæt sólgleraugu. Hér er hún með ein hvít. BAFTA-VERÐLAUNIN Í partíi eftir Bafta-verð- launin í dásamlega fallegum svörtum kjól. Hæfileikaríkur hönnuður Á TÍSKUPALLINUM Hér er hún eftir að hafa kynnt sumarlínu Chloé árið 2006. PHOEBE PHILO Hér er hún árið 2004 á „Óskarsverðlaunum breska tískuiðnað- arins“ – sem eru bresku tískuverðlaunin. Smart með bumbuna sína. RAUÐ SÓLGLERAUGU Alveg hreint dásam- lega smart. HVÍT SÓLGLERAUGU Halda velli í sumar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.