Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 28. júlí 1969 Blaó fyrir alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Símar ritstjómar: 13496 og 13975. Auglýsingasimi: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Stórkostleg miljónatöp og leiðtogarnir Það er merkilegt, að þetta þjóðfélag skuli ekki löngu komið á hausinn, ef dæma má eftir frásögnum blaðanna. Við töpum milljónum á útgerðinni, síldin hefur enn svikið, ,,með tug- miljónatapi". Verkföll hafa kostað okkur hundruð milljónir. Flugmannavitleysan skemmdi fyrir milljónir í gjaldeyri, og nú upplýsir Tíminn, að júgurbólga í kúm, kosti okkur árlega milljónir — í tapi. Vart verður sá húsbruni á ári hverju, að ekki fari í hann milljónir, og atvinnuleysisgreiðslur kosta sín- ar milljónir. Ef stærstu og afkastamestu fyrirtæki okkar í aðal- ptvinnuvegunum fá ekki hundruð milljóna í styrki og niður- greiðslur, tapast enn hundruð milljóna, ef smáiðnaður og svokallaður útflutningsiðnaður fá enga von um styrki og upp- bætur, þá fara enn nokkur hundruð milljónir í vaskinn. Það þarf ekki nein smábein til að standa undir öllum þessum skaða. Nú, ekki virðist þessi óskapa taprekstur og skaðar hafa mikil áhrif. Til þess að bæta upp þennan skaða siglir þjóðin fyrir hundruð milljóna, ekur um helgar allt sumarið fyrir SlN- AR milljónir, kaupir listaverk og önnur verk fyrir milljónir, byggir og lætur allt eftir sér fyrir enn aðrar milljónir. Ríkis- stjórnin bregst drengilega við og segir ástandið ágætt, hag- stofan telur það lélegt, stjórnarandstaðan telur hrun í vænd- um, en krefst um leið stærri framkvæmda, meiri styrkja, lengri fría og færri vinnustunda. Þetta er sú dásamlega logikk, sem ræður nú ríkjum hér á landi. Eiginlega það eitt, eftir blöðunum að dæma, sem við eigum nóg af — þjóðarstolt blandað þjóðarrembingi. Þar eru sko ekki vanhöldin. Ekkert má koma í þverveginn við þessum einstæðu eiginleikum okkar, hvort heldur um andleg eða ver- aldleg efni. Sögueyjan skal „lifa“ á ritum Snorra og annarra 13. aldar manna og benda stolt á þau, þegar innt er eftir ein- hverri öfugþróun, einhverri fjarstæðuáætlun eða einhverjum skringilegheitum í almennri fjármálastjórn og bjargræðishátt- um almennt. Þá er bent á Snorra — sem reyndar fæstir hafa lesið — og þjóðinni tókst að drepa á bezta starfsaldri þegar hann hafði lagt til hliðar flestar veraldlegar deilur. Það sorglega við þetta er, að almennt er þjóðin dugleg. Það sést á því, sem hún hefur unnið eigin höndum í byggingum og framkvæmdum almennt. En það er, eða hlýtur að vera, önnur skýring á öllu þessu tapi, vanhöldum og óáran hjá okkur. Hún mun ekki liggja aðeins sjá stjórninni. Hana er mest að finna hjá svokölluðum leiðtogum hinna vinnandi stétta, sem fært hafa kröfur sínar út yfir allt velsæmi, ekki skeytt nokkru um hag þjóðarinnar í heild og sízt af öllu gert sér Ijóst, að dýrtíðin verður aldrei leyst með kauphækkunum. Þar eru og bændaleiðtogar ekki síður sekir í sambandi við nær brjál- æðislegar kröfur um uppbætur. Þar eru og útgerðarmenn, sem nutu síldarinnar með einhverri vitlausustu byggingadellu, sem heimurinn hefur séð. Svona má lengi telja. Ef þessir menn ALLIR koma ekki bráð- lega saman og reyna að finna annað samkomulag en þessar brjálæðislegu kröfur, þá fara þeir með allt til helvítis, og stjórnin verður að gera einhverja úrslitatilraun til þess, að stöðva þetta ,,milljóna"-flóð niður á við áður en allt er um seinan. Þeir, sem vilja koma greinum og öðru efni í Mónudagsblaðið hafi samband við ritstjóra eigi síðar en miðvikudag nœstan á undan útkomudegi. KAKALI skrifar: í HREINSKILNI SAGT Hneykslið í Aðalstræti — Hve lengi á þetta að ganga? — Trassaskapurinn víðar — Sjónvarpið gaf sig — Óþol- andi afstaða — Knýja verður fram breytingu — Bing Crosby á Íslandí — Góð og gagnleg heimsókn — Víð- frægur þáttur — Vikulega í Keflavíkursjónvarpinu — Á það var minnzt hér í blað- inu., að umferðarteppan í Aðal- stræti væri vegna þess að girt hefur verið út á miðja götuna og gert að einsteínuakstri. Á- stæðan er sú, að þar brann verzlunarhús í hitteðlfyrra, sem síðan var rifið. Var þá sagt að þetta væri nauðsyn vegna þess, að hefja ætti byggingu á lóð- inni. Síðan hefur e'kki verið neitt aðhafzt, en af þessu hafa hlotizt hin mestu umferðar- vandræði, því þetta er þó ein af aðaílgötum miðborgarinnar. Erlendis, þegar verfð er að byggja í miðri borg, er far- ið að á alU annan hátt- Gatan er ekki „mjókkuð“ heldur ein- faldlcga svo búið um, að brciddin héldi sér. Ef nauðsyn er gangstéttar, þá er hún yfir- byggð. 1 þessu tilfelli hér, er alveg óþarfi að hafa þarna gangstétt, því vísa mætti fólki á að nota vesturstéttina meðan á byggingaframkvæmdum stendur, og þá slíkt yrði má- ske stundum lítið eitt óþægi- legt, og kæmi það ekki að sér- stakri sök, hvergi nærri því ó- fremdarásigkomulagi og nú ríkir. Samkvæmt upplýsingum eins dagblaðanna, þá fást eng- in svör opinberra aðila um þetta ófremdarástand né held- ur hvað hefur tafið þar allar framkvæmdir. Þetta er eitt af þessum ágætu dæmum um slóðaskap- inn, sem ríkir á sumum svið- um borgaryfirvaldanna. Hús þetta, eða rúsfir, stóð lengi ó- rifið í hjarta borgarinnar öll- um til leiðinda og skammar- Og nú þegar það er horfið kemur næsti „áfangi", mán- uðum saman hefur ekkert ver- ið aðhafzt, en samt er teppt öll umferð. Virðast sumir eiga stóra hönk upp í bakið á yf- irvöldunum í þessum efnurn. Annað af mörgum hneyksl- um er svo húsræfill, sem lengi hefur gert hom Hringbrautar og Framnasvegar stórhættu- legt, enda skagar skrilflið langt út í götuna, skyggir fyrir útsýni og getur þá og þegar valdið stórslysi- Sagt er að borgin hafi staðið í stappi við eigendur, boðið þeim nýja í- búð í stað sfcriflisins, en akkert áunnizt. Nú er hér sízt af öllu mælt með sikerðingu á eign- arrótti, en þó verður að taka tillit til þess, þegar skipulag og hrein hættusköpun eru ann- arsvegar en ríflega boðið af yfirvöldum hinsvegar að taka verður af skarið áður en það verður um seinan. En nóg um þetta að sinni, vera má að úr fáizt bætt. Það þótti nokkur nýlunda, að sjónvarpið rausnaðist við að sýna okkur mynd af ferðum tunglfaranna, en þó ekki fyrr en almenningur var orðinn á- kaflega kröfuiharður í þessum efnum og að yfirstjórnin þar skynjaði að leiðindi og alls- kyns vandræði hlytust af, ef ekki yrði gerð undanþága í þassu til/felli, þar sem sjón- varpsliðið allt er í sumarleyfi. 1 rauninni er þetta síður en svo þakkarvert, hvorki af sjón- varpsmönnum eða yfirmönn- um stofnunarinnar. Það var í fyrsta lagi og hefur verið frá upphafi stofnunarinnar hrein svívirðing, að slík fréttamiðl- unarstofnun taki sér almennt frí og stöðvi þannig rekstur- inn. í margar vikur. Full nauð- syn er á því, að þessi stofnurt búi sig 'betur undir sumarið Dg haldi fullri starfsemi, Þótt sumir starfsmanna taki sér eðlilega frí um tíma. Sjón- varpsstarfsemi hefur margt fram jrfir útvarpsstarfsemi bæði varðandi slyis, tilkynn- ingar og önur alvarleg efni, lýsimgar eftir fólki og áríðandi tilkynningar. Allri ábyrgðarstöðu þessar- ar opinberu stofnunar er vatrp- að út í vindinn vegna þess eins að sjónvarpsmenm „ákveða“ að þeir skuli hafa frí saman, og alrmenningi er slíkt algjörlega óviðkomandi- Þetta er prýði- legt fordæmi. Því fara efcki brunaliðsmenn í frí, lögreglu- menn eða aðrar stéttir. Eina vinsæla stéttin á lamdinu, færi hún almennt langt, mjög langt frí, væri bankamannastéttin. Visulega er sjónvarpið ekki í alveg hliðstæðu starfi við lög- reglu- né elökkviliðsmenn. En þetta eru þó opinberir starfs- menn og vissulega hefur komið til mála, að þessar síðastnefndu stéttir, lögregla og slökkvi- liðsmenn ættu réttindi á verk- föllum. Afstaða sjónvarpsins í þess- um efnum er eims einstæð og hún er óþolandi. Menntaméla- ráðherra, sem síðustu mánuði hefur verið undir eilílfu að- kasti í nær öllum greinum em- bætisferils síns, hlýtur að finna það brátt, að ekki er hægt til frambúðar, að þjóna tveim tíerrum, fólkinu í land- inu, sem jafnan situr á hak- anum og svo fámennum, ill- skeyttum klíkum, undir beinni stjórn hans. Það er bans að berja i borðið ef ekki er hægt, að koma vitinu fyrir þetta fólk og það er hans að sýna firam á, að almenningur er bséði orðinn þreyttur á al- 4 mennt lélegri þjónustu í þess- um efnum, svo ekki bætist of- an á lokun um lengri tíma, en fólkið hefur greitt ærið fé fyr- ir þessa þjónustu- Vomandi lætur ráðherra sér sikiljast þetta í framtiðinni, að í það er lika hans eigið fjöregg, ’ sem hann er að leika sér að, etf svona skal haldið áfram- Bing Crosby kom og kvaddi landið, ásamt fimm löxum, sem hann veiddi og laxaseið- um sem send verða til Cali- forníu, Þetita er góð heimsókn. Crosby er ágætur leikari og mjög vinsæll söngvari, en Crosby er einna mestur veiði- maðurinn og hefur eytt sum- arleyfúm sínum — ef svo má kalla þau — við veiðar um heim allan. Crosby bindur sig síður en svo við laxveiðar. Hann starfar við allar vatna- veiðar og er ágætur skotmað- 'ur. I Keflavíkursjónvarpinu var fyrir skömmu, rúmlega hálf- um mánuði fyrir komu Cros- bys sýndur hinn vikulegi þáitt- ur The American Sportsman“ og þar var mættur Crosby, á- samt fylgdarliði og skaut hann gæsategund eina, sem óþekkt er hér. Myndin var frá Ken- eya, það er með beztu veiði- löndum heims. Það er mikil og góð landkynning af kvikmynd þeirrl sem tekin var af dvöl Crosbys hér og þakka má þeim, hvoní innlendum eða erlend- um, sem komu þessari heim- sókn til leiðar- Sport, hvort heldur er laxveiði, fugla- eða dýraveiði, er vinsælt um allan heim, enda ekki langt frá eðli mannsins. Þar eru hvorki emjandi kerlingafélög, skandi- navisk „góðmennska", né vein- andi dýravinir á ferð. Svo sjálfsögð, sem starfsemi dýra- vinafélaga er, þá er nokkur öfgamennska hér á Iandi sambandi við .skotmenn. En hvað um það. Heimsókn Bing Crosbys er happaskot í garð okkar Islendinga, því hann kom, sýndi sportið og nafnið hans og mannorð í heiminum er meira virði en margt af því mislukkaða landkynningar- prjáli, sem verið er að böggl- ast við hér heima. Megi fleiri hans líkar heimsækja okkur. Margir segja að gamni sínu hvort efcfci megi breyta nafn- giftinni „A land Of fire and ice“ í „Lovely Xceland — land of salmon“ eins og meistari Bing syngur í nýja laginu um landið, sem brúfcað verður í myndinni.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.