Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.07.1969, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 07.07.1969, Blaðsíða 3
Má-midagur 7. ?úlí 1969. Mánudagsblaðið 3 vel ekki síður þó að urn erindis- leysu hefði verið að ræða. En það var Churahill, ekki siömenningin, sem réði gerðum Breta þá, eins og svo oft síðan. Og að lokum: lýgi lýðræðisins um að það sé Rússum að kenna að Rudolf Hess er kvalintn í Spandaufangelsinu. 1 íangelsisreglugerðinni, sem öll fjögur hernámsveldin haifa samið, samþykkt og staðfest op- inberlega, stendur skýrum stöf- um: „Ákveði eitthvert hinna fjög- urra samningsríkja að hætta þáttlöku sinni í starfrækislunni, þ.e. neiti að leggja varðlið eða l'jármuni til Spandaufangelsisins, ber að líta svo á, að Fjórvelda- lögsögunni yfir því sé lokið, og skal þá leggja það niður- Föng- um þeim, sem þá kunna að vera þar í gæzlu, skal skilað í hend- ur þess ríkis, sem lét handtalta þá og fara fyrir Nurnbeng-dóm- ®tólinn“. Af þessu ákvæði samni:igsins verður deginum Ijósara, að ef eitthvert hinna þriggja lýðræðis- r/kja, sem þarna eiga hlut að móli, fengi mannúðarsnert, og vildi í raun og veru að hann lýsti sér í öðru en orðaskvaldri, þá væri ekkert auðveldara — og það m.a.s. án þess að eiga noikk- uð á hættu! Enn má bæta því við, að sam- kvæmt viðtekinni refisivenju í flestum vestrænum ríkjum, og þá í þremur hinna fjögurra Spandauvelda, telst lífstíðarfang- elsisrefsing 15 til 25 ár í mesta lagi, og aö einangrunarrefsivist or bönnuð lengur en í 1 ár sam- kvæmt frönskum rétti. I.ýðræðisleg dómsorð- rr Friðarviðieitni Rudolfs Hess bar sem kunnugt er engan ár- angur. Hann virðist sjálfur hafa verið' undii'' það búinn, því að 'í' bréfi því, er hann skrifaði Hitler áður en hann lagði af stað, segir hann: „Þér getið þá látið lýsa því yfir, að ég sé geðveikur". Rudolf Hess lét ekki heldur neinn bilbug ó sér finna frammi fyrir böðlum sínum, frekar en neinn hinna píslarbræðra hans. Mánuðum saman hafði Hess hlýtt á hatursrokurnar í Núi-nberg án þess að láta sér bregða. 1 að- ífanga hegninganna mik’lu var honum gefið tækifæiá til þess að scgja nokkur orð. Hann mælti á þessa leið: „Um langan tíma ævi min'nar var mér unnað þess að starfa undir mesta syninum, er þjóð mín hefir eignazt í þúsund ára sögu sinni- Ég sé eldd eftir neinu. Stæði ég aftur við uppihaf göngu minnar, myndi ég aftur stai'fa eins og ég heffi starfað, og það enda þófct ég vissi, að á leiðarenda biði logandi bálköst- urinn bnanadauða míns“. DÖMSORÐ: Ævilangt fangelsi . Á meðan tvö stórveldi oig tvö iyrrverandi stórveldi gæta þessa ógnvekjandi gamálmennis, ætti heiinsifriðurinn ekki að vera í yfirv'ofandi hættu- Það útilokar hins vegar ekki, að í a.m.k. öðru hinna fyrrverandi stórvelda fer þeim stöðugt fjölgandi, sem velta því fyrir sér í alvöiui, hvort föð- urland þeirr væri mikið skuld- ugra, éf það hefði tileinkað sér „geðveiki" Rudolf Hess árið 1941 og síðan, en hafnað „framsýni“ Winston Ghurchills frá sama tíaaa. J.Þ.A. KAKALI skrifar: I HREINSKILNI SAGT — Hörmungarástand — Túristar utanlands og innan — Snilld ríkisstjórnarinnar — Sambúðin við Krata — Hjálp Kommanna og Framsóknar — Heimasætan og hinn bersyndugi — Heppni, óheppni og örlög — Afbrýði. Það er ástana á Islandi núna. Hvert fyrirtækið af öðru fer á hausinn, uppbDð- in blómstra, lögfræðingar falla úr hor, gömul, fræg fyrh'- tæki riða til falls. verk- föll og vei'kbönn, síldarleysi og almenn sút. Á sama tíma sigla skipin okkar full af lífsglöðum far- þegum, alþýðufólki, sveitirnar og þjóðvegirnir eru nær ófær- ir um helgar fyrir kátum boi'garbúum sem aka gljá- fægðum vögnum sínum út í sólina, flugvélarnar okkar fara hverja gilæsiferðina á fætur annarri til sólríkra suð- urlanda. Ungu skrifstofustúlk- urnar okkar — og reyndar sumar eldri — flýja drunga- legt skap Islendingsins og kynnast blóðheitum suður- landabúum. Ferðaskrifstofu- stjórar núa saman höndum, kampakátir yfir „góðri að- sókn“. Um helgar eru allir skemmtistaðir höfuðstaðarins fulilir, fararkostir erlendra stór- skipafélaga prýða hafnir og örþreyttir miðklassamenn frá Ameríku, bólgnar eða krumpn- ar kerlingar, sem drepið hafa af sér þreytta eiginmenn, haltr- ast hér milli minjagripasal- anna, færandi gjaldeyrinn heim. Þetta er óttalegt á- stand, einkum fyrir flugmenn og flugvirkja, sem virðanst missa af allri þessarri gleði. Sú var tíðin, fyrir all-mörg- um árum, að sauðkindin, var einn helzli og tryggasti við- skiptavinur Flugfélags Islands- Fjárflutningar í lofti. voru þá tízkan, og ek’ki þóttist sú sauð- kind með sauðkind. sem ekki hafði skroppið milli héraða í flugvél. Og vei þeim hrúti, sem ætl- aði sér til fangs við unga gimbur, sem -ekki hafði stimpi- aðan miða frá F. I, til að sanna mennt sína og heiims- brag. En nú er öldin önnur. Allt stígur í verði, bílar, matur, sjónvarpið og skattar (ef þeir þá stiga í verði). Bjargálna maður og einn bezti embætt- ismaður þjóðarinnar em reknir eða áminntir í félagi stangveiðimanna, fyrir það eitt að bjóða hærra í ársprænu en ölil samtökin höfðu efni á, og enn annar, sem gjarna vildi afla gjaldeyris með veiði- leyfasölu er útskúfaður úr mannfélaginu með öllu. Þetta kallar þjóðin rétta þt'óun mála, en vinur okkar Sigurð- ur A. Magnússon, ættjarðar- ást. Ofan á allar hörmungar bæt- ist svo að vinsæl pop-hljóm- sveit hefur gefið út dánar- tilkynningu og' necrolog um sjálfa sig, æskunni til harms og trega. Það er sk'o ekki heyglum hent að stjórna þjóð- félagi, sem svo voðalega býr að þegnum sínum. En íslend- ingurinn getur allt, næstum því, og það sem hann ekki getur, getur ríkisstjórnin. Það er hreinasta snilld hvernig núverandi ríkisstjórn, getur haldið öllum þessum sundurleita lýð, sem landið byggir, saman, og öllum til góðs. Hugkvæmni hennar er með eindæmum. Efhanavant- ar verkefni eða hugsjón, jafn vel hugmynd, þá er leitað í s-narheitum í leiðara Þjóð- viljans og þaðan tekin lína, sem þegar verður að „stefnu- skrá“ stjórnarinnar. Hf að að- alstuðningsmenn stjórnarinnar kaupmennirnir, fá einhverja hugmynd, sem horfir til bóta, þá er þeirra hugdettu þegar fyrir borð kastað, og kaupmönnum refsað með þvingunum. Þetta eru kall- aðar framfarir og hafa reynzt hinar haldbeztu, enda situr stjórnin með glæsibrag og sjást þar hvorki merki elli né þreytu- En heppnin er ekki öll , vegna einstæðrar samheldni og heppilegrar andúðar komm- únista á ríkisstjórninni. Til samvinnu við stóra flokkinn heifur valizt einhvert skemmti- legasta fyrirbrigði, sem ís- lenzk sjórnmál þekkja, svo ekki sé talað um þjóðina alla. Alþýðuflókkurinn, þessi far- sæla heimasæta íslenzkra stjórnmála, er rekkjufélagi Sjálfstæðisflokksins, að þessu sinni. Og engrnn getur né vill sanna það, að þessi heima- sæta hafi misst meydóminn, þótt frekleg séu faðmlögin. Telja má, að náleg'a sé um heimsmet að ræða hvernig þessi saklausa mær hefur sloppið, ekki aðeins líkam- lega heldur og á andlegasvið- inu. öll þau þarfamál, sem Sjálístæðisflokkurinn hefur hnindið í framkvæmd, og þau eru mörg, þakkar hin ljúía heimasæta sér, brosir bláum, saklausum augum, og hver er svo harðbrjósta, að hann trúi ekki augnaráðinu, siðpi-ýðinni og sakleysinu, þegar um góð- gerðir í garð iandsmanna, er að ræða- 1 ellefu ár hefur enginn blettur fallið á þessa saklausu samverkapíu, allt hið illa og vonda í veröldinni á Islandi er að kenna hinum mikla graðung, Sjálfstæðis- flokknum, sem löngum reyn- ir að spilla öllu siðgæði, kúga ti'i hlíðni eða ná fram vilja sínum á þann hátt, sem sjen- tilmanni er ekki sæmandi. „Ég gaf sjómönnum vöku- lögin, verkalýðnum verkfalls- réttinn, þjóðinni opinberar trygging'ar frá vöggu til graf- ar, listamönnum styrki“ segir mademoiselle Kratína, og brosir. Övinurinn, Sjálfstæðis- flokkurinn, hræddi burt síld- ina, eyðilagði markaðinn, hrak- smánaði kaupsýslu, felldi gengið og, síðast en ek'ki sízt, réðist á fátæklegustu stétt þjóðarinnar, flugmenn, með Ofiforsi. Og Sjálfstæðisflokfcurinn, þessi karlmannlegi risi, sem ítök á í öllum þáttum þjóð- félagsins, brosir í kampinn og þolir allar raunir. Þau hljóta að vera lipur, rekkjubrögðin kratanna, ef þola skal hvert áfallið á stjórnmálasviðinu á- tölulaust. Og svo, þegar heimasætan í íslenzkum stjórnmálum, snýr bakinu við Sjálfstæðisflokkn- um í 'augnabliksfússi, þá fær hann enn eina hjálparhelluna. Framsókn, að vísu nokkuð við elli, og harðmýld (saman- ber Skúla hertoga) lætur sjaldan á sér standa. Eins og margar eldri konur, verð- ur bún að hlíta því lög- rnáli, að leggja fram ver- aldleg auðæfi, til þess að fá önnur verðmæti, sem aðeins fást gegn ærnu gjaldi. Á þess- um hrörnandi áram hefur hún svo ánetjazt Sambaodinu, að þessi friðill hefur orðið nær allsráðandi í lífi henn- ar. Allar tilraunir Tímans til að þóknast einhverri stéttinni hafa kæfzt í fæðingu fyrir það óorð, sem maddaman heíur fengið fyrir ótímabært og næstum óeðlilegt smjaður og óeðli í garð Sambandsins. Blað- ið hefur orðið einskonar allra- gagn, getað í hvoruga löppina stígið, en bægt frá völdum hinum betri Ki'öfum. Yfir sál- arlífi þess ráða nú vinstriöfi og óheillaöfl- Styrkurinn, bændastéttin, heldur enn viss- um trúnaði, en þar hefur Ingólfur á Hellu svo herfi- lega skekkt víglínuna, að bændur þykjast vart annan eins bjargvætt fengið hafa. Jafnvel Eysteinm hefur látið það frá sér fara, að sér þyki „einna verst hve hann Ing- ólifur sé vinsæll í mínu kjör- dæmi“. Þetta hefur orðið hið bezta vatn á myllu Sjálfstæð- ísflokksins, gert honum kleyft að urra ánægjulega, þótt ó- byrlega hafi blasið í bóli Krata. Þannig hefur það tekizt fyr- ir Sjálfstæðismenn að lifa sæmilega og stjórna oít all- vel. Hér er um að ræða ein- hverja þá stórkostlegustu póli- tísku bó'lifiimleika, sem um get- ur- Viðhaldið og frillan vinna í órólegri samúð að heillhans, og, þrátt fyrir áföll stór og risavaxnar bylgjur, heldur hánn enn um stjórnvölinn' og lifclar líkur að hann missi hans í bráð. En á Islandi er samt allt í volli. Þjóðin telur sig svelta, en siglir þó, og gefur stór- gjafir þágstöddum. Fyrirtækin fara á hausinn, en samtblakta þau flest einhvern veginn. Litlu skrifstofupíjurnar „hilla“ aura út úr bönkunum og gæla við sólbrúna kroppa sína á sandströndunum. Skipin okk- ar eru yfirfull af fai'þegum og hótelin ráða ekki við aðsóknina um helgar. Sveita- ferðalög aukast, sumargisti- húsin em upppöntuð. Þjóð- vegir fullir af bílum og land- ið er litauðugra en nokkru sinni fyrr vegna tjaldstæð- anna marglitu. Við stjórnvölinn stendur svo Sjálfstæðisflokkurinn og nýtur ótakmarkaðs trausts ó- tryggrar verzlunarstéttar, ó- rórrar millistéttar og land- lýðs nieð þvílíkt langlundar- geð að ódæmi þykja, Og samt emm við fátæk og vesöl. Hvað veldur? — Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu sniðunum! — Útbreiddasta tízku- og handavinnublað Evrópu! — Með notkun ,,Burda-moden“ er leikur að sníða og sauma sjálfar!

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.