Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.08.1969, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 04.08.1969, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 4. ágúst 1969 Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: Agnar Bogason. Símar ritstjórnar: 13496 og 13975. Auglýsingasími: 13496. Prentsmiðja Þjóðviljans. Hvíld £rá Kennedy-um Fátt heíur vakið meiri athygli, en mál Edwards Kennedys, öldungadeildarmanns. Þykir nú séð, að þótt hann ætli ekki að draga sig í hlé, þá eru litlir möguleikar á að hann nái forsetaframboði. Raunar hafa margir málsmetandi menn löngum verið því andvígir, að þessi síðasti Kennedy yrði áhrifamaður í heimsstjórnmálum, því margir eru orðnir leiðir á því æði og ofsatrú, sem umleikið hefur stjórnmála- feril Kennedyanna. Kennedy forseti rétt náði kosningu með einum minnsta meirihluta atkvæða, sem um getur í sögu Bandaríkjanna, er hann sigraði Nixon. Æska og lífsþróttur hins unga forseta féll í góðan jarðveg, þótt sumum þætti þar gæta nokkurs unggæðings- háttar. Fáir forsetar hafa fengið annan eins böggul vandamála í fangið og varaforseti hans eftir að Kennedy var drepinn. Ekki var þar aðeins ófarir þeirra í Víetnam, sem sýnilega var að verða að þeim snjóbolta, sem sífellt hlaut að aukast og magn- ast. I viðbót voru svo innanlandsmálin, kynþátta- misferli og almennur órói, er skapaðist e.inna helzt af of skyndilegri umbótaþörf Kennedys. Bandaríkja- menn sjálfir þ.e. minnihluta kynþættir, þoldu ekki „frelsið" og síðan hafa þar geysað óhemjulegar ó- eirðir, manndráp, brennur, og verðmætasóun, en lítið sem ekkert áþreifanlegt hefur gerzt í mannúð- armálum þar. Róbert Kennedy, sem féll fyrir byssukúlu á hót- eli í Los Angeles, reyndi að feta í fótspor bróður síns og bæði naut hans og galt. Róbert var svo heppinn, að hann barðist fyrir útnefningu þegar Kennedyæðið var upp á sitt bezta, og skírskotaði einna mest til svertingja og annarra 2.-ílokks borg- ara, eins og þeir kalla sig. Vera má, að hann hefði hlotið útnefningu flokksins, en hann hóf seint kosn- ingabaráttuna. Það fór einna minnst fyrir Edward Kennedy a. m. k. opinberlega. Fjölskylduraunir hans eru sagð- ar hafa gert hann drykkfelldann og telja sum am- erísku blöðin persónulegt líf hans ekki hafa verið til' fyrirmyndar. En hvað um það. Kennedy sýndi á Örlagastundu, að honum er vart ætlandi að halda um stýrisvölínn vestra er til stórátaka og skyndr ákvarðana kemur. Til þess virðist hann of veikgeðja og óöruggur í framkomu. Það má gjarnan hvíla heiminn um stund og lifa þá tíma, sem enginn af Kennedy-ættinni nýtur valda. Þeir hafa komið af stað of miklu umróti án þess að þjóð þeirra gæti ráðið við það og beint því inn á réttar brautir. Það er gott að vera umbóta- samur, en það er líka vont að hleypa af stað því fljóti, sem síðan drekkir umbótunum. Þeir, sem viliei koma greinum og öðru efni í Mónudagsblaðið hafi sambond við ritstgéra eigi siðar en miðvikudag nœstan á undan útkomudegi. KAKALI skrifar: IHREINSKILNI SAGT Hundar og hundavinir — Heímskir og auð- sveipir — Hitamál í höfuðstaðnum — Aukin réttindi hunda — Börn og hundsbit — Illgjörn kvikindi — Hænan hans Steins Steinars — Að leita trausts — Sundurlausir þankar um húsdýr, konur og aðrar vitsmunaverur. Bf dæma má eftir skrifum Moggans, þá er stór hluti les- enda hans og sikríbenta, þeirr- ar skoðunar aö hundar megi aðeins bíta sveiitamenn og börn þeirra. Kópavogsbörnih skulu sleppa, svo ekki sé tal- að uim þau reykvískiu. Þjóðin heiEur fengið nýtt á- hugamál. Fyrir sikömmu gekk afiJt út á það, að bjarga börn- unum í Biafra, en nú er svo komið að flokkadrættir hefj- ast um hundaihald. Rakkinn í íslenzku þjóðfélagi er margur. Fyrir allmörgum ámim, þeigar allt var að ,,fara í hundaina“ fundu þingimienn ekki annað meira starf aðkallandi í þing- sölum en „friðun rjúpunnar". Urðu af því harðar og hláleg- ar deilur og veitti ýmsum betur. Nú hefur þjóðin skipzt í tvær vopnaðar aindstæður, hundavini og hundahatara, en stríðsvettvangurinn er Mogg- inn. Það er sko ekki rauna. laust að lifa í landinu, ef taKa á þátt í hin-um merkustu mál- uim sem þjóðin ræðir. Þetta er eitt a.f einkennum stnáborg- araþjóðfélags og ekki raett af minni hita en réttlætisimál svertingja og skólamál ts- lendinga, enda maklegt, að hundurinn skipi ekiki lægri sess en mannskepnan í vei- ferðarþjóðfélagi. Allir eiga að vera jafnir, hvort heldur fer- fæliliii'gar eða tvífætlingar og satt bezt sagt, þé verður vart séður nokikur munur á þess- um vitstmunaskepnum hér á landi, ef dæma mó eftir þvi róti, sem þessi mál hafa vaid- ið í tilfinningalífi manna hér heima. Kerling ein kom nð máli við okkur og tjáði okkur þá stórmerkilegu staðreynd, að hún hefði átt hvolp í æsku sinni. Hvolpskvikindið var halt, stakik við á afturlöpp og ýlfraði jafnan ef ókunnuga bar að garði. Bónda leiddust þessir hundasiðir og hafði við oi'ð að síkjóta kvikindið. Brá þá svo við, að hunduri-nn af- heltist, hættí að jfilfra ogkunni Fraimlhalld á síðu 5 HF OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.