Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 1
BlajSfyrir alla 21. árgangur Mánudagur 28. júlí 1969 8. tölublað Eiturlyfjaneyzla sögð í mikilli sókn á íslandi — segir læknir Lœknir segir grun sinn - Hœttuleg þróun - Vandrœði í nó- grannalöndum okkar - Sakleysi landans Eins og kunnugt er þá var neyzla eiturlyfja talsvert til um- ræðu fyrir nokkrum misserum. Ekki var þá talið, að þessi „eiturlyf" væru í nokkru samræmi við þær tegundir, sem brúkaðar eru ytra, og nú aukast mikið á Norðurlöndum, en fullyrt, að aðeins „veikar" pillur væru í umferð, róandi eða æsandi á víxl. Nýlega kom að máli við blaðið ungur læknir, sem kvaðst fullviss um, að neyzla sterkra eiturlyfja færi í vöxt. Taldi hann ekki, að um „æskuna" væri að sakast heldur væri hér um miðaldra og eldra fólk að ræða, og þá ekki sízt konur. Minnst frá læknum „Ég vil ekki fullyrða að það séu lækna-recept" sem þarna eru aðallega að yerki, heldur komi eithvert magn af þeim að utan,' bæði með farþegum. og áhöfnum skipa, og f lugvéla, sem hingað koma.. Neyzla- hessara- hætmlegu og örfandi lyfja, er að aukast og ætti til gamans, að birta tölur um sjúklinga á tauga- hælum hér, sem notað hafa „pill- ur" ásamt áfengi, og orðið hafa sjúkrahúsmatur vegna þess arna. Ef þetta er rétt, sagði læknir- inft, þá er um geigvænlega þróun að ræða. Svíar hafa orðið alvar- lega fyrir barðinu á þessu, svo alvarlega, að hið opinbera hefur gripið til róttækra ráðstafana. Er það einkum sölumenn frá N- Afríku og löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs, sem að baki standa, en þeir hafa tryggt sér þjónustu sænskra stúlkna og pilta til að smygla inn eiturlyf j- um. Sama ef ekki alvarlegra máli gegnir um Dani. Rannsóknir fágætar A íslandi erum við að mestu lausir við Arabalýð þann, sem hér var eins og mý á mykjuskán um tíma. Óðu þeir hér uppi með smátelpum og þótti vafasamt um Harmakvein iinaiarmanna! Haf a notið gósen áranna - Aflað stórf\ár - Hljóta enga samúð almennings Það eru vissulega aðrar og veigameiri áhyggjur i atvinnu- málum okkar en það, að iðnaðarmenn flytja til Svíþjóðar í at- vinnu. Að öllu óbreyttu dynur atvinnuleysi yfir í haust og vet- ur og engar ráðstafanir eru gerðar í þeim efnum. Iðnaðarmenn hafa undanfarin 15—20 ár verið einstakir hátekjumenn, sopið rjómann í atvinnumálum og ekki þótt heiglum hent að sækja í hendur þeirra. Menn gleyma seint hvílíkum brögðum þurfti að beita til að fá ýmsar stéttir iðnaðarmanna í vinnu og þá ekki sízt í bygging- ariðnaðinum og hjá „uppmæl- ingaraðilunum'!' alræmdu. Hús- byggjendur og húseigendur stóðu almennt varnarlausir gegn þótta og kröfum þesara aðila, ef þeir fengust til að „vinna fyrir þá". Morðmálið og gœzlu- fangelsi - hve lengi? Nú líður skjótt að því, að fangi sá, sem setið hefur í fangelsi og yfirheyrslum varðandi bilstjóramorðið verði látinn laus. Eins og kunugt er var sá grunaði úrskurð- aður í gæzluvarðhald að nýju eftir að ekki tókst að fá játningu eftir fyrra úrskurðinn. Nú þykir mörgum að eitthvað nýtt og haldbetra þurfi að gerast áður en til frekari gæzluvarðhalds kemur. Áframhaldandi yfirheyrzlur — meðan ekkert er játað en öllu neitað — koma vart til mála. Hins vegar mættu rannsóknardómarar gefa almenningi einhverja skýringu á gangi málsins, því ekki spyrzt vel út að samborgar- ar, ef saklausir reynast, séu endalaust í fangahúsinu, án þess, að fyrir hendi séu einhver haldbær rök fyrir sekt hans. Nú er rekið upp harmakvein vegna þess, að samdráttur hefur knúið þá til að sinna örvænting- arópi Svía, sem eru orðnir langt á eftir loforðum sínum í skipa- iðnaði. Þar fá þeir að vísu gott kaup, en minna um að „gleymt" verði að telja til „skatts" eins og sagt er. Enginn samanburður Sá háttur, að gera samanburð á kaupi í Svíþjóð og hér, er úr lausu lofti gripinn, því þar er enginn samanburður, annarsveg- ar allsnægtalandið í jarðarauðæv- um og eitt þróaðasta iðnaðarland heims, hinsvegar lítt þróað land, sem byggt hefur á skyndiauði síldveiðanna. Iðnaðarmenn á ís- landi hafa lifað góssen-tímabil og safnað miklum veraldlegum auði. Nú verða þeir, sem heima sitja, að semja sig að aðstæðum hér heima og una því illa. Það er engin von til þess að þeir hljóti svo skjótt samúð almennings og annarra vinnandi stétta. Ríkisstjórnin hefur annað og þarfara að gera en sinna kvabbi og raunakveini forustumanna hinna ýmsu iðngreina. Verkefni hennar og atvinnumálanefnd- anna hlýtur að vera það að tryggja liinum almenna verka- manni til sjós og lands einhverja skjóta og varanlega- lausn, sem allir geta vel við unað eins og mál þessi standa nú, og einkan- lega, ef ekki er batnandi ástand framundan.. starfsemi þeirra og enn vafasam- ara um peningagetu þeirra og ýmislegt sagt því til skýringar. Hér á landi starfar engin sérstök nefnd að rannsókn þessara mála, þótt við og við sé um mála- Framhald á bls. 5 f blaðinu í dag: Greiðasala í lög- regluríki. Lýðræðisleg við- bögð á haettustund. Dagbók Cianos — Hvílubrögð og konubrjóst. Crosby á Islandi. —» Kakali. Stórkostleg milj- ónatöp. Er það satí, að sjónvarps-„lið- ið hafi unnið á Wöföldu kaupi við tunglferðarsendinguna — og ef svo —- hvaðan koma greiðsluheimildir? Leikfang Mánudagsblaðsins Jackie, Gylfí og„ó- vinurínn" Onassis Gerir henni barn að Gylfa fornspurðum Einkafréttaritari Alþýðublaðsins í málum þeirra Jackie Kennedys og Onassis, Gylfi Þ. Gíslason, hefur nú enn tekið áhyggjur stórar, að því er blaðið upplýsir nú á dögunum. Eins og menn muna rann Gylfa það mjög til rifja er Jackie litla lenti í klóm Onassis, og kallaði On- assis í þessu sambandi hinn mesta „glaumgosa" fyrir að hafa dregið þetta sakleysisblóm svo hörmúlega á tálar. Nú þykir Gylfa þó knútur riðínn á ósómann, því eft- ir nána eftirgrenslan segir hann, að nú hafi Jackie fall- erast, því að upp sé komið, að hún sé ólétt. Að vísu hafa þau Jackie og Onassis brugðist heldur ókunnug- lega við þessum bollaleggingum blaðsins um „ástand- ið"! í kviðarholi Jackies, en blaðið heldur fast við sitt. Er sárttil þess að vita, að Onassis gerir ráðherra þann- ig hvern óleikinn á fætur öðrum án þess að Gylfi hafi þar nokkurn mótleik. Vildum.við gjarnan, að lesendur okkar bentu á nokkur ráð til að hefta þessi bolabrðgð af hendi hins gríska glaumgosa.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.