Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.07.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 07.07.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 7. júlí 196ö. Ritstjóri og ábyrgSarmaSur: Agnar Bogason. Simar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. PrentsmiSja ÞjóSviljans. Pétur Benediktsson látinn „Hann var í senn heimsborgari og mikill íslendingur11 — þannig fórust gömlum þingmanni orð, er hann frétti hið svip- lega og óvænta fráfall Péturs Benediktssonar, alþingismanns og bankastjóra. Fráfall Péturs Ben., eins og hann var kall- aður í daglegu tali, var bæði ótímabært og skyndilegt. Þar kvaddi heiminn ekki aðeins vinsæll frammámaður í íslenzku þjóðfélagi, heldur og einn persónuríkasti maður í íslenzku þjóðfélagi í dag. Pétur var, sem er þó ótítt um bankastjóra á íslandi, bæði vinsæll og vel metinn. Hann var glæsimenni í útliti, lipur og léttur við hvern mann, glaðvær og reifur, en hafði þó þá al- vöru til að bera, sem vel sómdi slíkum merkismanni. Snemma voru honum falin trúnaðarstörf fleiri en almennt gerist. Þótti mönnum, sem málefnum sínum væri vel borgið, ef Pétur sýslaði um. Þjóðarleiðtogar okkar komu og skjótt auga á kosti og hæfileika hans. Fulltrúi þjóðarinnar, sendi- herra, fjármálafulltrúi hjá stórþjóðum, bankastjóri og ráðgjafi var hann; þingmennsku tók hann í kjördæmi Ólafs Thors, tengdaföður síns, í þann mund sem kjördæmið var í mikilli hættu. Eins og búast mátti við, þá var Pétur umdeildur maður, en þótt sumir gagnrýndu skoðanir hans, þá báru þeir óskipta virðingu fyrir einbeittni hans, málafylgju og einarðleik. Klám- högg greiddi hann ekki og öllum undirmálum var hann ?nd- vígur. Þótt Pétur lifði langa starfsævi ytra var ísland jafnan efst í huga hans. Hann unni íslenzkum kveðskap og íslenzkum fræð- um. Bókmenntir íslenzkar voru yndi hans, jafnvel grá forn- eskja islenzkrar þjóðsögu, var honum bókmenntalegur fróð- leikur, sem ekki mátti tapast. Tilfinningamaður var hann mikill og hreifst af því sem gott var gert og vel sagt. Þrátt fyrir miklar annir gaf Pétur sér tóm til gamanstunda; þá ræddi hann persónuleg áhugamál sín, óskir og vonir. Gleði- mennska var honum í blóð borin, hann ræddi málin án full- yrðinga, hlustaði eftir skoðunum viðstaddra, mældi og vó orð þeirra og álit. Bankastjórar standa jafnan í styr nokkrum, þeirra hlutverk er að vega og meta aðstæður þeirra er til þeirra sækja. Eru þeir jafnan undir lofi eða aðkasti þeirra, sem til úrlausnar koma. Þar tókst Pétri að halda vinsældum og virðingu. Á al- þingi stóð styr um Pétur; hann var ekki múlbundinn og eng- inn veifiskati. Sannfæring réði, þótt oft kostaði það tíma- bundna óhægð í forustu flokks þess er hann fylgdi að málum. Aldrei urðu þó þessar óþykktir langvarandi. Menn sáu þar, að málin voru flutt vel og einarðlega og hugur og hugsun fylgdi málflutningi. Nú er Pétur fluttur „til betri veiðilanda" einsog gömlu kemp- urnar í Vesturheimi sögðu um látna forfeður sína. Það er söknuður að fráfaili slíks manns, sem svo ótímanlega var brott kaliaður. Reiðarslagið er mest fyrir konu, börn og ættingja, en það er það ekki síður fyrir þjóðina, sem á að baki að sjá góðum dreng, afbragðs starfsmanni og ágætum íslendingi. Við höfum sjaldan getið þess hér á okkar siðum, þótt góðir menn hafi fallið í valinn. Sá er ekki háttur okkar. Aðrir verða til, sem bera munu réttmætt lof á starf Péturs, bæði vinir og andstæðingar. Á rápi með rítstjóranum Fegurðarkeppnir út um sveitir — 300 þúsund fegurðardís- ir — Hver er krafan? — Guðsótti og góðir siðir — Ung- frú Mykjunes o.s.frv. — Róbert og rakkarnir góðu — Hundalíf ... og dauði — Að gjalda hvers? — Gunnar og Sámur á Hlíðarenda — Óþrifnaður, öfgar og réttlæti. „Ég er ungfrú Mykjunes, en ég ungfrú Suður-Múlasýsla'1 og álíka björt og fögur orða- til tæki verða Islendingar að þola innan skamims þ-e.a.s. naes-ta árið þegar „alheims- keppni" fegurðardísa á fs- landi verður haldin. 1 sum- ar verða kosnar 25 fegurðar- dísir í sýslum, kauptúnum og öðrum merkisstöðum, en síð- an verður hópnum smalað saman í Reykjavík og valið úr hvað líklegast verður til ásetnings. Hverri fegurðarsamkeppni fylgir dans og önnur saklaus skemmtan. Fegurðarkeppni fs- lands var, í eina tíð mjög virðulegur atburður. Þá voru kjörnar stúlkur, sem sumar hverjar, vöktu athygli ytra, komust í arðbærar stöður sem fyrirsætur og vöktu jafnframt athygli á landi og þjóð. Hin síðari ár hefur þetta breytzt nokkuð þ-e. þær hafa hvergi unnið, og mun fegurðarskort- ur valda eða þá það, að al- þjóðadómurum mun þykja fs- land hafa fengið sinn skerf af fegurðardísum. Ameríkumenn, sú fróma þjóð, er vitlaus í fegurðar- keppnir. Auk almennra ríkja- keppni, þá eru þar blóma- drottningar, epladrottningar, og kartöfluuppskerudísir. Ef þeir hins vegar gripu til aðferða oikikar hér á ís- landi yrðu þar u.þ.b- þrjú hundruð þúsund fegurðar- dmttningar, sem velja ætti úr til að fá „MLss America", og fullyrða má, að það yrði hverjum meðalmanni, þótt kvenmaður væri, ofraun, að dæma um slíkan hóp kvenna, þegar, í þokkabót, þær allar væru nervösar og titrandi á smáum beinum sínum. Mér er ókunnugt hin síðari ár, hversu þessum keppnum er varið, og skiptir það reynd- ar engu máli. Ytra eru það fegurðarsérfræðingar, þekkt nöfn í heimi tízkulífs og leik- listarlífs, listamenn aðrir og máske einn þekktur tíztou- blaðamaður, sem dæma um endanfega lausn þessarra vandamála. Gaman væri að vita hverjir eða hverjar hafa úrslitavaldið hér út umsveit- ir og þorp. Eru það sérfróð- ir menn frá Reykjavík, eða er það æpandi „ball“-liðið á sveitaskemmtununum, sem þannig heiðra innfæddar blóma rósir? Hvort heldur er, þá er þetta orðið dálítill, en ef- laus, skrípaleikur. Nú er það eitt erlendis, þeg- ar til heimsátafca kemur í þessum efnum að stúlkur þær sem keppa, verða að vera vammlausar, siðprúðar, kunna góða hegðan, framkomu etc. áður en hinir strömgu dómar- ar fella endanlega dóm. Allir þessir kostir verða að vera til staðar a.m.k. á yfirborð- inu. Það myndi sko alls ekki duga, að t-d. ungfrú Þing- eyjarsýsla, ef sigursæl yrði, þyldi ferskeytlur eftir „heims- frægan", sfcáldmæltan frænda sinn, né myndi heldur duga þótt t.d. unigfrú Húnavatnis- sýsla vitnaði um ættir sínar samkvæmt dómabókum þar í sveit. Vera má„ að ég „kyniker" eins og útlendir orða það, en sannast sagt, þá hef ég tak- markaða trú á þessu vali út um sveitir. „Saklaus sveita- stúlka‘‘ er orðtak, sem hvarf með allsnægtarárunum og saklaus kaupstaðarstúlka er orðtak, sem aldrei þótti hald- gott né satt- „Fávísar" stúlk- ur úr sveit og kaupstað eru algengar. Um siðpiýðina skal ekki rætt, en mimna má þó á hinar ágætu pillur, sem koma í veg fyrir afleiðingar, sem ýfa myndu brýrnar á hinum ströngu dómurumytra. Svo segja blöðin, að árið 1970 komi allur hópurinn, 30 talsins utan Reykjavíkur hing- að til keppni. Þetta verður spennandi augnablik — þrjá- tíu píjur á bikini, eftir hálfs- mánaðar mannasiðanám í höfuðstaðnum og síðan beint til Beirut, Long Beach eða Florida. Mikið djöfuis góðir business-menn hljóta þeir að vera, sem nú standa fyrir þesssum fegurðarkeppnum. * Sá ágætis-listamaður Róbert Arnfinnsson, er maður óragur ef dæma má eftir sbrifum hans um bumdamorð í Mbl. Telur Róbert, að yfirvöldin í Kópavogi séu líkust naz- ins'tum, en fórnardýrin, negr- ar og Gyðingar ytra, en hund- ar hér á íslandi. Það er gam- an að vita til þess að hundar skuli nú, fyrir alvöru, eiga upp á pallborðið á Islandi. Stór hópur manna á sér heim- ilishunda, rækta sérstök hundakyn og hafa mikla á- nægju af. Eins er og rétt, sem Róbert bendir á, að hund- ar eru góðir leikfélagar bama. séu þeir góðir hundar, en ekki grimmir- Svona breytist veröldin. Líf hundanna á íslandi hefur ver- ið ærið misjafnt. Sámur Gunn- ars í Hlíðarenda er þjóðhetja, enda hafa alltaf á þeim bæ humdar verið, sem borið hafa nafn þessa merka forföður síns. Reyndar er mér óskilj- anleg frægð Sárns. Hann kemur tvisvar við sögu, fyrst þegar Gunnari er gefin rakk- inn og svt> þegar hundurinn er drepinn eftir minnsverða dauða stunu, nokkra áður en hús- bóndi hans var drepinn af Gissuri og félögum hans. En álit íslendinga hefur verið ærið misjafnt á humdinum í heild eins og ramm-íslenzk orðtök sína. „Hundalíf“ „hundshelvíti“, „tíkarsonur" og annað góðgæti haifa löng- um verið uppáhaldsskammar- yrði þjóðarinnar og þó hef- ur víst ekkert orðtæki náð eins miklum vinsældum, sem skammaryrði, en þegar einhver var kal'laður „danskur hund- ur“ hér fyrr á árumf. Og 'Svo hver gleymír þeim ágæt.u fram'tiðarvpnum drykkju _____ og ólánsmanmsins „að fára í humdana". Mér finnst að hundar, séu þeir siðprúðir eins og feg- urðardrottningar, eigi fullan lífsrétt hér í Reykjavík og Kópavogi, og þótt víðar væri leitað. Þetta eru heimsk, auð- sveip kvikindi, líkt og Krat- ar, þiggja með dinglandi skotti ef biti er réttur að þeim. Það er því ákaílega grimm ráðstöfum hins opinbera, að elta uppi hvem rakka með byssu í hendi, þrífa þá af heimilum og bana þeim „vopn- lausurn" eins og Róbert orð- ar það- Ástæðan er sú, að hundar séu óþrifnir, að sögn. Sjálfur hef ég ekká stigið á hundaskít frá því ég var í sveit, en hins vegar hef ég oft stigið í þann skít, sem íslenzka æsfcan — erfingi landsins — lætur eftir á göt- um og á þjóðbrautum, eftir hátíðahöld sín. En þetta er víst veröldin. Agalausri æsku skal þyrmt, löggan skömmuð fyrir að reyna að hemja hana, en hundsgreyið skal aflífa, tek- ið fyrir að sinna framþörf sinni. Lútið Mánudugsbluðið sjá um uuglýsingunu En taka viljum við undir þau orð konungs Norðmanna er fslendingur lézt í hirðvist hjá honum — hér er fallið og í jörðu lagt eitt vort bezta sverð, sem sannlega prófaðist vel í hverri AUGLÝSINGASÍMI: 13496 raun.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.