Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 3
MSnudagur 28. Julí 1969 Marrtrdags bTaðíð 3 þá að svampgúnimí eða silikoo- púðum er komið fyrir, eða þá í þriðja lagi að fituvefur úr öðmm hlutum líkama „sjúklingsins" er græddur inn undir brjósthúðina. Frægt dæmi um silikonaðferðina er að nektardansmær aðnafni Carol Doda lét á þann hátt auka brjóst- vídd sína um hvorki meira né minna en 21 sentimetra. Brjóstvídd hennar er 112 sentimetrar og því mun meiri en á þeim brjóstamiklu konum Soffíu Loren, Anitu Ekberg og Jane heitinni Mansfield svo ein- hverjar séu nefndar. Carol hefur að- eins yfir einu að kvarta: „Þegar ég ligg á grúfu get ég ekki lagt höf- uðið á koddann". Það.voru aSeins tvœr ástasður — en þær miklar — fyrir fraigð og frama bandarísku „leikkonunnar" ]ane Mansfield. Þair voru svo mikl- ar að jafnvel Soffía Loren leit þœr öfundaraugum. Silikon skárra Silikon hefur ekki þann galla sem parafínið sem áður var notað í þessu skyni hafði — að valda innan fárra ára krabbameinshnúð- um í brjóstunum. Hins vegar hefur það komið fyrir að silikonaðferðin hefur valdið dauða konunnar. Hvíiuhröfi en ekki skottuiækningar geta stæSt og stækkað konubrjóstin — Prýði konunnar og Ieikfang karlmannsins, hafa menn kallað konubrjóstin, og það eru áreiðan- lega orð að sönnu. Karlmenn hafa ævinJega og hvarvetna sungið þeim lof, eða hver man ekki lof- söng Salomons í Ljóðaljóðunum. Á hinn bóginn lýsti Heinrich Heine lítt aðlaðandi greifafrú á þ'atin'-'hátc' í „Anf den Brockcir"' að brjóst hennar væru jafn geld og eyðileg Lúneborgarheiði. Lofsungin En hafi brjóst konunnar verið lofsungin frá örófi alda, hefur dýrkun þeirra aldrei verið meiri en á okkar dögum. Hvar sem augum er litið r okkar auglýsingaheimi verða fyrir þeim svellandi brjóst og hvelfdir barmar — hvort sem ver- ið er að selja tannkrem eða bíia. Konur samtíðarinnar hafa fært sér þessa dýrkun í nyt og þær þeirra sem náttúran hefur verið nánasarleg við að þessu Ieyti eru fúsar til að fórna nærri hverju sem vera skal til þess að bæta nokkrum þumlungum við brjóstvídd sína. Söluvara um heiminn Utsmognir kaupsýslumenn liafa komið auga á að þarna var mikil gróðavon, ekki sízt í Bandaríkjun- tini þar sem menn gera ráð fyrir að tvær af hverjum þrem konum hafi áhyggjur út af brjóstum sínurn, annaðhvort að þeim finnist þau vera of flöt, óstælt, of lítil eða þá of stór. Og þá koma kaupsýslu- ménnirnir til sögunnar og bjóða þeim ráð við öllum vanda. Þeim standa til boða alls konar mixtúrur og áburðir sem eiga að gera beitt- asta vopn konunnar enn beittara". í þágu brjóstadýrkunarinnar eru ei',nig sogskálar og nuddtæki sem á nokkrum vikum eru sögð geta skapað „hinn fullkomna barm". „Sala hvers konar brjóstastælandi rneðala og tækja er orðin að mestu skottulækningástarfsemi í Bandaríkjunum", segir í greia í tímaritinu „True". Rannsókn sem brezku neytendasamtökin hafa lát- ið gera leiddi í ljós að þróunin er að verða sú sama þar í landi og reyndar á það sama við um flest vesturlönd. Gagnslausar aðferðir En hvað segja þá læknavísindin um þessi „fegrunarlyf"? Flestar mixtúrurnar hafa að geyma ein- i hvers konar hormóna og í brezkri læknaskýrslu segir að allar þær á- í burðartegundir sem rannsakaðar voru hafi reynzt gersamlega gagns- ! lausar til þess að stæla eða auka ; við brjóst fuilorðinna kvenna. Hins vegar virtust sumar blöndurnar lík- . legar til þess að geta valdið krabba- : meini. Þegar um ungar stúlkur sem ekki eru fullvaxnar er að ræða get- ur hormónagjöfin virzt bera sýni- legan árangur, en hann er ekki meiri en hin eðlilega hormóna- framleiðsla líkamans myndi hafa orðið með tímanum. Nudd Hin aðferðin sem reynt er að teija kvenfólki trú um að stækki og stæli brjóst þeirra — nuddið — er nákvæmlega jafn gagnslaus. 1 blöðum nágrannalandanna, röðin er víst ekki enn komin að okkur á íslandi, birtist hver auglýsingin af annarri með fyrirsögnum eins og „Gerið brjóst yðar óaðfinnanleg" og með fylgja myndir af alls konar hvelfdum áhöldum sem eiga áð verka á brjóstm með nuddi, há- þrýstingi eða sogi. Læknar segja að ertingin sem þessi áhöld valda geti að vísu leitt til þess að brjóstin bólgni um sinn, en bólgan hverfur aftur fljótlega. Bandarískir læknar hafa varað við því að krabbameinskýli sem ekki hefur verið eftir tekið kunni að vaxa og breiðast út ef þessi á- höld eru notuð í óhófi. | Læknar sem hafa sérmenntað sig I í svonefndri „fegrunarlæknisfræði" halda því fram að aðeins með einu móti sé hægt að fullnægja óskum þeirra kvenna sem vilja stækka brjóst sín — þ. e. með skurðaðgero- um. Aðgerðir af þessu tagi eru á síðari árum orðin að heilmikilli sérgrein læknisvísinda.nna í Banda- ríkjunum. Dælt í brjóstin Það eru venjulega notaðar þrjá aðferðir: Dælt vaxi eða gerviefnum, einkum silikoni, inn í brjóstin, eða Frönsk nektardansmær að nafni Regine Rumen lézt eftir slíka áð- gerð 1965 og ananð dæmi er kunn- ugt frá Japan. Annar mikill galli við silikon- aðferðina er að mjög erfitt er, ef ekki ómögulegt, er að finna krabba- mein í brjósti sem þannig hefur verið meðhöndlað. Auk þeirra hættu sem óhjá- kvæmilega fylgir aðgerðum sem þessum ber þess að geta að þær Framhald á 6. síðu. Öllum er kunnugt um, að al- varleg slys hafa hent börn á öllum aldri bæði í bæjum og sveitum. Þess vegna er það mikið öryggi, að þau séu slysatryggð sérstaklega. Börn yngri en 15 ára eru yfirleitt tryggð fyrir útfararkostnaði Kr. 20.000.—, en hægt er að tryggja þau gegn varanlegri örorku eftir því, sem hverj- um hentar. Um dagpeninga- greiðslur til barna vegna slysa er ekki að ræða. Slysatrygging barna IÐGJALD fyrir slysatryggingu á börnum er mjög lágt eða aðeins Kr. 20.— vegna dauða og Kr. 100.— á hver 100.000.— vegna örorku. Dæmi um mismunandi tr.upphæð við örorku: TR.UPPHÆÐ VIÐ DAUÐA TR.UPPHÆQ VIÐ 100% ÖRORKU IÐGJALD Kr. 20.000.— Kr. 100.000.— Kr. 120.— — 20.000.— — 200.000.— — 220.— — 20.000.— — 300.000.— — 320 — Framundan er mikill annatími hjá börnum og viljum vér því hvetja foreldra til að veita börnum sínum þá vernd, sem slysatrygging veitir. ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500 SA l\ IV I rs N LT RYGGIINGAR f 1

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.