Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.07.1969, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 21.07.1969, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 21. júlí 1969 Dagbók Cianos greifa, utan- ríkisráðherra Mussolínis örlög Cianos greifa, utanrikisráðherra og tengdasonar Mussolinis, hafa orðið mörgum hugstæð, en Mussolini lét í lokin taka hann af lífi 1943. Greifinn hélt dagbók, sem Þjóð- verjar reyndu af alefli að klófesta, en það tókst eigi. Dag- bókin lýsir vel skoðunum Cianos á helztu samverkamönn- um Hitlers, bandamanns og stríðsfélaga Mussolinis. Mun blaðið nú í dag hefja birtingu á dagbókinni en hún kom þýdd út hjá Unuhúsi skömmu eftir stríðslok. — Ritstj. Dagbók sú, sem hér birtist á prenti, á sér merkilega sögu. Þjóð- verjum var kunnugt um, að Ciano greifi hafði haldið dagbók, og létu þeir einskis ófreistað til að ná í handritið, því að þeir gengu þess ekki duldir, að þar myndi ýmislegt vera sagt, sem þeir kærðu sig ekki um að kæmi fyrir almenningssjón- ir. Þeir buðu 100 milljónir gull-líra, sem skyldu greiðast í Sviss, fyrir handritið. Þeir reyndu jafnvel að kaupa hana fyrir líf Cianos sjálfs. Allir á Ítalíu, sem höfðu haft þetta handrit í vörzlu sinni, votu píndir, drepnir eða urðu að flýja land. Tæpum sólarhring áður en Ciano var líflátinn gerðist ein- kennilegur atburður í landamæra- þorpinu Novazzano, sem er sviss- landsmegin við ítölsku landamærin. Illa klædd, fullorðin kona, með svarta blæju fyrir andlitinu, hafði komizt inn yfir landamærin og sagði, að lífi snu hefði verið hætra búin af ný-fasistum. Hún játaði að hún væri Edda Ciano, dóttir Musso linis. Strákarnir í þorpinu skopuðust að því, að svona fullorðin kona skyldi vera ólétt. En hún var það ekki. Undir belti hennar var ekk- ert barn, heldur fimm vanalegar stílabækur •— dagbók Cianos — sem einu sinni voru í skrifborðs- skúffu utanríkisráðherra ítala. Þann 20. des. 1943, tuttugu dög- um áður en Ciano var líflátinn, komst Edda á snoðir um áhuga Þjóðverja fyrir dagbókinni Hún var þá í sjúkrahúsi í Ramíóla, ná- lægt Parma, samkvæmt skipun föð- ur síns. Mussolini ráðlagði dóttur sinni að hafa hægt um sig, ef hún vildi forðast alvarlega árekstra við Gestapo Þjóðverja. Þrátt fyrir þessar aðvaranir föður síns var Edda sífellt á ferðinni milli Verona-fangelsisins, þar sem mað- ur hennar var geymdur, og skraut- hýsis við Garda-vatn, þar sem fað- ir hennar stjórnaði Ítalíu hinna nýju fasista. Edda sparaði engan hótanir til að fá föður sinn til að frelsa bónda sinn. / Frá vörum Cianos komu boð um það, að nazistar vildu fá skjöl Gianos, og að málsrannsókn Cianos, sem átti að hefjast þ. 27. des., hefði verið frestað til 7. jan., svo að tími yrði „til samkomulags um skjölin". Um þetta Ieyti var Himmler í Berlín að reyna að hafa áhrif á Hitler og Ribbentrop í þá átt að þyrma lífi Ciano. Því að ef Ciano væri látinn halda lífi, gæti sá tími komið, að henmngt yrði að hafa hann sem milligöngumann um frið við bandamenn. Og um fram allt yrði að ná í skjöl hans. Edda beið tilboða nazistanna, sem bárust henni þann 3- jan. á- samt tveim bréfum frá Ciano. Ann- að var henni afhent opinberlega, hinu var smyglað til hennar með leynd. í fyrra bréfinu var Eddu sagt, að „Þjóðverjar ætluðu að koma heið- arlega fram” og hún beðin að fara heim, ná í skjölin og koma mcð þau. Opinberlega var Eddu til- kynnt, að þ. 7. jan. kl. 9 um kvöld- ið mundi Ciano hitta hana 15 kíló- metrum utan við Veróna, og að honum myndi verða leyft að flýja til Svisslands fyrir það, að hann afhenti skjölin. í hinu bréfinu var Ciano ber- málli. Hann sagði þar, al Þjóðverj- um hefði sézt yfir áríðandi skjöl, sem geymd væru á Ítalíu, og að dagbók sín og hefti, sem merkt væri „Þýzkaland" mætti undir eng- um kringumstæðum komast í hend ur Þjóðverjum. Edda vissi, að í „Þýzkalands'- heftinu var fullkomin og ítarleg greinargerð um samtöl Cianos við nazistaforingjana, allt frá Miinchen 1938 fram til loka embættisferils Cianos, í apríl 1943. Edda var of veik til að ganga sjálf að þessu verki, en fékk vin sinn, Emilio Pucci markgreifa, til þess. Hann skipti skjölunum í tvo böggla og faldi „Þýzkalands"-heftið og dagbókina undir flugmannsbún- ingi sínum, en Iét önnur minna á- ríðandi skjöl í framsætið á bíl sín- um. Síðan ók Pucci í gegn um byl og óveður eftir ýmsum hliðargötum alla leið til Parma og kom rétt í tæka tíð til að aka Eddu á stefnu- mótið við bónda sinn. Edda beið í tvo klukkutíma, en árangurslaust. Daginn eftir var henni sagt í Veróna, að nazistun- um hefði snúizt hugur Hitler hefði símað embættismönnum í Veróna, að skeyta ekki um skjöl Cianos og láta réttinn hafa sinn gang. í sím- skeytinu var tekið fram, að yfir- foringi Gestapo í Veróna bæri á- byrgð á Eddu Ciano, og að hann yrði að koma í veg fyrir, að hún kæmist til Svisslands. Þessi höfðu þá orðið endalokin á viðureign Himmlers og Ribbin- trops. Himmler hafði beðið ósig- ur. Ribbentrop hafði ávallt hatað Ciano, fundizt hann vera keppinaut ur sinn í stjórnmálum og vissi auk þess, að honum var manna kunn- ugast um ýms ódæðisverk, sem hann hafði framið. Þegar Edda sá, aS manni hennar varð ekki bjargað, reyndi hún að bjarga því, sem hún gat, af skjölum hans. Hún fór aftur til sjúkrahúss- ins í Ramíóla, um kvöldið gróf hún með hjálp Puccis, þau skjöl, sem hún treysti sér ekki til að hafa á burt með sér, þar á meðal „Þýzka- lands"-heftið. Þann 8. jan. komst hún út úr Ítalíu, í beisku skapi, því að hún gat ekki annað en hatað Þjóðverja og fyrirleit föður sinn, fyrir afskipti hans af málum manns síns. Þegar hún var að búa sig af stað bárust henni síðustu línurnar frá manni sínum. Ciano vissi, að hann átti sér engrar undankomu auðið. Hann bað konu sína tveggja bóna að skilnaði Að gefa sér eitur til að stytta sér aldur og koma tveim bréfum fyrir sig, öðru til Victors Emanúels, hinu til Winston Churc- hills. Henni tókst að uppfylla hvort tveggja. Rétt áður en Edda fór yfir landa mærin, gerði hún síðustu tilraun til að bjarga manni sínum. Hún skrif- aði Hitler og Mussolini, að hún hefði dagbókina, og ef Ciano yrði myrtur, mundi hún verða birt, meö þeim stórkostlegu afleiðingum, sem það mundi hafa í för með sér fyrir nazista og fasista. Hún hótaði því, að liggja ekki á neinu af öllu því, sem hún vissi, og bæta því við. Þegar Pucci skildi við Eddu á svissnesku landamærunum, sneri hann aftur til Ítalíu með bréfin ril Hitlers og Mussolini. Síðan var hann tekinn til fanga og pyndaður í San Vittore fangelsinu í Mílanó. En hann neitaði að láta nokkuð uppi, þrátt fyrir pyndingarnar, svo að kvalarar hans urðu engu nær um, hvar skjölin voru geymd. Lækn irinn við Ramíóla-sjúkrahúsið var ekki eins staðfastur, því að þegar hann var pyndaður, ljóstáði hann upp um geymslustað skjalanna. Þannig náði Gestapo í skjölin, sem Edda hafði skilið eftir, og veit nú enginn, hvað af þeim er orðið. Dagbók Vianos er það eina, sem geymzt hefur, svo vitað sé. 1939-40 5. desember Fundur með dr. Ley (foringi þýzkra verkamanna) .... Ley er grófgerður maður, sem áð- ur var þekktur fyrir drykkjuskap og hafði búið á pútnahúsi í Köln .... Hann hafði engar merkilegar fréttir að færa, en ýmislegt var þó eftirtektarvert af því, sem hann sagði: 1. Að verið sé að undirbúa árás á Holland undir þeirri átyllu, að Hollendingar varðveiti ekki strang lega hlutleysi sitt. 2. Að Rússlandi hafi verið veitt meira eða minna frjálsræði gagn- vart Svíþjóð og Bessarabíu. 3. Að Hitlcr sé ákveðinn að halda styrjöldinni áfram. 6. desember: Frakkar viðurkenna möguleikann á, að Þjóðverjar geti brotizt í gegnum Maginot-línuna, þó að þeir trúi því, að þeir geti síðan sigrað Þjóðverja á víðavangi, eftir að vera komnir í gegnum lín- una....... Attolico (sendherra Ítalíu í Berlín) staðfestir, að afstaða Þjóðveri i gagnvart ítalfu verði óð- um lakari, þrátt fyrir það, að marg- ir áhrifamenn telji víst, að við komum með í stríðið í vor. Mussolini hótar Balbo 8. desember „Mussolini var reið- ur við Balbo, sem í blaði sínu Corriere Padano (í Ferrara) heldur áfram herferð sinni, sem er svo greinilega á móti kommúnisma, að hún er bein árás á Þýzkaland. „Hann heldur", sagði Mussolini „að hann geti hér heima notað sér vandræði annarra, en hann ætti að minnast þess, að ég get ennþá stiht hverjum sem er, undantekningar- laust upp að veggnum (móti byssu- kjöftunum)". (Balbo marskálkur var um þetta Ieyti landsstjóri yfir ítölsku nýlend- unni í Líbýu. í þessu sambandi má minnast á að hann varð fyrir slysi 28. júní 1940. Nánari atburðir við þetta flugslys hafa ekki ennþá fengizt fyllilega skýrðir). Hef tekið á móti sendiherra Finnlands, sem þakkaði mér fyrir þann móralska styrk, sem land hans hefði fengið, og hann bað um vopn og ef mögulegt væri sérfræðinga í ýmissi tækni..... En þetta er aðeins mögulegt, á meðan Þýzka- land leyfir að farið sé yfir land þeirra. Sendiherrann svaráði, að það viðfangsefni væri Ieyst. og hann sagði mér í trúnaði, að Þýzka landi sendi þeim sjálft vopn, eink- um vopn, sem þeir höfðu tekið her- fangi í Póllandi, og að þessi vopn væru send til Frakklands. Þýzk- rússneska samkomulagið er enn ekki eins og menn gefa í skyn í Moskvu og Berlín. Tortryggni, ó- beit og hattir er mest áberandi". 10. desember: „Brezka hafn- bannið er að gera Mussolini æ reið ari. Hann hótar hefndum og refsi- aðgerðum. En ég held ekki, að við getum gert svo mikið. Annaðhvort höfum við það vald, sem nauðsyn- Iegt er til þess að snúast til varn- ar, og það þýðir styrjöld — eða þá líka að við verðum að þegja. Mussolini verður smámsaman ó- rórri, en sjálfur heldur hann stolfi sínu og þykist vera algjörlega ró- legur". 21. desember: „Það gleður konung inn, að ég skuli hafa stjakað óþægi lega við Þjóðverjum, sem að hans áliti, og ef vonir hans rætast. eru dæmdir til að tapa stríðinu, eink- um ef þeir geta ei fulltreyst á stuðn ing Rússa. . ... 'í samtali við kon- unginn fór páfinn hörðum orðum um Þjóðverja og Þýzkaland fyrir ofsóknir þeirra gegn kaþólsku kirkjunni. Heimsókn Himmlers til Mussolinis Mussolini lokaði sig í gær inni með Himmler í tvo ldukkutíma. Himmler fór mjög ánægður frá Mappamondo. (Með Mappamondo á Ciario við la Sala del Mappa- mondo, sem er mikill salur í Pall- azzo Venezia, sem Mussolini not- aði fyrir vinnustofu). Hverju skyldi Mussolini hafa lofað honum? II duce sagði mér, að Himmler væri á móti Rússum og hefði legið dá- lítið illa á honum, og að hann (Mussolini) hefði talað um fyrir honum, að hann skyldi aldrei leyfa að Þýzkaland biði ósigur. Þetta er ekki svo lítið, þó ekki væri meira, en ég er hræddur um, að hann hafi farið miklu lengra heldur en þetta". 23. desember: Eg gaf von Mac- kensen (þýzka sendiherranum í Rómaborg) mjög mikilsvert skjal, sem við höfðum fengið frá Prag. í því er skýrsla um. samtal, sem farið hefur fram við þýzka borg- arstjórann þar í borg. í samtalinu kom í ljós sitt af hverju um heims- yfirráðaáætlanir Þjóðverja. Þar kemur ekki aðeins fram ósk Þjóð- verja um að leggja undir sig Suður- Týrol og Trieste, heldur einnig ráðagerð þeirra um að leggja undir sig alla Langbarðalandssléttunar (Norður-Ítalíu). Mussolini var gramur. Þar sem í skjalinu voru líka margar hótan- ir gagnvart Rússum, skipaði hann mér að senda það nafnlaust til rúss- neska sendiherrans í París....... von Mackensen leið mjög illa." 26. desember: „Ef Rússar skyldu gera árás, er Mussolini tilbúinn að styðja Rúmeníu eins og Franco studdi Spán....... í fyrsta skipti lét hann í ljós ósk um, að Þýzka- Iand tapaði stríðinu. Marras, hernaðarfræðingur okkar í Berlín, hefur frá góðum heimild- um fengið upplýsingar um, að mjög bráðlega sé von á árás á Belgíu og Holland, og með tilliti til þess stakk Mussolini upp á, að ég skyldi, án þess að nokkuð bæri á, koma þessari vitneskju til full- trúa beggja þessara landa". Ciano aðvarar belgiska sendiherrann 2. janúar 1940: Eg sting up pá við Mussolini, að hann skuli levfa sjálfboðaliðum að ferðast til Finn- lands, þar sem þar eru fyrir árásar- flugmenn og stórskotaliðsmenn. Eg tilkynni belgiska sendiherran- um, að það sé mögulegt, að Þjóð- verjar muni ráðast á hlutlausar þjcð ir. Fyrir tveimur mánuðum síðan sagði ég honum, að ég teldi það ólíklegt. í dag sagði ég honum, að nýjar fregnir hefðu komið mér til þess að skipta um skoðun. Honum varð mikið um þessa fregn". 6 janúar: „Það er fyrirtaks skjal (bréf Mussolinis til Hitlers). Það er fullt af vizku, en það breytir engu í veruleikanum. Ráð Musso- linis hefur Hitler að engu, nema þegar það kemur heim við hans eigin hugmyndir". 10. janúar: „Badoglio heldur ekki lengur, að það verði mögulegt að ljúka vígbúnaði undir varnar- stríð á yfirstandandi ári. Okkur vantar hráefni til þess. Við höfum allt árið 1941 til þess. Ekki einu sinni 1942 verður mögulegt fyrir okkur að hefja árásarstríð." 14■ janúar: „Frá Þjóðverjum koma æðisgengin mótmæli gegn því að selja ítalska flugvélahreyfla til Frakklands. Mussolini vill banna útflutning á hervarningi til banda- manna. Eftir langan fund, þar sem Riccardi (gjaldeyrisráðherrann) var viðstaddur sannfærðist hann um, að okkur mundi brátt vanta erlendan gjaldeyri og þess vegna líka hrá- efni, sem er óhjákvæmilega nauð- synlegt fyrir okkar eigin hervæð- ingu. Vegna þess, hve Iíran hefur fallið í gildi getum við aðeins feng- ið þetta fyrir erlendan gjaldeyri",

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.