Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 14.07.1969, Blaðsíða 8
Gangstéttirnar í Austurstræti — SANA-whisky? — Björn Ólafs og Beethoven — Minipilsin — Kvennabósinn og vænd- ið — Vallarsjónvarpið — HVE LENGI láta borgaryfirvöldin það dragast, að gera við gangstéttina í Austurstræti? Er hér átt við sérstaklega sunn- anmegin, en sú stétt er að verða beinlínis háskaleg, einkum konum á háhæluðum skóm og eldra fólki, sem hætt er á að misstigi sig á þessum ójöfnum. Það er til helberrar skammar fyrir borgarbúa, að ein aðalgata borgarinnar skuli ekki vera betur úr garði gerð en raun ber vitni um og ætti að lagfæra þetta hið bráðasta. EINS OG KUNNUGT ER þá bera yfirvöldin mikinn kinnroða fyrir öllu umstanginu í sambandi við SANA, og mega vart á það minnast. Gárungar á Akureyri gera jafnan spott að öllu þessu, því þótt þeir búi við KEA-valdið, sem þar ræður mjög ríkjum, þá finnst þeim það hálfgerð skömm, að ríkið skuli hafa orðið að taka SANA eins og hálfgerðan próventukarl upp á arma sína. Sjálfum líkar SANA-mönnum all-vel við þetta fyrir- komulag og hlakka mikið til þess, að ríkið komi fyrirtækinu á lappirnar og færi það síðan fyrri eigendum á gulldiski. Er orðrómur á lofti, að SANA sé með ,,plön“ um að hefja whisky- framleiðslu þegar sú tíð rennur upp og selja til Skotlands. — Næsti. BJÖRN ÖLAFS, konsertmeistari, var eitt sinn spurður að því af hverju hann spilaði svona mikið af verkum eftir íslenzka höfunda. ,,Það kemur til af tvennu", svaraði Björn. ,,f fyrsta lagi geri ég það til þess að reyna að aftra því, að þeir componeri fleiri verk. Og í öðru lagi til að minna mig á hversu óskaplega ég met Beehoven mikils". ÞAÐ NEIKVÆÐA við mini-pilsin fyrir skólastúlkurnar er það, að þegar þær setjast á skólabekkina í prófum, kippast pilsin svo hátt upp, að kennarar sjá minnisglósurnar, sem þær hafa skrifað á læri sín. En það jákvæða er það, að nú geta krakka- ormarnir ekki lengur hangið í pilsum mömmu sinnar. BLAÐIÐ KOSTAR KR. 20.00 I ÚTSÖLU. YKKAR ER GRÓÐINN — OKKAR ÁNÆGJAN Bl&S Jyru alla Mánudagur 14. júlí 1969 „Skinnleikar" og íþróttaþulir Hláleg brúkun sögualdarorSa - Misrœmi REYKVÍSKUR GÓÐBORGARI, kvennamaður að eigin dómi, kom inn á vínsölustað hér í borg, sem orð leikur á, að sé vel setinn af stúlkum, sem ekki eru afhuga því, að selja blíðu sína. Er, að sögn um tvo bekki að ræða í bar hússins, og „verðið" á stúlkunum sem sitja við nyrðri bekkinn kr. 1000, en þeim við hinn syðri kr. 500 og niður, eftir sætaröð. Kvennagullið var vel kenndur og ráfaði að nyrðri bekknum, ávarpaði bráð- fallega stúlku og sagði. Viltu ekki koma í prívat-partý, bara við, ég borga 800 krónur. Stúlkan leit á piltinn, ísköldum aug- um en svaraði svo. „Blessaður góði, því seztu ekki hjá konunni þinni. Hún er á syðri bekknum — neðst“. BANDARÍSKA sjónvarpið á Keflavíkurvelli hefur sjaldan verið betra en nú bæði skemmti- og fræðsluþættir. Þar eru gamlir kunningjar Dean Martin, glíman, allskyns lögregluþættir, um- ræðuþættir, hvar sumir af valdamestu mönnum heims skýra heimsmálin og margt fleira. Sjónvarpið skiptir oft um þætti og sífellt bætast nýir snillingar í hópinn, sem fáfróðum sjálf- stæðum íslendingum er stórhættulegt að kynnast. Það er munur að vera svona veikbyggður til sálarinnar. Enu sinni var sagt, að Þjóðleik- húsið ætti að vera „musteri ís- lenzkrar tungu". Þótti það takast misjafnlega. Nú er engu líkara en að íþróttaþulir sjónvarps og út- varps hafi tekið að sér að gera þessar virðulegu stofnanir, að álíka musteri, en þó með þeim afleiðing- um, að hvorttveggja verður að dá- litlu athlægi. Þessir ágætu þulir, burtséð frá hæfni þeirra til lýsinga, hafa tekið upp þann hátt fyrir reglu, að reyna að blanda einhverskonar Sögualdar- máli og þ. u. 1. við íslenzku eins og hún er töluð í dag. Á þetta sérstaklega og nær einungis við lýsingar knattspyrnuleikja, enda verður blánda þessi hin broslegasti kokkteill. Áhorfendur á knattspyrnuvöll- um Reykjavíkur, eins og víðar um land, og ytra, tala alltaf „vallar- mál", málísku sem tíðkast hefur frá upphafi knattspyrnunnar á ís- landi, og er skilin af öllum og þyk- ir sjálfsagt af öllum. Hver knatt- spyrnuunnandi skilur og segir, þá er han’n er á áhorfendapöllum þeg- ar tal^ð er um „á sæde" (afbökun úr off side). Þulirnir tala einnatt um „rangstæður". Markmaður ann- aðhvort „ver eða grípur boltann", en hjá málvöndunarmönnunum við hljóðnemann, ,handsamar hann boltann". Ekki má nokkur leik- maður hreinlega sparka boltanum, heldur „spymir" hann honum, og sjaldan „kastar hann inn" eins og vallarmenn kalla það, heldur „varp- ar" hann boltanum inn á völlinn. Svona mætti lengi telja upp synda- og klaufamennsku þulanna, sem sennilega halda að þeir séu að „bæta" og fága íslenzkt knatt- spyrnu-„mál". Á vellinum eru menn í öðru Framhald á 3. síðu. Haukur Morthens er nú með hljómsveit á Hótel Sögu, þar til í september. Kemur hann í stað hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar, sem nú er í fríi. Öþarfi er að kynna Hauk. Hann héfur um árabil verið einn vinsælasti söngvari okkar, jafnfær á nær öllum sviðum dægurlaga. Með Hauki leika og ýmsir kunnustu músíkantar okkar, en þeir eru: Eyþór Þórðarson gítar, Guð- mundur Emilsson orgel og píanó, Kristján Jónsson trompet og harmoniku, Sverrir Sveinsson bassa, og trompet og Guðjón Ingi Sigurðsson trommur og Haukur syngur. — Eflaust leggja margir leið sína á Sögu til.að hlusta á Hauk og félaga. STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (29) Foreldrar Sameinuðu þjóðann Úrhrakshyski — Njósnari og meinsærisseggur — Stalin- stjórnarskrá — „La Boca Grande“ — Trygve Lie: Launaður Moskvaieppur — 190 Landráðaskjól — Bölvun á bölvun ofan „Vifl hljótum að leggja ræki- Ie«a áherzlu á andstöðu okkar við Sameinuðu þjóðirnar vegna upp- runa þcirra, því að þær voru geitnar í ranglæti, fæddar í spill- ingu og þeim hefur verið haldið uppi á ættlandi okkar með svik- um og hræsni. Sameinuðu þjóð- irnar voru stofnaðar til þess að koma í stað Þjóðabandalagsins. Bæði þessi bandalög eru afsprengi Kommúnistaávarpsins; bæði eru aðeins armur heimsbyltingarinn- ar, sem ætlað var að ryðja heims- stjórninni brautina ...“ — Dr- J. A. Lovcll: THE GOD- LESS UNITED NATIONS;. grein í „The Arrierican Mercury‘‘, New York, Ágús»thefti 1959. Öll verkefni, sem eingöngu er reynt að leysa eftir lýðræðislegum leiðum, verða að vandamálúm. ÖIl vandamól af stjórnmálaleg- um toga spunnin, sem Sameinuðu þjóðirnar koma nólægt, verða að stórfenglegunv vandamólum, er síðan leiða óhjákvæmilega af sér önnur ennþá geigvænlegri við- fangsefni, oiftast þess eðlis, að svo virðist sem aðeins glópalánið eitt sé sá hlífiskjöldur, sem forð- ar öllu mannkyni frá allsherjar- tortímingu. En í mannlegu lífi er það undrafótt, sem á eilífðina fyrir sér, og allt lán er valt, ekki sízt glópalán. Það er óþarifa pappírseyðsla að telja upp þau skaðaverk, sem heimsbyggðin hefir þegar hlotið af beinum og óbeinum verknuðum Sameinuðu þjóðanna. Þó mun bara lítið eitt komið á daginn, miðað við það, sem eðliiegt er að búast við, ef Guð ekki gefur. að þessi hrollvekjandi risakleppur kikni hið bráðasta undir ofúr- þunga síns eigin sóðasakpar; og svínsháttar. ■ , Aðeiris fátt eitt á sér náttúr- legri orsakir en ógnirnar, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa léi'tt yfir mikinn hluta heims riú þegár. F'ramhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.