Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 1
jBIaSJyrir alla 21. árgangur Mánudagur 30. júní 1969 4. tölublaS Þeir hafa skipti á konum eins .. C ## Konuskipti í partýum ná vinsældum á Islandi — Evrópskt fordæmi Þesus hefðum við ekki trúað, nema vegna þess, að við fengum Ijósmyndir, sem sönnuðu málið. Eins og kunnugt er þá tíðkast mjög í hinum „betri" fjölskyldum vestanhafs, í Bret- landi, Danmörku, Svíþjóð og meginlandinu, að menn halda mikil partý og skemmtileg, en aðalpunktur kvöldsins eða næt- urinnar er sá, að giftir menn skipta um maka, þannig að allir bragði á annars rétti. Þessi tízka er komin til íslands, a.m.k. til Reykjavikur, ef dæma má eftir þeim myndum, sem ungur maður færði okkur nú í vikunni. Sjálfur var hann þátttakandi ásamt kærustu sinni en meðal annarra „fundarmanna" voru þrenn hjón. Aðeins bróðerni Þetta framfaramál, sem nú hef- ur, ásamt öðrum slíkum málum, nú riðið í garð hér heima. Er hér um hin mestu „gamanmál" að ræða, fjör mikið, gagnkvæmur skilning- ur Qg „ástin" ræður þar fullkom- lega ríkjum. Sá mun háttur hafð- ur á, að hjón nokkur mæla sér mót, en áður hefur verið ákveðið, að ekki skuli tiltakanlega til þess tekið, þótt einhverjir „aðilar" að þessari. skemmtari,. kalli í miðju „geiminu" hina gullfrægu setn- ingu „skipd", sem þýðir að nú skuli skipt um leikfélaga, en þó ekki meir en svo að allir hafi sitt fang, tiltöiulega átölu- og illinda- laust. Alveg frjálst Það er ekki til þess að taka, þótt einhver hjón líti á slíka gaman- semi sem hina einu réttu fullkomn- un hjónabands. Hvorki við né rík- isvaldið teljum, að þar sé um að vanda, því flest þetta fólk, að okk- ar skilningi er komið á löglegan aldur og getur framfylgt þessum ' •¦m. GETRAUNIR l'i'.íUiólf SHi-i. vÚi'ykjiiviU, STOFN ';,': Nr. 30710 LcUdr 18. iúní--'?. jáir'(>9 .1 x; 2 ' Fram —. Í.B.K. K..U. — 'Í.B.V. 1 ....... X I.U.A. --- Vatuv ^L 'H.S.lí. — Völsimtuu- , ;*1 « BvoíuaWík — F.i.l'. : Víðír'— Gv.íudnvík / 2 IV.....t...... Iley.utr — Jsjavðvík V* Anhaittí — Hvorajsorði t 1 Ihvun — Skatlagvhmiv , % Biöndúós —-' K'.S. A Sclt'oss — Í.B.K'. Haukar — .l'Mttur X z z Q UJ co cö co LU £L o Getraunakeppni í sumarleyfi ' Nú er verið að selja 5. getrauna- sedilinn og verður það síðasti seð- illinn, sem sendur verður út fyrir sumarleyfi. íþróttafélögin hafa fengið til dreifingar 33.500 seðla og er það mesti seðlafjöldinn, sem far- ið hefur út. Frestur til að skila útfylltum seðlum til umboðsstaða í Rvík, á Faxaflóasvæðinu, á Akureyri og í Vestmannaeyjum er til fimmtu- dagskvölds, en á föstudag gera íþróttafélögin upp- við umboðs- menn sína og safna saman útfyllt- um seðlum. í þriðju leikyiku skeði það að einn þjónn á Hótel Sögu „tippaði" fyrir kjallaravörðin, sem varð einn af þremur sem unnu. í fjórðu leikviku hlaut annar vinningshafinn 10 rétta með því að treysta á eldspýtustokk, Grýta var merkið 1, sjúklingurinn merkið 2 og endar og strokfletir jafntefli eða x. Þessi tilraun gaf honum yf- ir 127.000,00 í vinning Það eru sjaldnast sérfræðingarnir sem vinna, en vinni þeir eru vinning- arnir lægri, því að þá eru yfirleitt fleiri sem draga sömu ályktanirnar. Fyrsti seðillinn eftir sumarhlé verður sendur út í lok júlí og verða þá enskir 1. deildarleikir á homim og verður svo í allan vetur. málum nákvæmlega eins og þeim sýnist, án opinberra afskipta. Vart til eftirbreytni En hitt er víst, að svo mikið, sem við viljum semja okkur að vestrænum siðum, þá er máske ó- heppilegt, að við tökum þessa grein þeirra til almennrar notkunar og eftirbreytni. Við skoðuðum þessar myndir með þeirri tortryggni, sem frekast mátti til kalla, en eftir nokkra eftirgrenslan, var augljóst, að hér var um hinn „raunverulega" atburð að ræða. Því miður er hér smátt þjóðfélag, sem allir þekkj- ast. Nektarmyndir eru ekki ótíðar í erlendum, dönskum, sænskum, þýzkum og amerískum blöðum, en þar er það margmennið, sem úti- lokar að fólkið þekkist. Ekki nýtt Það er kannske það, að sú stað- reynd blasir við okkur, að framhjá- höld séu ekki með öllu óþekkt fyr- irbrigði á íslandi. Hitt er svo ann- að mál, að við tökum varlega und- ir það, að þetta verði gert að ein- konar skipulögðum konuskiptum, kvöldstund og kvöldstund í einu. Við höfum undanfarin ár, veitt nær öllum slíkum „menningarstraum- um" inn í landið tiltölulega átölu- laust. En satt bezt sagt, þá er þetta helzti varhugaverð þróun, þótt máske ekki eins hættuleg og eitur- lyf eða ofneyzla áfengis. Engin umvöndun En hverjir erum við til að reyna (MeS sínu lagi). Furðuleg þróun að bægja siðum manna og kvenna inn á betri brautir. Ef þetta er það, sem koma skal, eins og hver önnur nýjung utanlands frá, þá skiptir engu máli hvað hver siðferðispost- uli segir. Þetta er orðin skandina- vísk íþrótt, iðkuð af hinum ríku, og eflaust þeim, sem verr eru staddir og þessvegna: hversvegna reyna að tala um fyrir þeim? Er það satt, að 44 starfs- menn Slökkviliðs Keflavíkur séu gerðir ómerkir vegna of- beldis slökkviliðsstjórans? ~BliiJyruolU BLAÐIÐ KOSTAR KR. 20.00 í ÚTSÖLU. YKKAR ER GRÓÐINN — OKKAR ÁNÆGJAN Morðmálið óupplýst? Talsvert er talað um mál bíl- stjóra þess, er situr í gæzlu- varðhaldi, grunaður um að hafa myrt bílstjóra einn fyrir rösku ári. Málið þykir all-kynd- ugt, því samkvæmt líkum, þá bendir allt til þess, að sá sem í gæzluvarðhaldi situr, búi yfir upplýsingum varðandi þann, sem verknaðinn framdi. Nú er nýkominn heim Njörð- ur Snæhólm ransóknarlög- reglumaður, sem fórtil Banda- ríkjanna að leita uppi tæknileg atriði varðandi málið. Yfir- sakadómari hefur ekki enn veitt neinar upplýsingar um ár- angur ferðar ransóknarans, en mörgum er spurn, hve lengi bílstjóranum verði haldið í gæzlu meðan hvorki gengur né rekur í rannsókninni. Öskandi væri, að Þórður Björnsson, yfirsakadómari, myndi innan skamms geta gef- ið almenningi einhverjar upp- lýsingar. Leikfang Mánudagsblaðsins og landslag MílSjonatap vegna ffug- manna æfíntýrísins Afpantanir og áiitshnekkir fyrir íslenzk ferðamal Það er nú sýnt, að verkfall flugmanna, sem frægt er orðið, hefur kostað þjóðina miljónir í gjaldeyri, og hafa þeir gististaðir, sem móti gestum taka erlendum, orðið fyrir geysilegum afpöntunum, auk þess, sem ferðamenn hlupu af landi burt, löngu fyrir ákveðinn tíma af ótta við langvarandi vandræði. Þessi mál eru því mun alvarlegri, að um er að ræða eitt af hinum frægu „villikatta-verkföllum", sem hér eru nú æ ofan i æ að sjá dagsins Ijós. Nú er í uppsiglingu eitt mesta „loftferðastríð" á Norðurlöndum, sem enn hef- ur orðið og miklar líkur á því, að SAS hyggi á það eitt, að keyra undir sig alla möguleika hinna smærri norrænu félaga til áframhaldandi flugs. Þeir, sem veittu þessu verkfalli byr undir báða vængi eru ekki ríkisstjórnin, heldur flugmenn sjálfir. Endanlega hefði verið hægt að ná samningum milli félaganna og flugmanna, en hart var keyrt af flugmanna hálfu og nær einskis svifist. Það er ríkisvaldsins nú, að vega og meta þessar aðgerðir, þessa uppreisn gegn löglegum yfir- völdum og forseta íslands, og refsa þeim eins og hverj- um öðrum aðila. Ríkisvaldið má ekki hopa fet i þessum málum. Því ber skýlaus skylda til að láta réttmæta refs- ingu ná yfir þá, sem hér hafa verið að verki.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.