Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 30. júní 1969 Bla6Jynr alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. SAM - þingmennirnir og humorinn ÞAÐ verður ekki af honum SAM-i okkar skafið, að oft tekst honum bráðvel upp, einkum þegar hann á við að etja saklaus- ar sálir og einlæga draumamenn. Síðasta afrek SAM-s er það, að láta 42 þingmenn undirrita áskorun til Evrópuráðsins um það, að þeim kæmi betur ef stéttarbræður þeirra í Grikklandi fengju aukið frelsi eða yrði sleppt úr haldi. Það er nú svo. Næst ættu þessar frelsiskempur að reyna að ná Shiran hin- um arabíska úr tugthúsinu fyrir að myrða Kennedy, því eflaust leiðist honum þar. En gamni sleppt, af hverjum er verið að spottast. Allir þing- menn kommúnista undirirtuðu þetta skjal. Og kommúnistar, eftir l’affair Tékkóslóvakía, fyllast nú brennandi áhuga á því, að komma-þingmenn í haldi eða útlegð, hverfi aftur til heima- lands síns, jafnvel í gömlu sætin. Ef einhver er enn þeirrar trúar, að kommúnisti, undir hvaða nafni, sem hann dulbýr sig, sé hugsjónamaður frelsis og jafnréttis, þá skyldi sami rann- saka ráð sitt alvarlega, ella heita pólitískur auli. Kratar undir- rituðu engum að óvörum og grunur er á að a.m.k. sumir þeirra annarra en plaggið undirrituðu héldu til skamms tíma, að Akropolis, væri ekki annað en ný tegund þvottaefnis. Það eru tveir aðilar í heimsmálunum, sem sífellt eru að mótmæla. Annarsvegar Skandinavar en hinsvegar blökku- þjóðirnar í Afríku, en þar búa þær allar, nær undantekningar- laust við algjört og ofast svívirðilegt einræði, en hver stjórnar- byltingin þar er annarri blóðugri, og þar fjúka hausar oftar en bábiljurnar úr þingmönnunum hér heima. Gríska stjórnin er eflaust harðhent á andspyrnumönnum sínum. En gríska þjóðin, ef frá er talin hálfvitlaus leikkona og flóttamenn nokkrir, lætur sér þetta í léttu rúmi liggja, og hundruð þúsundir túrista í Grikklandi, hafa vart séð þjóðina í glaðara bragði. SAM tókst laglega að teyma meirihluta þingmannanna okk- ar á asnaeyrunum. Til hvers hann gerir það skal ekki fullyrt, en maður er smátt og smátt að komast á þá skoðun, að SAM sé mestur húmoristi íslendinga, og aldrei hafi honum tekizt betur upp en einmitt nú. Mikið úrval af enskum ullar- 09 „teryline"-frökkum hatU&nÍAko HER RA D E I LD Á rápi með rítstjóranum Hótel Valhöll — Eldhætta en næturvörzlulaust — Yfirsjón, sem gæti orðið hættuleg — Biskupinn og prestastefnan — Trúleysi — hver er sekur? Ég brá mér um helginia síð- ustu austur í Valhö-11, gisting- arstað Þingvallargesta. Það er gott að koma í Valhöll, hý- býli bafa verið endurnýjuð og allur sómi er bar að veitinga- starfsemi allri. Þjónusta er lipur, marercttað á borðum og „ristaður silungur" hið mesta lostæti. Það er ekki oft, að athafna- menn bregði sér í sumarfrí •— einn sólarhring — en svo er það með okkur, sem meinað er að gera verkföll eða standa í verkbönnum og öðrum brögðum hiinnai, sem betur eru settir. Þó finnst manni, að slík hvíld sé ekki ofrausn, því heimkeyrsila frá Þingvöllum á sunnudagseftirmiðdegi er slík, að heita má að hvíld eystra hverfi eins og dögg fyrir sólu þegar ökumenn hafa staðið í akstrinum heim aftur til Reykjavíkur. Ragnar Jónsson, hóteleig- andi Valhallar, hefur ýmislegt margt gott gert fyrir veitinga- stað sinn þairoa á slóðum feðra vorra. Herbergi hafa verið betur úr garði gerð en fyrr, miatsialiir endurbættir, stofnaðar bafa verið ýmsar búðir bæði til öifanga, pylsna og minjaigripa, umhverfi lag- að og hreinsað og aðkoma öll hin snyrtilegasta. Eins og ég drap á fyrr, er ég heldur morgunmaður en hitt, líkt og Skallagrímur á Borg, fer snemma í rekkju en rís árla, og er sá háttur oftast lík- uir með framámönnum. Þetta er nokkrum vand- kvæðum bundið í Valhöll. Gristist'aðurinn hefur, að því bezt varð séð, ekki nætur- verði að kalla- Klukkan sjö um morguninn ákvað ég að ganga um búðairrústirnar frægu, fara í labbitúr áður en alþýða risi úf rekkju. bæði til heilsubótar og fróðleiks. En viti menn: Klukkan sjö á sunnudags- morgnj var ég hreint fangels- aður í hótel ValhiiII. Útilok- að var að komast út, ekki mannvera á vakt og í ekkert hús að venda, nema með því að vekja upp einhvern starfs- mann, sem manni, satt bezt sagt, veigrar við. Þarna ráf- aði ég veglaus um veitinga- sali, en sá enga sál, heyrði ekki annað en svefnlæti gisti- liúsgesta. Sól var vel komin á loft, fagurt að sjá yfir vatn- ið og ána, stillt veður og fugl- ar flögrandi. Ég settist hví við gluggann, framan við mót- tökuherbergi og skrifstofu hót- elsins, kveikti mér í sígarettu os starði út til þeirra er við frjálsræði bjuggu. Á brúnni yfir Öxará, þar sem bílalest- irnar trana allan daginn, sá ég tvær veiðibjöllur í hörku- slagsmálum, börðust af heipt, en með engum árangri. Minnti það á þá Ormstungu og Hrafn, sem bannað var einvígi á hólmanum fyrir neðan Lög- réttu á sínum dögum, enda var árangurinn sá sami, fugl- arnir hættu báðir ósárir og mættu þó veiðibjöllur gjarna eigast betur við svo þar fækk- aði heldur liðinu. En í einmanalcik mínum var mér hugsað til eins. Hvernig færi, ef meðal hinna fjölmörgu gesta, sem þessa nótt og morgun, sváfu á sínu græna eyra, svefni djúpum, ef eldur yrði laus? Ef inn- an þeirra hefði leynst einhver pyroman, brennu- vargur, sem skriðið hefði til verka sinna snemma morguns, einbeittur í því, að brenna inni allan gestalýðinn. Vínþrunginn svefn, er djúp- ur, a.m.k. fyrstu tíniana, og eflaust í Valhöll, eins og öðr- um gististöðum, hafa sumir fallið í svefu seint nætur og í vímu liðins kvölds. Þeir finna ekki, þótt reyk leggi um her- bergi þeirra og eru, oft, úr- ræðalausir og utangátta, þótt vaktir séu. Brennuvargi, geð- veikum, hefði eflaust vel tek- izt að brenna þarna inni fjölda manns, og er þó skað- ans sjálfs ekki getið. Flest hótel í Reykjavík hafa næturverði. Þessir menn vaka yfir líkamlegu öryggi gesta, stjana við þá, sem seint ber að garði og greiða fyrir þeim. En, því miður var hér ekki um slíkt að ræða. Húsið hefði getað brunnið upp eða stór- skemmst af eldi, án þess, að ábyrg næturvarzla hefði getað komið þar til teljandi hjáipar. Þetta tel ég mjög hættulegt á- stand. Það þarf ekki brennu- varg til. Alveg eins gæti ein- hver gesta sofnað frá sígar- ettu og valdið eldsvoða. Spurningin er sú: Getur hót- eleiganda, á gististað, sem byggður er úr timbri einu saman, leyfst að hafa ekki næturvörzlu? Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er fallið í hann. Þótt Valhöll veiti ágæta og oft frá- bæra þjónustu, er staðurinn svo vinsæll helgargestum, að hér er um háskalega ógætni að ræða. Það myndi vel nægja þótt ekki væri annað cn strák- lingur eða smástúlka, sem sæti og vekti um nætur í því skyni, að tryggja öryggi þeirra, sem á herbergjum sofa. Ragnar hóteleigandi hefur drifið Valhöll upp úr lág, gef- ið staðnum gott orð og bætt þar alla þjónustu og fyrir- greiðslu almennt. Vitanlega getur honum yfirsézt, eins og öðrum, en vona mætti og krefjast verður, að þetta vin- sæla gistihús verði ekki að eldgildru fyrir þá, sem vilja njóta þar gistingar og viður- gernings um helgar. Ekki tóksit biskupi okkar fimlega á prestaráðstefnunni uim daginn, fremur en Guð- mundi Arasyni í Sk-agafirði þegar höfðinigjar nyrðra vildu ekki veita hcmum grið á Hól- um.. f ræðu sinni skammaði hann Rússa, öfgastefnur, Bandiaríkjamenn og vestræna menninigu, og síðast en ekki sízt, fslendinga fyrir eindæma lélega kirkjusókn og trúleysi almennt. Komst prestastefnan að þeirri niðurstöðu, að Grímseyjarbúar sæktu mest tíðir en Reykvikingar verst. Átaldi hann þjóðina, hóflega, fyri-r sinnuleysd. vanmat á Kristi 02 öðrum himnafeðr- um. En við lestur ræðu hans og viðbröigð hjarðarinmar, þ. e. prestanma, var hvergi minnzt á, að vera mætti, að ástæðan vaeri ekki einungis trúarskort- ur heldur hinn almenni skort- Ur á hæfum og röggsömum prestum. Ef dæma ber eftir ræðum presta, er um harla andlausa stétt að ræða. Ræð- ur þeinra eru blælausar, and- leysið og meðalmennskan ráða þar miklu, og svo afbrýð- in milli þeirra, sem ráða, tveir eða fleiri í sömu prestaköll- um, fræ-g að endemum. Þeir „mappa“ sér í jarðarfarir. fermimgar og skírmir, eins og beztu heildsialar, sem kepp- ast um umboðin sín, em eru varla á viðtalsvettvangi hver við annan. Full þörf virðist að næsta prestastefna brýndi fyrir með- limum sínum, að kveða harðar að orði, hætta helgislepjunni og brýna fyrir mönnum guðs- ótt.a og góða siði, eins og þeir MEINTU það en ekki i nú- verandi tóni. Prestar eru nú ekki annað en háskólagengn- ir menn, kosnir af nokkrum sókniarbömum og ákaflega breiskir og mannlegir eins og háskólamenn eru gjarnan. Biskupintn okkar, sem er virðulegur og gáfaður maður en engin undantekning. En hann er yfirmaður hinmar op- inberu kirkju, sem alls ekki á neitt sameiginlegt með Gvöndi hinum góða né þeim trúartil- finningum. sem hér réðu á öndverðri Sturlungaöld. Reiði- og umbótalestur hans kom því heldur spanskt fyrir sjónir, og það eitt að skella allri skuld- inni á trúleysingja í dag, var ákaflega misheppnað skot í garð okkar fslendinga. —J. Láti ið Mánudags blaðið sj d um auglýs tinguna r

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.