Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 1
. \ jBIaSjyrir alla 21. árgangur Mánudagur 23. júní 1969 3. tölublað UPPREISN FLU6MANNA Fyrir 30—40 árum voru rútubílstjórar einskonar „Glamor- boys" í augum heimasætanna í sveitum. Þessir prúðu piltar með kaskeitin sín og gylltu borðana, sem stjórnuðu vélknún- um vagni, voru draumahetjur, hugdjarfir og hetjulegir. Svo langt gekk, að ein yfirhrifin heimasæti gat barn við bílstjóra, gat ekki feðrað það, mundi að hann bar kaskeiti, og siðan varð stöðin að greiða með króanum næstu sextán árin. í dag eru flugmenn, að eigin mati, álíka stjörnur í þjóðfélaginu. í bráðræði sínu, nú í vikunni, hunzuðu þeir forseta fsfands, ríkisstjórn og dómsvaldið vegna þess, að mál þeirra og krafa um aukið kaup var sett í gerðardóm. Þessar hetjur loftstrætis- vagnanna fengu skyndilega magapínu, tannpínu, vélindisgang og aðra innankvilla og afsögðu að mæta í vinnu. Ráðherra kallaði forsprakkana til viStals og kvaðst láta mál þeirra til sakadóms ef þeir skipuðust ekki við umtölur. Þegar þetta er ritað hafa flugmenn enn ekki sam- þykkt, að landslög nái yfir þá eins og aðra menn. Flugvirkjar stóðu rneð flugmönnum og fundu ýmsa kvilla að vélunum, næstum fleiri en í meltingargöngum flugkapp- ana. Afllaust ríki Nú, sem fyrr, héfu'r það sannast, að íslenzka ríkið hefur ekki það mannafl að baki sér, til að geta Er Albert aö hætta? Líkur eru til þess, að Albert Guðmundsson, knattspyrnu- kappi og sá af leiðtogum ínnan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem komið hefur henni til nokkurs vegs, hætti störfum sínum fyrir Knatspymusamband íslands, en hann hefur á rösku ári hrifíð þessa íþróttagrein úr þeim öldudal, sem næstum hafði kæft hana. Deilur Alberts og Geirs borgarstjóra höfðu ekki verið ræddar né „settlaðar" þegar blaðið fór í prentun s.l. föstudag. Albert telur bæði leigugjald knattspymuvallanna, og gjöld og reglur einstakra aðila innan knattspyrnusambandsins þannig, að ekki sé við undandi til að hreyfingin nái eðlilegum þroska. Borgaryfirvöldin hafa næstum daufheyrzt við öllum óskum hans, og blaðið frétti s.l. föstudag, að enn hefðu engar endurbætur fengizt. Stórum batnað Það má heita undarlegt ef ó- gæfa knattspyrnumanna sé svo mik il, að þeir missi nú þann starfs- kraft, sem henni hefur svo sárlega skort. Fyrir atbeina Alberts hefur áhugi knattspyrnumanna, hæfni þeirra, æfingar og skipulag stór- lega batnað, og jafnvel svo, að okkar menn hafa sýnt viðnáms- þrótt og kunnáttu í keppni við at- vinnulið útlent. Áhugi almennings hefur og vaxið, og leikir eru betur sóttír en áður, vegna þess að mönnum hefur nú þótt það þess virði að sjá leikina. Gæfuleysi Á mánudag og miðvikudag leika okkar menn við Bermuda-liðið og er talsverður áhugi á þeim leik. íþróttamenn tjá oss, að hafi ekki fengizt einhver lausn á deilumál- um Alberts og borgaryfirvaldanna, þá muni hann segja af sér störfum. Gæfuleysi knattspyrnumanna ríður ekki við einteyming ef Albert neyð ist til að segja af sér. Jafnvel stutt fjarvera hans á íþróttaþingi kom slíku losi og rugli á knattspyrnuna innan lands, að fádæmum þótti sæta. Framhald á 5. síðu. í blaðinu í dag: KAKALAGREIN — Frjáls verzlun — Samfarir miðaldra —¦ Sigurður á Loftleiðum — Ferðamálaráð. RITSTJÓRARABB: — Hestamenn fyrr og nú — Ýmsar at- hugasemdir — Filipíió-lslendingar — Flugfreyjur að morgni dags — Ung hjón. MYSTICUS: — Með klóm og kjafti — ÚR EINU í ANNAÐ FLUGMENN GERA UPPREISN — STAÐREYNDIR um stolin skjöl — o. m. 8 haldið uppi lögum og rétti. Þótt flugmenn séu ekki þjóðhætulegir í nokkrum skilningi, þá getur sú stund runnið upp, að aðrar stéttir geri uppþot og ekki verði við neitt ráðið. Þetta er hætuástand, sem hið opinbera verður að gera sér grein fyrir. Það er ekki nóg, að setja lög þegar ekki er að baki þeirra það vald, sem $erir kleift að framfylgja þeim. Há laun Flugmenn eru sennilega ein bezt launaða stétt þjóðarinnar, en mán- aðarkaup þeirra er upp í kr. 70 þúsund, en niður í 35 þúsund. starfið er ekki erfitt og menntun þeirra hvergi nærri eins mikil og víða hjá öðrum stéttum. Félagið í heild hefur krafizt allt að 100% launahækkunar og miðað þar við flugmenn ríkustu flugfélaga eða þeirra, sem hættuflug stunda. Milljóna tjón Flugfélögin íiafa komið, að ein- hverju leyti til móts við kröfurnar, þótt þau telji sér ófært að sLnna þeim óskaplegu kröfum sem flug- menn setja fram. Árangurinn er sá. að flug lagðist niður, ferðamanna- hópar voru reknir af landi burf, ferðamenn sem hingað áttu að koma sátu um kyrrt. Af þessu bráð- ræði hefnr orðið milljónatjón fyrir þjóðina. Ofsi Vel kann svo að vera, að flug- menn þurfi einhverja leiðréttingu mála sinna en aðfarir þeirra eru neðar öllu velsæmi. Stjórn félags- ins virðist hafa brotið lög landsins og að engu er metið allt þaS, sem þjóðin sjálf hefur gert til að búa flugmönnum í hag. Útilokað er, að íslenzku flugfélögin greiði þeim sama kaup og tíðkast hjá ríkustu félögum, en vissulega hefði gerðar- dómur komizt að einhverju sam- komulagi ef ekki ofsi og ósvífni hefði ráðið aðgerðum félagsins. Atvinnugrundvöllur Forustumenn flugmanna kunna að hafa þá afstöðu, að hagur félaga Framhald á 3. síðu. Er það satt, að mikil vandræði séu í sjón- varpinu vegna stjórnar Jóns Þórarinssonar — og horfi til nokkurra vandræða þar? vill minna útsölumenn blaðs- ins á það, að það kostar kr. 20,00 í útsölu og jafnframt er bannað að lána það til aflestr- ar á útsölustöðum. 17. júní ungiingahneyksll - HvaS gerir hiS opinbera? - Það var Ijótt um að litast á lýðveldishátíðinni. Eftir Þing- vallageimið virðist æskan ekki hafa haft annað fyrir höndum en að endurtaka fyliríið og skepnuskapinn. Er nú svo langt gengið, að jafnvel útlendingar, sem hér voru staddir þennan hátiðisdag neita með öllu að koma hingað aftur. Æskan, skólafólkið, setti aðallega svip sinn á kvöldið, dauðadrukkin ungmenni, ekki síður stúlkur, fylltu hvern krók og kima, og voru eins og dýr fyrir fótum manna á aðalgötum höfuðborgar- innar. Agalaus og auðug Æskan hefur löngum afsakað sig með því,að hún fengi ekki skilning hjá eldri kynslóðinni. Brennivíns- drykkja sín væri útrás vegna at- hafnaleysis og kenna mætti öllum um nema henni sjálfri fyrir það ástand sem nú er ríkjandi í þesum málum. Sannleikurinn er sá, að æskan á ein alla sök á þessu, aga- laus og með fullar hendur f jár. Það er tilgangslaust aS almenningur af- saki þessa hegðun öllu lengur. Ó- þarfi er einnig að ætlast til, að hver krakki, sem drekkur sig fullan Leikfélagi Mánudagsblaðsins SUMARFOT á almannafæri geti skellt skuldinni á athafnaleysi eða aðrar utanaðkom andi ástæður. Þjóðarskömm Víða á 25 ára afmæli lýðveldis- ins sáust unglingar dauðadrukknir æpandi og organdi og blöSin hafa bent á sum svívirðileg athæfi, sem þessir krakkar frömdu undir áhrif- um áfengis. Jafnvel blómsveigur Jóns Sigurðssonar var tættur í sundur, gamalmenni voru hrökt og í alla staði sýndu þessi „börn" svo ferlega framkomu að þjóðarskömm erað. 14 ára — dauðadrukkin Ríkisvaldið hefur nú ærið verk- efni. Það verður að taka enn harð- ar en nokkru sinni fyrr á þessum þokkapiltum og stúlkum. Kven- fólkið er ekki betra en karlmenn- irnir og í einu snndinu lá ein stúlka um 14 ára dauðadrukkin í götunni. en yfir henni stóðu æskumennirnir glottandi yfir að hafa komið henvú í þetta ástand. Þeir voru, að vísu fuIlorSnir, allt að 15 ára aldri. Sjónvarpið — Þjóðlygi Hér hefði sjónvarpið getað gert mikið gagn. Úr því varð þó ekki. Sjónvarpið hefði getað myndað ó- sómann og birt hann á skermi sín- um umbúðalaust. Eins og fyrr, þá varð ekki af því, heldur voru birtar myndir af „betri" atburðum, ræðu- höldum og öðru því vanalega sem við höfum reynt og séð í 25 ár. Það er óþarfi fyrir sjónvarpsyfirvöldin að reyna að „spila niður" þessar fréttir af æskunni. Það er ekki ann- að en að flýja þær staðreyndir sem Framhald á 5. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.