Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 7
Mánudagur 23. fCní 1969 Mánudagsblaðið VISINDAMENN HITLEBS SENDA BANDARIKJAHENN TIL TUNGLSINS Framhald af 8. síðu. Þýzkalandi. Yfirlýst markmið var að „handtaka og yfirheyra" alla, sem skráðir voru og til nacðist. Árangurinn af þessum vizkuveiðum varð líka ekki neinn hégómi. Sam- kvæmt tilkynningu varnarmála- ráðuneytisins í Washington (í fe- brúar 1950) höfðu um 24.000 þýzk ir vísindamenn verið „rækilega yf- irheyrðir" og af þeim voru 523 taldir „búa yfir sérþekkingu, sem ekki er fyrir hendi annars staðar, og hafa því verið fluttir til Banda- ríkjanna". 362 þessara vísinda- manna var „boðið að stíga skref til þéss áð geta öðlazt bandarískan ríkisborgararétt" — hvað þeir og gerðu. Aðeins tveir þessara þýzku vísindamanna reyndust „ónothæf- ir". Athafnasvið „gestanna" náði „eiginlega yfir alt, sem hefir ein- hverja hernaðarlega þýðingu", eins og segir í framangreindri tilkynn- ingu bandaríska varnarmálaráðu- neytisins. Og enda þótt þeir spör- uðu Bandaríkjunum 1.000 milljón- ir dollara í hernaðarútgjöld og a. m. k. tíu ára undirbúningsrann- sóknir á 2—3 árum, þá nutu þeir sjálfir þó aðeins smáræðis af þess- um ofsagróða. Samkvæmt tilkynn- ingu Bandaríkjahers til alþjóðlegra fréttastofnana, sem birt var í Frankfurt hinn 15. Maí 1947, Mikið urval af enskum ullar- 09 »teryline"-frökkum LOOK. IMMACULATE WITH fuCttifrnÍAkó Það borgar sig að auglýsa í MÁNUDAGSBLAÐINU fengu hinir þýzku sérfræðingar sex dollara á dag til eigin þarfa. Fjöl- skyldur þeirra, sexn komið hafði verið fyrir í búðum hjá Landshut, fengu greitt jafnvirði 5—10 dollara í mörkum. Samtals fengu því heimsfrægir lærdóms- og vísinda- menn, er ekki áttu sína líka í öll- um heiminum, 11—16 dollara í kaup á dag. Á sama tíma námu daglaun bandarískra stálvinnslu- og námaverkamanna 25—35 doll- urum! „Achtung! Minen!“ En hin skjalfesta þýzka þekking var þó langtum ódýrari, en einnig henni var rænt á samvizkusamlegan og skipulagðan hátt. Hvar sem Iýð- ræðisherirnir komu var. tafarlaust ráðizt inn í verksmiðjur og rann- sóknarstofnanir, og lagt hald á allar vinnulýsingar, framleiðslugögn og skjalasöfn fyrirtækjanna. Hverju einasta herfylki fylgdu fleiri eða færri sérfræðingar frá „The Joint Intelligence Objectives Commit- tee", sem einkum lögðu leiðir sín- ar eftir skógarstígum, er einkennd- ir voru með áletruðum skiltum: „Achtung! Minen!", eða sprengdu upp brynvarin neðanjarðarbyrgi, þegar þeir komu auga á aðvaran- ir eins og „Springur við opnun!". Þannig fundu þeir t.d. þýðingar- méstu leyniskjöl Ríkiseinkáleyfa- stofnunarinnar í 500 metra djúpri námu í Heringen — og gerðu mjó- filmu af herfanginu á staðnum. Þessum fyrstu Ieitarhópum fylgdu síðan „The Technical In- dustrial Intelligence Committees", sem sumar voru skipaðar allt áð 350 borgaralegum einstaklingum og voru gerðar út á vegum 17 at- vinnugreina í Bandaríkjunum. Loks var einkafyrirtækjum heimil- ac að senda sína eigin fulltrúa, sem voru á höttunum eftir ákveðn- um framleiðsluleyndarmálum, og árið 1946 voru ekki færri en 500 slík „FIATS" — „Field Intelli- gence Agencies, Technical" — í Þýzkalandi. Auk þess er talið að álíka margir „svartir" sérhagsmuna aðilar hafi fengizt við þessa sér- stæðu tegund „frelsunar", en það voru helzt liðsforingjar og her- menn, sem oft reyndust fundvísari heldur en hinir opinberu viður- kenndu ránsflokkar, og settust síð- ar að í Ástralíu, Kanada eða Mið- vesturfylkjum Bandaríkjanna, einn- ig í Frakklandi, þar sem þeir komu fótunum bærilega undir blómstr- andi atvinnurekstur. Löggiltum erindrekum Banda- ríkjamanna tókst t.d. að klófesta öll framleiðsluleyndarmál IG-Far- ben í rannsóknarmiðstöðvum fyrir- tækisins í Höchst, Mannheim og Ludwigshafen, þar sem þau voru geymd í brynvörðum hvelfingum. Fyrir aftan vörutegundarnúmer sérhverrar rannsakaðrar, fram- leiddrar og seldrar vöru, sem þetta heimsfyrirtæki hafði komið nálægt allt frá upphafi vega sinna, var skráð nákvæm efnafræðiformúla, ítarleg lýsing á framleiðsluaðferð- um og norkunarmöguleikum. Enn- fremur fylgdi þessum rúinlega 57.000 fróðleiksskrám tilvísanir í prentaðar heimildir, vísindarit, bækur og tímarit, svo og ítarlegar greinargerðir frá notendum hinna ýmsu vörutegunda víðs vegar að. Sjálfsafgreiðsla í London Bandaríkjamenn sátu einir að þessum fjársjóði þangað til í Októ- ber 1950. Þá fengu Englendingar einnig mjófilmur, og brezka verzl- unarmálaráðuneytið setti upp átta sjálfsala í Lacon-House, London, þar sem hverjum sem girntist gafst kostur á að athuga skjal fyrir skjal og afrita gegn vægu endurgjaldi (nálægt tíu krónum samkvæmt nú- gildandi gengi). Allt það, sem IG- Farben og vísindamenn þess vissu um hinar 56 mismunandi tegundir sínar af Buna-gúmmíi (Bu stendur fyrir butadien, na fyrir efnatákn ■natnums, sem notað var við f jöllið- unina), um framleiðslu gerviefna til nota í vefnaðarvöru, um efni til meindýraeyðingar, varð nú alveg jafn friðlaust og öll sú þekking, sem þeir höfðu aflað sér með ára- tugalöngu þrodausu starfi um lækningalyf og liti, efnasambönd og efnavörur til þungaiðnaðar ell- egar þvottaefni og fægilög. Upp- götvanir og framleiðsluafrek, sem oft höfðu kostað hundruð þúsunda og stundum tugi milljóna ríkis- marka, var nú falt fyrir enska smá- mynt. Bandaríska tímaritið „Life" fór ekki með svo áberandi ýkjur, þegar það sagði hinn 2. September 1946 „að hinn raunverulegi skaða- bótagróði af þessu stríði liggur ekki aðallega í vélum og verksmiðj- um, heldur í þýzku heilaafli og þýzkum rannsóknaárangri". Á því Ieikur og enginn efi, að í sigurvímunni muni öllum heims- ins lýðraéðissinnum hafa fundizt það arðvænlegt fyrirtæki að koma af stað heimsstyrjöld „til þess að varðveita frelsi og sjálfstæði Pól- lands", þótt það kostaði ekki minna en 50 milljónir mannslífa auk annars. Allir með! En enda þótt bandarískir lýð- ræðissinnar væru upphafsmenn, potmrinn og pannan, í hinni and- legu eyðileggingu Þýzkalands, þá var þó Iangt frá því, að þeir væru einir um himna til lengdar. í lok Heimsstyrjaldar II höfðu allir sig- urvegararnir komið sér upp eftir- öpunarfyrirtækjum. Þar var um að ræða „MIST" (Frakkland),, „W.N. Z." (Sowjetríkin) og „BIOS" (Eng- — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tizku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sniða og sauma sjálfar! Iand). Aliir vildu þeir fá sinn skammt. Og hugarfarið var einkar lýðræðislegt. T.d. tilkynnti yfir- stjórn hinnar „British Intelligence Objectives Sub-Committees" í Lon- don sigri hrósandi: „Framleiðslu- Ieyndarmálin, sem við tökum af Þjóðverjum, em þeim þungbærara reiðarslag en missir Ausmr-Prúss- lands". Og í September 1949 viðut- kenndi Chifley, forsætisráðherra Ástralíu, í útvarpsræðu, að „hin 6.000 þýzku iðnaðarleyndarmál og 46 þýzku vísindamenn, er Ástralíu hefur verið úthlutað, verða alls ekki metin til peninga, og árangur- inn af þessu mun verða sá, að hinir áströlsku framleiðendur komast nú í þá aðstöðu að geta keppt á iðn- aðarvörumörkuðum heimsins með framúrskarandi árangri . . . ." Svo stórkostlegt reyndist þetra herfang á mjög skömmum tíma, að frelsisherirnir gáfust hreinlega upp við að telja skjalafeiknin, og gripu því til þess að gefa upp þyngd þeirra. Þannig hlotnaðist aðeins „Flugrannsóknadeild" herfangsmið- stöðvar Bandaríkjanna í Wright Field, Ohio, einni „óumdeilanlega stórfenglegusm safnverk hertek- inna leyniskjala á sviði loftferða, sem til era í heiminum" eins og segir í „Sedrets by the Thousands" — og það stórfenglega safnverk vóg 1.554 smálestir. Annars námu hertekin skjöl, sem flutt voru í herfangsmiðstöðvar Bandaríkjanna í Wright Field, Ohio, samtals rúmlega 3.000 smá- lestum að þyngd til 1949. Þ. á m. um 50 smálestir, sem fjölluðu ein göngu um eldflaugaaflvélar og sundurliðaðar greinargerðir um þýzkar tilraunir með rösklega 11.000 mismunandi brennslu- efnasambönd til orkuvinnslu fyrir eldflaugar og geimför. „Lebensraum“ fyrir lýðræðisfólk! Það er sannarlega vonandi að Bandaríkjamönnum lánist fyrirhug- uð tilraun sín til þess að koma fyrstu mönnunum til tunglsins hinn 21. Júlí 1969. Þeir era hins vegar margir, sem efast um gagn- semina af slíkri tilraun þótt tak- ast kynni. Það era einkum þeir, sem alltaf hugsa í peningum eða „þróunarhjálp", og væri því háska- legt að taka mjög alvarlega. Sjálf- um finnst mér fávíslegt að hafna fyrirfram þeim möguleika, að land- nám Bandaríkjanna á tunglinu geti orðið þeim til nytsemdar, þegar fram líða stundir. Hitler og köpp- um hans mistókst sem alkunna er að færa þjóðsinni nauðsynlegt og viðunandi .Lebensraum". Og hafi ég Iagt réttan skilning í fréttirnar um lýðræðisþróunina í Bandaríkj- unum, þar sem stærstu borgir lands ins era að verða óhæfar til búsetu fyrir hvíta menn vegna sívaxandi negrajafnréttis, þá þori ég ekki að þvertaka fyrir þann fræðilega möguleika, að tunglið geti orðið það „Lebensraum", sem hvítir lýð- ræðissinnar þar í Iandi muni leitast við að hreiðra um sig í, ef þeir hafa þá ekki drukknað í mannúð- arslepju áður en tæknilegum undir- búningi er lokið. En vissulega væri það kaldrana- leg skikkjan örlaganna, ef tunglið tæki nefnt heiðursfólk, sérstaklega þegar þáttur vísindamanna Hitlers í sköpun hins nýja „Lebensraums" er hafður í huga. J. Þ. Á.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.