Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 1
...•¦ . IK&tiii BlajÓJyrir alla Leikfélagi Mánudagsblaðsins 21. árgangur Mánudagur 17. júni 1969 2. tölublað $ 300 miljónir í aðstoð Hagfrœ&ingar hafa orð/3 - SkapaBi reksturs- grundvöll - StjórnaS af úflendingum - Klikulán bönnuS - SJálfstœSi og fjármál ,.Það sem þjóðin auðsynlega þarf eru ekki aðeins um 300 — þrjú hundruð — milljón dollara lán til langs tt'ma, og svo að þvilíkri fjárhæð og notkun hennar yrði stjórnað af erlendum þekktum og menntuðum hagfræðingum og fjármálamönnum". Tveir hagfræðingar, íslenzkir, sem vegna atvinnu sinnar skilj- anlega, vildu ekki láta nafns síns getið, létu þessi orð falla í samtali við blaðið fyrir nokkrum dögum. Aðeins slik upphæð gæti komið öflugum grundvelli á rikisreksturinn, framleiðslu- tækni þjóðarinnar, búskap og útgerð, og myndu auk þess skapa vinnuöryggi og starfsfrið um langan tíma. Vonlausar úrbætur „Smáskammtalækningin, sem lengi hefur verið aðalaðferð okkar til að kippa okkur úr vandræðum um stundarsakir, er ekki lengur lækning né gálgafrestur og inn- lendu lánsútboðin, vasapeningar ríkisins, verða að engu sökum smæðar sinnar. Kröfur klíkna, smá hópa, og einstaklinga nm lán, skyndihjálp eða fleytingarstyrki, eru og algjörlega vonlaus í því ör- yggisleysi, sem ríkir á fjármála- sviðinu frá degi til dags. Sjálf krón an er ótryggur gjaldmiðill, enda ekki að baki hennar annað en draumórar um eigið mat á þessum verðmætum. Fjötur um fót Skipulagsleysið og styrkjakerfið, hafa afsannað gildi sitt með öllu. Eilíf mistök, undanhald og óraun- hæfi gagnvart eðlilegum reglum viðskipta, innanlands og utan, eru okkur fjötur um fót, sýnt er, að þótt í okkar hópi séu mentaðir hag íræðingar, þá eru útreikningar þeirra og tillögur — sumar hverj- ar mjög heilbrigðar á pappírnum — algjörlega hundsaðar þegar stjórnmálamenn þurfa að semja um grið við hinar ýmsu stéttir, og þess vegna þverbrotnar. Endirinn er sá, að hagfræðingum, en ekki ríkis- valdinu, er um kennt. Kerfið allt mótast af óheilbrigði og skyndi- gróðaáætlunum, uppgripa síldveið- um eða fánýtum óskadraumum um útflutning iðnaðarvarnings." Hótanir Stór orð að tarna, en þvi miður, sönn. Hagfræðingar eru hvorki fasddir óvitar eða óforbetranleg ill- menni, þótt það sé vinsæl skoðun. Þeir eru margir vel lærðir, sjá mein in, gera tillögur, sem aldrei, eða aðeins að litlu leyti ná fram- kvæmdastiginu. Sérgróðaflokkar og klíkur ná hvarvetna undirtökum og samsteypur einstaklinga hafa í hótunum, ef kröfum þeirra um snýkjur og styrki er ekki sinnt. Algjör endurskoðun En lítilli spurningu er ósvarað. Hvaðan á að lána þeta fé, hver treystist til þess? Myndu alþjóða- bankinn eða Bandaríkin, Rússar eða önnur stórveldi vilja lána slíkar upphæðir okkur tU handa. Varla, eins og málum er skipað nú. í heild höfum við sýnt hina mestu óreiðu og fyrirhyggjuleysi, og smæð okkar hefur neytt þá, sem fjármál- um stjórna, til að taka tillit til hópa og félaga, stétta eða annarra hags- munahópa, án þess að, að baki, sé heilbrigð og fjárvænleg arðsvon. í lífi einstaklingsins gildir sú regla, að ef fjárhagurinn er í ólestri eða óleysanlegur, er sjálfstæði einstak- lingsins að mestu, ef ekki alveg, horfið. Nákvæmlega sama máli gildir um sjálfstæði þjóðar, eins og mýmörg dæmi sanna. íslending- um er lífsnauðsyn, eftir 25 ára al- gjört sjálfstæði, að endurskoða allt sit ráð frá grunni og grípa til ráð- stafana, sem ekki eru augnabliks- grið eða skammur frestur. Hverjir vilja hjálpa? Og þá er spurningin: hver vill hjálpa? Telja verður affærasælast, að leita til vina okkar í vestur- heimi eða alþjóðabankans. Við höf- um dálitla sérstöðu gagnvart Banda ríkjunum. Þau hafa reynst okkur haukur í horni, en við ekki metið að verðleikum. NATO-aðstaða okk- H E RRA D E I L D ar, þó ekki f járhagslegs eðlis, bein- línis, hjálpar einnig. En, ef til kæmi, mætti fyrst um sinn ekki einn einasti íslendingur hafa yfir- ráði yfir slíkum sjóði. Útlent eftirlit Hlutlausir, erlendir, harðsnúnir sérfræðingar, sem þekktu stað- reyndir, skildu þarfirnar og lán- uðu þar sem öll von væri til gróða, yrðu þar allsráðandi. íslend ingum þeim, sem í fjármálum vilja vasast, yrði þar kennt að virða og meta, hafna og neita með öllu fá- nýtu kvabbi um vonlausa styrki. Hver eyrir í sérhverrja framkvæmd yrði metin. Og þar koma þessir tveir aðilar til greina. Þjóðin, í heiM, er dugleg, og veitist henni þetta tækifæri undir leiðsögn sér- Iærðra, hlutlausra fagmanna, myndi hún skjótt vinna sig í álit og virð- ingu aftur. Svo ferlega hefur til tekizt, að gróðaárin miklu, nýaf- staðin, skila okkur, eftir tvö mikil vandaár, næstum í gjaldþroti, sí- lækkandi gengi og síversnandi inn- anlandsviðskiptum. Þessi staðreynd neitar enginn nema gervi-föður- landsvinir, sem stjórnast af öðr- um hvötum. Orðaflaumur Hver þjóð, austantjalds eða vest- an, hugsar í mæli viðskipta en ekki slagorða né innantóms gjálfurs um stolt, þjóðerni, víkingaeðli og álíka eyjamennskusiði. Við hlustum nú á þriðjudaginn á gjálfur um sigrana miklu, allt frá þeim Fjöln- ismönnum upp í endurheimt sjálf- stæðis 1944. Flest orðaskiptin og fagurgalann þekkjum við. Það er aðeins um breyttar útgáfur megin- kjarna fyrra þjóðhátíðarskvaldurs að ræða. Enga hundaskammta Island getur enti risið upp úr hyldýpi fjármálavandræðanna, ef nokkur þorir að segja okkur sann- leikann. Við getum fengið aðstoð og við verðum að fá aðstoð. Kunn- ur kaupsýslumaður hefur lítillega í útvarpi, fyrir nokkrum mánuð- um, tæpt á þessum málum. Hann hafði hvorki flokk né kjósendur, eigin atvinnu né ótaldar klíkur að óttast. Málið er einfaldlega það, að við höfum enn, utan stóriðju, ein- staka en ónýtta möguleika. En við þurfurn líka að fá sterka sprautu en ekki smápillur eða fjármálalega hundaskammta. Við verðum að bola bnrtu smámennskunni, finna hornsteinana, og byggja á þeim, ekki á svikulum sandinum. Sannleikann á borðið Menn hefðu gott af að hugleiða þesi orð, áður eða eftir að þeir dansa á torgum og hlusta á orða- skvaldur. Þjóðarstolt og hrifning yfir eigin byggðu bóli er sjálfsögð. En hún nægir okkur ekki. Við verðum fyrst að sýna að við eigum annað til en tómt hjal um bók- menntir, sem forfeður okkar settu saman. Hannes Hafstein skopaðist að þessu sífellda dekri og aðdáun okkar á söguriturum Smrlungaald-. arinnar. Ekki að hann dáði þá ekki, en hann vildi, að sín samtíð og hver kynslóð bætti við afrek hinna eldri, en byggði sér ekki kofa í skjóli þeirra. Sá stjórnmálamaður, sem í dag hefur kjark til að segja sannleikann og láta skeika að sköp- uðu um fylgi sitt yrði meiri og var- anlegri föðurlandsvinur en skrum- arar þeir, sem of oft hafa komizt til mannvirðinga. Er það satt, að persónulegar ástæður séu fyrir því, að nöfn þeirra, sem gerðu sprengjutil- ræðið hafa en ekki verið birt — þótt um stórhættulega menn kunni að vera að ræða? Rán og gripdeildir fara vaxandi Refsilöggjöfin úrelt — Léieg starfsskilyrði dómara Lögreglan í Reykjavík upplýsir nú æ ofan í æ aukin rán og gripdeildir. Auk venjulegra innbrotsþjófnaða er verðmætum stolið af vinnustöðum, hundruðum þúsunda stolið í dýrum máltnum og óáran í þessum málum fer vaxandi. Svo langt er gengið, að þjófar telja það afsökun, að illa árar hjá sumttrn vegna atvinnuskorts. Almenningur fær minnst að vita af þessum málum. Lögregluyfir- völdin eru fámál um Iýsingar á tildrögum rána, og almenningur orðinn sljór fyrir þessum daglegu fréttum. Hér er alvörumál á ferð. Þjófar virðast þess fullvissir að refsingar eru vægar, illræðismenn óttast lítt eða ekki glæþi sína gagn vart saklausum meðborgurum., Biaha, dr. Bjarni og Þóroddur - Nú er það helzt tíðinda í 'slenzkum utanrikismálum, eða rétar sagt, úr stjórnarherbúðunum, hvor verður fyrri til að viðurkenna Biafra dr. Bjarni Benediktsson, eða hr. Þóroddur Guðmundsson, skreiðarsjeff. Við fáum illa skilið, og mun fávizka ráða, hvers- vegna Þóroddur, ágætur maður að vísu, er kallaður til viðræðna um mál eins og þessi, jafnvel þótt hann hafi selt Nigeríumönnum skreið. Við megum vita, að hversu, sem málum Nigeríu og Biafra; lýkur, þá munu Nigeríumenn seint gleyma afstöðu okkar meðan á á- tökunum stóð, ef af viðurkenningu verður. En hvað um Þórodd okkar? Við böfum ekki orðið varir við, að saltfiskútflytjendur okkar séu kallaðir á vettvang ytra, þótt vandkvæði komi upp hjá viðkom- andi þjóðum. Máske talar Þóroddur „bíöfrösku" — (ef slíkt mál er til) en það skiptir litlu, því Biaframaðurinn talar prýðis-ensku. Satt bezt sagt, þetta mál vakti al- mennan hlátur nema hjá Morgunblaðinu, sem birti skoðunarkönnun við einhverja þá mestu vitmenn og alþjóðaspekinga, sem hér er að finna, og fékk svör einmitt við sitt hæfi. Hér á löggjafinn mestu sökina. Refsilöggjöfin er ein aumasta sem til þekkist, úrelt og ófullkomin, en dómurum ber skylda að leggja á refsingu eftir gömlum, óhæfum bókstöfum. Hér er þörf skjótrar og mikillar breytingar. Dómsmála- ráðherra verður að krefjast þess, að ný refsilög verði samin eða flest at- riði rækilega endurskoðuð. Rán- og gripdeildafaraldrinum verður aldrei bægt frá, nema refsi- löggjöfin sé Iagfærð og dómendum fengin betri skilyrði til starfa en nú. Málin eru ekki aðeins dregin á langinn heldur er sjálf refsingin tekin út eftir dúk og disk. Hér þarf ekki'að 'hafa stór orð um. Máltð er_of alvarlegt til stóryrða eða full- yrðinga, en því nauðsynlegra að bæta úr, sem glæpirnir fara meira í vöxt. St. H. Hver skaut Eisenhower? Bandaríska vikublaðið. Time, birti nýlega í bréfadálki sínum, smábréf, sem glöggt sýnir hvers- sumu æskufólki vegna hiniia tíðu konar sálarástand ríkir þar hjá og ótímabæru morða á framá- mönnum þar. Þegar Eisenhower, fyrrverandi forseti lézt, kom heimilisfaðirinn með fréttirnar og sagði konu sinni, sem ekki hafði heyrt tilkynning- una. Sex ára barn þeirra hjóna, heyrði föður sinn segja, að Eisen- hower væri látinn og þeim til nokkurrr: undrunar spurði aðeins: MH*er ska*w harm, pabbi".

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.