Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 6
6 Mánudagsblaðið Mánudagur 28. júli 1969 Blöðin, sjón- og útvarp og tunglferðin — Morgunblaðið og útvarpið báru af — Góð fréttaþjónusta — Afstaða Þjóðvilj- ans — „Rausn“ sjónvarpsins — Reykvíska pressan gerði yíir- leitt allt sitt bezta til að fylgj- ast vel með ferð Apollos til tunglsins, reportera lendinguna þar og gefa lesendum sem gleggsta lýsingu á einstökum atvikum. Tíminn og Morgunblaðið voiu miklu fremst, einkum Mbl., sem sýndi einstaka natni og ágæta blaðamennsku í nær öllum hliðum þessa stórviðburðar. Vísir „sló nær öllu upp“ Idikkandi út með ág'ætri fyrirsögn í „graðhestaletri11 „ÞAÐ TÓKST“, en gerði jafn- framt skilmerkilega grein fyrir at- burðinum. Alþýðublaðið ruddi nokkrum kvennaifarssögum og leikstjörnuæfintýrum af síðum sínum, en var sem fyrr í vand- ræðum með lélega prentun og oft heldur naive fréttamennsku- Þjóðviljinn skýrði hreint og beint frá tunglferðinni, lét ekki bera á áróðri í fréttagreinum, en var þó illa gripinn milli Apollos og Lunu 15- Blaðið átti erfitt með að kyngja því, að afrek Rússa, þótt stórkostleg vaeri, hlyti að falla i skugga Apollo-ferðarinnar. Að vísu skipti það engu um ágæta fréttafrásögn blaðsins af ferðinni sjálfri, en Þjóðviljinn, bætti alla slíka réttlætiskennd upp, með leiðinlegum leiðara um ferðina, þar sem nýtt var tækifærið til að skíta í Bandaríkjamenn í sam- bandi við Viet Nam átökin. Er þetta einna líkast því, að hæla manni fyrir afrek, en ráðast á h'ann fýrir að vera sköllóttur; Jafnvel gallhörðum kommum líkaði illa, illkvittni blað.sins gagn- vart Bandaríkjamönnum, þótt nokkur nauðsynleg hrósyrði væru látin falla innan um illgresið. Luna 15 fékk miklu minni skrif. Afrek Rússa var geysilegt, en i kringum það var, að venju, því- líkur hjúpur laununga og myrk- viður upplýsingaleysis, að fátt var hafandi eftir nema opinberar skýrslur að austan. Þær vonir manna, að Luna kæmist aftur til jarðar, jafnvel með sýnishorn af yfirborði tunglsins, hurfu þegar tilkynnt var, að samkvæmt áætl- un, hefði geimfarið verið látið lenda á tunglinu og eyðileggjast f lendingu- Um sannleikann skal ekki deilt- Flest vikublöðin þögðu eða rlt- uðu aðeios almennt um þennan merka viðburð, enda óhægt um Brjóstin Framhald af 3. síðu. cru dýrt spaug, kosta sem svarar 60—90.000 íslenzkar krónur. Að öllu athuguðu ættu því kon- ur að una við það sem náttúran hefur gefið þeim. Þær ættu a.m.k. að nota þá einu aðferð sem læknir nokkur sagði að væri sú eina sem hann gæti ímyndað sér að bæri já- kvæðan árangur: Það brjóstanudd og þá hormónaframleiðslu sem jafnan fylgir hvílubrögðum karlsog konu. vik fyrir þau, sem þar hefðu orð- ið að „éta“ upp fréttir, sem al- menningi var þegar kunnugt um bæði af blöðunum sjálfum, út- varpi og sjónvarpi- Undarlega reyndist smátt gagn af eina fréttaritara íslenzku blað- anna viðstaddan tunglskotið. Greinar hans voru heldur gagns- litlar og buðu upp á fátt, sem ekki var þegar vitað af lestri úr ofangreindum málgögnum. Sjónvarpið, sjá Kakala bls. 4, reis úr rekkju og sýndi góða og spennandi kafla frá atburðinum, en ekki stóðu þulirnir sig nú með sérstökum ágætum, jafnvel ekki þeir fræðimenn, sem til voru kallaðir. Hefði verið jafngott, að láta danska þulinn hafa orðið all- an tímanin. Sjónvafpið hefur vissulega EKKI lifað upp til skyldu sinnar, en, það er annað mál. Útvarpið stóð sig með hreinum ágætum, lýati vel og skilmerki- lega, gaf hlustendum undraverða góða „mynd‘‘ af atburðum. skaut inn fróðlcgum athugascmdum og vann bæði skjótt og örugglega að öllu þessu mikla verki, undi scr hvorki svefns né matar. Var þar sýnilega allt undirbúið og sýnir, að ef vilji er fyrir hendi, þá má gcra talsvert meira í slíkum éfn- um en oft er gert, þótt ekki sé um slíka stórviðburði að etja. Er vissulcga tímabært að þakka út- varpsmönnum þcim, sem hér að síóðu. mikillcga fyrir þessa grein fréttaþjónustunnar. E523IC 7 8» Sommetiiche Frisuren zum Selbermachen beschwingt und farbenfroh: ideate Mode fiir den Kosmeflk: Uriaub ohne Sonnenbramf 7 'LÍ £Æv«i?œss&,. nu beraTVÆR braqðljufar sigarettur nafniðCAMEL ÞVÍ CAMEL — FILTER ER KOMIN Á MARKAÐINN ÍÖl ?£Oi«s , FRESH lOSAj Á sjö og landi, sumarog vetur llmandi Camel - og allt gengur betur

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.