Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.07.1969, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 07.07.1969, Blaðsíða 5
Máníudagur 7. júlí 1969. Mánudagsblaðið 5 Mysticus: HARVATNIÐ Það er hreinrt ekkert gaman að því að vera orðinn nauðasköll- óttur innan við þrítuigt- Ég get borið um þetta af eigin reynzlu. Ég hafði svo mikið og fallegt glóbjart hár, en þegar ég var rétt rúmlega tvítugur fór það að þynnast uppi á kollinum fór það að verða eins og rytjulegt strý, og þar að auki fékk ég kollvik, sem stækkaði ört. Það er ekki að orðlengja það, hárið datt af mér, koilurinn varð al- veg ber, og eftir varð ekki ann- að en rytjulegur lubbi í vöng unum. Kunningjar mínir kölluðu mig aldrei annað en Svein skalla eða bara Skalla. Og svona nokk- uð eykur manni nú ekki sjans- an hjá kvenþjóðinni- Henni finnst svona bersköllóttur ung- ur maður hreint og beint hlægi- legur. Það kom jafnvel fyrir að ókunnugt kvenfólk fór að pískra og flissa, þegar það sá hausinn á mér. Ég þoli mikla önn fyrir þetta eins og þið getið hugsað ykkur. Og ég var í huganum alltaf að velta mér einhverjum úrræðum gegn þessu fargani. Einu sinni datt mér í hug að kaupa mér hárkollu, en ég vissi, að allir kunningjar mínir mundu verða trylltir af hlátri, eif þeir sæju mig með hana. Hárkblla, sem allir vita að er hárkolla, er verra en ekki neitt, þá er skallinn skárri- Ég gei-ði mér Iika lengi vonir um, að til væri einhver hárvötn eða meðöl, sem gætu læknað skallann. Það er svo mikið auglýsingaskrum í kringum þau, að maður er alltaf að gera sér vonir um, að það sé eitthvert gagn í þeim. En ekki er mín reynsla sú. Ég held, að þær hárvatnstegundir, sem ég er bú- inn að prófa skipti mörgum tug- um. Það er orðinn dálegur skild- ingur, sem hefur farið í þetta hjá mér. I fyrstu var ég að vona, að eitthvað gagn væri í þessu- En þær vonir urðu því daufari sem lengra leið. Hárvötn- in gerðu ekki hið minnsta gagn þó að ég væri að smyrja þeim á skallann seint og snemma. Hann var jafn gróðurlaus og gljáandi eftir sem áður. Og að lokum missti ég alla trú á hár- vötnum. Ég komst bara i vont skap, ef ég sá hárvötn eða hár- vatnaauglýsingar og fussaði og sveiaði við því öllu saman. Þetta var allt saman einn svindill og svikamylla eða sú var mín reynsla- Og ég var farinn að sætta mig við mín örlög með resignasjón, skallinn var kross, sem ég yrði að bera, og þar yrði engu um þokað. — Núna um daginn skrapp ég til Kaupmannahafnar og var þar ' nokkra daga. Einn daginn var ég að labba um eina þvergötuna, sem liggur frá Austurbrú. Og ég gekk þar fram hjá lítilli hár- vatna- og ilmvatnabúð. Ég kemst alltaf í vont skap nú orðið, þeg- ar ég sé slík fyrirtæki. Og ég ætlaði líka að strunza þama fram hjá- En af einhverjum á- stæðum gat ég þó ekki setið á mér að gotra augunum til Míkið urval al enskum ullar- og ,teryline"-lrökkum fá hátfá&nÍAkó H ERRADE I L D I sýningargluggans. Þar var allt fullt af sópum, ilmvötnum og hárvötnum. En augu mín stað- | næmdust undir eins við lítið hárvatnsglas, sem var eins og ofurliði borið af mörgum stærri ' glösum í glugganum. Ég skil það ekki enn, hvers vegna ég tók nokkuð sérstaklega eftir þessu glasi. Kannski var það áletrun- in á miðanum framan á þvi. Þar stóð með biksvörtum stöf- um af heldur forneskjulegri gerð Eaú de miracle. Það krussaði f mér. Rétt ein auglýsingabrellan enn með gagnlausu hárvatni. Ég ætlaði að halda áfram, en það var rétt eins og eitthvað stöðv- aði mig. Og áður en ég eigin- lega vissi af var ég búinn að fara inn í búðina og biðja um eitt glas af eaú de miracle. Það var svo skrýtið, að það var eins og þetta nafn kæmi flatt upp á búðarstúlkuna, eins og hún kannaðist ekkert við þessa teg- und hárvatna- Hún fór að leita í hillunum, en fann það auð- sjáanlega ekki „Það er eitt glas af þessu í sýningarglugganum“ sagði ég. Þar fann stúlkan það, en leit á það eins og hálfundr- andi, eins og hún hefði aldrei séð það fyrr. Svo pakkaði hún því inn og ég borgaði og fór. Ég bölvaði sjálfum mér i hug- anum. Mikill bölvaður asni gat ég verið að vera að henda pen- ingum í þessa svindlvöru rétt einu sinni enn. Eaú de miracle! Mér er sem ég sjái þetta gutl gera eitthvað undur! Ég fór heim á hótelið og lét glasið í ferða- töskuna mina- Svo gleymdi ág því eiginlega alveg, þvi að ég þurfti mikið að útrétta þessa daga. Svo fór ég heim til Reykjavik- ur. Og fyrstu dagana eftir heim- komuna hugsaði ég ekkert um glasið. Ég var búinn að taka það úr töskunni og láta það upp í hillu án þess að opna það. Svo í fyrrakvöld datt mér í hug, að það sakaði svo sem ekkert að bera þetta eaú de miracle á skallann á mér, þó að ég gerði mér ekki minnstu von- ir um, að neitt gagn væri í því. Þetta væri auðvitað sami svindillinn og öll önnur hárvötn. En áður en ég fór að hátta rauð ég hárvatninu yfir skallann. Þetta var einhver lútsterkur fjandi, mig togsveið í sikallann fyrstu mínútumar á eftir, en svo leið það nú frá. Svo fór ég að sofa. Ég svaf vært fram eftir nótt- unni. Svo vaknaði ég snöggvast eins og ég geri oft seinni part nætur- Ég leit á úrið mitt, það var rúmlega hálf fimm. Ég ætl- aði að snúa mér á hina hliðina og sofna strax aftur. En þá greip mig einhver einkennileg tilfinn- ing. Einhvem veginn fannst mér, að ekki væri allt með felldu, en ég gat ekki gert mér grein fyrir, hverju það lægi. Hárvatninu var ég búinn að steingleyma. En eins og ósjálfrátt ætlaði ég að fara að strjúka á mér skallann eins og ég geri oft eins og fleiri sköllóttir menn- En ég kippti að mér hendinni í skyndi, og satt að segja farmst mér botninn í einu vetfangi detta úr allri minni tilveru. Skal'linn var ekki lengur á sínum stað eða að minnsta kosti var hann ekki eins og hann átti að vera. I stað hans var komin einhver mjúk, en köld iðandi kös. Ég hélt, að ég væri að verða brjálaður. Ég þaut fram í bað, kveikti Ijós og hoirfði í spegilinn. Og í fyrsta skipti á ævinni trúði ég ekki mínum eigin augumí bókstalflegri merkingu. Ég var ekki lengur sköllóttur, svo mikið er vist. I fljótu bragði virtist vera kom- ið heilmikið hár á skallann. En þetta er ekki neitt venjulegt hár. Þetta voru iðandi ormar, sem höfðu sprottið upp úr höfð- inu á mér. Þeir voru langir og mjóir, gulgrænir á litinn- Þeir voru aldrei kyrrir, og það var eins og öll ormakösin hreyfði sig í takt og eins og bylgjur færu um hana alla. Ég, sleppti mér alveg í fyrstu, þegar ég sá þetta. Ég held að ég hafi rekið upp öskur af skelfingu. Svo þreif ég handfylli mína af ormakös- inni og sleit þá upp. Það var sárt, en ég, hugsaði nú lítið um það á þessari stundu. Ég fleygði þessum. ormahóp á gólfið í bað- herberginu- Þeir lágu þar iðandi í nokkrar minútur, en svo dró af þeim, og þeir voru auðsjáan- lega dauðir. Svo varð mér litið aftur í spegilinn. Þar sem ég hafði slitið ormana upp voru nýir ormar að vaxa upp úr höfð- inu. Ég sá, að eftir nokkrar min- útur mundu þeir vera orðnir cins langir og hinir, sem eftir höfðu orðið. Sem sagt, höfuðið á mér var þakið lifandi, ógeðs- lcgum ormum, sem spruttu jafn- harðan upp, ef þeir voru slitn- ir upp. Það var bara minn gamli hárkragi fyrir ofan vang- ana og í hnakkanum, sem var venjulegt hár- Hit var allt orm- ar. Þegar þessi ósköp dundu yfir mig var skelfingin slík, að ég gat í fyrstu ekki hugsað neina skýra hugsun. Svo tók ég mig saman. Ég klæddi mig í skyndi, fór út í bílinn minn og ók rak- leiðis til heimilislæknisins míns. Ég setti hatt á höfuðið, en und- ir honum fann ég ormana kríka. Læknirinn var úrillur, þegar ég vakti hann svona snemma morg- uns- En þegar hann virti mig fyrir sér sá hann, að eitthvað mundi vera á seiði. Ég var ekki að tvínóra neitt við erindið, en tók ofan hattinn og sagði „Sjáðu, hvað er komið á höfuðið á mér“. Ég held, að hann hafi fyrst haldið, að ég væri kominn með hárkollu og ætlað að fara að hlæja, en brosið á honum stirn- aði fljótlega og í staðinn kom undrunar- og skelfingarsvipur. Hann snerti ormabenduna snöggv- ast með hendinni, en dró hana eldsnöggt til baka eins og hann hefði brennt sig. „Þetta getur ekki verið" stamaði hann „þetta er á móti náttúruöflunum". Svo sagði ég honum upp alla söguna um eau de miracle. Læknirinn var eins og brotinn maður á einu vetfangi var fótunum kippt und- an hans sjálfglöðu efnisihyggju, sem þykist hafa ráðið allar ráð- gátur tilverunnar og eiga svör á reiðum höndum við öllu. Og hann sagðist ekki geta hugsað sér, að læknavísindi nútímans gætu veitt mér neina hjálp. Þetta fj'rirbæri væri hreinlega fyrir utan þeirra svið. — Síðan hef ég lokað mig inni og ekki haft tal af neinni manneskju. Þegar ég lít í spegilinn sýnast mér ormamir alltaf vera heldur að lengjast, þeir virðast kunna vel við sig á höfðinu á mér og dafna vel. Og aldrei á ævinni hef ég saknað nokkurs hlutar eins og ég sakna nú skallans míns, gamla og góða. Mysticus. PRESSAN Mánudagur 7. júli 1969. blaðsins hefur verið nokkuð í stíl við Alþýðublaðið, en þó ekki úr hófi, en blaðamennska er nú, víðast um heim, rekin í þessu formi. Islenzkir blaðalesendur hafa ætið haft rangar hugmynd- ir um eðli blaðamennskunnar sem slfkar, en „sensasjón" blaða- mennska, ef rekin í hófi, hleyp- ir miklu meira lífi og fjöri f blöðin, en hin „hugsandi pressa‘‘ — dádýrin, sem eilíft eru undir þumli pólitísku aflanna, þröng- sýn og hikandi. Sem betur fer, hefur sá leiði vani blaðamanna Vísis, að tala ætíð í minnkandi orðum um sjálfa sig smbr- „blaðasnápur" og önnur álíka orðtæki að mestu hætt. Eðli blaðamennskunnar er, þegar á allt er litið, að birta fréttir, góðar eða vondar eftir aðstæð- um, en ekki að skapa fréttimar. Um það sér sá eða þeir, sem til umræðu eru hverju sinni. Ef borin eru saman íslenzku dagblöðin og t.d. brezku, þýzku eða bandarísku blöðin, svo þau ítölsku séu ekki nefnd, þá sézt fljótlega, að íslenzk blöð, bæði dag- og vikublöð, eru miklu „hreinni" og æsingarminni en þau erlendu- Kynmök, skilnaðir, ástarævintýri og framhjáhöld einstaklinga hafa enn ekki séð dagsins ljós í íslenzkum blöðum hvort heldur viku- eða dag blöð- um. Þama skeikar íslenzkum al- menningi vegna þekkingarleysis síns er hann dæmir um sensjónal blaðamennsku í sama mund og hann dæmir gulu blaðamennsk- una, sem hrærist i persónulegu lífi þekktra einstaklinga á al- þjóða vetvangi. Islendingar hafa þann eigin- leika að vera nokkuð dómharð- ir, en hvað mætti sú þjóð, sem er talin a.m.k. 45% óskilgetin segja, ef blöðin, hvort heldur dag- eða vikublöð, hæfu upp þann sið að „reportera“ allt það, sem hér á sér stað í þeim efn- um — húllumhæ . . . KAUPMENN! Látið Mánudaqsblaðið kynna neytndum vörur þœr sem þið hafið á boðstólum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.