Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 17.06.1969, Blaðsíða 2
í 2 Mánudagsblaðið Mánudagur t6. júní 1969 Frönskuforsetakosningarnar i. Hinn mikli franski þjóðarleið- togi Charles de Gaulle sagði af sér embætti forseta Frakklands, þegar kunn urðu úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar 27. apríl 1969 um skipan héraðsstjórna og öldunga- deildarinnar. í Frakklandi greiddu þjóðartillögu ríkisstjórnarinnar at- kvæði 10.669.015 kjósendur, en gegn henni 11.966.550 kjósendur. Talningu atkvæða utan Frakklands var ekki lokið undir miðnætti á kjördag, en séð varð, að hún mundi ekki breyta niðurstöðum þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. í tillögunum tveimur, sem franska ríkisstjórnin lagði undir atkvæði, fólst grundvallarbreyting á skipan héraðsstjórna og öldunga- deildarinnar. Frumvarp ríkisstjórn- arinnar til laga um breytingarnar taldi 68 greinar. í frumvarpinu var lagt til, að héraðstjórnum yrði fækkað úr 98 í 21. Og nýju um- dæmin áttu að svara nokkurn veg- inn til hinna fornu héraða Frakk- lands. Nýju héraðsstjórnirnar áttu jafnframt að hljóta miklu meira sjáifforræði en gömlu héraðsstjórn- irnar höfðu haft. Afmr á móti var í frumvarpinu lagt til, að vaid Old- ungadeildarinnar yrði skert svo, að hún yrði nánast ráðgjafarsamkunda, að nokkru kjörin og að nokkru skipuð. Nokkru fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna tilkynnti de Gaulle, að hann mundi segja af sér forseta- embætti, ef meirihluti kjósenda greiddi þjóðartiilögunni ekki at- kvæði. í sjónvarpsræðu að kvöldi 25. apríl komst de Gaulle svó að orði „Svar ykkar mun skera úr um örlög Frakkiands; ef við mér snýr baki meirihluti á meðal ykkar í þessu meginmáli, þrátt fyrir móð og holiusm þess herskara, sem mig styður og sem, hvað sem öðm líð- ur, hefur framtíð landsins í hendi sér, yrði mér sjáanlega ógerningur að leysa af höndum störf mín sem höfuð ríkisins og ég mundi þegar í stað hætta að sinna störfum mín- um .... Ef mér berst staðfesting trausts ykkar mun ég áfram fara með umboð mitt. Ég mundi með fulitingi ykkar leggja síðustu hönd á myndun héraðanna og endurnýj- un öldungadeildarinnar, á þau verkefni, sem ég tókst á hendur fyrir tíu árum, að sjá.landi okkar fyrir lýðræðislegum stofnunum við hæfi þeirrar þjóðar, sem við erum, í þeim heimi, sem við búum við, og á því tímabili, sem við lifum á, eftir ringulreið, vandkvæði og áföll, sem um hefur legið leið okkar um daga síðustu kynslóðar." Máli stnu lauk de Gaulie á þessum orðutn: „. . . . loks að loknu reglulegu kjör- tímabili rnínu án ringulreiðar og án umturnana, er ég fletti síðustu síðu kapítuians, sem ég hóf í sögu okkar fyrir nær þrjátíu árum, fæli ég almenn trúnaðarstörf mín í hendur þeim manni, sem þið hefð- uð kjörið til að taka við af mér." Aðfaranótt 28. apríl, aðeins 11 mínútum eftir miðnætti, tilkynnti franska útvarpið, að Charles de Gaulie forseti hefði beðizt lausnar. í ræðu, sem franski forsætisráð- herrann, Couve de MurviJle, fltitti þá, sagði hann, að Frakklands biði „vandasamt, og ef til vill óróasamt skeið". Til bráðabirgða tók við embætti forseta Frakklands, Alain Poher, forseti öldungadeildarinnar, eins og franska stjórnarskráin mæl- ir fyrir. II. Tveimur dögum eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna voru tveir fram- bjóðendur í frönslcu forsetakosn- ingunum komnir fram á sjónarsvið- ið, Georges Pompidou, fyrrum for- sætisráðherra, og Gaston Defferre, borgarstjóri í Marseilles. Pompidou boðaði framboð sitt daginn eftir þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Og 29. maí lýsti flokkur Gaullista stuðningi sínum við hann. Tveir ráðherrar Gaullista, þeir Rene Capitant og Louis Vallon, tóku þó fram, að þeir mundu ekki styðja framboð hans. Stuðning Óháða lýðveldisflokksins, sem stutt hefur ríkisstjórn Gaullista, hlaut Pompidou degi síðar, en þó skil- orðsbundinn, eins og brátt verður vikið að. í þann mund, sem Pompidou til- kynnti framboð sitt þriðjudaginn 29. apríi, var Giscard d'Estaing, formaður Óliáða lýðveldisflokksins, að halda blaðamannafund. Eins og á stóð, hlaut athygli að vekja sér- hvert orð af vörum þessa manns, sem sagður er hafa talið 500.000 kjósenda á að snúa baki við de Þótt Giscard d’Estaing væri myrkur í máli, virtist sem hann hygðist styðja framboð Antoine Pinay í forsetakosningunum. Það vakti nokkra undrun blaðamannanna, því að Pinay er 78 ára gamall. Síðar um daginn iýsti Pinay þó yfir, að hann hefði ekki hug á framboði. Að morgni næsta dags, 30. apríl, hélt Giscard d’Estaing enn fund með blaðamönnum, að þessu sinni þi ngf réttari tu ru m. Aðspu rður, hvort hann mundi bjóða sig fram, svaraði hann: „Menn þarfnast frests til umhugsunar, áður en þeir taka ákvörðun um svo mikilvægt mál." Nú ieið og beið fram yfir há- degi. Síðdegis, kl. 2,30 Iét ritari Gis- card d’Estaing þau boð út ganga til blaðamanna, að tíðinda væti von úr herbúðum þeirra. Að lokn- um biaðamanafundinum um morg- uninn hafði hann brugðið sér á skrifstofu Pompidou. Þeir Pompi- dou ræddust við í 40 mínútur. Þeir urðu brátt ásáttir um nokkur atriði. Stuttu síðar hélt Pompidou í þing- húsið og ávarpaði þingflokk Ó- háða lýðveidisflokksins. í ávarpi sínu setti hann fram stefnu stna í sex liðum. Þegar hann lauk máli sínu, lýstu þingmenn yfir einróma stuðningi við framboð hans. Stefnuiniðin sex, sem Pompidou setti fram, lutu að varðveizlu stjórn arskrár fimmta iýðveldisins, ó- breyttu gengi franska írankans, auknu frjálsræði í fréttaflutningi sjónvarps og útvarps og ýmsum ut- anríkismálum, meðal annarra því, að upp verði áð nýju teknar við- ræður við Bretland um inngöngu þess t Efnahagsbandalag Kvrópu. Að auki hefur kvisazt, að Pompi- dou hafi heitið að gera Giscard d’Estaing að utanríkisráðhcrra, ef hann yrði kjörinn forseti. III. Vinstri mönnum kom á óvart sú yfirlýsing Gaston Defferre, að hann hygðist bjóða sig fram í for- setakosningunum. Ymsir stjórnar- andstæðingar höfðu tekið að "þreifa fyrir sér 29. apríl um myndun kosningabandalags. Nefnd máls- metandi manna úr miðflokkunum gckk þann dag á fund Francois Mittcrand. En hann var frambjóð- andi stjórnarandstæðinga gegn Charles de Gaulle hershöfðingja í síðari umferð forsetakosninganna 1965. Og hlaut hann þá 45 hundr- aðshluta greiddra atkvæða. Wal- deck Rochet, aðalritari franska kommúnistaflokksins, ritaði dag þcnnan bréf til Guy Mollet, for- manns flokks franskra sósíaldemó- krata. Rocliet fór þess á leit við MoIJet, að flokkar j>eirra semdu um samciginlegan frámbjóðanda. Áður en frönskum sósíaldemókröt- um ynnist ráðrúm til að íhuga til- boð kommúnista, gekk Defferre fram fyrir skjöldu. International Herald Tribune skýrði svo frá 30. apríl: „Framboð Defferre var Mitterand áfall, en hann beið þess að verða tilkvaddur öðru sinni. Þess er vænzt, að Mollet ieggi sig fram um að grafa undan Defferrc. En málið er flókið, þvíað MoJlet hafði bersýnilega hug á að hafa forgöngu um myndun kosn- ingabandalags vinstri og miðhóp- anna. Hann hafði verið að leita hófanna við Alain Poher, forseta til bráðabirgða, sem virðist standa næst því að verða frambjóðandi miðflokkanna. Af Defferre, sem er fulltrúi hægri arms flokks franskra sósíaldemókrata, stafar Poher einn- ig hætta". Franski sósíaldemókrataflokkur- inn var um þetta leyti að undirbúa stofnþing nýs vinstri flokks. Til stóð, að inn í hinn nýja flokk rynnu auk flokks sósíaldemókrata, Þing lýðveldisstofnana og aðrir mið George Peabody Gooch var fæddur í London 1873 og var fað- ir hans kaupsýslumaður. Mennta- skólanám stundaði G. P. Gooch við Eton-skóJann 1885—1888 og King’s College í London 1888— 1891- Nám í sagnfræði við Há- skólann í Cambridge, Trinity CoIIege, hóf hann 1891 og burfar- arprófi, B.A.-prófi, lauk hann með miklum ágætum þremur árum síð- ar. Hann sat jx> um kyrrt í Cam- bridge við sagnfræðirannsóknir. Fyrsta bók G. P. Gooch, English Democratic Ideas in the 17 Cent- ury, Enskar lýðræðishugsjónir á 17. öld, kom út 1898. Bókinní veitti at- hygli Acton lávarður, þá orðinn prófessor í sagnfræði við Háskól- ann í Cambridge. Kynni tókust með G. P. Gooch og Acton Iávarði. Val G. P. Gooch á viöfangsefnum bar jafnan síðan jieim kynnum vitni. Sem Acton Iávarður fylgdist G. P. Gooch með brezkum og al-, þjóðlegum stjórnmálum af áhuga. Og að stjórnmálabarátu samtíðar sinnar var G. P. Gooch ekki aðcins áhorfandi. Á j>ing fyrir Frjálslynda flokkinn var G. P. Gooch kjörinn 1906. Af forystumönnum Frjáls- Iynda flokksins hafði hann á þingi mest saman að sælda við James Bryce, írlandsmálaráðherra. Endur- kjöri náði G. P. Gooch ekki 1910 og hann átti ekki afturkvæmt á hópar. International Herald Tri- bune sagði 2. maí enn svo frá: „En flokkur Mitterand, ing lýðræðis- stofnana, lielzti hópur þeirra, sem upphaflega höfðu ætlað sér að sam- einast sósíaldemókrötum á lands- fundi 11. maí, mótmæltu því bitr- um orðum, að sósíaldemókratar stilltu þeim upp frammi fyrir orðn- um hlut. Þinglýðveldisstoínana, gaf í skyn, að sósíaldemókratar hefðu staðfest j>ær grunsemdir manna, að jæir hefðu einungis hug á að gleypa minni hópa án jsess að hirða um sjónarmið þeirra." Þessar fullyrðingar Þings lýð- veldisstofnana voru ekki að öllu leyti staðlausir stafir. Að kvöldi þriðjudagsins 29. apríl hafði mið- stjórn sósíaldemókrata „veitt því athygli, að (Deffcrre) væri eini sósíaldemókratinn, sem boðið hcfði sig fram," eins og lnternaional Herald Tribune skýrði frá 2. maí. Við þessa samjiykkt undi Defferre ekki. Á aukajúngi flokks sósíal- demókrata 4.—5. maí var framboð hans rætt. Og enn sagði lnternati- oiial Herald Tribune svo frá: „Stuðningur flokksins við Deff- erre, liinn 58 ára gamla forystu- mann hægri arms hans, jafngilti Jtví, að flokkurinn neitaði að semja við flokk Mitterand, og P.S.U., (þ. e. einingarsósíalistana svonefndu,) og kommúnista um sameiginlegan frambjóðanda. — Á framboð Defferre var aðeins fallizt eftir kollvörpun talningar atkvæðanna, en uppi hafði orðið á teningnum, að þingið samþykkti með meiri- hluta 7 atkvæða að fresta tilnefn- ingu frambjóðanda unz viðræður hefðu farið fram við aðra vinstri flokka. Deffcrre krafðist endurtaln- ingar en atkv.tölurnar voru 1574 gegn 1567. Til orðaskipta kom og fulltrúarnir sökuðu hvor aðra um undanbrögð. Eftir hrossakaup upp úr orðahnippingunum varð ákvörð- un þingsins Defferre í vil, það samþykkti með 1815 atkvæðum brezka þingið, þótt tvívegis væri hann aftur í framboði. Samtíðarsögu og evrópska stjórnmálasögu síðustu þrjár ald- irnar lagði G. P. Gooch jöfnum höndum fyrir sig að þingsetu sinni lokinni. Ritstjóri Contemporary Review, tímarits um samtíðarsögu, varð hann 1911, og af því starfi lét hann ekki fyrr en 49 árum síðar. Hann var kvaddur til að taka sam- an allmarga kafla í hinnu miklu nútímasögu, sem kennd er við Há- skólann í Cambridge, Cambridge Modern History, VIII., IX., X. og XII. bindi. Og hann var einn rit- stjóri þeirrar sögu utanríkisstefnu Bretlands x þremur bindum, scrn Háskólinn í Cambridge gaf út á árunum upp úr fyrri heimsstyrj- öldinni. En merkust ritstjórnar- starfa hans var útgáfa hans og Har- old Temperley á British Docu- ments on ihc Origins oj the War, 1898—1914, Brezkum stjórnmála- skjölum um upphaf styrjaldarinnar, 1898—1914, í cllefu bindum, en hið síðasta |>eirra kom út 1938. G. P. Gooch vann að sagnfræði- legum rannsóknum og samningu sagnfræðilegra rita jafnframt rit- stjórnárstörfum sínum. Laust fyrir fyrri heimsstyrjöldina. 1913, kom út eitt öndvcgisrita hans, History and Historians in the Nineteenih Century, Sagnfræði og sagnfræð- gegn 1500 að ganga frá tilnefningu (frambjóðanda síns) án tillits til annarra flokka." Fiokkur einingarsósíalistanna, P. S.U., afréð þá að bjóða fram for- mann sinn, Michcl Rocard, þegar málalokin á j>ingi sósíaldemókrata spurðust. Skömmu síðar tilkyrmtu tveir eða þrír hópar róttækra æsku- manna, sem höfðu sig mjög í frammi í uppjiotunum í fyrra, að jæir mundu bjóða fram Alain Krivine, einn formælenda stúdent- anna. IV. Miðstjórnarfundur Kommúnista- flokks Frakklands útnefndi 5. maí Jacques Duclos sem frambjóðanda sinn. Duclos hefur um aldarþriðj- ungs skeið verið einn helzti for- ysmmaður franskra kommúnista. Um daga J>riðja og fjórða lýðveld- isins var hann jafnframt nafntog- aður þingskörungur. Að miðstjórnarfundinum lokn- um sagði Duclos í ræðu: „Ég hefði kosið áð taka þátt í kosningabar- áttunni sem stuðningsmaður ein- ingarframbjóðanda vinstri manna." Hann bætti því við, að sigurhorfur Pompidou hefðu að engu orðið, ef stjórnarandstæðingar hefðu staðið saman. Þá kom fram á sjónarsviðið ó- háður frambjóðandi, Louis Ducatel að nafni, sem kvaðst berjast fyrir endurskoðun skattalöggjafarinnar. V. AUt var enn á huldu um fram- boð af hálfu miðflokkanna, þægar hér var komið sögu. Um stöðu þeirra sagði International Herald Tribune 2. maí: „Að Alain Poher, staðgengli forsetans, sem miðflokk- arnir hafa allt að því tilnefnt sem frambjóðanda sinn, þrengir Deff- erre frá vinstri og frá hægri Val- éry Giscard d’Estaing, sem aftur er kominn í herbúðir Gaullista. Þao Framhald á bls. 4. ingar á nítjándu öld. Annað önd- vegisrita hans ,Germany and the Frencr Revolution, Þýzkaland og Stjórnarbyltingin mikla í Frakk- landi, kom út 1920, og enn annað 1923, Franco-German Relations 1878J1914, Samskipti Frakklands og Þýzkalands 1878—1914. Upp frá því liðu alla jafna aðeins fáein ár milli rita frá hans hendi. Rit þau, sem G. P. Gooch sendi frá sér á fimmta og sjötta tugi ald- arinnar, og jafnvel á hinum sjö- unda, benda til, að hann hafi haldið starfskröftum sínum lítt skertum fram á síðusm ár sín. Meðal rita hans eftir lok síðari heimsstyrjald- arinnar voru þessi: Diplomacy and Statecraft, Stjórnarerindrekstur ög stjórnkænska; Courts and Cabinets, Hirðir og ráðuneyti; Frederick the Grcat, Friðrik mikli; French Pro- files, Franskar svipmyndir; Prop- hets and Pioneers, Spámenn og brautryðjendur. G. P. Gooch samdi bækur sín- ar í senn af nærfærni og víðsýni. Og svo geðjxekkar eru þær, að þær munu hafa verið jafn vinsælar í hópi þeirra, sem öðrum augum lim en hann framvindu evrópskra stjórnmála undanfarnar aldir, sem í hópi hinna, sem honum vom nokkurn veginn sammála. G.P. Gooch lézt í ágúst 1968. Kuala Lumpur, 4. september 1968. Haraldur Jóhannsson. f SommeiHdhB Frisuren zum Selbermachen Luftig, beschwingt und farbenfroh: Ideale Mode fiir den I Hochsommer * Hosmetilc i Urlaub ohne ;• Sormenbrantl 7 j f 'fitíu fW Úrslit fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna 1. júní 1969. Frambjóðandi Atkvceðamagn Hundraðshluti Georges Pompidou . 10.051.783 44.47 Alain Poher 5.268.614 23.31 Jacques Duclos 4.808.285 21.27 Gaston Defferre . . . 1.133.222 5.01 Michel Rocard 816.470 3.61 Louls Ducatel 286.447 1.27 Alain 'Krivine 239.104 1.06 George Peabody Gooch In memoriam

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.