Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.07.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 21.07.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 21. júlí 1969 Ritstjóri og ábyrg'ðarmaður: Agnar Bogason. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Listamannastyrkir og útnáralýöur Snemma á þessu ári birtu dagblöðin lista yfir þá lista- menn og konur, sem njóta styrks hins opinbera. Þótt sjálf- sagt sé að veita nokkrum listamönnum álitlegar fjárupphæðir til að geta stundað list sína, þá sjá menn fljótt við lestur list- ans, að hér eru önnur öfl að baki, en þau sem einskorðuð eru við lista-„getu“ þeirra, sem hnossið hrepptu. Augljóst er, að þarna ráða í senn klíkur og stjórnmál. Gæð- ingum er hyglað, en minna, eða ekki, farið að hæfni þeirra, afrekum eða almennri getu á listrænu sviði. Hér er ekki um annað að ræða en frámunalegt bruðl á opinberu fé, sóun fjár, sem þessum aðilum er treyst til að útbýta í nafni listar- innar. Þótt margir verðugir hljóti styrkina, þá eru þeir í meiri- hluta sem eru alls óverðir nokkurrar opinberrar viðurkenn- ingar og sízt peningaupphæðar. Þessi árlegi styrkur, sem venjulega er veittur í febrúar, er orðinn talsvert umræðuefni meðal almennings, ekki sízt nú, þegar fjármálaþrengingar steðja að. Almenningur veltir því fyrir sér eftir hvaða reglum úthlut- unarnefnd starfar, og er sannfærður um að þar ráða meira pólitísk sjónarmið og „kunningsskapur" en sú sanngirnis- krafa, sem ætla mætti að réði mati nefndarinnar. Ef þessi listi er gaumgæfilega rannsakaður kemur í Ijós, að innan um marga ágæta og þokkalega listamenn, sem veitt er umbun, er heili fjöldi fúskara, gerfilistamanna, andlausra atómskálda og óverðskuldaðra, sem ekki ætti að koma til máia að veita nokkurn styrk. Fjöldi þessara manna háfa hvorki látið eftir sig þau verðmæti sem nokkurs eru virði, né heldur gefa þeir von um, að í þeim búi þeir hæfileikar sem vert er að þroska. Jafnvel svokallaðir „klessumálarar“ eru langt á eftir „moderne“ listamönnum og hafa ekkert nýtt né frum- legt fram að færa. f bókmenntum, bundnu og óbundnu máli, gegnir hins sama. Hugarórar, sundurlaust orðagjálfur, samhengislaust þvaður og vitleysa er prentað en hvorki selzt né er metið nokkurs af nokkrum manni. Vitanlega á ekki að banna þessa útgáfustarfsemi, en hún á aldrei að verða á opinberan kostnað, né ber rikinu nokkur skylda til að styrkja þessa „listamenn11. Úthlutunarnefndin er jafnan undir gagnrýni og svo hlýtur að vera. En algjör skortur á verðmætamati og algjört þekk- ingarleysi þeirra aðila, sem dæma er gengið alltof langt. Pólitík og klikur eiga ekki heima í veröld listanna á íslandi. Þar eiga listir og listaverkamat öllu að ráða. Menn þeir, sem úthluta fé til þessara aðila — fara með opinbert fé, en ekki botnlausa sjóði sem ausa má úr að vild. Það er því krafa almennings að úthlutunarnefnd rannsaki nú ráð sitt, áður en ausið verður enn á ný úr þessum brunni. Aðeins verðugir og efnilegir listamenn eiga að fá þar áheyrn. Ruslinu á að halda utan við allar slíkar úthlutanir. Þeir, sem vilja koma greinum og öðru efni í Mónudagsblaðið hafi samband við ritstjóra eigi síðar en miðvikudag nœstan á undan útkomudegi. KAKALI skrifar: í HREINSKILNI SAGT Ferðamannamálin — Stertimennska og yfirdrepsskapur — Hótelin og undanþágurnar — Annars flokks borgari í eigin þjóðfélagi — Hlutverk Ferðamálaráðs — Alþingi og hrossakaup — öskrandi börn — „Lögaldursgrínið — Eg hef lítið kynnzt ferðafóiki erlendu, sé það bara á götum cg í matsöluhúsum, búðum og ann- arsstaðar á almannafæri. Þó hitt- ist svo til um daginn, að ég var kynntur fyrir bandarískri fjöl- skyldu, sem hingað kom með einu skemmtiferðaskipi. Þau höfðu farið „hringinn" en komu aftur um sexleytið að kveldi. Það, sem aðallega „pirraði" þessi hjón, var það, að ekkert var um að vera um kvöldið til að geta haft ofan af fyrir sér. Skemmti- staðir tómir, en annað verra, ekki neinar hljómsveitir starf- andi. Þetta er í annað — og síð- asta skipti — sem þau koma hingað, og þótt þau hafi fengið sæmilegt veður, í bæði skiptin, þá sögðu þau, að landið a.m.k. Reykjavík hefðu upp á harla lít- ið að bjóða fyrir fólk á skemmti ferð. „Það eru ekki allir spennt- ir fyrir gönguferðum eða bílferð um, þótt þær geti verið góðar. Við erum í fríi og viljum gera það, sem við ekki gerum í dag- lega lífinu heima, þ.e. að skemmta okkur." Ekki var nú samtal þeirra meira varðandi þetta efni, en það iýsri aðeins enn betur þeirri stáðreynd, sem við viljum enn ekki viðurkenna. Það er ekki allt komið undir Þingvallarápinu eða Geysisferðunum Ferðafólk er af ýmsum gerðum. Sumir vilja príla fjöll, aðrir skíða á jöklum, enn aðrir skoða rústir og sögumenjar, en langstærsti hópurinn vil bara hafa það gott, hvílast, skemmta sér, dansa og drekka, en það eru ekki dagleg- ir viðburðir þess klassa, sem hangað rekst í sumarleyfum sín- um. Hér á íslandi stangast allt á, öll löggjöf öfugsnúin, raunsasi'ð rekið út í horn, en ringulreið hin almenna regla. í þau þúsund skipti, sem ÖLL hlöðin hér, og ALLUR almenningur gagnrýnir, þ.e. samrasmisleysið í sambandi við veitingarekstur, stritast lög- gjafinn við að vera einskonar hálf-œr yfirtrúður í þessu leik- araskapsþjóðfélagi. Og enn verra er, að íslendingnum sjálf- um má bjóða allt; hann móðg- ast ekki, honum sárnar ekki, en lastur reka á reiðanum, stefnu- laust. Vínveitingalöggjöfin cr jafn vitlaus og hún er hcettuleg, bæði innfasddum og ferða- mannamálum okkar. Hver heil- brigður maður sér rökfœrsluna í miðvikudagavitleysunni Afeng iseinkasalan selur baki brotnu áfengi þessa daga, allar útsölur hennar vinna af fullum krafti, en veitingahúsin selja aðeins létt vín. Öl er bannvara en sterkir drykkir flœða um allt. Veitingatíminn sjálfur er mið- aður við klukkan 12—2:30, og síðan klukkan 7—11:30. S,ðustu vikur hafa orðið breytingar um helgar, en þá mun opið til kl. 1:30 e.m. En heilbrigðin í þess- ari framlengingu eða breytingu, á sér einstaxða typiska sögu um alla þá hrœsni og sjálfsblekk- ingu sem er að gera okkur að undri. Þessi breyting varð að sam- komulagi milli lögreglunnar eða dómmálaráðuneytisins, eftir að tekið hafði fjóra mán uði að leggja svokallaða ncet- urklúbba að velli. Þarna eru heilindin, sem hið opinbera vill sýna. Ekki þótti hlýða, að breyta þessu á löglegan og skynsamlegan hátt, heldur þurfti að semja við veitinga- menn, sem kærðu klúbbmenn, til þess að missa ekki aura úr kassa. Ef nokkurntíma hafa verið mafíu-aðferðir í gangi hér á landi, þá er það í þess- um skrípaleik. Nú, nú, ríkisvaldið stofnaoi Ferðamálaráð, sem er þörf og sjálfsögð stofnun. En veiga- mestu tillögur ráðsins, hafa enn ekki náð fram að ganga og þar er tappinn í stútnum. Til hvers ráð og nefndir, ef einhverjir þumbarar geta svo stöðvað al!- an skynsamlegan framgang mála hversu nauðsynleg sem þau kunna að vera? Hér er verið að taia um auknar og stærri ráð- stefnur erlendra og innlendta manna. En hvað býður svo þjóð in upp á? Aðalhótelin eru full af öskrandi börnum um helgar, svínfullum náungum og stelpu- um í enn verra ástandi. Mikið af þessu fólki hefur ekki náð lögaldri, enda er „lögaidurinn" orðin fölsk forsenda, sem ein- ungis er nýtt þegar henda þarf sérstaklega drukknum krakka út af skemmtistað. Um virðingu fyr ir þessum „Iögaldri" vísast til háskólaprófessora. og rússagildis þeirra, sem haldið er fyrir ný- stúdenta um leið og þeir innrit- ast í deildirnar. Flestir ef ekki allir þar, utan kennara, eru und- ir tvítugsaldri. Ráðstefnugestir, sem hér dveljast vikulangt eða lengur, en hafa engan frið á dvalarstöðum sínum, bera þjóð- inni ekki gott orð, og ástæðurn- ar má rekja til afstöðu og kergju hins opinbera svo ekki sé talað um skynhelgina. Svona eru málin látin rekasi, tóm óstjórn, ekkert skipulag en óregla á flestum sviðum. Heild- arstjórnin á auðvitað að vera hiá Fcrðamálaráði, sem myndi gefa þær „línur" sem unnið yrði eft- ir. En þar sem hver höndin vinn ur sjálfstætt í sínu horni og ein- staklingum eru gefnar undan- þágur verður ætíð ríkjandi óá- nægja, afbrýði og ringulreið Skemmtiferðaskip kom hing að á dögunum. Hótel Borg hafði fullt hús útlendra ferðamanna, sem þar átu hádegisverð Alit var prútt og kurteist, en Borgin fékk undanþágu til að opna bar sinn kl. 11 f.h. svo erlendir gætu fengið sér appertiv, áður en setzt var undir borð. En því und anþága? Því má eigandi Borg- arinnar, Sögu, Holts, eða ann- arra slíkra staða ekki opna þeg ar honum lýst og einhver von er um viðskipti, hvort heldur við íslendinga eða útlenda gesti. ís- lendingurinn lætur þetta gott heita, opnar flösku sína í götum eða á túnum og drekkur af stút, öllum til leiðinda nema sjálfum sér. Hann móðgast ekki, fremur en barinn hundur, þykir sjálf- sagt að vera annars flohks borg- ari í eigin þjóðfélagi Þetta er nær sama hundslundin og hér réði ríkjum fyrir tæpri öld, þeg- ar bændur létu danskar búðar- lokur gefa sér kjaftshögg fyrtr brennivínsstaup. Mörg félögin hér, sum skipuð „góðborgur- um," „lifa" á undanþágum eða „smúl"-drykkju, sem allir vita um, opinberir aðilar jafnt og al- menningur, en þetta óeðli er samt látið danka. Það dæmist á Ferðamálaráð að höggva nær meininu en það hefur enn gert. Sennilega ætlast ráðherra og ríkisstjórn tiLað.Sfifí. sé gert, því þá er komið tilefni til róttækra ráðstafana, sem þessir aðilar hafa ekki enn þor- að að gera. En Ferðamálaráð lætur aðeins heyra til sín í stutt um tilkynningum, stiklar kring- um málið, en heggur aldrei í meinið svo að gagni sé. Því var aldrei spáð, að við íslendingar, yrðum leiðtogar í ferðamannamálum almennt. Það litla jákvæða, sem hér er, er apað upp eftir stóru ferða- mannalöndunum, en okkar eigtn uppfinning í þeim efnum ein- kennist af heimsku, þröngsýni, búrahætti og þrælslundinni. Yfirdrepsskapurinn er einn í hávegum hafður. Við eigum hér á íslandi hetl- an hóp ágætra manna, sem vilja vinna af skynsemi að þessum málum, brydda upp á þörfum nýungum, meiri víðsýni og frelsi. En öll þeirra vinna er unnin fyrir gýg, lokuð eyru hlusta en blind augu skoða. Þessvr menn, margir allmenntir í fagi stnu, strita undir löggjöf- um, sem enga skynsemi fá stað- izt, „lifa" á allskyns nndanbrögð um og lögleysum. Athafnafrelsi og frjálslyndi er hér dýrara en vatnsdropi t helvíti. Yfir öllu þessu glottir svo Alþingi, skipað of mörgum gömlum mönnum, eflaust vel meinandi og heiðar- legum, sem hafa verið allt sitt líf að snúast í kringum kýrhal- ana, en eru svo komnir í borg- ina til að „dæma og stjórna" t Framhald á 6. síðu. <

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.