Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 6
Mánudagsblaðið Mánudagur 14. júlí 1969 Blöðin og afstaða hins opinbera Þakkarverð áderpa Tímans Eftirfarandi grein birtist í Tím- anum fyrir skömmu, leiðara. Þar sem efni hennar er í senn tímabært og aðkallandi, tókum við okkur bessaleyfi og birtum hana í heild. í mörg ár hefur hér verið hamr- að á þessu efni þ. e. hið óeðlilega samband blaða og opinberra aðila. Blöðum er meinaður aðgangur að öllum skjölum, þó opinber séu, búa við úrelta meiðyrðalöggjöf og mæta skilningsleysi og aðkasti í hvívetna. Orð Tímans eru sannarlega í tíma töluð. — Ritstj. „Það var minnzt á það hér í blað- inu fyrir skömmu, að eitt mikilvæg asta hlutverk blaða væri að veita þjóðfélagsöflunum aðhald, ekki sízt opinberum sýslunarmönnum og opinberum rekstri. í hlutverki þess gagnrýnanda á að líta á blöðin sem þjóna almennings. Á Norðurlönd- um er þetta hlutverk blaða í háveg- um haft og löggjafinn hefur sjálfur lagt mjög ríka áherzlu á að tryggja með lögum að blöðin geti rækt þetta hlutverk. Slíka löggjöf vanr- ar hér á landi og aðstaða íslenzkra blaða og blaðamanna er þarna langt að baki því sem er á Norðurlönd- um. Hér leyfa embættismenn sér jafnvel að „skella á" blaðamenn, sem leita upplýsinga um sjálfsögð- ustu hluti er allan almenning varð- ar. Á Norðurlöndum er öllum op- inberum stofnunum og hvers konár trúnaðarmönnum ríki^, ríkisstofn- ana og sveitgrfélaga^skylt að lög^ um að veita blaðamönnum aðgang að öllum gögnum, sem ekki teljast til hernaðarleyndarmála. Löggjaf- inn lítur þar svo á, að blaðamenn séu eftirlitsmenn almennings með opinberum rekstri. Sakamál er nú á ferðinni í Svíþjóð sem sýnir glöggt hve þar er rammlega tryggð- ur réttur blaðanna á þessu sviði. Var mál þetta rakið hér í blaðinu fyrir skömmu. Þegar höfð er í huga hin erfiða aðstaða íslenzkra blaða til að veita aðhald og skapa sterkt almennings- álit í þessum efnum, miðað við það sem er hjá frændum okkar á Norðurlöndum, vegna torsóttrar leiðar að gögnum og strangrar sönnunarbyrði í meiðyrðalöggjöf, ríður einmitt á, enn frekar en ella, að blöð taki hart á misferli í opin- berum rekstri, þegar þau á einhvern hátt komast yfir óyggjandi gögn þessu varðandi og krefjist þess að mál af þesus tagi fari rétta boðleið til dómstóla og þau tekin föstum tökum öðrum til viðvörunar og að- halds. Nóg er víst til af málum af þessu tagi samt, sem blöð kamast aldrei í tæri við eða hreyfa ekki vegna þess að aðgang vantaði að gögnum. Það verður því að teljast merki um hættulega þróun almenn ingsálitsins á íslandi, þegar blöð sæta aðkasti og eru ásökuð um of- Verðlaunahafar Æskannar Nýlega lauk spnrningakeppni Æskunnar og F.í. um Danmörku. Sigurvegari varð Jóhanna Margrét Þórö- dóttir, en Jóhann Tryggvi Sigurðsson vann ritgerðarkeppni um H. C. Andersen. Verðlaun voru ferð ,/il Danmerkur með F. í. og sjást hér sigurvegararnir ásamt þeim Sveini Sœmundssyni, blaðafulltrúa F. 1. og Grími Engilbertz, ritstjóra Æskunnar. sóknir þegar þau krefjast þess að á málum verði tekið með fullri hörku. Slíkar ásakanir um ofsókn- ir eru furðulegar þegar fyrir liggja gögn, er sanna sekt, jafnvel staðfest af ráðherra." ,Pillan' Framhald af 1. síðu. Ódýrar og öruggar „Við höfum enn ekki fengið hin- ar fullkomnu getnaðarvarnir" segir Gerald V. LaVeck, stjórnandi NICHD (sjá að ofan). „Við þörfnumst getnaðarvarna, sem eru í senn öruggar, ódýrar, fullkomnar og ölum viðkomandi velkomnar". Greinin er ákaflega tæknileg og við hvorki nenntum né treystum okkur að snara henni á íslenzku að nokkru gagni. En viljum þó benda fróðleiksfúsum æskumönnum, ef þeir vilja, að kynna sér þessa nýung í blaðinu. Múllumhæ Ja, það verður sko aldeilis húll- umbæ í framtíðinni á böllum hér og svcitaskröllum, þegar, og ef, þessi nýung nær fram að ganga. Við sjáum í anda alveg spáný oroa- skipti eiga sér stað milli ungra elsk enda í hita nceturinna: „ertu með pilluna þína, elskán,'— ég gleymdi minni". Það er sko ekki alveg ónýtl að vera barn framlíðarinnar. argus augiýsingaslofa því ekki Pitlochry? I'I' ferð ársins er skipulögð fyrir Jvá, sem vilja njóta hægijegrar sjóferðar við fyrsta ílokks aðbúnað og ferðast um fallegt land í aðlaðandi umhverfi. Lerðin er lil Skotlands — til Loch Tummel, Glen Errochty, og mcira að segja til Pitlochry. lif þér kjósið áln ggjulausa utanlandsfcrð í sumar- leyfinu, talið við ferðaskrifstofu Kimskips um hinar fjölbreyltu I I' ferðir. Fáið upplýsingar um Skolland. Njótið þess að ferðast Ferðizt ódýrt-Ferðizt með Gullfossi AI IAK NÁNARI UPPLÝSINGAR VLITIR: FERÐASKRIFSTOFA EIMSKIPS, SÍMI 21460 H.F. EIMSKIPAFELAG ISLANDS KAUPMENN! Látið Mánudagsblaðið kynna neytndum vörur þœr sem þið hafið á boðstóium. VIÐ höfum nú flutt verzlun okkar frá Aðalstræti 18 að Berg- staðastræti 10A pinaiHFARESTVE T &eoliA nAomiai tAWONEItf WIOKEIÍ RAWOtere KPS KFS KPS — og bjóðum eftir sem áður eftirtaldar úr- vals vörur við góðum kjörum: RADI©NETTE sjónvairps-, útvarps- og segulbandstæki. WÆL BF® S kæliskápa, frystikistur, frystiskápa, eldavélar. VI H n JC rafmagnsþilofna, (sjálf- virka — 3ja ára ábyrgð). 3oppas uppþvotta- og þvottavélar. ljósaperur. NF.OEX ÞIÐ eruð velkomin til okkar. EINAR FARESTVEIT & co. h.f. Bergstaðastræti 10A Sími 16995 (Örstutt inn af Skólavörðustíg neðanverðum).

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.