Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.08.1969, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 11.08.1969, Blaðsíða 1
BlaÓJyrir alla 21. árgangur Mánudagur 11. ágúst 1969 lO.tölublað Eftirlit með risnufé ráðherra Risnur opinberra sfarfsmanna - Gista sendiráSin - Dýrar kjaffasamkundur - Ambassdorar okkar gœfu annaS þessu Margir spyrja hversvegna ekki séu birtir „risnu"-reikningar<5> ráðherranna og ráðuneytisstjóranna, svo og annarra háttsettra embœttismanna, sem ferðast mikið fyrir hönd hins opinbera. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, hefur gert talsvert rúm- rusk í þessum málum, leitazt við að spara, en mönnum þykir tómt mál um slíkt að tala meðan „höfuðin" éru látin óáreitt. Nú skal tekið fram, að slík ferðalög ráðherra eru afar misjöfn. Bjarni Benediktsson, Ingólfur Jónsson og Magnús Jónsson, ferðast lítt, og alls ekki nema nauðsyn krefji. Hinsvegar liggur annað orð á hinum ráðherrunum, einkum dr. Gylfa, þó vera kunni að allar þær ferðir séu hrein nauðsyn. Langþreyttur Það er opinbert leyndarmál, að almenningur er orðinn all- þreyttur á öllu sparnaðarhjali meðan ráðamenn virðast hafa ótakmarkaðan tíma til allskyns ferðalaga út um lönd, sitjandi ráðstefnur, sem vel mætti láta sendiherrahópinn okkar sitja eða einhverskonar fulltrúa, sem þar sitja, gagnslitlir, á kontórum. Kjaftaþing Ráðstefnur eru tvennskonar, gagnslausar kjaftasamkomur og nauðsynlegar umræður milli leið- toga. ísland á minnsta hlut að þess- um málum, og koma þeirra á sum- ar slíkar ráðstefnur hreinn óþarfi og sýndarmennska. Hinar tíðu og „mikilsverðu" ráðstefnur Norður- landanna, hafa gert lítið sem ekk- ert gagn, kjaftaþing, sem við höf- um mætt á, oftast okkur til bölv- unar, og ekki annað gert en krota nafn okkar undir þýðingarlausar yfirlýsingar. Fiskimálaráðstefnur eru hins vegar nytsamar, en þar er okk- ar lífæð falin, að við vitum sem gerst hverja framvindu mál hafa í þeim efnum. Er ekki eftirtalið þótt þangað séu send ir ráðherrar og aðrir menntir menn í þeim efnum. Stríðsráð- stefnur NATO-ríkjanna eru okkur lítt viðkomandi. Við er- um einskonar þögull meðlim- ur þar, og fulltrúa okkar bönn- uð áheyrn í öllum þeim málum, sem einhverju skipta þar. Hvað gera sendiherrar? Enn er til fjóldi ráðstefna, sem gjarna krefjast nærveru eins eða annars af þeim ráð- Leikfang Mánudagsblaðsins herrum, sem meira eru flökt- andi út um heimsbyggðina en aðrir. Þetta er yfirleitt hreinn óþarfi og bruðl og mætti þar gjarna notast við sendiherra eða skrifstofupilta í sendiráð- um okkar. Geta þeir sett sitt nafn undir þær samþykktir, sem þar koma fram. Gista sendiráðin í sambandi við þessi ferðalög gista förumenn okkar gjarna beztu hótel, trakterast á dýrustu réttum og lifa hinu mesta býlífi. I stað þess ætti meginþorri þeirra op- inberu starfsmanna, sem rekast út um lönd, og eiga vísa gistingu í sendiráðumokkar, að dvelja þar um nætursakir og bjóða þangað þeim gestum sem þörf þykir. Hitt er bæði of dýrt og sýnir lúxus, þar sem þörf er sparnaðar. Ekki jafnir Hér er ekki átt við, að þessir menn fari ránshöndum um opin- bera sjóði. Heldur sitt,- að þarna er lagt í útgjöld, sem ekki ættu að leyfast, þegar betri og ódýrari úr- ræði eru fyrir hendi. Forustumenn þjóðarinnar verða að gera sér ljóst, og þessum farandmönnum, að við höfum ekki nein efni á að halda okkur til jafns við stórþjóðir. Er- vim við hér minnstir miruii bræðr- anna og ber skylda til að sníða stakk eftir vexti. Gert út á ríkissjóð Fjármálaráðherra hefur sýnt verulegan lit í að spara opin- ber útgjöld. En hann hefur ekki til þessa borið nógu vel niður í kargaþýfi fjárausturs þess, sem þekkistvel í sambandi við Framhald á 6. síðu. Nýir banka- stflóra-kandi- datar Alltaf koma fram ný og ný nöfn í hið tóma sæti Lands- bankans. Stungið er upp á lík- legustu og ólíklegustu mönn- um og birtist hér nýjasti list- inn. Gunnar Thoroddsen, Pét- ur Thorsteinsson, sendiherra, Birgir Kjaran, Baldvin Jónsson, Jóhann Hafstein, Emanuel Morthens, Jónas Haraldz, Björgvin Vilmundarson, Svan- björn Frímannsson, Ásgeir Pétursson. Það er anzi vandséð hvað af verður endanlega. Allt eru þetta gegnir menn hver á sínu sviði. Borgarbúar spekulera mikið í hver hljóti hnossið, einkum kaupsýslumenn. Vitað er, að talsverð barátta á sér stað bak við tjöldin, og er sagt, að þar gæti nokkuð „pressu" frá Sveini Benedikts syni, forstjóra, sem telur sig eiga nokkurra hagsmuna að gæta. Því verður ekki neitað, að sæti Péturs Benediktsson- ar, er vandskipað. Hann var mikils ráðandi í banka sínum, var vinsæll og ákveðinn, auk þess, sem hann hafði aflað sér geysilegrar þekkingar í banka málum undanfarin ár. Hér verður engum getum leitt að úrslitum þessara mála, en óskandi væri að þau yrðu fljót til lykta leidd, svo borg- arbúar, og þá ekki sízt kaup- menn, gætu sofið rórra um nætur. MER VAR NAUÐGAD!" ## Sviðið: íbiið á fyrstu hæð út á Seitjamárnesi. Gestir margir, konur og karlar, víridrykkja og gleði. Sýnilega eftirköst langr- ardrykkju. Persónur: hjón, gestir, Suðurnesjamaður ungur, mannskap- urinn nokkuð þreyttur, en þó ekki uppgefinn. Áleitni í garð kvenna, en því almennt tekið með jafnaðargeði eins og ger- ist í löngum veizluhöldum. Húsfreyja gengur um beina, fær augnaskot, klipin í þjóhnappa, handleikin þó með varúð. Hús- bóndinn gefur því lítinn gaum. Yfirborðskurteisi. Upphaf. Suðurnesjamaður ó- kyrrðist í sæti sínu, sýnilega í þöif þess að ganga til vanhúss. Frúin tekur eftir vandræðum hans. ís- Ienzk kurteisi og selskapsvenja svík ur ekki. Suðurnesjamaðurinn getur ekki hamið sig lengur, lítur bæn- araugum til viðstaddra, veit ekki leiðina til vanhúss. Húsfreyja eygir vandræði gests- ins, snarast úr sæti og leiðir hann við hönd sér á brott. Gestir sitja að sumbli um stund, en hverfa síðan einn og einn af sviðinu og flytjast á efri hæðir Þungar stunur, hálf- kæft óp heyrist úr fjarska. Síðan veikar stunur. léttar stunur og í lokin ansi kátar stunur. Húsbóndi kemur aftur inn á sviðið. Fyrsta fjögurra hreyjla millilandaflugvél Flngfélags íslands var Skymasterfltigvélin Gidlfaxi, sem kom til landsins 8. júli 1948. Nokkrum árum siðar var önnur samskonar flugvél-keypt og.hlaut húnnafn- ið „Sólfaxi". Myndin er.af Sólfaxa á flugi. — Sjáennfremur 5. síðu. Dyrnar hrökkva upp, inn hleyp- ur úfin kona.og hrópar: .,Mér var nauðgað". I kjölfarið kemur ungur maSur, rjóður í framan, nokkuð vínþrunginn, .en ekki tiltakanlega óhamingjusamur.. Enn er hrópað „Mér var nauðgað". Húsbóndi rís á- fætur valtur og hyggur nánar að atburðum. Hlýtur kjaftshögg og fýkur í gólfið, ungi maðurinn skreppur burtu af sviðinu. 2. þáttur. Lögreglan komin á staðinn. Kon- an gefur skýrslu, löggan bókar með undrunarsvip. Sviðsfólkið allt kom- ið á sviðið, ringulreið ríkir. Ljós slokna. Næsti dagur Blöðin flytja skýrslu um nauðg- unarmálið. Hann nauðgaði mér á klósettinu, hélt annari hendi um vit mér, svo að ég gat ekki kallað á hjálp, kom fram vilja sínum að óvilja mínum. Hrein nauðgun ekki annað. Málið afgreitt, delinkvent- inn húsaður hjá pólitíinu. EFTIRÞANKAR Miklir afbragðsmenn erum við Islendingar, og miklar eru konur okkar, ekki síður. Einmana vesæl kona, fylgir gesti' á klósett er hald- ið, fjötruð, lófi lagður yfir munn, en síðan athafnar árásarmaðurinn sig í rósemi, en húnið fullt af fólki. Hvorki tvær lausar hendur, tennur né fætur fá varið konuna, hún verður að Iáta að vilja manns- ins. Með annarri hendi getur hann allt, hin upptekin við að varna konunni máls eða „neyðaróps". íbúðin var full af fólki þegar hann gekk til kamars og engar líkur til þess, að hann vissi að menn hefðu skyndilega horfið úr íbuðinni upp á loftið. Ein hugsun í þesum kringumstæðum kemst engin önnur hugsun að en aS taka konu með valdi og sinna þannig þörf sinni, samkvæmt frásögn dag- blaðanna. Auk þess er honum ljóst að eiginmaðurinn er á næstu grös- um og sá möguleiki hlýtur að blasa við, að eiginmaðurinn myndi, end- anlega taka slíku framferði af hálfu gestkomandi manns, næsta óstinnt upp. Trúgjörn blöð BlöSin gleypa þessa frásögn at- hugsemdalaust, telja um hrottalegt ódæSisverk aS ræSa, algjörlega ó- verjandi. Það má vera meira en lítið fjölhæfur maður og kynsterk- ur, sem getur afrekað slíkt undir svona kringumstæðum. Og mikil mun þörfin hafa veriS fyrir Þögn Engar getur munum vér leiða að sannleiksgildi þessara atburSa. HiS'" Framhald á-6. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.