Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.08.1969, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 11.08.1969, Blaðsíða 3
Mánudagur 11. ágúst 1969 Mániíd a gsbla ð i ð 3 Taktu hvað sem þú vilt - allt er í tízku! MINI - MIDI - MAXI, — en þó mest MAXI Óþvinguð tízka og hlýleg á Parísarsýningunum Þótt „Le Monde” birti að jajn-aði ekki mikið af myndum, hefur líklega ekki þótt stiett á því fyrir blaðið í sjálfri tízkuborginni að sýna ekki eitthvað af því nýjasta, og gefur þessi skissa þaðan hug- mynd um línurnar. Frá vinstri sjást kvöldkjóll úr grœntt ullarjersey frá Gres, fjólublá gabardínkápa frá Ungaro yfir mynztruðum ull- arkjól (mini-sídd!) kápukjóll úr gráu ullarefni í nýju síddinni frá Patou, — pilsið að sjálfsögðu aðeins borið hálfhneppt til þceginda, og að lokum Ijósbrún tvíddragt frá Laroche með sjali og húfu úr sama efni, — þannig líta flest höfuðfötin út að þessu sinni. Þá er tízkusýningunum í París lokið að þessu sinni og þótt tízkan hafi aldrei verið jafn fjölbreytt og tækifærin aldrei jafn góð til að hver kona finni eitthvað við sitt hæfi og sé þó klædd samkvæmt nýj- ustu tízku, er stefnan greini- leg: minisíddin er á undan- haldi og við tekur maxi í mis- munandi lengd, frá miðjum kálfum niður á ökla. Nær hver einasti tízkufrömuður Parísar- Stjarnan<'’' meðal sýningarstúlkna Yves Saint-Laurents, Katja, sýnir hér eina af drögtum hans í „New Look”. Katja, réttu nafni Anrie Marie Villaneuva, telst persónu- gervingur þeirra stúlkutýpu, sem nú er í tízku: stór augu, slétt, sítt hár, tekið saman í hnút í hnakkanum, náttúrlega há og grönn, tvítug að aldri. Hún nýtur starfsins, en talar þó um að lœra kannski nudd, gifta sig og eignast börn . . . „Maður þarf að hugsa fyrir framtíðinni”, scgir Katja, ,því sem við tektir þeg- ar fyrstu lnukkurnar birtast í and- litinu. Þess er varla að bíða langt fram yfir 25 ára aldurinn”. — Svo stutt er starfsœvi sýningarstúlkunn- ar. borgar hafði meira og minna af maxiklæðnaði á sýningu i sinni í síðustu viku; Ungaro einn hélt fast við minisíddina á skærlituðum kjólum sínum og kápum með beltum á mjöðmunum. Almesta athygli áhorfenda tízku sýninganna í síðustu viku vakti Yves Saint-Laurent, sem endur- vakti „New Look" fyrrverandi at- vinnuveitanda síns, Christians Di- ors, og dró faldana niður á ökla, nánar til tekið 12 þumlunga ofan gólfs. Undanfarin ár hefur síddin verið mjög óákveðin hjá þeim í París, — flestir hafa reyndar aldrei fullkomlega sætt sig við pínupilsin, þótt þeir sýndu þau og tilhneiging- ar hefur gætt til að draga faldana neðar og neðar. Nú hefur Yves Saint-Laurent hætt sér í það stökk, sem tízkusérfræðingar um allan heím hafa beðið eftir og meira en 90 prósent fatanna á hans sýni.ngu var í nýju maxísíddinni. Buxurnar blíva Og buxurnar halda velli, síðar, víðar, og utanyfir þeim kápur langt niður á kálfa, bæði hjá Saint-Laur- ent, Marc Bohan, Patou og Laroche. Nina Ricci segir hins vegar skilið við bæði buxnadraktirnar og pínu- pilsin. Síði klæðnaðurinn skal bor- inn morgun, kvöld og miðjan dag, svo ekki verður kvenfólkið með gæsahúð og blá og bólgin læri þenn an vetur, þ.e. þar sem fylgir tízk- unni, en ef alt fer að venju slær hún varla í gegn hér á landi fyrr en einu til einu og hálfu ári síðar. Franska stórblaðið „Le Monde" talar um hlýlegar síddir á sýning- unum og má það víst til sanns veg- ar færa. Flestir tízkuteiknarar sýna auk maxisíddarinnar midi og mini, — mini einkum í táningaklæðnaði, en Saint-Laurent segist hins vegar ein- mitt ekki sízt miða sína maxísídd við þær allra yngstu, sem aldrei hafa gengið í síðum kjólum, nema þá sem samkvæmisklæðnaði. Stúlkurnar eins og strik Marc Bohan, tízkufrömuður Di- or-tízkuhússins, var líka með sídd- ir í „New Look"-anda gamla manns ins frá 1947, pilsfaldana 25—30 cm ofan gólfs, en jafnframt með ein stytztu pils haustsins. „Annað- hvort — eða" virðist vera mottó sýningar hans og „annaðhvort-eða' var líka einkenni sýningargestanna, þar voru m.a. kvikmyndaleikkon- urnar Romy Schneider í maxi- dragt og Lauren Bacall í mini. „Vin ungu stúlknanna" kölluðu tízku- fréttaritarar stórblaðanna Marc Bo- han, enda óhætt að fullyrða, að tízka hans klæðir varla nema ungar, háar og grannar. Dior-maxilínan gerir stúlkurnar eins og strik, skrif- aði einn, svo framarlega að sjálf- sögðu, sem þær eru ekki kjötfjöll með pöddufætur, en jafnvel í því tilfelli eru þær sennilega skárri í hlífandi maxi en pínupilsunum, sem allt afhjúpa. Pierre Cardin vill líka láta kven- fólkið velja sjálft, sítt eða stutt. Síðar kvölddragtir með refaskinni skiptust á við stuttkjólana, en með- al þeirra þótti mest eggjandi örstutt ur baby-bleikur krepkjóll við svarta glansandi nælonsokka og bleika krepskó. En öklasíðu kjól- arnir þótu líka sexý. Hver segir að það séu endilega útstilltu vörurn- ar sem eru þær beztu,? skrifa frétta ritararnir. Sem milliveg milli maxi og mini sýndi Cardin nokkra prjónakjóla með pilsum úr ferkönt- uðum sjölum, sem mynduðu bæði maxi og minisídd í senn. Mótmælaaðgerðir Cardin er sá, sem einna mest hefur að segja í karlmannafatatízk- unni og sjá: þar er það líka maxi- síðir tvídjakkar, síðir kvöldfrakkar, en jafnframt eins og áður föt í „Science-fiction" stílnum. Hvort karlmenn efna til mótmæla gegn maxisídd karlmanna, er óvíst, en hvað eftir annað var efnt til mót- mælastöðu fyrir utan tízkuhús Par- ísarborgar í síðustu viku, — já, af karlmönnum auðvitað, — þar sem borin voru spjöld með kröfum um að pínupilsin héldu velli, en maxi- pilsunum yrði Iyft eða þau látin niður falla. „Karlmenn sameinast gegn maxi" og „Niður með maxi, upp með mini" var meðal slagorð- anna. Reyndar má það vera sálfræðing um merkilegt umhugsunarefni, hve allt virðist snúast um pilsfaldinn, en víst er, að sjaldan hefur nokkur tízka slegið jafn í gegn og sú stutta, kvenfólkinu hefur þótt hún sér- staklega þægileg og óþvinguð og náttúrlega hefur það ekki skaðað, að karlmönnum hefur litizt vel á hana. Mörgum tízkufrömuðum hef- ur hinsvegar varla þótt hún nógu dömuleg fyrir ríkustu viðskiptavin- ina, sem margar eru komnar nokk- uð til ára sinna, og að auki hefur minitízkan ekki þótt gefa nóga möguleika á tilbreytingu. M.a. þess- vegna komst buxnatízkan í algleym ing, en líka vegna þess, að síðbux- ur eru hentugur og frjálslegur klæðnaður og nútímakonan með sín fjölþættu verkefni leggur mikið upp úr slíku. Þessvegna er það líka áberandi í „New Look" tízkunni nú, að fjölmörg pilsanna er hægt að opna að framan með rennilás og koma þannig við frjálslegri hreyf- ingurn, en einmitt þvingun hreyf- inganna er það sem konur hafa að- allega haft á móti síðpilsunum eftir að hafa vanizt að geta klofað upp hæstu strætóþrep eins og ekkert væri í pínupilsunum sínum. Sokkabönd áný? Sokkar skipta miklu máli í vetr- artízkunni, stroffprjónaðir ullar- sokkar í ölum regnbogans litum, einkum dökkum, plús svörtu og hvítu, voru bornir við vetrardragt- irnar og kápurnar, bæði síðar og stuttar. Og þótt margir vilji ekki fyrir nokkra muni sleppa sokkabux unum ber á vissri tilhneigingu til að ganga aftur í sokkum og þykir nak inn lærbúturinn fyrir ofan sokkinn nú allt í einu eggjandi, svo kannski sokkaböndin hennar ömmu komist í tízku á ný. Höfuðfötin voru heldur fábreyti- leg, þétt, djúp, skrautlaus, án barða, bæði hattar og prjónahúfur. En eftirlíkingar karmannahatta virt ust líka vinsælar á tízkusýningun- um, svo og húfur í sama efni og kjólinn og einig sígaunaklúturinn, þétt bundinn um höfuðið. Burt með brjóstahaldarana Brjóstin hafa smám saman far- ið minnkandi og á mörgum sýn- inganna nú var greinilegt, að sýn- ingarstúlkurnar báru enga brjósta- haldara. Ekki svo að skilja, að þetta spái dauða brjóstahaldaraframleið- enda, en varan breytist, flíkin verð- ur mjúk, nær saumlaus, án nokk- urra teikna eða styrktarboga og uppstopupnar. Brjóstin fá eðlilegt útlit, fá að sitja þar sem þeim er eðlilegast og vera í laginu eins og þau eru í raun og veru, án þess að þeim sé þrýst upp og fram. Minni brjóst skapa líka grennra útlit og ef það er ekki það sem flestir keppa að nú á tknum........ Allt leyfilegt! Að lokum þetta: Fjölbreytnin er slík, að sérhver kona getur nú ver- ið klædd eins og henni fer bezt eða Framhald á 6. síðu. Frá sýningu Pierre Cardins. Stúlkan fremst sýnir hvernig sami kjóll getur verið bceði mini og maxi, innra pilsið er stutt, það ytra sítt, en gert úr flaksandi böndum. Fyrir aftan stúlkuna sést Cardin sjálf- ur í hópi maxistúlkna sinna, lengst til vinstri stendur stúlka í missíða pilsinu, sem segir frá í greininni.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.