Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.07.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 21.07.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 21. júlí 1969 í tíing Crosby, hinn kunni söngvari og kvikniyndaleikari, félagi Bobs Hopes, kunnastm úr „Road"-mynd- unum, kom til íslands um daginn og cetlar að veiða hér lax. Crosby er mikill sportmaður, xtlar héðan til Kenya til frekari veiða. Keflavíkursjónvarpið birti alveg nýlega — fyrir fjórum dögum — mynd af Crosby frá Afríku, í þættinum ,þThe American Sportsman" — þar sem hinn vinsæli leikari er að fagla- veiðum. Myndin er lánuð frá Þjóðviljanum, en á henni tekur Bing lagið á Hótel Loftleiðum, skömmu eftir lendinguna hér. — Hann mun vera á laxveiðum nú. PRESSAN Náðun hinna dauðadæmdu það kærni saman til reiglulegra Framhald af 8. síðu. hygli, en þær hafa þá vakið minni en skyldi. Steingrímur er þeim vanda bundinn, að hann getur aldrei fyililega greint milli lista- mannsins og blaðamansins. Víða báru greinar hans vott um nær fáránlegt orðaprjáJ, langt frá sjálfu efninu. Sáu menn, að þar var Stein- grímur meira að sýna SÍNA list en lýsa því veigamikla máli, sem bam^átti^g UeJiíPttf'Í!- jjaUiafl við þetta var, að hann sýnd'i ekki sitt persónulega „touch" eins og margir gtSðir blaðamenn gera, lield- ur streitist við háfieygar setningar ög bollaleggingar, sem misstu eins oft marks og ekki. Mætti Steingrímur, sem er oft ágætur blaðamaður, gjarnan nýta hæfileika sína til fréttamennsku, meira vegna fréttarinnar, en á kostnað eigin listamannshæfileika. ★ Tíminn hefur tekið nokkrum stakkaskiptum .Samkvæmt boði Ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknarflokksins, eru nú leiö- arahöfundar lians skyldir að setja stafi sína undir forustugreinar. í síðasta blaði birtum við leiðara Tímans um skyldur hins opinbera gagnvart blöðum almennt. Höf- undurinn var Tómas Karlsson, rit- stjórnarfulltrúi, og má í hvívetna þakka Tómasi þessi tímabæru orð. Tómas er reyndur blaðamaður, vel að sér,' framgjarn nokkuð, og hygg- ur á miklar vegtyllur í flokki sín- um. Það er eðlilegt, og breytir í engu skarpri ádeilu hans á nú- verandi afstöðu hins opinbera gagnvart hi'nni „starfandi pressu". ★ Morgunblaðið fann það út af hyggjuviti sínu um daginn — í Ieiðara — að arabiskt hatur á gyð-' ingum, væri runnið frá Hitler, í „gegnum" Ulbricht hinn austur- þýzka, sem þar ræður ríkjum. Þessi „logikk" er eins og ýmsar fjarstæð- ur Jeiðarahöfundar Mbl. út í blá- inn. Enginn virtist vilja kannast við þetta einstæða „skrif", því Mbl. neitar ritstjórum um að undirrita greinar sínar. Vel væri þá, að Ieiðarahöfundar Mbl. litu betur í bækur sínar áður f en slíkar staðhæfingar eru prent- aðar, því nær ALLIR vita, að hatur Araba á Júðum er af allt öðrum toga spunnið en Hitlers, og Mbl. studdi Hitler lengi og löngu áður en það hafði sérstakar áhyggjur af örlögum Júða við botn Miðjarð- arhafs. Kakali 4j. juaa, hí 'ttMt • ^ Framhald af 4. síðu. málum, sem þeir hvorki hafa vit né áhuga á að fjalla um. Hvert einasta mál, sem til framfara horfir kafnar í nefnd eða skríður brenglað og brotið úr þinginu eftir fjölmörg hrossa kaup og samninga milli þing- manna, sem hvergi koma . mál- inu sjálfu við. Þannig er, í stuttu máli, um- horfs t þeim alvinnuvegi, sem bjartsýnismenn og raunsæií- menn, segja að geti orðið einn drjúgasti tekjuliður þjóðarinnar í gjaldeyri. Þetta er sjúklegt á- stand. Sjónvurpið Framhald af 1. síðu. orðið að víkja, af minni ástæð- um og almannahugur nú, er sá, að þessi ,,smámál“ að hans dómi, skipta miklu meira máli, en ,,stórmálin“ hans, lof- ræður og lygaþvæla um ,,al- þýðuheill", sem lýst er yfir í hverjum kosningum. Hvorki þessi ráðherra né aðrir þurfa lengur að fela sig bak við há- fleygar yfirlýsingar — stað- reyndir telja í þetta skipti. Aðeins sjónvarpið svikur. Á mánudag ske slíkir atburð ir að sjónvarpið er skylt að ,,senda út“ viðstöðulaust. Dag blöðin svíkja ekki, en sú opin- bera stofnun, sjónvarpið, ætl- ar sér að svíkja alla þjónustu, svikja öll heilindi blaðamanna stéttarinnar, og hefur til þess, að bezt verður séð, fulla að- stoð og leyfi menntamálaráð- herra. Þetta er skömm og einber svívirðingl Framhald al 3. síðu. var staddur í Evrópu, leitaði um stuðning til þriggja alþ.ióðlegra samtaika, Alþjóðasamtaka lög- fræðinga, „Amnesty Intemation- al“, (þ.e. alþjóðlegra náðunar- samtaka) og Aliþjóðasambands jafnaðanmanna. Bréfleg tilmæií til allra þingmanna Malaysíu um að taka undir beiðni sínaum sér? stakan þingfund um rná.1 hinna dauðadæmdu, sendi Tan Chea Khoon 6. ágúst. Kunngert var 13. ágús-t, að ungmennin þrettán yrðu tekin af iífi 16. ágúst. Þennan sama dag var einnig tilkynnt, að Páll VI páfi hefði sent sendimann til rikisstjórnar Malaysíu með til- mæli um náðun ungimennanna. Um 700 manns komu sarnan með háredsti þennan sama dag utan v-ið ríkisfangelsið í Kuala Lumm- ur til að mótmæla væntanlegri aftöku unigimennanna. Fynr orð ríkisstjórna-r landsins kom náð- unarnefnd Johore saman að morgni 16. ágúst og ákvað nefnd- in, að aftöku ungmennanna yrði frestað um sinn. Aðeins var þó um gálgafrest að ræða. Saksókn- ari ríkisins sat fund náðunar- nefndarimnar. Jafnframt var til- kynnt þann dag, að forseti þings Mallaysíu hefðifal-lizt á, að þing- iö ræddi mál ungmennamna, er funda. Fáeinum dögum síðar náði soldáninn í Johore ungmennin ellefu, þ.e. breytti í lífstíðardóm dauðadómnum yfir þeim. Og stuttu síðar náðaði soldáninn i Pera,k ungmeninin tvö, sem þar biðu aftökiu. Singapore 1. október 1968, Haraldur Jóhannesson. Flugfreyjur Framhald af 1. síSu. milljónir í gjaldeyri. Sjálfar njóta flugfreyjurnar margra kosta fram yfir almenning. Sigl ingar þeirra gefa þeim ýmis tækifæri til að afla sér „fríS- inda“ I einu og öSru. Þessi ó- svífni ætti að verða flugfélög- unum sæmileg aSvörun. Flug- freyjustarfið er eftirsótt og ef- laust mætti hreinlega „segja þeim upp“ og fá aðrar í starfið í stað þess að setja allt flugiíf íslands í hættu vegna hótana þeirra. Og burtséð frá öllum kredd- um og yfirskini. Flugfreyjur afþreytast undra fljótt í erlend um höfnum. Hvers vegna?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.