Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 06.12.1965, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 06.12.1965, Blaðsíða 3
Mánudagur 6. desember 19G5 Manudagsblaðið 3 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð kr. 10.00 í lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 325,00.-Sími ritstjómar: 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. VALUR VANDAR VÖRUNA . SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR. Sendum um allt land. Efnagerðin V A L U R h/f Box 1313 — Símar 40795 og 41366 Reykjavík. Þeir sem þurfa að koma auglýs- iugum eða öðru efni i Mánudags- blaðið — þurfa að koma því tii ritstj, í síðasta lagi á miðviku- dag næstan á undan útkomudegi blaðsins. * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Höf.ríPeter Ustinov. Leikstj.: Benedikt Árnason. Stórskemmtileg sýning við \ Hverfisgötuna Nær uiidaartekningarlaust hefi ég talið bað SÓðs viti, þegar mínir hámermtuðu kollegar í hópi gagnrýnenda hafa 'fundið einhverju verki það til foráttu; að það hvorki búi yfir djúpum hugsunum^ háleitu markmið; né skarpri gagnrýni á þjóðfélagið, pólitískar stefnur eða hegðan einstaklinga. Þessir stórhugs- uðir í hópi íslenzkra gagnrýn- enda eru sjálfir slíkir afreks- menn á sviði hugsjóna og því- líkir fimleikamenn á hinu and- lega sviði, að allt glens og gam- an, öll fyndni, hlýtur að telj- ast frá þeirra háleita sjónarmiði, eyðslusemi og þarflaust hjal, eins og Sturla kallaði manna- skipan Sighvatar föður síns eft- ir Bæjarbardaga. Peter Ustinov, leikarinn al- þekkti, er höfundur Endaspretts, farsakennds gamanleiks, , sem Þjóðleikhúsið, til gleðilegrar til- breytingar, bar gæfu til að velja til sýningar. I Endasprett sjá- um við „leikhús", hið raunveru- lega ,,leikhús“ sem okkar á- gætu íslenzku höfunda svo raunalega skortir. Hér er leik- verk, sem hrópar á góða leik- ara, beinlínis lifir eða deyr með túlkun hinna einstöku hlut- verka. Það er liðuglega samið, hVer persóna, og það er Því undarlegra, sem í aðaltemanu er persónan sú sama á fjórum aldursstigum, sérstæð; skarpt dregin og í raun aígjörlega sjálfstæð. Æfiskeiðin fjögur, 20 —40—60—80 ára, sýna rithöfund og viðbrögð hans til hinna ó- líkustu viðfangsefna, mann, sem raunar er alóskyldur sjálfum sér, ef svo má segja, þótt hann búi innan samá líkamans. Það er ekki lítil list, að geta þannig gengið með áhorfendum og hlustendum, rifiað upp þessa atburði, kynnt þá á fantatiskan hátt, en samt haldið bæði at- hygli og- áhuga þess, sem á hlýð- ir. Og garnl; maðurinn, Sam, boðar hvorkj heimsþeki, hrun- stefnu kommúnismans, né gagn- rýnir hina götóttu sálarflík svo- kalKaðra hugsjónamanna, sem venjulega kafna í eigin leiðind- um og andlegum dauni. Ustin- ov er svo blessunarlega laus við umvöndunarsemi', að það eitt fyrir sig gerir þetta verk hans nokkurs virði. Aðalstarf leikstjórans er nú að velja hæfar persónur í þau hlutverk, sem mesta rækt verð- ur að sýna. Þetta hefur Bene- dikt Árnasyni, leikstjóra, tek- izt stórvel víðast, einkum með tilliti til hins fámenna einhæfa hóps, sem hann verður að viða úr. Þá er ekki svo lítill vandi að fara með nákvæmni yfir verkið sjálft, stytta og draga saman, því Ustinov er oft helzti hjaldrjúgur, lúmskt hrifinn af sjálfum sér og frásagnargleðir er jafn auðsæ og höfundurin” er, stundum lítt gagnrýninn r sjálfan sig. Benedikt hefur lítl farið höndum um textann, og vetkið verður heldur langdreg- ið. Þar má og um kenna, að nú mistekst Benedikt eiginlega í fyrsta skipti, að ég man eft- ir, að hafa nauðsynlegan hraða sem verkið krefst. Leikritið má ekki við slíku, jafnvel sjaldan síður en hér. Það bar alvar- lega á kunnáttuleysi leikenda, og er hér um óafsakanlegt hirðuleysi af þeirra hálfu og leikstjóra að ræða, og frum- sýningárkvíði þar engin afsök- un. Þorsteinn Ö. Stephensen leik ur Sam, áttræðan deyjandi rit- höfund, sem minnist fyrri ald- ursskeiða sinna. Vart mátti fá hetri mann í hlutverkið og leik ur Þorsteins hreint afbragð, ró- legur, yfirvegandi, röddin vel modúleruð, kímnin laus við yf- irborð, en engu að síður af bezta vintage, eins og sagt er um eðalvín. Gervið gefur Þor- steini Hemmingway-yfirbragð, hreyfingar allar vel æfðar og eðlilegar — lamað gamalmenni ýmist í hjólastól eða rúmi. I túlkun Þorsteins gætir þess, sem fátítt er meðal leikara okkar — menntunar — þessar ar nauðsynjar, sem flestir okk- ar yngri manna virðast ekfki hafa nokkra samúð með. Hefi ég vart séð Þorstein gera betur en nú, ef frá er skilinn kennar- inn í Browning-þýðingunni. Rúrik Haraldsson, Reginald Kinsale, lék föður Sams af mik illi og réttrí innlifun. Þetta er með hetri verkum Rúriks á sviði, því nú glímdi liann við Þorstein og har hvergi skarðan skjöld af hólmi. Hlutverk Rúr- iks krafðist mikils, og leikar- inn var þeim kröfum fyllilega vaxinn, það sópaði að honum, reisnin var eðlileg og röddin mynduglegri en við mátti hú- ast. Er vissulega ástæða til að þakka Rúrik, hversu vel hann sigraðist á þessum vanda. Her- dís Þorvaklsdóttir, Stella, en Herdís og Þorsteinn. kvenfólkið í heild fær nokkuð gustmiklar og réttlætanlegar kveðjur frá höfundi, undirleik- ur talsvert og nær eiginlega aldrei föstum tökum á þessu hlutverki. Víða eru vissulega snarpir leiksprettir, en frúin nær einhvemveginn aldrei að ráði til áhorfenda. Róbert Arn- finnsson náði vel sögupersón- unni fertugri, vandvirkur leik- ur í samræmi við hlutverkið. Ævar Kvaran, sá sextugi, náði mörgu allsmellnu úr hlutverki sínu, en einhver taugaóstyrkur var yfir leiknum, röddin ó- venjulega óstyrk og óeðlileg, hávær um of, og oft virtust hreyfingar Ævars ekki í sam- ræmi við kröfur verkefnisins. Er undarlegt að leikstjórinn skyldi ekki sjá þessi missmíði. Gísli Alfreðsson, Sam tvítugur, brá upp skemmtilegri mynd af unglingnum ástfangna, en virt ist nokkuð ungæðislegur mið- að við aðstæður. Sviðsmyndin var með ágæt- um, búningar samkvæmt aldar- farinu hvorttveggja unnið af Gunnari Bjarnasyni. Þýðing Odds Björnssonar var, yfirleitt góð, en erfitt að ná einstaka málblæ persónanna á íslenzku. Hér er um að ræða ágæta sýningu, bæði leikstjórn, leik og umbúðir allar. Svo blessun- arlega hefur tekizt, að leik- stjórinn er mentaður í Eng- landi, skilur því betur aðstæður en ella, hefur tekið þann gull- væga kost, að keyra ekki vesa- lings „Samana“ alla í eina tunnu og fá svo fjórar eftir- hermur á sviðið. Hann hefur ekki fundið hinar „djúpspöku hugleiðingar, sem stórskemma leikræna gerð verksins" eins og einn djúpspakur kollega komst að orði eða a.m.fc. ekki lagt of „djúpa“ áherzlu á þessar hugleiðingar. Frumsýningargestir, sú fróma hjörð glitbúinna karla og kvenna, kunnu að meta verk Ustinovs; sem er út af fyrir sig stórmerkilegt; og klöppuðu oft og vel fyrir atvikum á sviði. Þessvegna er óhætt, að öllu at- huguðú, að ætla að nú geti Þjóðleikhúsið, ef jólaannir ekki tefja; sýnt verkefni, án Þess að bjóða nær öllum stéttum þjóð- arinnar á prívat-sýningar og síð- an skólábörnum. A. B. Lokaatriði. ENDASPRETTUR

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.