Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.07.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 07.07.1969, Blaðsíða 1
BAKKUS OG KRATAR 21. árgangur. Mánudagur 7. júlí 1969. 5. tölublað. Þúsundir Reykvíkinga og Suðurnesja- manna reyna aö ná Vallarsjónvarpinu Samtök í fjölbýlishúsum — Magnarar hjálpa mikið ■— Útsendingar frá „Vellinum“ styrkari? — Verða breytingar? — Stcíán Þórír Gudmundsson, t'aateignasali, er mikill bind- indis- og íbróttamaður. Fyrir skömmu var Steíán á göngu með vini sínum, sem hatði mikið drukkið og var ckki beint lánsmaður. Ræddu þcir um áícngisböl og atlciðingar þess. Þá varð Stetáni að orði: „Já, hann Bakkus er mikill ó- vinur, bæði svikull og Iyginn". Síðan þagði hann um stund, cn bætti svo við „og bezt gæti ég trúað, að hann væri Krati‘‘ Þúsundir Reykvíkinga, Suðurnesjamanna o.fl. hafa nú gert ýmsar ráðstafanir til að „ná Keflavíkursjónvarpinu" og komst verulegur skriður á þetta nú þegar íslenzka sjónvarpið geysp- aði golunni. í fjölbýlishúsum hafa ibúarnir bundizt samtökum um slíka ráðstöfun í sambandi við magnara og önnur brögð til að skýra mynd að sunnan, og hefur viða mjög vel til tekizt. Þá er og talið að útsending Vallarsjónvarpsins verði sterkari en áður innan skamms, en sagt er að bráðlega verði sjón- varpað þaðan í litum, eins og tíðkast nú víða um heim. Ný viðbrögð Það er nú upp komið, eins og hér var spáð, að heillaleysi Gylfa menntamólaráðherra í þessum, efnum, hefur ekki verið einleik- ið. Síðan hann lét g'amla kuría, mislukkuð skáld ogóráðslýð knýja sig til að loka fyrir sjónvarpið, hefur almenninigur leitað allra bragða til að ná útsendingum þaðan. Hefur það víða vel tek- izt enda er íslenzka sjónvarpið með öllu ófullnægjandi. Hlutverk Gylfa Allt þetta sjónvarpsmát hefur farið yfirvöldunum hér á landi eins óhöndulega og frekast mátti verða- Þótt sextíuimenningarnir hafi undirritað skjal, sem var eins úrelt í sk'oðun og það var kjánalegt, þá var og er yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar með því, að Vallarsjónvarpið sendi það sterkt út, að við getum notið góðs af. Kommar, að venju, hræddu ráðamennina í ríkisstjórn og nú hófst hinn fáranlegasti gaman- leikur, sem um getur í slíkum efnum, en þar léku aðalhlutverk- in, ríkisstjömin, ameríski am- bassadorinn, sem þá var og yfir- maðúr varnaliðsihs syðra. Gylfi Þ. Gíslason lék kvenhetjuna, sak- láusu stelpuna, sem „vildi ekki, nema þú giftist mér“, en am- bassadorinn var einkonar megl- I ari milli heryfirvaldsins og Gylfa. Málið tók á sig svo fáranlegan Flugmenn, kaptein-1 ar og verkföll Forustumenn flugmanna voru uggandi um hag sinn í síðustu viku. Ástæðan var einföld. Hæpið er, að i nokkurntíma hafi verkfall verið verr séð af almenningi 1 en villikattaverkfall flugmanna, og fundu þeir drjúgt i til þess, að almenningsálitið var þeim allt annað en í hagstætt, en þjóðartapið í heild geysimikið. \ í sambandi við þetta má svo benda á, að vart þekk- t ist til í heiminum, _að menn verði ,,kapteinar“ á stóru i vélunum um eða undir þrítugsaldri, og benti einn af 4 mörgum flugstjórum okkar á þessa staðreynd. Kap- \ teinar stóru vélanna ytra eru menn bæði eldri og með i miklu meiri reynslu. þótt engri rýrð sé kastað á ís- I lenzka flugmenn. Það mun nú kosta nær 200 þúsund i krónur að fá flugmannspróf, en ef slíkur flugmaður % kemst inn á annaðhvort félaganna, þá sér það um 4 framhaldsmenntun hans honum að kostnaðarlausu. 4 Krafan um almenna menntun er gagnfræðapróf, sem 4 ekki þykir ýkja dýr menntunarvegur. 4 Ef flugmenn okkar langar að fljúga í Alaska, Biafra 4 eða á öðrum hættusvæðum, þá er þeim það augljós- 4 lega frjálst. Hitt má þenda á, að marga mun fremur 4 langa til að búa hér á Fróni, og fá ágætiskaup, jafnvel 4 stórmikið kaup miðað við allan almenning hér og jafn- 4 vel þá, sem bezt og dýrast eru menntaðir. 4 Þessvegna teljum við, að villikattaverkföll séu ekki 4 aðeins tap fyrir flugmenn sjálfa, heldur og hættulegt 4 tap fyrir flugfélögin, sem nú eins og annarsstaðar 4 standa í samkeppni svo gífurlegri að um líf eða dauða 4 er að tefla. blæ, a£ hálfu vannarliðisins, auk asnaskaparins í Gylfa, að suma fór ekki að undra þótt Ameríku- mönnum tækist ófimlega á sviði alþjóðamála- Allir bölva Til þess að snúa sig út úr mál- inu var sú aðferð höfð, að í gegn- um bandaríska ambassadorinn, bað Gylfi amcrísku varnarliðs- yfirvöldin að biðja sig um leyfi til að mega „lækka útsendingar- spennuna syðra“ svo ckki trufl- aði hún íslcnzka menningu. Þessi málsmeðferð gékk svo fram af forsætisráðherra, að hann vildi hvergi nærri koma, en hafði að sögn, sagt í þröngum hópi, að slíkur „alþjóða pólitískir fimleik- ar“ væru 0*11010 aðilum til skamm- ar. Varnarliðsmenn sjálfir urðu bálillir, því útsendingar ætlaðar þeim urðu ógreinilegar, fjórtán þúsund íslendingar undirrituðu niótmælaskjal, en öll alþýða bölv- aði flandri ríkisstjórnarinnar, trú- girni hcnnar og fávizku. Hræsni Dana Danskir, sem sýndu enn sitt rétta samvinnuandlit, sáröfund- uðu Islendinga fyrir að fá að sjá sum dýrustu prógröm heims, al- gjörlega frítt, réru undir þessum áróðri í blöðum sínum og töldu þjóðernismetnaði íslands ofboðið með því að leyfa aðgang að sjón- Framhald á 7. síðu. Leikfang Mánudagsblaðsins Prófkosningar í sveitum lands Þarft nýmæli hjá Framsóknarflokknum — Hinir gætu lært Tíminn, s.l fimmtudag, skýrir frá merkilegu nýmæli, en það er, að í ráði sé að hefja prófkosningar út á landi varðandi framboð flokksins. Þetta er ein af fáum jákvæðum hugmynd- um, sem fram hafa komið í íslenzkum stjórnmálum. Reykjavíkurvaldið Framboð einstaklinga íyrir flokkana út á land halfa jafnan verið ákveðin hér í Reykjavík af flokksráðsklíku, jafnvel einstak- lingum. Hefur þefcta gert það að verkum, að kjósendur hinna ýmsu kjördæma, hafa lítt eða elcki getað valið sér talsmenn á þingi, en orðið að sæta i'áðstöf- unum héðan úr Reykjavík. íhaldið Þetta nýmæli Framsóknar- flokksins gæti orðið góð fyrir- mynd fyrir hina flokkana. Flokks- einræði er alltaf óheppilegt og aldrei til góðs. Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknaflokkurinn hafa ætíð toúið við siWk einræði, enda er mikil óánægja innan ráðamanna flokkanna vegna þess arna. f Sjálfstæðisflokknum eru hin suíndurleitustu öfl, sem nálega vinna hvert gegn öðru- Hf flokks- stjórnin gæfi fólki úti á landi einhverja möguleika til að stilla upp eigin mönnum þá myndi samlyndi allt batna og vald flokksins og samheldni aukazt. Umbót fslendingar þurfa mikilla stjórn máialegra umbóta og þótt, eins og Mörður gamli sagði, illt sé undir að búa, þá hefur Framsóltna- iflokkurinn lög að mæla. Sjálf býr Framsókn í hinu mesta illbýli innan flokksrammans. En vera má, að þessi viðsýnisumbót hafi þar jákvæðan árangur, og væri betur. Þau öifl innan flokksins, sem jákvæð eru, kunna nú að Framh- á 6. síðu. Er það satt, að „Judas“-hljóm- sveitin ásamt Magnúsi Kjartans- syni eigi að leika á næstu „pop“- messu sr. Arclíusar?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.