Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Side 1

Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Side 1
21. árgangur Mánudagur 14. júlí 1969 6. tölublaS Bankamenn í bankastjórastöðu Varhugavert að skipa „gæðinga64 í slíkar ábyrgðarstöður — Nóg er komið af ,laerfingum44 — Allir flokkar eiga lærða bankamenn — Tækifæri til breytinga f BLAÐINU f DAG: Ferðamál Sami „hring- urinn". Rógsiðja. — Sjá Kakala. Iðnaður og umbúðir — Batnandi hestamanna- mót — Með ritstjóra. Pressan, tímabær gagn- rýni. Foreldrar S.'þjóðanna. Vinahót — Árásin — Knattspyrnuþulir og margt íleira. Um þessar mundir eru tvær bankastjórastöður „lausar" i Reykjavík og vart meira rætt, en hver hreppi hnossið. Flestar getgátur lúta að þvi, hvaða pólitískur gæðingur sér þar efstur á lista, hverjir hafi þjónað hverjum flokki af auðmýkt og fórn- fýsi og uppskeri slík „fríðindi11. Eins og fyrr er hæfni, reynsla og þekking ekki rædd að marki, og enn síður hvort nú, til til- breytingar, verði leitað í röðum bankamanna til að skipa stöð- una. Þessi fáheyrða afstaða íslendinga þegar skipa á í jafn- vandamikil embætti og þessi, mun vera með einsdæmum. Hún þekkist hvergi í þeim löndum, sem kunna með bankamál að fara, nema þá helzt á Norðurlöndum, en þar er þó skyn- semi og vit ekki hrakið út í horn. Ágætir menn Núverandi bankastjórar, nær undantekningarlaust. eru gegnir menn, sem hafa öðlazt mikla reynslu og rækja störf sín með á- gætum. Margir þeirra komu óreynd ir í stöður sínar, en flestir hafa nú starfað um árabil, og náð þekk- ingu og lipurð í starfi, margir ágæt lega menntir fyrir. En flestir hafa þeir verið lítt þekktir á fjármála- sviðinu þegar þeir hrepptu núver- andi stöður sínar. Því ekki bankamenn? En margir spyrja: Því er aldrei leitað til bankamanna sjálfra þegar þessar stöður eru veittar? Ár eftir ár hafa bankamenn vart komizt nær bankastjóraembættinu en „varabankastjórar", en þar hafa þeir flestir „setið fastir" og horft upp á gæðinga hoppa í volg sætin þegar einn hefur hætt eða öðrum verið „sparkað upp" í enn æðri embætri. „Græningjar“ Bankamenn kunna þessu að von- um illa. Dugmiklir bankamenn, séðir og reyndir í bankamálum, hafa litla eða enga von til þess að ná til æðstu metorða í starfi með- an það fyrirkomulag sem nú ræð- ur ríkjum er við lýði. Skiljanlegt er, að þessir menn séu í senn von- sviknir og sárir. Þa8 er hart fyrir menn með 30 ára reynslu eða Iengri í háttsettum stöðum bankanna, að þurfa að horfa upp á „græningja ' setjast í stólinn og þurfa að kenna þeim almennar „leikreglur" svo þeir geti innt hin nýju störf af hendi. Alir flokkar eiga menn „Kerfið" krefst þess í ríkisbönk- unum, að pólitísku flokkarnir skipti þessum stöðum á milli sín. Látum það vera. En ALLIR flokk- arnir hljóta að eiga í sínum röðum, reynda menn og vel metna, sem þekkja glöggt til bankamála og yrðu samkvæmt reynslu og þekk- ingu þessvegna sjálfkjörnir „kandi- datar" síns flokks, þegar slík emb- ætti losna. Úrelt fyrirkomulag En sá háttur hefur tíðkast, í yfir- gnœfandi tilfellum, að valdir hafa verið pólitíkusar, þingmenn, jafn- vel ráðherrar, i embcetti, og í engu skeytt um fjármálalega fortíð þeirra, menntnn eða hœfni. Engum útgerðarmanni dettur í hug, að trúa nýútskrifuðum stýrimannaskólo- pilti fyrir skipi, nema skortur sé á reyndum mönnum. Eru þó slíkir piltar mun betur fallnir til að stjórna skipinu en margir þeir að stjórna bankamálum, sem í þcer stöður setjast, en á báðum hvílir mikil ábyrgð, þótt af ólíku tagi sé. Framhald á 4. síðu. Leikfang Mánudagsblaðsins HROÐALEGAR STADREYNDIR Glæpafaraldurinn í Bandaríkjunum — Frásögn Hoovers, yfirmanns FBI — Þegar menn lesa einstakar fréttir frá Bandaríkjunum varðandi glæpi , hryllir margan við, En þótt einn og einn glæpur, sem talinn er fréttamatur, sé voðalegur, þá er enn voðalegra, að lesa hvað skeður í því landi á hverjum sólarhring. Við skulum athuga þetta dálítið nánar. Árið 1967 varð, á hverjum sólarhring framið innbrot á hverri 20. sekundu, smáglæpur hverja 30. sekundu, bílþjófnaður hverja 48. sekundu, líkamsárás á tveggja minútna fresti, rán á tveggja og hálfrar mínútu fresti, nauðgun á 19 mínútna fresti og morð á hverri 47. mín- útu. Fyrstu þrjá mánuðina 1968, jukust glæpir um 17% frá sömu mánuðum 1967. Fyrsta júlí 1968, fyrir réttu ári, syrgðu Bandaríkja- menn, að drepnir hefðu verið 25 þúsund Bandarikja- menn síðustu sjö árin í Viet Nam. Á sama tíma voru 67 þúsund manns myrtir í Bandaríkjunum. Margir halda, að þessar tölur, sem aukast með ári hverju, séu ekki annað en and-bandarískur áróður. Því miður er svo ekki. Þetta er orðréttur kafli úr grein eftir J. Edgar Hoover, yfirmann bandarísku ríkislög- reglunnar, sem birtist í nóvemberhefti Reader’s Digest 1968. Húrra! - Húrra! „Pillan" handa karlmönnum Bandariskar tilraunir vekja nu miklar vonir Jæja piltar, til hamingju með daginn. Þau tíðindi hafa gerzt, að miklar vonir eru til þess, að þið getið bráðlega farið að brúka ,,pilluna“ þetta; dýrðartæki hinnar moderne-stúlku. — Hugsið ykkur ánægjustundirnar framundan. Nú þurfið þið ekki lengur að lifa í sífelldum ótta við það ,,sem aðeins var stundar- gaman , barnsmeðlögin. Allt slíkt mun hverfa, ,,tryggingarnar“ kætast og Kvíabryggja hverfur úr sögunni, sem samastaður og refsistaður þeirra, sem ekki gátu goldið gjaldið. Langur tilraunatími Auðvitað eru það bandarískir læknavísindamenn, sem ætla þann- ig að bæta hag okkar, veita á brott áhyggjum. Raunverulega liafa þeir verið að dulla við þessa „pillu"-hug mynd í garð karlmanna, en, eins og vísindamanna er siður, þá bíða þeir lengi unz þeir þykjast gera fulyrt eitthvað í þessa átt. Mein- ingin er sú, að annaðhvort fái karl- menn pilluna eða sprautu, sem verkar vissan tíma. Og ekki skera þeir við nögl ■ þegar til stórmála kemur þarna í Ameríku, því að the „U. S. National Institute of Child Health and Human Development" veitti vísindamQnnunum 3 milljón dollara styrk til að vinna að þessum málum. Dregur úr offjölgun Lœknavísinda-dálkurinn í -Neivs- week (14. júlí) lýsir þessum til- raunum mjög náið, og telur upp kosti þess og möguléika. Aðalkost- inn- telja þeir þann, að þetta geti mjög dregið úr offjölgun mann- kynsins, sem horfir til vandrœða. Telja þeir, að það.sé löngum karl- maðurinn, sem vilji ákveða stærð fjölskyldunnar. Þá finnst þeim, að pillan, sem kvenfólk notar sé hvergi ncerri fullkomin, vegna ýmissa neikvceðra afleiðinga við notkun hennar. „Okkur vantar getn aðarvarnir" segjir einn lceknanna, „sem aðeins hafa áhrif á getnaðar- fcerin, en ekki önnur líffceri, eins og pillan oft gerir". Úreltar og ánægjusnauðar aðferðir Utan pillunnar, notuðu kven- menn oft „hetturnar" gömlu, en þcer höfðu þann ókost, að vera máske ekki til staðar, er til þurfti að taka, eða þá svo óöruggar, að afleiðingarnar urðu hinar verstu og bölvað ólán. Ýmsar aðrar gam- aldags-aðferðir til að fyrirbyggja barneignir, hafa reynzt óþcegilegar, sárar og veita ekki hálfa áncegju af athöfninni. Framhald á 6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.