Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 28.07.1969, Blaðsíða 8
Gamalmennska í útvarpi — Júlíus og minnið — Dagbókin — Rigning bjargar ryki — Næturklúbbar í uppsiglingu — Ný tegund næturlífs. SEM DÆMI um afturhaldið, sem enn ríkir í útvarpinu a.m.k. í sumum deildum virðist útilokað að fá „beinar fréttir jafnvel þó að litlu máli skipti. Hádegisútvarpið skýrir venjulega frá veðri, hitastigi o. s. frv. um fréttatimann. Ekki er verið að líta á hitamælinn eða hringja á veðurstofuna, því iðulega ef ekki alltaf er skýrt frá hitastigi á ýmsum stöðum á landinu t.d. Reykjavík —frá kl. níu þann morgun, en EKKI eins og er þeg- ar lesið er. Þetta er búraháttur, næstum jafn gamall stofnun- inni. Þetta er máske ekki mikilsvert en ósköp smáboruleg fréttamennska. BLAÐIÐ KOSTAR KR. 20.00 i ÚTSÖLU. YKKAR ER GRÓÐINN — OKKAR ÁNÆGJAN BleLÓfynr alla Mánudagur 28. júlí 1969 Greiðasala í lögregluríki FURÐULEGAR AÐGERÐIR GEGN KAFFISTOFU KLUKKUSTUND OF SNEMMA!!! OPNAÐI JÚLÍUS HEITINN HAFSTEIN gat verið manna gamansamastur og hafði oft gaman af að spaugast um sjálfan sig og aðra. Eitt sinn sat hann á ,,gáfumanna“-tali og ræddu menn gáfur og minni og varð misjafnt að orði. Júlíus hlustaði um stund, en sagði svo glottandi: ,,Eg þekki nú þrjá minnugustu menn landsins sem núna eru uppi, en það eru, ég sjálfur, hann Jóhann sonur minn — en ég man ekki hversá þriðji er“. MARGIR MINNAST á það við okkur, hvers vegna við séum að bæta ,,Dagbók Cianos greifa" við þær greinar, sem hér hafa birtzt um nazismann. Sannleikurinn er sá, að öll mál hafa tvær hliðar og Ciano var enginn sérstakur vinur manna Hitlers og lét óspart svo í Ijós í dagbók sinni, sem er hin merkasta heimild um lífið í einræðislöndunum og alla þá leynd og mannasvik, sem þar voru, afbrýði og róg, sem á milli gekk. Dagbókin er auk þess hin skemmtilegasta aflestrar. ÞAÐ ER RIGNINGARTÍÐINNI en engu öðru að þakka a.m.k. hér á Suðurlandsundirlendinu, að ferðafólk kafnar ekki í vega- rykinu. Sennilega hefur aldrei verið eins mikil vegatraffik og nú, því margir spara sér utanferðir og skoða eigin land heldur, en EKKERT hefur verið gert til að rykbinda fjölförnustu leiðir. Vei ferðamönnum, ef til margra sólardaga drægi. SAGT ER, að enn hugsi nokkrir næturklúbbanna á endur- opnun, þótt erfitt sé að sjá hvaðan þeir fá nú heimild. Erlendir ferðamenn spyrja mjög um slíka klúbba, og trúa því varla, að borg, með jafn tryllt og frjálst næturlíf skuli ekki hafa bein í sér til að halda uppi tveim þrem slíkum stöðum. Akur- eyringar eru sagðir hafa vinninginn þar og kvisazt hefur um að í Reykjavík starfi nú einn slíkur, en sá sé munurinn á hon- um og þeim sem lokað var, að þar sé alit fullt af óeðlilegheit- um, og sé ennþá verri í öllu en hinir, sem margir voru ágætis- skemmtistaðir og vel reknir, — en full leynd yfir. Veitingastofa ein á Grandagarði hefur um árabil haft þann sið að opna dyr sínar klukkan fimm að morgni, selja kaffi, brauð, gos og álíka hressingu. Þarna mæta sjómenn, sem eru að koma að, fisksalar, sem eru að sækja fisk í búðir sinar, bílstjórar sem verið hafa á næturvakt og fá sér hressingu áður en morgunaksturinn byrjar, venjulega um sexleytið, hótel, flugvöllur o. s. frv. Um næturhrafna er minna en ekkert og íbúðarhús eru víðs fjarri. MUNAR KLUKKUSTUND I þjóðin að kafna úr smásmugu- Nú bregður svo við að lögreglan j hætti og óþarfa sleitirckuskap.’ mætir þarna cinn morgun, rekur Umferðarmiðstöðinni er leyft að gesti út og segir bannað að opna hafa „opið“ næturlangt — kafli fyrr en SEX, þ.e. klukkustundu og öl o-s frv. Selt út um lúgu!! — síðar. Hvcr er svo meiningin? Er En kona sem leggur á sig miklar næturvökur tit að selja sjómönn- um, fisksölum og öðrum starfandi mönnum greiða snemma morguns í húsaskjó'li er hundelt. Svona ó- svífni og hártogun vltlausrar reglugerðar er bókstaflega móðg- un við alla aðila. AFBRÝÐ? Hver gaf þessa skipun vitum við clvki. Víst er að lögregluþjón- ar hafa ekki tckið hana upp hjá sjáll'um sér. Hér er annað hvort um einhverja afbrýði að ræða, eða embættismann, sem misskilið hcf- ur hlutverk sitt. Hvort sem cr, þá ciga yfirvöld að hverfa frá þessu óráði. Maður á sjó- UNGLINGAR, piltar og stúlkur ku nú hafa myndað sér anzi nýtízkulega klúbba, sem hafa mörg menningarmál á döfinni. Sumir hafa tryllta músíkk og einhver eiturlyf í fórum sínum, ,,gestir“ afklæðast til að sýna frjálslyndi sitt, og enn aðrir halda bara venjulegar ,,orgíur“ sem skapaðar eru eftir erlend- um fyrirmyndum. Allt slíkt er bein afleiðing hinnar heimsku- legu og hættulegu ,,bann“-stefnu, sem hið opinbera er ófáan- iegt til að hætta við. STAÐREYNDIR — sem ekki mega gleymast: (31) LYÐRÆDISLEG VIÐBROGÐ Á HÆTTUSTUND Heppilegur vígvöllur — „Hlutleysi11 — Brotni riffillinn — Tukthúslimir og landvarnir — Þverröndóttir liðsforingjar — „Stjórnin“ sefur, sefur, sefur! — Hugsa dýrin? „Sú skoðun, sem , nú er prakkað í fólk, að meiri- hluti norsku þjóðarinnar hafi frá upphafi verið andvígur Þjóðverjum og flokki Vidkun QuLslings, er villandi og í al- geru ósamræmi við staðreynd- irnar. Norðmönnum fannst miklu fremur heiður að því, að Alfred ■ Rosenherg skyldi telja þá „götúgan kyn'þátt" Fram að þeim tíma höfðu Norðmenn yfirleitt aldrei haft nein kynni.af kynþáttamálum- En hinn greinilegi munur á framkomu Þjóðverja gagnvart Norðmönnum annars vegar og öðrum þjóðum, t.d. Pólverjum, hins vegar, efldi með Norð- mönnum vissa tilfinningu um að þeir væru eins konar úrval, en það var viðhorlf, sem þeim gekk misjafnlega vel að til- einka sér. Þrátt fyrir það leiddi þessi lífisskoðun til þess, að yfirgnæfandi meirihluti norsku þjóðarinnar tók vin- sam-lega hlutleysisafstöðu til þýzku hersetningarinnar". — Werner Brockdorl'f: KOLLABORATION ODER WIDERSTAND (Verlag Welsehmuhl, Múnohen- Wels, 1968), bls. 52. Skynsamleg ráðstöfun Hernaðarátökum lýðræðisríkj- anna og Þjóðverja um Noreg lauk sem kunnugt er með fullnaðar- sigri hinna síðarnefndu enda þótt frumkvæði lýðræðisríkjanna og allur undirbúningur þeirra hafi átt sér lengri aðdraganda. Astæð- an til þess, að Noregur varð stríðsvettvangur í Heimsstyrjöid II, var aðallega sú, að einmitt Noregur bauð upp á ákjósanleg skilyrði til þess að lýðræðisrikin gætu búizt við glæsilegum árangri þeirrar stefnu sinnar, að útbreiða stríðið sem mest, hasla Þjóðverj- um völl á sem flestum vígstöðv- um samtímis. Allir, sem hafa gert sér það ómak, að hugleiða hina gjörólíku hernaðarlanda- fræðilegu aðstöou stríðsaðila, hljóta að' viðurkenna, að álform lýðræðisríkjanna um að gera Nor- eg að vígvelli mjög snemma í stríðinu voru hreint ekki óskyn- samleg: Með því að hefja- hem- aðaraðgerðir í'Noregi neyddu þau Þjóðverja til gagnaðgerða, þeir hlutu að verða að dreifa kröftun- um, verða verr búnir undir vænt- anleg átök - á vesturvígstöðvunum og hin lífsnauðsynlegu verzlunar- viðskipti þeirra við Norðmenn, að ógleymdum flutningaleiðum þeirra með sænska járngrýtið frá Narvik um norska landhelgi, hlutu að-verða fyrir alvarlegu ,ef ekki afgerandi áfalli. Lýðræðisríkin höfðu og fulla á- stæðu til þess að gera sér sterkar vonir um skjótan og varanlegan sigur. Með hliðsjón af lögum landsins og hinum gífurlega flota- styrk sínum, var ekker't eðlilegra en að þau teldu sig fullkomlega fær um að efla vígstöðu sína með hernámi Noregs án teljamdi fórna- Þau höfðu ennfremur örugga vissu fyrir, að norska stjórnin myndi greiða fyrir þeim eftir megni, Noregur hafði allt frá stofnun Þjóðabandalagsins verið eitt auð- sveipasta leppríki Versailles-veld- anna og stjórn sú, sem að völdum sat, halfði sjaldan sleppt tækifæri til þess að sparka í Þjóðverja. Auk þess hafði það verið eitt helzta stefnuskráratriði norskra ráðamanna um tveggja áratuga skeið, að landið væri hervarnar- laust, þannig að óþarfi var að búast við svo mikið sem mála- myndatilraun af hennar hálfu til þess að verja hlutleysi landsins, en einmitt „hlutleysi“ hafði ver- ið þungt áherzluorð í munni norskra leiðtoga- Af þessu og ýmsu öðru, sem ekki er ástæða til þess að rekja nánar hér, verður það deginum ljósara, að herhlaup lýðræðisríkjanna til Noregs, sem hófst með því, að Bretar tóku að leggja tundurduflabelti í norskri landhelgi hinn 8. apríl 1940. auk þess sem þeir höifðu þegar gert sig þar heimakomna áður við mörg tækifæri, var langt frá þyí að vera nokkur fásinna, og ef það hefði heppnazt, þá. myndi það ugglaust hafa með réttu verið tal- ið hernaðarlegt snilldarbragð- En það mistókst, að öðru leyti en, því, að Þjóðverjar neyddust til þess að halda setuliði í Nor- egi til stríðsloka. Ein lýðræðisleg hugsjón Það er annars ekki ætlun mín núna, að fjalla frekar um ástæð- ur lýðræðisríkjanna fyrir því að gera Noreg að vettvangi bardaga og blóðsúthellinga í upphaíi Heimsstyrjaldar II. 1 stað þess ætla ég að gera stutta grein fyrir því ofurkappi, sem norskir lýð- ræðisjafnaðarmenn lögðu á varnarleysi Noregs um tveggja áratuga skeið, og ennfremur því, hvernig þeir bi-ugðust við, þegar árangur iðju þeirra var afhjúpað- ur og þjóð þeirra hefði öllu öðru fremur þurft á forystu allsgáðra manna að halda. Að varnarleysi Noregs hafi ver- ið norskum lýðræðisjafnaðar- mönnum nokkuð annað en eitt þeirra allrahjartfólgnasta hug- sjónamál, var þegar af flokks- merkinu hafið upp yfir allan eifa. Flokksmerkið var brotinn riffill, og borið af foringjum jafnt sem fylgifé við öll möguleg og ómögu- leg tækifæri- Trygve Lie, Einar Gerhardsen og Halvard Lange báru gullslegnu, brotnu rifflana sína af sérstökuni reigingi eins og Framiiald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.