Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.07.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 21.07.1969, Blaðsíða 1
BlajSJyrir alla 21. árgangur Mánudagur 21. júlí 1969 7. tölublað Opnið sjónvarpið strax ísíendingar missa af öllum fréttum — óþoiandi framkoma sjónvarpsins Það er loksins nú, að almenningi er að verða Ijós sú ein- stæða ósvífni sjónvarpsins, að fara „í sumarfrí" sex vikur og loka allri starfsemi sinni. Þær vikur, sem „opinberir" starfs- menn sjónvarpsins, þurfa að hvíla sig, ske, sennilega einhver mestu tíðindi sögunnar. Allar sjónvarpsstöðvar heims, jafn- vel í Afríku-„lýðveldunum" starfa af fullum krafti. Hver ein- asta fréttastofa, undantekningarlaust, starfar árið um kring, án þess að þurfa að hvilast. Eitt aumasta sjónvarp veraldar, íslenzka sjónvarpið, starfstími 41/2 stund á sólarhring, þairf að fara í „fri" hvíla sig frá þessu voðalega erfiði, og loka öll- um fréttaflutningi, þar til „staffið" er úthvilt og getur hafið störf að nýju. 11 hundruð milljónir Um 11 hundruð milljónir manna horfðu á tunglskot Bandaríkjamanna. ALLIR nema íslendingar, sem sátu í einangrun sinni og vesöld og treystu á fréttir aðeins frá út- varpinu, um þennan atburð. (Skylt er að taka fram, að út- varpið stóð sig með ágætum). En sjón er sögu ríkari. Sjón- varpið,' yfirstjórn þess, hefur Er það satt, að „sumarfrí" hfá opinberum stofnunum, og lokun skrifstofa, ver'ði nú lögð niður að tilmaúum Geirs og Bjarna? sýnt, að þetta er leikfang, en ekki raunveruleg fréttaþjón- usta, sem landsmenn geta treyst. Hver leyfir? Okkur er ókunnugt um hvað an fréttamenn sjónvarpsins fá rétt til að hlaupa í ,,frí" — ! sex vikur — allir í senn, og loka þannig fyrir allar útsend- ingar. Vera má, að þeir vinni þar eftir þeim reglum, sem aðrir opinberir starfsmenn, að taka sér frí að vild, og skeyta engu um þá, sem keypt hafa þessa þjónustu dýrum dómum. Hér er um að ræða þvílíka ó- svífni, þvilíkt brot á öllu vel- sæmi, og algert brot á viður- kenndum reglum starfandi blaða- og fréttamanna, að ó- heyrt er. Hér er t.d. ærið verk- efni fyrir Blaðamannafélag ís- lands, að fá á hreint hvað sjón varpsmenn, sem nýlega boi- uðu sér inn í félagið á vafa- sömum forsendum, ætla að gera. En það er hinn almenni sjónvarpseigandi, sem á mest- ar kröfur og kærur á hendur ,Útilegur# á Suðurnesjum Rockville-klúbburinn vinsælastur viðlegustaða Menn — og konur — eyða á ýmsan hátt sumarfríum sínum, en þó munu konur nokkrar á Suðurnesjum hafa slegið öll met í uppfinningasemi í samþandi við þessi mál. Þessar ágætu stúlkur taka saman tjöld sín og annan viðleguútbúnað, tala mikið um alla þá góðu skemmtun og mikla náttúruyndi sem framundan er, leggja síðan af stað með poka á baki og allar hinar vígalegustu. Þegar þær eru komnar úr augsýn heima- manna, er ferðadótið skyndilega falið, og flottað upp á útlitið en síðan stefnt beint í Rockville-kiúbbinn. Þar taka áfjáðar og vinalegar hendur á móti „útilegufólk- inu", sem þar dvelst ókeypis viku eða lengur. Þegar skemmtuninni er lokið, koma þær rjóðar og sælar en þreyttar á heilbrigðan hátt úr stuttri en un- aðslegri útiveru og kynnum við náttúruna. starfsmanna og yfirmanna sjónvarpsins. Getur dýrt opin- bert fyrirtæki, sem í tíma og ótíma hefur í hótunum við sjón varpseigendur, „farið frá" og látið starf sitt lönd og leið. Sú afsökun mun verða notuð, að „sjónvarpið" muni sýna, þeg- ar það aftur tekur til starfa, þá atburði, er merkastir hafa gerzt á meðan á fríinu stóð. Þetta er skýring en alls ekki afsökun. Sjónvarpið hefur nú sem fyrr, hreinlega svikið landsmenn, hreinlega hlaupið undan merkjum meðan mest var ástæðan til þess, að það sinnti þjónustustörfum sínum. Byrja strax Það er krafa landsmanna, að sjónvarpið taki nú þegar til starfa. Það hefur öll þau tæki til þess, að geta sýnt áhorf- endum sínum þá atburði sem nú eru að ske. Á mánudag — í dag — verða merkileg tíma- mót í sögu mannkynsins. Sjón varpað verður um heim allan þessum atburðum og „telstar" mun sýna allri Evrópu, Asíu, Afríku o. s. frv. þessa atburði skýrum myndum. Afskiptir „Aðeins" 200 þúsund Is- lendingar verða afskiptir í þessum efnum. íslendingur- inn verður sá sauður, sem ekkert sá, ekkert vissi né skynjaði, vegna þess, að nokkrir opinberir starfs- menn opinberrar stofnunar þurfa að „fara í fri" til þess að hvíla sina þreyttu limi. Ábyrgur Menntamálaráðherra er hér eins ábyrgur og mest má verða. Það er hans að leiða þessari stofnun fyrir sjónir, að svona „frí" koma ekki til mála. Það er hans, að skipa nú svo fyrir að sjónvarpsmenn, bregði nú þegar við og hefji útsend- ingar STRAX, og láti lands- menn sjá hvað I veröldinni skeður. Reisupassi Ef menntamálaráðherra ætl- ar enn einu sinni að bregðast hlutverki sínu, þá getum við vel leyst hann af hólmi. Ef hann ekki skilur enn, að það er allur almenningur sem heldur honum í embætti, og að almenningur er orðinn uppgef- inn á því, að allar óskir hans eru hunzaðar, þá getum við gefið honum reisupassa úr embættinu fyrir fullt og allt. Stærri og merkari menn hafa Framhald á 6. síðu. Flugfreyjur og áhyrgð Geta flugfélögin okkar aldrei tekið af skarið? Nú hóta flugfreyjur verkfalli, bera á- byrgð sína saman við flug- menn, er stjórna þessum tækj- um. Flugmenn þurfa hvíld, starf þeirra er það ábyrgðar- mikið, en ekki fara sögur af því, að flugfar farist vegna þreyttrar flugfreyju. Við skulum ekki fara í nein- ar grafgötur með það, að þessi verkfallshótun flug- freyja, verkar eins og flug- mannaverkfallið. Ferðamenn eru langþreyttir á þessum hót- unum, og hætta við ferðir, af- panta hótel, skaða þjóðina um Framhald á 6. síðu. Leikfang Mánudagsblaðsins Hláleg „undirskriftasöfn- un" um bankaembætti Villuráfandi stuðningsmenn Gunnars Thoroddsen ætla honum embætti Um fátt er nú meira rætt en hver hljóti bankastjóra- stöðu Péturs Benediktssonar. Hafa margir verið til- nefndir, en ekki enn fullyrt né vitað hver endanlega verði valinn, en það er í höndum Sjálfstæðisflokksins. Sú frétt er staðreynd, að verið er að safna undir- skriftum til meðmæla með Gunnar Thoroddsen, ambassador. Maður gæti haldið, að íslenzka þjóðin, a. m. k. hluti hennar væri genginn af vitinu. Safna undirskriftum til að fá ráðinn bankastjóra!!! Þetta er svo fáheyrt, svo kjána- og bamalegt, að enginn nema hálfviti gæti staðið fyrir þessu. Sennilega er einn af þeim bráðflinku mönnum, sem stóðu að forsetafram- boði Gunnars, að reyna nú að koma honum í þessa bölvun. Það væri gaman, ef úr yrði, fyrir Gunnar að setjast í bankann og fá svo í hausin lista yfir meðmælendur, ásamt því, að þeir þættust nú góðra launa verðir. Segja má, að heimska og tilburðir ýmissa samtíðar- manna okkar, ekki sízt þegar skipa á í svo veigamikil embætti og þessi, hafi þá trú, að hér sé um pólitíska kosningu að ræða, eða eitthvað annað gamanmál. Ef- laust halda þessir „Gunnars-menn", að þjóðin skuldi honum eitthvað eftir útreiðina í forsetakosningunum. Ef svo er, að Gunnar leggi sig eftir þessu embætti, þá ætti hann fyrst af öllu að stöðva þessa hlálegu undirskriftasöfnun, því fari svo að flokkurinn mæli með honum í stöðuna, þá verður honum vart vært í henni, auk þess, sem hann gæti aldrei sýnt sig fyrir framan nokkurn kollega innlendan né erlendan — sem bankastjórinn, sem komst í embætti á — vox populi — ha — ha — hah —.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.