Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 30.06.1969, Blaðsíða 7
Mánudagur 30. júní 1969 Mánudagsblaðið 7 Rússneskar eldflairar og vetnfs- sprengjur frá vísiniamönnum Hítlers Framhald af 8. síSu. Þýzkaland, sem nú er ranglega nefnt Austur-Þýzkaland, tiltölulega auðveld. Nema hvað þeir voru þreyttir. Þegar vopnahlé komst á, höfðu þeir því m.a. mikinn hluta fylkjanna Mecklenburg og Sachsen (Saxland) á valdi sínu, og auk þess Thiiringen allt, en einmitt á þessu svæði var marga helztu vísindafjár- sjóði Þýzkalands að finna þá — af ýmsum ástæðum. Og um það hafði Stálín sterkan grun. Hann gaf því Eisenhower ,.hershöfðingja", æðsta yfirmanni lýðræðisherjanna, fyrir- mæli um að rýma nefnd hérúð. Skipað — hlýtt! Hinn 5. Júlí 1945 birti Eisen- hower því svohljóðandi boðskap til Þjóðverja í Meckhlenburg, Sachsen og Thúringen: „Allar verksmiðjur, mannvirki, verkstæði, rannsóknarstofnanir, tilraunastöðvar, einkaleyfi, fram leiðsluleyndarmál, áætlanir, teikningar, vinnu- og verklýs- ingar, uppfinningar og upp- götvanir, ber að varðveita ó- skaddaðar og skila í góðu ásig- komulagi í hendur fulltrúa Bandamanna". Lýðræðisleg tilhliðrun Innan fárra daga frá því að þessi boðskapur var birtur, höfðu banda- rískar og brezkar hersveitir rýmt að fullu landssvæði að flatarmáli um 35000 km2, höfðu hopað um 150 km. vestur á bóginn. Á 650 km langri víglínu! (Ha? Var einhver að tala um „Járntjaldið"?). Þær hendur, sem tóku við því er Eisenhower bauð „að varðveita lagi", voru sowjeskar — og þeir fætur, sem þrömmuðu inn í borg- innar Leipzig, Weimar, Halle, Schwerin, Erfurt, Plauen, svo að nokkrar sén nefndar, voru sow- jeskir, að vísu klæddir bandarísk- um hermannastígvélum, en af þeirri nauðsynjavöru höfðu lýðræð- ismenn Roosevelts látið Sowjet- mönnum í té samtals 14.000.000 — fjórtán milljón — pör á árun- um 1941—1945. Það var samstundis mikið að gera, verkið sóttist vel og afrakst- urinn var gífurlegur. T.d. hinn 22. Október 1946, en þann dag, kl. rúmlega 4 að morgni, buldu byssu- skefti rauðliða á hurðum íbúða prófessoranna við háskólann í Jena, svo og hjá forstjórum og sér- fræðingum sjónglerjafyrirtækisins Zeiss og glerverksmiðjanna Schott. Einnig hjá Iyfti- og flutningatækja verkfræðingum Bleicherverksmiðj- anna í Leipzig, sérfræðingum efna- iðnaðarins í Leuna og meisturum vefnaðarverksmiðjanna Koetschen í Apolda. Og um líkt leyti voru éinnig allir eldflaugavísindamenn og flugvélasérfræðingar, sem voru búsettir í Austur-Berlín og á sow- jeska hernámssvæðinu, eða þeir, sem lýðræðissinnar höfðu afhent Rússum upp í pöntun á „stríðs- glæpamönnum", vaktir úr fasta svefni og þeim tilkynnt, að nú yrðu þeir gestir Ráðstjórnarlýðveldanna næstu 5 ár, og að þeim væri „hér með veittur þriggja stunda frestur til þess að ganga frá farangri sín- um". Hermenn úr Rauða hernum höfðu höfðu umkringt húsin og bandarískar herflutningabifreiðar biðu við hliðin. En á árunum 1941 —1945 höfðu lýðræðissinnar Roosevelts afhent Sowjetmönnum 427.284 flutningabifreiðar, þar af 9-029 yfir 10 smálestir að öxul- þunga og að verðmæti $ 31.429.- 043,00 á markaðsverði 1938. Skilvísi lýðræðismanna Öll búslóð og allir innanstokks- munir voru færðir út í bifreiðarnar, og jafnvel bréfakörfurnar voru tæmdar í poka, sem síðan voru vandlega innsiglaðir. Og öllu ekið á næstu járnbrautarstöðvar. Um 24 klst. síðar héldu 33 járnbrautarlest- ir af stað austur aðeins frá Halle, Dessau og Oranienburg með yfir 2.000 þýzka vísindamenn, sér- fræðinga og tæknifræðinga ásamt fjölskyldum þeirra, en á árunum 1941—1945 höfðu lýðræðismenn Roosevelts látið Sowjetmönnum í té 1.045 járnbrautavagnasamstæð- ur. í þessum hópi voru m.a. próf- essor Fritz Baade, yfirverkfræðing- ur Junkers-flugvélaverksmiðjanna; prófessor Kurt Benz, er smíðaði He-162, sem þegar árið 1944 komst yfir 800 km. á klukkustund vegna hins byltingarkennda aftur- kastshverfils síns; Siegfrid Gúnt- her, yfirverkfræðingur Heinkel- flugvélaverksmiðjanna, sem hafði unnið að smíði He-178, fyrstu þrýstiloftsflugvélar í heimi, síðan árið 1936. Siegfrid Gúnther hafði áður tekizt að flýja yfir á hernáms- svæði Bandaríkjamanna, en þeir höfðu „skilað honum aftur til Sowjetmanna, töldu hann „stríðs- glæpamann", er hefði ætlað sér að reyna að „smeygja sér úr greipum réttvísinnar". í járnbrautarlestunum, sem námu staðar í Podberesje í grennd við Moskvu, voru einnig öll tæki og allar vélar Junkers-, Siebel- og Heinkel-flugvélaverksmiðjanna. í öðrum lestum, sem lögðu upp frá Gera, Pösneck og Saalfeld, og námu staðar í Odessa og Lenin- grad, voru heilar rannsóknarstofn- anir, tilraunastöðvar, tæki og vélar, sem hvergi þekktust annars staðar í heiminum. Dýrmæt bóka- og skjala söfn, ásamt vísindamönnum á svo að segja öllum sviðum mannlegrar þekkingarleitar. Undirbúningurinn að aðförunum hafði tekið marga mánuði, enda voru hryðjurnar látn- ar ríða yfir nær samtímis á hinum ýmsu svæðum: allar undankomu- leiðir voru því nær lokaðar. „Þjóð- verjarnir fengu há laun, fengu í mörgum tilfellum þrisvar sinnum hærra kaup heldur en liinir rúss- nesku sérfræðingar. Þeir fengu betra húsnæði, stærri matvæla- skammt og öll þau hjálpartæki, sem þeir þörfnuðust við störf sín. En þeir voru fangar." Þetta segir Anton Zischka í hinni stórmerku og áreiðanlegu bók sinni „V/ar es ein Wunder?", sem svo oft áður hefir reynzt mér ómetanleg heimild í tölfræðilegum efnum, þegar ég hefi verið að leitazt við að kynna mér lýðræði í orði og á borði. Við hraðlestur bókar ísraelsjúðans Michel Bar-Zohar, „Die Jagd auf die deutschen Wissenschaftler", virðist mér ekki fara á milli mála, að Rússar hafi kunnað að meta feng sinn og meðhöndlað hina þýzku vísindamenn í samræmi við það. Þeir voru engir verkalýðsforingjar! Af stað burt í „lúxus"-þrældóm- inn voru ennfremur dregnir Dr. Peter Thiessen, prófessor og for- stjóri eðlis-efnafræði- og raf-efna- fræðideildar Kaiser-Wilhelm-vís- indastofnunarinnar x Berlín, er jafnframt hafði verið deildarstjóri við Ríkisrannsóknaráðið í almennri efnafræði; og barón Manfred von Ardenne, brautryðjandi á sviði há- tíðnitækni, sjónvarpsvísinda og frumkvöðull að smíði fullkomnustu rafeindasmásjár, sem gerð hafði verið, þar að auki sérfræðingur á sviði ísotopa-aðgreiningar. er hafði úrslitaþýðingu í úranvinnslu. Einn- ig „gómuðu" Rússar prófessor Max Vollmer, heimsfrægan vísinda mann í eðlis-efnafræði, sem starf- aði við tækniháskólann í Berlín- Charlottenburg, og hafði unnið sér ódauðlega frægð á sviði hálfleið- ara- og girðilags-tækni, auk þess sem hann hafði getið sér ekki ó- merkan orðstýr við geymasmíðar. Prófessor Gustav Hertz, er hafði verið yfirmaður við sveiflurann- sóknir Heinrich-Hertz-rannsóknar- stofnunarinnar þangað til 1933, síð ar forstjóri II. tilraunastofnunar Siemens-hringsins; Dr. Nikolaus Riehl, rannsóknarstjóri Auersatn- steypunnar og sérfræðingur um svo að segja allt, sem vitað var um litljós Dr. L. Lewilogua, forstöðu- maður varma-tækni-rannsóknar- stofnunarinnar í Dahlem. sam- starfsmaður Nóbelsverðlannahafans Petrus Debye; og tugir og aftur tungir annarra heimsfrægra vís- indamanna voru slitnir upp með rótum og fluttir nauðugir til starfa fyrir þá, sem höfðu lagt svo mikið af mörkum til þess að heimurinn gæti orðið „save for democracy" í framtíðinni. Hingað til hefir reynzt ómögu- legt að upplýsa með fullri vissu, hversu marga vísindamenn og sér- fræðinga Rússar fluttu nauðungar- flutningum úr rústum Þriðja ríkis- ins, því að þeir komu ekki nálægt því allir heim aftur. Enginn veit heldur, hversu ínargir meistarar, fagmenn o. s. frv. fóru sem „gest- ir". Ágizkanir reika milli 14.000 og 23.000. Og víst þykir, að mikill fjöldi ágætra, þýzkra vísindamanna starfi enn af kappi í Rússlandi við hin ákjósanlegustu skilyrði. Þ. á m. máske ýmsir, sem misst hafa nán- ustu ættingja og vini í Churchill- morðárásinni á Dresden 13./14. Febrúar 1945. Stórhrikalegt líkrán Stórárás Rússa á þýzk vísindi hin 22. Október 1946 vakti að vísu talsvert uppnám í. lýðræðis- tíkjunum fyrst í stað, en hjaðnaði samt sem áður ótrúlega fljótt að því er virðist. Ástæða þess getur vel hafa verið sú, að lýðræðissinnar hafi ekki kært sig um að halda málinu of lengi á dagskrá af ótta við að athyglin drægist óþægilega mikið að sér sjálfum og „hernaði" sínum á sömu „vígstöðvum". Rétt er það að vísu: rússneska stórárásin var hrikaleg, en — hún hófst til- tölulega seint. Hún hófst rösklega tveimur árum seinna en hin banda- ríska „Operation Paper-clip" og ríflega einu og hálfu ári eftir að „MIST" (Frakkland) og „BIOS" (England) hófust handa. En reynd- ar höfðu Iýðræðismenn Roosevelts sýnt það löngu áður en „Operation Paper-clip" hóf fólskuverk sín, hvaða vinnubrögð þeir telja sið- menningarþjóðum sæma í um- gengni sinni við alþjóðlega vernd- aðan eignarrétt yfir hugverkum og öðrum ómetanlegum menningar- verðmætum, því að — þegar hinn 31. Desember 1942 hafði Rooselvelt- stjórnin tekið eignarnámi öll einkaleyfi, ekki aðeins allra Öxulríkjaþegna, heldur einnig allra ríkisborgara þeirra landa, sem Öxulríkin höfðu hernumið, samtals yfir 50.000! En árið 1945 var þó gengið enn- þá lengra, því að — þá voru öll þýzk framleiðslu leyndarmál og vörumerki gerð upptæk um allan heim, Ríkiseinkaleyfastofnuninni í Berlín lokað, og þannig varð ekki mögulegt að koma við verndun eignarréttar yfir nýjum uppfinningum. Og hinn 26. júlí 1946 ákváðu 28 lýðræðisríki á ráðstefnu í Lon- don, að veita þegnum sínum ó- tímabundinn afnotarétt yfir þýzk- um einkaleyfum og vörumerkjum — og þannig varð þýzkum fyrir- irtækjum forboðið að selja sína eig- in framleiðslu í þessum löndum, ef hún bar þeirra eigin vörumerki og var árangurinn af þeirra eigin uppfinningum. Það voru aðeins Spánn og Portúgal, Sviss og Sví- þjóð, sem neituðu að eiga hlut að þessu tröllaukna líkráni á mann- kynssögumælikvarða, en einnig þáð hafði í rauninni enga þýðingu því að fyrir notkun einkaleyfa og vöru- merkja þarf sem kunnugt er að inna reglulegar greiðslur af hönd- um, og til slíks fékk ekki nokkur Þjóðverji nauðsynlegan gjaldeyri hjá sigurvegurunum. Einhvers staðar hefi ég séð það haft eftir Dr. Fritz Gummert, sem lengi var yfirféhirðir „Styrktar- sambands þýzkra vísinda", að „hver sá, sem hefur í hyggju að leika einhverja þjóð jafn grátt og Róm- verjar léku Karþagómenn, nær skjótustum árangri méð því að gera samansafnaða þekkingu henn- ar upptæka, kemba landið af vís- idamönnum hennar og tæknifræð- ingum — og láta síðan örlög ráða, hvernig fer um afganginn ..." ölmusulýður Og það var nákvæmlega þetta, sem lýðræðissinnar og samherjar þeirra lögðu ofurkapp á að koma í framkvæmd strax og sigur var unninn. Að auðvitað mörgu öðru viðbættu. Það var þess vegna, að Winston Churchill gat tilkynnt Neðri málstofu brezka þingsins hinn 16. ágúst 1945: „Hauslaus skrokkur hefir fallið sigurvegurun- um yfir Þýzkalandi í skaut", og hann lét þess ekki heldur ógetið, hverjir það voru, sem höfðu af- höfðað Þýzkaland, eða a.m.k. gert sitt bezta í þeim efnum. En hvað um það. Winston þessi Churchill var heimsþekktur orð- sóði; og „sigrarnir", sem hann vann fyrir þjóð sína, hafa orðið til þess að tilvera hennar — ölmusutilvera að vísu — hefir um langan tíma, er ennþá og mun að Iíkindum lengi verða undir því komin, að hinn „hauslausi skrokkur" reynist henni örlátur. Og það er reglulega gott fyrir Englendinga (og reyndar fleiri), að „hauslausir skrokkar" hafa að jafn- aði lélegt minni. J.Þ.Á. Sjónvarpið Framhald af 8. síðu. slíkt sjaldan fyrir, alltof sjaldan. eins og einhver leynd hvíli yfir öllu þar. Ytra bera menn hugmyndir um nýjungar eða endurbætur á borð fyrir þá, sem bæði eiga að njóta og skoða, en stefnan hér heima virðist sú, að undirbúa ein- hverjar nýjungar og skjóta henni svo að almenningi, eins og úr laun- sátri. Þessi skot mislukkast oftast eða eða eru einskonar uppstilltar lummur, sem ekki er gagn í. Frétta- tilkynningar eru þurrar, og aldrei taka þeir sem reglulegum þáttum stýra fyrirmenn deildanna í „kokkhúsið" í þessum þáttum sínum. Ég veit ekki hvort þetta er hin typiska „yfirmanna- hræðsla" eða þá hitt, að hinir ýmsu ráðamenn eru dauðhræddir við að láta sjá sig. Milli stofnananna og almennings myndast þannig eins- konar veggur, sem ekkert vinnur á. Bréfum er ekki svarað, uppá- stungur um fjölbreytni sleppa hindrunarlaust framhjá þessum felumönnum. Það er sko alls ekki nauðsynlegt að hafa á sér útvarps- eða sjónvarpsstimpil til að fá hug- myndir. Þær fæðast stundum utan stofnananna. Nú er farið í langt hlé. Ósvífni út af fyrir sig en sleppum því. Það væri kannske ekki of mikið að ráðamenn sjónvarpsins reync. nú að koma með og vinna að einhverj- um nýjum hugmyndum, eða aðrir þar í stofnun, undirbyggju stötf sín fyrir næstu lotu með meiri natni en til þessa. J. M. KAUPMENN! Látið Mánudagsblaðið kynna neytndum vörur þœr sem þið hafið á boðstólum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.