Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 23.06.1969, Blaðsíða 8
Raninn fæddur — Elliðaárbrýrnar — Bílar Reykjavíkur — öllum að óvörum — Andlit sólar — Hjákátleg mótmæli — Leikfélaginn okkar — ★--------------------------- MAÐUR EINN, nokkuð magamikill, varð sí og æ fyrir aðkasti út af vaxtarlagi sínu, jafnvel bláókunnugar konur gerðu gys að honum. Eitt sinn, er hann var staddur í veizlu, lenti hann í sam- ræðum við tvær óléttar konur, sem, eins og fyrr, spurðu, hví hann ekki reyndi að lagfæra þetta. Sögðu þær, að engu væri líkara en hann væri kominn í sama ástand og þær. Manninum leiddist þetta að vonum og til að ganga fram af þeim sagði hann: „Sat bezt sagt, konur góðar, þá er ég hálfgenginn með fíl, en það er ekki fæddur nema raninn". ★--------------------------- ÞAÐ ER GAMAN, að hafa Iaxveiðiá í höfuðborginni og vissu- lega á að gera allt til að þetta sérkenni skemmist ekki. Nú er stöðvuð brúarsmíði við Elliðaár því laxveiðin er að byrja. En brúarsmíði þessi er eins vitlaus og flest annað hjá verkfræðing- um okkar. í raun og veru ættu brúarendarnir að vera þar sem nú er Nesti og ná upp í miðja Ártúnsbrekku. Árnar myndu sleppa og auk þess yrði þessi vegarspotti með brúnni miklu aðgengilegri og í öllu hentugri. En við hverju er að búast hjá þessu skipulagi okkar? ★--------------------------- SKYLDI HANN GEIR, borgarstjóri okkar, fylgjast nógu vel með þeim starfsmönnum, sem bílanot liafa hjá borginni, og aka út um sveitir á bifreiðum borgarinnar, merktum? Sumarið er nú farið í hönd, Þingvallaferðir og „hring"-ferðir í algleymingi, enda skortir þar ekki borgarbílana í hinar löngu bílalestir. Sagt er, að þessir bílar fái frítt benzín — hjá bænum — og fjölskyldur borgarstarfsmanna njóti góðs af. Svona „smámál" ættu að skipta borgaryfirvöldin meira máli, ef þau vilja halda meirihluta sínum í næstu kosningum. ★--------------------------- ÞÓTT ALLIR viðurkenni, að dr. Richard Beck, hinn mikli fröm- uður okkar í Ameríku, sé hinn ágætasti maður, þá fer það ekki framhjá mönnum, að hann er talsverður auglýsingamaður, eins og oft hættir til hjá vestrænum mönnum. Fyrir mörgum árum birti Vísir, viku eftir viku, fréttir um það að von væri á dr. Beck til landsins, með kveðju að vestan, og svo langt gekk, að Morg- unblaðið tók undir þessar fréttatilkynningar. Á tilsettum tíma kom dr. Beck, og tók sér þá heilsubótargöngu í Austurstræti. Við Hressingarskálann hitti hann Tótnas Guðmundsson, skáld, sem vatt sér að dr. Beck og sagði: „Nei, ert þú komin hingað heim — öllum að óvörum". Mánudagur 23. júní 1969 Kvikmynd um spænsku eyj- inn. Þýöandi: Ingibjörg Jóns- Nœstu viku una Mallorca í Miöjaröaiihafi, náttúru hennar, sögu og þjóð- lífið, eins og það kemur Is- lendingum fyrir sjónir. Mynd- ina gerðu Ölafur Ragnarsson, Þórarinn Guðnas'on og Sig- fús Guðmundsson. 21.15 Sögur eftir Saki. Tigrisdýrið, Taskan, Skuldin, Lati kötturinn og Hundur- dóttir. 22.00 í upphafi geimaldar (loka- þáttur) — Nútíð og íramtíð. Þessi þáttur greinir frá ifyrir- huguðum bækistöðvum jarð- arbúa á brautum umhverfis jörðu og þeim notum, sem ᣠsliíkum stöðvum megi hafa til geimrannsókna og til und- Framhald á 5. síðu. Sunnudagur 22. júní 1969. 1800 Helgistund. Séra Sigurjón Einarsson, Kirkjubæj arklaustri. 18.15 Lassí. Sunnudagaskóli. Þýðandi: Haskuldur Þrúinsson. 18.40 Fífilamma- Sumarævintýri eftir Allan Rune Pettersson. Lokaþáttur. Þýðandi: Höskuldur Þráine- st>n. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Hér gala gaukar. Sextett Ólalfs Gauks og Svan- hildur flytja skemmtiefni eft- ir ölaf Gauk. 20-50 Samvizkubit. Brezkt sjónvarpsleikrit. Leik- stjóri: Roy Baker. Aðal'hlut- verk: Herbert Lom og Flora Robson. Þýðandi: Rann.veig Tryggvadóttir. 21.40 I upphafi geimaldar V. — Handan tunglsins- í Banda- ríkjunum er farið að huga að geimferðum 21. aldar og gera áætlanir um ferðir mun lengra út í geiminn en til tuiniglsins. Um þær geimrann- sóknir er fjallað í þessari mynd, bæði í gamni og al- vöru. Þýðandi: örnólifur Thorlacíus. 22.30 Dagsíkrárlok. Mánudagur 23- júní 1969. 20.00 Fréttir. 20.30 Mallorca. A markaðinn er komin ný gerð saumavéla frá ELNA- verksmiðjunum — ELNA LOTUS. — Sjá auglýsingu og grein inn í blaðinu. STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (26) VISINDAHENN HITLERS SENDA BANDARIKJAMENN TIL TUNGLSINS ★------------------------- SÚ SORGLEGA staðreynd blasir nú vlð. að sumir listamenn okkar verða svo gamlir, að engin þorir að gagnrýna þá. „Lýðveld- isstúdentar" (Alþbl.) gáfu Menntaskólanum í Reykjavík „Andlit sólar" eftir Ásmund Sveinsson. Þetta listaverk skreytir nú lóð skólans, en fæstir sjá„ þótt enn færri viðurkenni, hvaða list er um að ræða. Satt bezt sagt, finnst okkur þetta hundómerkilegt prjál, ólistrænt með afbrigðum, og nafnið einkar viðeigandi, eins hjákátlegt og þetta verk, sem nú stendur fyrir framan okkar elztu menntastofnun. „Andlit sólar" virðist hljóta nafngift sína frá þeim, sem aldrei hefur til sólar séð. ★------------------------- EKKI FENGUST nema tæplega 90 manns til að koma í mót- mælagöngu Æskulýðsfylkingar kommúnista, en jafnvel þar þykir það heldur lítill áhugi. Þessar fáu villuráfandi sálir voru óhrjá- legur hópur enda málefnið ekki merkilegt. Einn af þeim, sem mótmæltu tjáði blaðinu. að „ef varnarherinn væri ekki liérna, þá hefði fylkingin bókstaflega ekki eitt einasta málefni til að berjast fyrir". Sýnir þetta glöggt, hversu ástandið er orðið þar. ★------------------------- MARGIR HAFA innt okkur eftir því hversvegna við birtum myndir af „leikfélaga" blaðsins, sem venjulega er á forsíðu. Svarið er einfaldlega það, að þetta er ósköp alvanalegur þáttur blaða- mennskunnar, og flest virtustu blöð hins vestræna heims birta slíkar myndir, og má nefna þar Frakkland, Þýzkaland, England, Ameríku o. s. frv. Blaðið hefur aldrei birt klámmyndir í neinu formi, en bendir á, að mörg helztu listaverk heimsins eru af nöktum konum, og sumar af þeim stúlkum, sem við höfum birt myndir af, eru hreinustu listaverk. Risavaxin ránsnýting — 1.000 milljóna dollara og 10 ára Sparnaður — 57.000 framleiðsluleyndarmál IG-Farben — Arðvænleg milljónamorð — „Gizkað er á, aH rannsaka þurfi y fir 1 milljón mismunandi verkefni, og að þar sé mjög sennilega um öll vísinda-, fram- leiðslu- og hernaðar-leyndarmál Nazista-Þýzkalands að rasða. Einn af embceuismönnum stjórnarinnar í Washington nefndi þelta heimsins mestu vppsprettulind þessarar tegund- ar, fyrstu skipulögðit ránsnýt- ingu á hugverkum framandi þjóðar." — C. Lester Walker: „SECR- ETS BY THE THOUSANDS", (Grein í „Harper’s Magazine", New York, Októberhefti 1946; um herfangsmiðstöðvar Banda- ríkjanna í Wright Field, Ohio). Lýðræðisleg veiðimálastofnun Innan skams munu-fyrstu mann- verurnar stiga fótum sínum á tunglið, ef allt gengur að óskum og eins og fyrirhugað er. Það verða Bandaríkjamenn. Ekki treysti ég mér til þess-að gera-mér eða öðrum nokkra viðhlítandi grein fyrir því ofurmannlega hugviti, þaulskipulagða undirbúningi og gífurlega tilkostnaði, sem nauðsyn- legur hefur reynzt til þess að hinn aldagamli draumur verði að veru- leika. Eg býst ekki heldur við, að mér verði láð það. Hitt veit ég hins vegar ekki síður en margir aðrir, að hið væntanlega afrek Banda- r/kjamanna væri ekki á dagskrá núna, fremur en þegar unnin afrek þeirra og Rússa á sviði geimvís- inda hefðu verið hingað til, ef ránsnýtingu þeirra á hugverkum vísindamanna Hitlers væri ekki til að dreifa. Þetta er svo alkunn stað- reynd, að maður veigrar sér næst- um við því að vekja athygli á henni, þó að afar veigamiklar á- stasður séu til jxsss að halda henni á lofti. Haustið 1946, og um nokkur ár síðan gerðu lýðræöisríkin engar al- varlegar tilraunir til þess að draga fjöður yfir aðdraganda þessa. Þvert ,á móti. Þau hældu sér af. Þannig segir í tilvitnaðri heimild, að bá hafi „evrópskur liðskostur" starfað af kappi fyrir „Operation Paper- -clip" (þ. e. Vísindamannaveiði- málastofnun Bandaríkjastjórnar), þ. á m. „mörg hundruð tæknifræö- inga, er hamast myrkranna á milli" í aðalbækistöðvum IG-Farben í Frankfurt-Höchst einum. Og í Maí 1949 lýsti Bosquet N. Wey, höf- uðsmaður, fyrsti framkvæmdastjóri „Operation Paper-clip", er einnig hafði yfirumsjón með „innflutn- ingi og ráðstöfun hinna þýzku vís- indamanna", því opinberlega yfir, að störf þeirra hefðu þá þegar „sparað Bandaríkjunum að minnsta kosti 1.000 milljónir dollara í hern- aðarútgjöld og rösklega tíu ára und- irbúningsrannsóknir". Einsdæma sérþekking „Operation Paper-clip" hófst handa á árinu 1944. Fyrsta verk- efnið var að fullgera spjaldskrár yfir alla þýzka vísindamenn, sér- fræðinga og tæknifræðinga á öllum sviðum, en undirbúningur hafði verið hafinn þegar árið 1936, fyrst og fremst með aðstoð þýzkra lýð- ræðissinna, sem höfðu strokið frá Framhald á 7. síðú.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.