Fréttablaðið - 20.05.2006, Page 10

Fréttablaðið - 20.05.2006, Page 10
10 20. maí 2006 LAUGARDAGUR TELPA HVÍLIST Þessi litla telpa beið þæg og róleg eftir að faðir hennar kláraði hádegis- verð sinn í tehúsi í Kabúl í Afganistan fyrr í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KOSNINGAR Fimm flokkar bjóða fram í sveitarfélaginu Skagafirði: Framsóknarflokkur, Frjálslyndi flokkurinn, Samfylking, Sjálf- stæðisflokkur og Vinstrihreyfing- in - grænt framboð. Sömu listar buðu fram í kosningunum fyrir fjórum árum nema hvað S-listinn bauð þá fram í nafni Skagafjarðar- listans en ekki Samfylkingarinnar. Íbúum sveitarfélagsins hefur fækkað nokkuð frá því Sveitar- félagið Skagafjörður varð til við sameiningu ellefu sveitarfélaga árið 1998 en þeim hefur þó ekki fækkað jafnmikið og víða um land. Íbúafjöldinn var 4.194 við samein- inguna en 1. desember í fyrra var íbúafjöldinn 4.110. Þar af búa lang- flestir á Sauðárkróki. Afkoma sveitarfélagsins, A og B hluti, var neikvæð í fyrra og var tæplega 130 milljóna króna halli á rekstrinum. Skuldir sveitarfélags- ins eru umtalsverðar og hefur skuldastaðan sett mark sitt á fram- Gróska í pólitíkinni í Skagafirði: Íbúarnir ánægðir Sveitarfélagið Skagafjörður varð til árið 1998 með sameiningu ellefu sveitarfélaga í Skagafjarðarsýslu. Íbúafjöldinn 1. desem- ber í fyrra var 4.110 en þar af búa flestir á Sauðárkróki. Bæjarstjórn er skipuð níu fulltrúum. ÚRSLIT KOSNINGANNA 2002 Fjöldi íbúa á kjörskrá: 2.982 Fjöldi greiddra atkvæða: 2.529 (84,8%) Fjöldi auðra og ógildra seðla: 69 Listi Framsóknarflokksins (B) 729 atkvæði - 3 fulltrúa. Listi Sjálfstæðisflokksins (D) 865 atkvæði - 3 fulltrúa. Listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs (U) 503 atkvæði - 2 fulltrúa. Skagafjarðarlistinn (S) 225 atkvæði - 1 fulltrúa. Listi Frjálslyndra og óháðra (F) 138 atkvæði – Engan fulltrúa Meirihlutasamstarf er með Sjálfstæðisflokki og Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Bæjarfulltrúar B-listans: Gunnar Bragi Sveinsson Þórdís Friðbjörnsdóttir Einar E. Einarsson Bæjarfulltrúar D-listans: Gísli Gunnarsson Bjarni Maronsson Katrín María Andrésdóttir Bæjarfulltrúar U-listans: Ársæll Guðmundsson Bjarni Jónsson Bæjarfulltrúi S-listans: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir KOSNINGAR 2006 Fjöldi íbúa á kjörskrá: 2.952 Efstu menn B-listans: 1. Gunnar Bragi Sveinsson sveitarstj.fulltrúi 2. Þórdís Friðbjörnsdóttir sveitarstj.fulltrúi 3. Einar E. Einarsson sveitarstjórnarfulltrúi 4. Sigurður Árnason skrifstofumaður 5. Íris Baldvinsdóttir þroskaþjálfi Efstu menn D-listans: 1. Bjarni Egilsson bóndi 2. Páll Dagbjartsson skólastjóri 3. Katrín M. Andrésdóttir sveitarstj.fulltrúi 4. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir 5. Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri Efstu menn F-listans: 1. Pálmi Sighvats forstöðumaður 2. Sigurjón Þórðarson alþingismaður 3. Marian Sorinel Lazar tónlistarkennari 4. Anna Guðbrandsdóttir heilbrigðisstarfsmaður 5. Hanna Þrúður Þórðardóttir framkvæmdastjóri Efstu menn S-listans: 1. Gréta S. Guðmundsd. sveitarstj.fulltrúi 2. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor 3. Guðrún Helgadóttir háskólakennari 4. Viggó Jón Einarsson útgerðarmaður 5. Sólveig Olga Sigurðardóttir skipulagsráðgjafi Efstu menn V-listans: 1. Bjarni Jónsson fiskifræðingur 2. Gísli Árnason framhaldsskólakennari 3. Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir kennari 4. Svanhildur Harpa Kristinsdóttir stuðningsfulltrúi 5. Valgerður Inga Kjartansdóttir bóndi Skagafjörður SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 SKAGAFJÖRÐUR Gréta S. Guðmundsdóttir S-lista: Brýnast að efla atvinnulífið Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verkefnisstjóri leiðir lista Samfylking- arinnar en hún skipaði annað sæti Skagafjarðarlistans í síðustu kosning- um og kom inn í sveitarstjórn fyrir tveimur árum. Hún segir Samfylking- una leggja fram lista skipaðan kraftmikl- um einstaklingum sem leggja áherslu á að koma á samvinnu og samstarfi innan sveitarstjórnar. „Efling atvinnulífsins er tvímælalaust það sem brýnast er að fara í. Samvinna og samstarf sveitarstjórnar við atvinnulífið, stofnanir og stjórnvöld er forsenda þess að vel takist til við að byggja upp öflugra atvinnulíf og þar með auka tekjur sveitarsjóðs.“ Velferð fjölskyldnanna eru einnig ofarlega á blaði hjá Samfylkingunni. „Taka þarf á húsnæðismálum grunn- og leikskóla og gera þarf gangskör í umhverfismálum en þau hafa ekki verið í forgangi undanfarin ár,“ segir Gréta. Gunnar Bragi Sveinsson sveitarstjórnar- fulltrúi er efstur á lista Fram- sóknarflokksins. Hann segir breytinga þörf í sveitarfélaginu; stjórna verði af ábyrgð og hlusta á íbúa og starfsfólk sveitarfélagins. „Taka þarf verulega á í atvinnumálum, fjölga störfum, gera þau fjölbreyttari og koma á samkeppni um vinnuafl. Öflugt atvinnulíf er lykillinn að því að geta farið í framkvæmdir sem ekki mega bíða lengur.” Gunnar segir framsóknarmenn ætla að lækka leikskólagjöld og koma öllu grunnskólastarfi á einn stað. „Við viljum byggja við Árskóla og stækka leikskólann Furukot. Allt kostar þetta mikla peninga en ef við ætlum að snúa frá fólksfækkun þá verðum við að standast samkeppnina um fólkið,” segir Gunnar. Gunnar B. Sveinsson B-lista: Áhersla á atvinnu- og skólamál Pálmi Sighvats forstöðumaður skipar efsta sæti á lista Frjálslynda flokksins. Hann segir baráttumál F-listans fyrst og síðast snúast um atvinnumál og ábyrgð og fram- sýni í fjármálum. „Við leggjum áherslu á að nýta stór og smá tækifæri í ferðaþjónustu. Hagnýta hestinn í þágu byggðarlagsins og þau landgæði og náttúruauðlindir sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða. Handfæraveiðar viljum við gefa frjálsar í Skagafirði en það myndi gera lífið skemmtilegra og bæta hag héraðsins.” Pálmi segir F-listann slá fyrir- vara vegna kosningaloforða hinna listanna. „Þrátt fyrir bágan fjárhag hafa framboðin boðað óheft eyðslufyllerí og yfirtrompa hvert annað með ævin- týralegum hugmyndum um stórauknar framkvæmdir. F-listinn ætlar að afla meira en eytt er,” segir Pálmi. Pálmi Sighvats F-lista: Við ætlum að afla meira en eytt er Bjarni Egilsson bóndi leiðir lista Sjálfstæð- isflokksins en hann var í fimmta sæti D-listans í kosningunum fyrir fjórum árum. Hann segir ábyrga fjármálastjórn höfuðmarkmið sjálfstæðismanna. „Á þessu kjörtíma- bili hafa menn lagt sig fram um að ná betri tökum á fjármálastjórninni. Skuldir hafa lækkað og handbært fé aukist. Við leggjum áherslu á atvinnumálin með það að markmiði að auka fjölbreytni, hækka launastigið og fjölga íbúum.“ Málefni leik- og grunnskóla eru einnig á meðal for- gangsverkefna hjá sjálfstæðismönn- um. „Það felur í sér mikið hagræði að ljúka uppbyggingu Árskóla og byggja við leikskólann Furukot. Viðhald á Hofsósi, og viðbrögð vegna fjölgun- ar íbúa á Hólum, eru líka í forgangi hjá okkur. Við leggjum áherslu á forvarnir og ætlum að finna lausnir á tómstundamálum unglinga og eldri borgara,“ segir Bjarni. Bjarni Egilsson D-lista: Ábyrg fjármál og íbúafjölgun Bjarni Jónsson fiskifræðingur leiðir lista VG en hann skipaði annað sæti listans síðast. Hann segir stjórn og rekstur sveitarfélagsins hafa batnað til muna á kjörtímabilinu. „Framkvæmt hefur verið fyrir um 700 milljónir króna og þjón- usta við íbúana aukin og bætt.” Bjarni segir baráttu fyrir virkjun og álveri hafa tekið of mikið rými í starfi Samfylkingar, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. „Það hefur dregið úr slagkrafti okkar varðandi uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og fjölskyldu- væns samfélags í Skagafirði.” Vinstri græn leggja áherslu á að styrkja byggð um allt héraðið. „Við viljum halda áfram að byggja Skaga- fjörð upp sem öfluga miðstöð mennta, rannsókna og nýsköpunar. Kynna þarf héraðið með markvissum hætti og laða að fleiri fyrirtæki og íbúa. Við höfum hreinar línur og það er hægt að treysta því sem við segjum,” segir Bjarni. Bjarni Jónsson V-lista: Of mikil áhersla á álver og virkjunWASHINGTON, AP Allt bendir enn til þess að Michael Hayden taki við yfirmennsku bandarísku leyni- þjónustunnar CIA þegar Port- er Goss lætur af embætti 26. maí næstkomandi. Hayden sat fyrir svörum í gær hjá öld- ungadeild Bandaríkja- þings, sem þarf að staðfesta til- nefningu hans í embættið. Þing- mennirnir spurðu hann ítrekað út í umdeildar hleranir sem hann hafði haft umsjón með þegar hann var yfirmaður bandaríska Þjóðar- öryggisráðsins. Hayden reyndi þó að beina athyglinni meira að framtíðar- verkefnum CIA og sagði óþarfi að velta sér sífellt upp úr fortíðar- mistökum. - gb Verðandi forstjóri CIA: Segir hleranir vera löglegar MICHAEL HAYDEN Vesturlandsvegur V ag nh ö f› i Vesturlandsvegur Húsgagna- höllin Tangarhöf›i Bíldshöf›i H ö f› ab ak ki kvæmdir á vegum sveitarfélagsins á undanförnum árum. Engu að síður eru íbúarnir ánægðir með sitt heimahérað og í nýlegri könnun IMG Gallup, sem unnin var fyrir sveitarfélagið, kom í ljós að níu af hverjum tíu Skagfirðingum voru ánægðir með að búa í Skagafirði. Fasteignaverð hefur farið nokk- uð hækkandi að undanförnu, sér- staklega á Sauðárkróki, og sveitar- félagið seldi félagslegar eignir fyrir um 250 milljónir króna á yfir- standandi kjörtímabili. - kk Landamæragirðing gagnrýnd Utanríkisráðherrar landa Mið-Ameríku gagnrýndu á fundi þeirra á fimmtudag harðlega ákvörðun Bandaríkjaþings um að reisa 600 kílómetra langa girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkj- anna til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda til Bandaríkj- anna. Ráðherrar Mexíkó, Gvatemala, Hondúras, Níkaragva og Kostaríka sögðu girðingu ekki leysa vandann. MIÐ-AMERÍKA NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.