Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.06.1969, Side 1

Mánudagsblaðið - 09.06.1969, Side 1
Ip v I t Rikisstjórnin hefur lengi kennt sig við einstaklingsframtakið og telur sig málsvara hins frjálsa framtaks. Vissulega má segja, að að vissu marki er hér rétt með farið, en hinsvegar hefur ríkið gert svo válegar skyssur í þessum málum að vart finnast dæmi til slíks. Eitt af verstu dæmunum er hinn hálf- opinberi rekstur Álafossverksmiðjunnar og útsölustaða henn- ar. Rökfærsla ríkisins er sú, að fyrirtækið hafi verið svo skuld- um vafið, að sú ein leið var fær til þess að ná inn skuldum við bankana, væri sú, að yfirtaka fyrirtækið, skipa mann frá sér til _að veita því forstöðu og á þann hátt ná inn fé sínu. Hættulegt fordæmi Hér er um liættulegra fordæmi að ræða, en menn gera sér almennt ljóst. Álafoss var og er einkafyr- irtæki, sem komst í skuldir og vandræði. Eftir öllum reglum í við- skiptalífinu bar því annaðhvort að fá aukin lán eða „fara yfrum", eins og kallað er. Þegar ekki fengust lánin var það ráð tekið að yfir- taka reksturinn. Þessi ráðstöfun var eins óréttmæt og ranglát og hún skapaði hættulegt fordæmi. Fjöldi einkafyrirtækja í sömu framleiðslu og Álafoss voru fyrir. Dugnaðar- menn höfðu hafið þau upp, stjórn- að þeim af fyrirhyggju og dugn- aði, lagt í mikinn kostnað og reynt að vera sjálfstasðir og greitt mikil opinber gjöld. Gnótt fjár Áður en varði voru þau búin að fá ríkið sjálft að keppinauti, ríkið með nóg fjármagn að baki og tak- markalausa möguleika til útþennslu og auglýsinga. Var þanuig nálega kippt undan kaupsýslumönnum öll- um rekstrargrundvelli og þeim lát- in lönd og leið að bjarga sér. Þetta er óheyrilegt bragð og bein árás af hins opinbera hálfu á sjálfa stefnu hins opinbera. Hvaða mögu- leika hafa teppa og álnavörusalar á að keppa við ríkisrekið fyrirtæki. Auglýsingar í sjónvarpi og blöðum frá ÁJafossi eru margfaldar á við hin fyrirtækin til samans, tak- markalaust rekstursfé veldur því, að nú er Álafoss á uppleið, önnur sjálfseignafyrirtæki klóra í bakk- ann eða standa í stað, ef svo er. Hér er farið inn á þá vafasömu braut, að hið opinbera reynir að ná inn útistandandi fé frá einstakl- ingsfyrirtæki með því að yfirtaka það og koma sér í samkeppnisað- stöðu við einstaklinginn, sem hef- ur brotizt áfram af útsjónarsemi og hæfileikum, dugnaði og for- sjálni. Hvar á að stoppa og hver verður næsti „dýrlingur" hins opin- bera? Með þessi fordæmi getur rík- ið með Ieik tekið eitthvert arðvæn- legt fyrirtæki, sem sökum lélegs reksturs er komið í skuldafen, spýtt i' það eigin fé, keppt við einstakl- inga og komið á vonarvöl. Ein- staklingar í heild gjalda þess, að einn í þeirra hópi er klaufi, mann- leysa eða óheppinn, en sleppur við að lúta lögmálum viðskipta og bera sjálfur ábyrgð óheppni sinnar eða getuleysis. Áili fyrir eignum Hér er um að ræða beina árás á kaupsýslumannastéttina, burðarás Framhald á 4. síðu. Úr skemmtanalífinu er ýmislegt að frétta. Sjá 2. síðu. Myndin er ;af Ragnari Bjarnasyni og Sirrý Geirs. Rannsókn á rekstri m jólkureinokunar? Bygginga- og leigumál — Hyrnuhneykslið — Óíær þjónusta — Mótmæli húsmæðrasamtaka og einstkl. Er ekki tími til kominn, að allur rekstur mjólkureinokunar- innar verði rannsakaður og forráðamenn þar krafnir skýringa á þeim „undarlegheitum11 sem daglega virðast verða á öllu framferði þar. Mjólkureínokunin hefur sí ofan í æ gengið í ber- högg við óskir almennings, neitað með öllu að endurbæta fyr- irgreiðslu, aftekið að breyta rekstrarkerfi sínu, haldið fast við hinar óvinsælu hyrnur sínar, leigt út óþarft og geysidýrt hús- næði undir óþarfa útsölustaði og í einu og öllu sýnt og sanri- að, að það er óháð allri gagnrýni og hafið langt yfir almennt velsæmi í rekstri. Mótmæli Húsmæðrasamtökin, félagasam- tök önnnr, blöð, einstaklingar í út- Lauslæti suðurnesjakvenna að blaðamáli varpi og sjónvarpi hafa öll gagn- rýnt það kerfi, setn nú er notað við dreyfingu og innpökkun afurða mjólkursamsölunnar. Jafrtvel hin tannlausu Neytendasamtök hafa þar lagt orð í belg en árangur eng- inn. Forstjórinn hefur einstaka sinnum reynt að klóra í bakkann og afsaka þetta fyrirtæki sitt, en enginn maður hefur sannfærzt um réttmæti þeirra aðgerða, sem þar eru í frammi hafðar. Hyrnurnar Hyrnumálið er einna óvinsælast þeirra aðgerða, sem einokunin hef- ur haldið hvað fastast við. Hyrn- urnar eru ein af þeim fáu „ný- ungúm" utan aukinna skatta, sem þegar í upphafi urðu óvinsælar. Þær eru óhentugar, gjarna lekar og öldungis úreltar. Raddir hafa verið á lofti, að þær gefi umboðsmanni sínum drjúgan skilding, en því hef- ur verið neitað, en engin plögg varðandi þá neitun liggja fyrir. Mjólkursamsalan hefur að mestu neitað að hagnýta sér nýjar og „Trúin, vonin og kærleikurinn“ skrifa umvöndunar- og hót- unarbréf — VarnarmálaráSuneytið komið í málið — Sú vartíðin, að Suðurnesjamenn þóttu manna ólíklegastir til að bera ástaraunir sínar á torg. Enn síður að hvetja hið opin- bera til að hlutast svo til um, að ungir piltar í einkennisbúning- um tækju frá sér konur sínar eða dætur. Tíminn og Þjóðviljinn hafa nú rekið upp skaðræðisóp út af spillingu í svonefndum Rockvilleklúbb, gleðistað á nesjum syðra, hvar þreyttir varnar- liðsmenn og enn þreyttari „betri borgarar og frúr þeirra" (Þjóðv.) leitast við að liðka limi sína og létta skap sitt. Eigin- konur fara á ástafundi við sjóliða, eða leita félagsskapar bar- þjóna þar syðra meðan alsælir eiginmenn kútfylla sig af ódýr- um veigum .,,Leynimálafréttaritari“ Tímans Ijóstrar því upp, að hjónabönd séu í uppnámi, framhjáhöld tíð og allskyns óáran ríki í sölum hinna gömlu sjósóknara syðra. Og svo kom bréfið. nú út af fyrir sig ekki svo vitlaust, að Varnarmálaráðuneydð fái veg- legu embætti að sinna í Roik- ville, en þetta kvabb ofangreindra aðila til blaðanna virðist ekki gera annað gagn en það, að kasta rýrð á ágætt fólk með því að benda á nokkrar hvimleiðar undantekningar sem sækjast efdr samneyti við varnarliðsmenn og aðra útlenda menn í RockviIIe. Gömul lumma En þetta gæti orðið ærið víð- tækt verkefni, ef þess verður kraf- izt almennt, að Varnarmálanefnd, hafi sérstök afskipti af velsæmi og siðum Suðurnesjamanna. Keflawk- Kastar rýrð Trúin, sr. Björn, vonin, Sesselja og kærleikurinn, Hilmar, rituðu opinbert bréf til Varnarmálaráðu- neydsins og báðu um vernd. Jafn- framt var í það látið skína, að ef ráðuneytið ekki makkaði rétt, myndu frekari uppljóstranir um drykkju- og ástalíf ýmissa aðila syðra verða opinberaðar og myndi þá koma í ljós, að margt væri óhreint í mélpokum syðra. Það er 20kr. Útsöluverð blaðsins er kr. 20,00 urvöllur hefur um áraskeið verið einskonar griðastaður fyrir fráskild- ar konur, léttlyndar og ástleitnar ungar stúlkur, sem þar hljóta alls- kyns g;eði og blíðu og ekki þótt sérstakt tiltökumál, þótt þeim eitt- skrikaði á svelli heitrar ástar. Við treystum fyllilega Suðurnesjamönn- um flestum til að lialda konum og dætrum frá spillingu, en séu til einstakar konur, sem virkilega vilja njóta samvistar við jæssa útlendu menn, þá er það á einskis manns færi að koma í veg fyrir slík skipti, bönn eða ekki bönn. I Hótanir í þessum málum er konan slótt- ugri en skrattinn sjálfur og kann þau brögð, sem flestum karlmönn- um verða yfirsterkari. Vissulega ber að koma í veg fyrir dvöl íslenzkra kvenna í Rockville, en offors og hótanir þremenninganna, er ekki Iieppileg leið til úrbóta, og sumir syðra munu kunna þessum siða- postulum enga þökk fyrir máls- meðferðina. Og ærin verkefni eru fyrir hendi hér í landi í sambandi við siðsemina, þótt sjálft Varnar- málaráðuneytið sé ekki látið hafa einskonar yfirumsjón með léttlynd- iskonum og drykkfelldum „betri borgimmT á knæpum varnarliðs- uaanaa. Leikfélagi Mánudagsblaðsins hentugri umbúðir, sem eitt fyrif- tæki hér í Reykjavík hefur þrá- faldlega boðið [->eim, og fundir með blaðamönnum og sýningar á Framhald á 7. síðu. Til lesenda í dag hefst 21. árg. okkar, mun seina en að venju. Blað- ið er 8 síður í sex dálka broti, en ráðgert var í upphafi, að það yrði 8 siður í 5 dálka broti. Sá pappír kemur ekki fyrr en um næstu mánaðamót og kem ur þá blaðið út í nýju forroi. Þar til mun blaðið verða ýmist sex eða átta síður. Eins og sjá má er óvenjufega mtkið am auglýsingar, en sú er afsöktm, að margar, ef ei flestar þyldu enga bið birtingar, efla yrðu bær okkur ónýtar, og verandl Fátækt blað, tókum við þann kostinn, að sleppa efni að bessu sinni vegna þeirra, en ekki þess, að ekki væri úr nógu efni að velja. . Strax í næsta blaði munu hefjast nýir dálkar, sem við vitum að lesendur hafa mikinn áhuga á, og geta lesendur þá dæmt um þær jákvæðu breyt- ingar, sem lengi bafa verið fyrirhugaðar. Það er oss þyngra en tárum taki, að hækka verð blaðsins upp í kr. 20,00, en á því er öll nauðsyn, því t.d. blaðið í dag í þessu broti er álíka stórt og 10 síðna blað í t.d. Mbl.-broti en sex síðna blaðið er átíka stórt og 8 síðna blað í Mbl.- broti. Blaðið hefur átt miklum vinsældum að fagna þau 20 ár, sem það hefur komið ut, þótt nokkur vanhöld hafi verið á útgáfunni á s.l. ári, En nú hefur verið úr því bætt og fögnum vér því, eins og vér vitum að lesendur muni gera. Og svo; Af stað. Ritstjóri. Ihlutun og samkeppni hins opinbera er vatn á myllu komma — Ómaklega vegið að verzlunarmannastéttinnL — jr Alafoss-reksturinn eitt hættulegasta fordæmi í íslenzkri kaupsýslu LANOSBÓKASAFN ÍSLANDS Blaé fyrir alla 21. árgangur Mánudagur9. júni 1969 1. tölublað

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.